Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Síða 48
48 LÍFSSTÍLL UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR indiana@dv.is 22. október 2010 FÖSTUDAGUR 6 atriði sem konur standast ekki Sjálfstraust Yfirvegaður og öruggur karlmaður sem minnir helst á James Dean getur gert hverja konu brjálaða. Hreysti Karlmaður sem hugsar vel um líkama sinn er aðlaðandi, burtséð frá hæð og þyngd. Það er eitthvað heillandi við karlmann sem setur heilsuna í forgang. Ef hann hugsar vel um sig eru líkurnar meiri á að hann hugsi vel um makann. Stíll Sjálfur stíllinn skiptir ekki máli. Hann getur verið eins og nýklipptur út úr tískublaði, nýstiginn af Wall Street eða skreyttur húðflúri. Að hafa stíl skiptir máli. Það er ekkert æsandi við mann sem klæðist sömu gallabuxunum við sama slitna bolinn alla daga. Lyktin Enginn karlmaður getur stjórnað sinni náttúrulegu lykt en með smá hjálp rakspíra geta allir karlmenn lyktað vel. Passaðu samt að sprauta ekki of miklu á þig. Ástúðlegur Leggðu handlegginn yfir axlirnar á henni þegar þið gangið saman. Segðu henni líka reglulega hvers virði hún er þér. Hlátur Kímnigáfa er tælandi en líka mismun- andi. Fæstum konum finnst niður- lægjandi brandarar á kostnað annarra fyndnir. Einkaþjálfari Hollywood-stjarnanna segir mikilvægast að hreyfingin komist í rútínu: Vertu eins og stjörnurnar Hættu án þess að þyngjast Samkvæmt prófessor Richard D. Hurt geturðu hætt að reykja án þess að þyngjast. Hurt segir mikilvægast að huga að hreyfingu. „Regluleg hreyfing brennir ekki aðeins kalóríum heldur minnkar fráhvarfseinkennin,“ segir Hurt sem segir gáfulegt fæðuval einnig mikilvægt. „Skipu- leggðu matartímana svo þú fallir ekki í freistni. Borðaðu mikið af ávöxtum og grænmeti. Hafðu skammtana minni og takmarkaðu sætindi og áfengi. Veldu hollan millibita. Ef þú finnur fyrir hungri milli mála eða á kvöldin fáðu þér þá þurrkaða ávexti, fitusnautt poppkorn og fitusnauða jógúrt.“ Glápið skaðar Foreldrar ættu að fela fjarstýringuna ef það er eina leiðin til að takmarka gláp barnanna. Í rannsókn, sem framkvæmd var af vísindamönnum við háskólann í Bristol, kom í ljós að börn sem eyða tveimur tímum eða lengri tíma fyrir framan sjónvarp eða tölvu á hverjum degi eiga við meiri félagsleg og andleg vandamál að stríða en skólafélagar þeirra. Öfugt við niðurstöður fyrri rannsókna kom í ljós að neikvæðum áhrifum glápsins er ekki hægt að snúa við með aukinni hreyfingu. Börn sem hreyfðu sig reglulega en eyddu meira en tveimur tímum á dag fyrir framan skjáinn áttu í meiri vandræðum en þau sem gláptu minna og hreyfðu sig minna. Ef þú hefur hvorki tíma né peninga til að kaupa þér kort í ræktinni hef- ur stjörnueinkaþjálfarinn Ramona Braganza lausnir handa þér. Ramona er fræg í Hollywood og hefur hjálp- að mörgum stærstu stjörnunum í form eins og leikkonunum Jessicu Alba, Halle Berry og Anne Hatha- way. „Hreyfingin verður að komast inn í daglegu rútínuna og sjálf yrði ég brjáluð ef ég þyrfti að fara inn á lík- amsræktarstöð á hverjum degi,“ segir Ramona sem mælir með að fólk hreyfi sig sem mest úti í náttúrunni. Ramona mælir með því að fólk skelli sér á skauta en samkvæmt hennar mæling- um eyðum við 425 hitaeiningum með því að skauta í hálftíma. „Með því að hlaupa eyðum við 374 hitaeiningum á hálftíma og 300 fara ef við leikum okk- ur með húlahring í 30 mínútur,“ segir einkaþjálfarinn sem segir bæði Bey- oncé og leikkonuna Marisu Tomei elska æfingar með húlahringi. Samkvæmt Ramonu eyðum við 272 hitaeiningum í hálftíma tennis- leik, 221 með hálftíma dansæfingu og 170 með rösklegum hálftíma göngu- túr. „Lykillinn er að stunda þessar æfingar hraustlega. Taktu vel á því! Letilegt rölt með vinkonunni brennir nákvæmlega engum kaloríum,“ segir Ramona og bætir við: „Ef þú hefur ekki hreyft þig í langan tíma skaltu byrja á því að heimsækja lækninn þinn. Byrjaðu svo rólega. Farðu í göngutúra og færðu þig svo upp á skaftið.