Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Side 53
föstudagur 22. október 2010 sport 53
Strákarnir okkar í Þýskalandi 1. hluti
Hvatti Loga til að skrifa bók
Nú var félagi ykkar Logi Geirsson að gefa út
bók 10. október. Hvaða skoðun hafi þið á bók
Loga og því að leikmenn séu að gefa út svona
bækur?
Vignir: „Ég hef ekki lesið bókina en mér
finnst þetta gott hjá honum. Ég hvatti hann til
þess að gera þetta á sínum tíma og sagði hon-
um að vera heiðarlegur og segja frá sem flestu.
Það er fullt af fólki sem vill fá innsýn í handbolta-
heiminn. Logi er náttúrulega ekki eins og fólk er
flest og það er gaman að fá innsýn í hans heim.“
Ásgeir: „Mér finnst þetta fínt mál. Ef hann
hefur gaman af þessu þá er það hið besta mál.“
Aron: „Það hefur verið töluvert í tísku und-
anfarið að gefa út svona bækur og þá sérstaklega
í Danmörku með mismunandi sölutölum. Ég
held að það sé mikilvægt að það séu ekki margir
að gefa út bók um sama landsliðsferilinn og svo
framvegis. Ég held hins vegar að það séu margir
tilbúnir til þess að lesa bókina hans Loga. Hann
er skemmtilegur persónuleiki og er tilbúinn að
segja hlutina á skemmtilegan hátt.“
Enginn árangur ef menn eru í vitleysu
Logi minntist á agabrot í bók sinni. Eru aga-
brot algeng hjá atvinnumönnum í handbolta?
Aron: „Hjá mínu liði er sem dæmi lítið um
agabrot, sem betur fer. Í handboltanum eru þó
alltaf einhver agabrot. Það er mikilvægt að það
sé tekið á þeim. Það hefur þó orðið viss þróun í
íþróttaheiminum á undanförnum árum. Menn
eru farnir að horfa á þroska og hlusta á rök leik-
manna en ekki bara vera með eintómar regl-
ur. Leikmenn verða þó að þekkja sín takmörk.
Enginn glamúr í handboltanum
Vignir Svavarsson
Línumaður
Fæðingardagur
20.06. 1980.
Fyrri Lið
Haukar, Skjern, Lemgo.
Hæð og þyngd
196 cm, 106 kg.
FjöLskyLdustaða
Í sambandi með Berglindi Höllu Elfudóttur.
MEnntun
Sjálfmenntaður garðyrkjufræðingur.
ÁHugaMÁL
Bílar, felgur og krómuð púströr.
uppÁHaLdstónList
Kántrískotin lyftutónlist.
uppÁHaLdsMynd
Swingers.
uppÁHaLdsMatur
Lambalæri.
Í Hvaða sæti LEndir ÍsLand Á HM?
Vonandi góðu sæti.
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Hægri skytta
Fæðingardagur
17.02.1984.
Fyrri Lið
Haukar, Lemgo, GOG Svendborg.
Hæð og þyngd
194 cm, 93 kg.
FjöLskyLdustaða
Í sambandi með Hönnu Borg Jónsdóttur.
MEnntun
Er að ljúka BS-prófi í viðskiptafræði frá Bifröst.
ÁHugaMÁL
Íþróttir almennt, bækur og tónlist.
uppÁHaLdstónList
Allt frá Hannesi.
uppÁHaLdsMynd
Forrest Gump, Any Given Sunday og Shawshank
Redemption.
uppÁHaLdsMatur
Lambalæri og saltfiskur.
Í Hvaða sæti LEndir ÍsLand Á HM?
Vonandi ofarlega.
Hannes Jón Jónsson
Vinstri skytta
Fæðingardagur
23.02.1980.
Fyrri Lið
Valur, ÍR, Ajax København, Elverum, Fredericia.
Hæð og þyngd
186 cm, 89 kg.
FjöLskyLdustaða
Gifur Hörpu Jóhannsdóttur, eiga dótturina
Sólveigu Birtu.
MEnntun
Doktorsgráða í skóla lífsins.
ÁHugaMÁL
Fjölskyldan mín og útivera í íslenskri náttúru.
uppÁHaLdstónList
B. Sig og Bubbi.
uppÁHaLdsMynd
Hrafninn flýgur.
uppÁHaLdsMatur
Lambakjötið frá Óspaksstöðum.
Í Hvaða sæti LEndir ÍsLand Á HM?
1.–3. sæti.
framhald á
næstu síðu
þýskaland var draumurinn Leikmennirnir Ásgeir Örn
Hallgrímsson, Vignir Svavarsson og Hannes Jón Jónsson
ásamt þjálfaranum Aroni Kristjánssyni. Með þeim á mynd-
inni eru synir Arons þeir Darri, Jakob og Freyr. Aron segir að
það hafi alltaf verið draumur hjá sér að þjálfa í Þýskalandi.