Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Síða 42
42 sakamál umsjón: kolbeinn þorsteinsson kolbeinn@dv.is 22. október 2010 FÖSTUDAGUR m arie-Carmen Lor-ente var gjörsam-lega niðurbrotin eftir að sextugur nágranni hennar nauðgaði þrett- án ára dóttur hennar, Veronicu. Mæðg urnar bjuggu í Benejuzar, þorpi við Miðjarðarhafið um 65 kílómetra frá Alicante á Spáni. Við réttarhöldin var því lýst hvernig Velasco hafði gripið stúlkuna þeg- ar hún kom við í bakaríi á leið sinni heim úr skólanum 17. októ ber 1998, lagði hníf við háls hennar, dró hana inn í skóg og nauðgaði henni. Það varð Marie-Carmen örlítil huggun að nágranninn, Angelo Velasco, var dæmdur til níu ára fangelsisvistar fyrir glæp sinn en það var skamm- góður vermir, því eftir sjö ár var Vel- asco laus úr fangelsi vegna góðrar hegðunar. Reyndar voru þau sjö ár sem hann sat inni verri en fangelsisvist fyrir móður Veronicu því auk þess áfalls sem dóttir hennar hafði orðið fyrir þurfti Marie-Carmen að lifa við daglegar svívirðingar af hálfu fjöl- skyldu Velascos, sem virtist álíta að Velasco hefði verið ranglæti beittur. Hnífnum snúið í sárinu Marie-Carmen tók þá ákvörðun rétt áður en Velasco var sleppt úr fang- elsi að flytja í annan hluta þorpsins og reyna þannig að fjarlægjast upp- sprettu slæmu minninganna sem ásóttu hana daglega. En dag einn, um miðjan júní árið 2005, þegar hún gekk í mak- indum eftir aðalgötunni, heyrði hún hæðnislega rödd að baki sér: „Og hvernig hefur dóttir þín það?“ Angelo Velasco var frjáls maður. Marie-Carmen fannst sem hæðnis- leg rödd Velascos fylgdi henn hvar sem hún fór og það var ekki fjarri lagi. Þegar hún tyllti sér inn á eftirlæt- iskaffihúsið sitt til að fá sér morgun- kaffið sat hann við næsta borð: „Og hvernig hefur dóttir þín það?“ Hefnd móðurinnar Hugur Marie-Carmen fór á fleygi- ferð; hún var þess fullviss að Velas- co hygðist ráðast aftur á Veronicu. Eðli málsins samkvæmt var Marie- Carmen enn, þrátt fyrir allan þann tíma sem liðinn var frá nauðgun- inni, full ótta og viðbjóðs á mannin- um sem hafði svívirt dóttur hennar og fjölskylduna. Tilhugsunin um að hann byggi jafn nærri og hann gerði sendi hroll gegnum líkama hennar. Skyndilega gerði hún upp hug sinn. Hann kláraði úr kaffibollan- um og skundaði út af kaffihúsinu. Tæplega hundrað metrum neðar í götunni var bensínstöð. Þar keypti hún fimm lítra brúsa með bensíni, fór aftur inn á kaffihúsið og gekk ákveðnum skrefum að Angelo Vel- asco. „Þú vilt fá að vita hvernig dótt- ir mín hefur það,“ sagði hún. Áður en Velasco fékk ráðrúm til að svara hellti hún innihaldi brúsans yfir hann, tendraði eldspýtu og í sömu andrá og hún færði sig fjær honum kastaði hún logandi eldspýtunni í hann. brann eins og kyndill Angelo Velasco varð alelda á auga- bragði og gestir kaffihússins þyrpt- ust að útidyrunum. Velasco reyndi öskrandi að ná til Marie-Carmen í gegnum logana en síðan hökti hann að dyrunum líkt og kófdrukk- inn maður. Eigandi kaffihússins brást hrað- ar við en nokkur annar og greip slökkvitæki og tæmdi það yfir Vel- asco, sem hann reyndar rétt gat séð í eldhafinu. Aðgerðir vertsins báru árangur og eldurinn var slökktur, en eftir lá Velasco, veinandi ámát- lega og skaðbrenndur á gólfinu. Lyktin af brunnu holdi lá í loftinu á kaffihúsinu löngu eftir að sjúkralið- ar höfðu náð í Velasco. Angelo Velasco náði sér aldrei og dó kvalafullum dauðdaga á sjúkrahúsi tíu dögum síðar. Í millitíðinni hafði Marie-Car- men verið lögð í stuttan tíma inn á geðdeild og verið útskrifuð nokkr- um dögum síðar. klofið þorp Þegar hún kom aftur heim til Bene- juzar var þorpið í uppnámi. Íbúar þess höfðu skipast í tvo hópa – þá sem studdu hana og þá sem gerðu það ekki. Þeir sem studdu Velasco-fjöl- skylduna fullyrtu að Veronica bæri sjálf ábyrgð á því sem gerðist 1998; hún hefði hvatt Angelo til samræð- is. Stuðningsfólki Marie-Carmen fannst sú fullyrðing með ólíkind- um, ekki síst í ljósi þess að Veronica hafði verið þrettán ára á þeim tíma og Angelo Velasco sextugur. Stuðn- ingsmenn Marie-Carmen töldu að Angelo Velasco hefði fengið makleg málagjöld. Af ótta við að nauðgari dóttur hennar endurtæki ódæðið ákvað Marie-Carmen að grípa til sinna ráða. Þegar nauðg- arinn, Angelo Velasco, varð frjáls maður hóf hann að ögra móðurinni og hún afréð að jafna metin. Móðurhefndin Marie-Carmen Ákvað að hefna fyrir dóttur sína. Angelo Velasco nauðgaði sextugur þrettán ára stúlku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.