“ Flottar Leikkonurnar Halle Berry og Jessica Alba eru á meðal viðskiptavina Ramonu Braganza. Í risastórri rannsókn um kynlíf, þeirri viðamestu af sinni gerð í Bandaríkj- unum, kom margt forvitnilegt í ljós. Vísindamenn við háskólann í Indí- ana-ríki spurðu fjöldann allan af fólki á aldrinum 14 til 94 ára um allt frá smokkanotkun og samkynhneigð til fullnæginga en rannsóknin var fram- kvæmd fyrir National Survey of Sexu- al Health and Behavior. Þetta er fyrsta stóra kynlífsrannsóknin sem fram- kvæmd er í Ameríku í tvo áratugi og sú fyrsta sem tekur kynhegðun unglinga með í reikninginn. „Fólk er oft forvitið um kynlíf annarra,“ segir Debby Her- benick, einn af þeim vísindamönnum sem stóð að rannsókninni. „Okkar niðurstöður gefa okkur svör við ýms- um algengum spurningum og sýna hvernig kynhegðun hefur breyst á þessum 20 árum síðan síðasta rann- sókn var framkvæmd.“ Hægt er að lesa niðurstöðurnar í heild sinni í nýj- asta tölublaði The Journal of Sexual Medicine en hér eru topp fimm at- riði sem komu fræðimönnum mest á óvart í niðurstöðunum. 1. Mega taka unglingana sér til fyrirmyndar Í rannsókninni kom fram að ein- hleypir nota smokk í einu af hverj- um þremur skiptum. Smokkanotk- un mældist mest hjá unglingum: 14 til 17 ára drengir nota smokka í 80% tilfella og stúlkur á sama aldri í 58% tilfella. Enn fremur kom í ljós að svartir (33%) og spænskir (37%) full- orðnir karlmenn nota frekar smokka en hvítir (22%) fullorðnir karlmenn. Hvað varðar konur nota svartar am- erískar konur helst smokkinn, eða 36% á móti 20% hvítra kvenna. 2. Margir prófað hitt liðið Um 8% aðspurðra karlmanna og 7% kvenna skilgreindu sig sem samkynhneigð. Mun fleiri sögð- ust þó hafa átt í kynferðislegu sambandi við einstakling af sama kyni einhvern tímann á lífsleið- inni. Þar áttu karlmenn vinning- inn sem flestir sögðust hafa þegið munnmök frá öðrum karlmanni. Þær tölur fóru hækkandi með aldrinum upp að sextugu. Svipað- ar tölur voru yfir konurnar en þær prófa sig fekar áfram á sínum yngri árum. Um 11% karlmanna á aldr- inum 20 til 24 ára sögðust hafa átt samfarir við annan karlmann en 9% karlmanna á aldrinum 40 til 50 ára. 3. Karlmenn vilja stöðug- leika, konur fjölbreytni Niðurstöðurnar varpa nýju ljósi á rótgrónar hugmyndir um að karl- menn vilji nýbreytni í kynlífið en konur það gagnstæða. Í ljós kom að á meðan karlmenn eru líklegri til að ná fullnægingu og ólíklegri til að upplifa einhvers konar vandamál í kynlíf- inu eru fullnægingar kvenna frekar tengdar fjölbreyttum stellingum og mismunandi framferði á meðan á ástarleiknum stóð. 4. Kynlíf unglinga í ljós kom að stór hluti unglinga eru kynferðislega virkir. Á meðal 14 og 15 ára drengja sögðust 68% stunda sjálfsfróun en 79% drengja á aldrin- um 16 og 17 ára. Um 43% stúlkna á aldrinum 14 og 15 ára sögðust ein- hvern tímann hafa fróað sér og 54% stúlkna á aldrinum 16 og 17 ára. Um 32% stúlkna á þeim aldri höfðu haft samfarir og 30% drengja. 5. The big „O“ Langflestir karlmenn fá fullnægingu í samförum. Ekki er hægt að segja það sama um konur, samkvæmt rann- sókninni. Flestar þeirra sögðust frekar fá fullnægingu með öðrum aðferðum en samförum og helst ef fjölbreytn- in er til staðar. Þær konur sem lifðu miklu og fjölbreyttu kynlífi eru líkleg- astar til að upplifa raðfullnægingu. Fullorðið fólk stundar ekki jafn öruggt kynlíf og unglingar, samkvæmt nýrri banda- rískri rannsókn á kyn- hegðun. Rannsóknin var framkvæmd fyrir National Survey of Sexual Health and Behavior og er sú stærsta sinnar teg- undar í tvo áratugi. Hér eru fimm atriði sem komu fræðimönnum einna mest á óvart við nið- urstöðurnar. Þær konur sem lifðu miklu og fjölbreyttu kynlífi reyndust lík- legri til að upplifa raðfullnægingu. Stöðugleiki eða fjölbreytni Öruggt kynlíf? Í rannsókninni kom fram að einhleypir nota smokk í einu af hverjum þremur skiptum. Unglingspiltar eru duglegastir við að nota smokkinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.