Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Qupperneq 55
föstudagur 22. október 2010 umsjón: tómas þór þórðarson tomas@dv.is sport 55 Heitasta liðið í ensku úrvalsdeild- inni er Manchester City en það hef- ur unnið fjóra af síðustu fimm leikj- um sínum og halað inn þrettán stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum. City er nú þegar búið að leggja tvö lið af hinum fjórum stóru þó annað þeirra, Liverpool, sé reyndar í fallbaráttu eins og staðan er í dag. City valtaði yfir Liverpool, 3–0, í byrjun tímabils og varð svo fyrsta liðið til þess að vinna Chelsea. Arsenal er þriðja liðið af hinum fjór- um stóru sem City-menn mæta en liðin takast á á Borgarleikvanginum í Manchester á sunnudagskvöldið. Arsenal-menn eru þó komnir aftur með fyrirliða sinn, Cesc Fabregas, og það munar um minna. mikið sjálfstraust í City Manchester City lenti í kröppum dansi um síðustu helgi þegar liðið rétt marði nýliða Blackpool sem voru töluvert betri í leiknum en dýrasta lið deildarinnar. Það er þó góðs viti fyrir City-menn að þeir eru farnir að klára þannig leiki líka auk þess sem þeir geta unnið góða sigra á stórum liðum. Spánverjinn David Silva er meira að segja að vakna til lífsins en hann skoraði gott mark gegn Black- pool. „Það var gott að skora og fá smá sjálfstraust því það er mikið sjálfs- traust í liðinu. Blackpool kom mér á óvart en mér fannst við samt eiga sig- urinn skilinn,“ segir David Silva sem hlakkar til leiksins gegn Arsenal. „Ég hef alltaf hrifist af Arsenal því það spilar frábæran fótbolta. Við erum samt búnir að leggja bæði Chelsea og Liverpool á heimavelli og ætlum okkur það sama gegn Arsenal,“ seg- ir Silva. Fabregas kominn aftur Arsenal átti laufléttan leik gegn Shaktar Donetsk í Meistaradeild- inni í vikunni sem liðið fór létt með að vinna, 5–1. Einhver bestu tíðind- in þar voru að Cesc Fabregas, fyrirliði liðsins, spilaði og skoraði mark úr ör- uggri vítaspyrnu. Arsenal er þrem- ur stigum á eftir City, með jafnmörg stig og Manchester United og Totten- ham. Er sigur í Manchester því mik- ilvægur upp á framhaldið og munar heldur betur um minna að vera kom- inn með hinn magnaða Fabregas aft- ur. „City er búið að sýna hversu sterkt það er á tímabilinu. Sigrar gegn Chelsea og Liverpool sanna það. Við vitum að þetta verður gífurlega erfið- ur leikur en það eru þessir leikir sem við verðum að vinna ætlum við okk- ur titilinn. Í fyrra töpuðum við öllum leikjunum gegn Chelsea, United og Liverpool. Í ár verðum við að líta á City sem eitt af þessum stóru liðum. Sama hvort það er stórt eða ekki ætl- um við okkur samt sigur gegn City eins og gegn öllum liðum,“ segir Al- exandre Song, miðjumaður Arsenal. Enginn rooney Manchester United verður án Roon- eys þegar liðið sækir Stoke heim á sunnudaginn en því þarf liðið svo sem að fara að venjast. Tilkynnt var formlega í vikunni að Rooney vildi losna frá Manchester United og verður hann væntanlega horfinn á braut í byrjun janúar. Hann verður ekki með gegn Stoke vegna meiðsla sem hann hlaut þegar Paul Scholes straujaði hann hressilega á æfingu. United er eina taplausa liðið í deild- inni en fimm jafntefli í átta leikjum telja lítið í baráttunni um Englands- meistaratitilinn. Everton reynir einnig að halda áfram sigurgöngu sinni en eftir erf- iða byrjun hefur liðið nú unnið tvo leiki í röð, þann síðasta um liðna helgi þar sem liðið lagði nágrann- ana úr Liverpool örugglega. Evert- on-menn halda á White Hart Lane og mæta Tottenham sem er í topp- baráttunni en Everton getur virki- lega þokast upp töfluna með sigri í Lundúnum. ríkisbubbarnir í Manchester City eru loks farnir að uppskera eftir að hafa fjárfest í miklum mannskap. City-liðið er það heitasta í deildinni og nú þegar búið að leggja tvö lið af hinum fjórum stóru. arsenal kemur í heimsókn á Borgarleikvanginn í Manchester á sunnudagskvöldið. sýnir City endanlega að það ætlar sér í titilbaráttu? Laugardagur 23. október 11:45 Tottenham - Everton 14:00 Birmingham - Blackpool 14:00 Chelsea - Úlfarnir 14:00 sunderland - Aston Villa 14:00 WBA - Fulham 16:30 West Ham - newcastle sunnudagur 24. október 12:30 stoke - man. united 14:00 Liverpool - Blackburn 15:00 man. City - Arsenal leikirnir Lið L U J t m st 1. Chelsea 8 6 1 1 23:2 19 2. Man. City 8 5 2 1 12:5 17 3. Arsenal 8 4 2 2 18:10 14 4. Man. Utd 8 3 5 0 18:11 14 5. Tottenham 8 4 2 2 10:7 14 6. WBA 8 3 3 2 11:14 12 7. Bolton 8 2 5 1 12:12 11 8. Aston Villa 8 3 2 3 9:12 11 9. Stoke City 8 3 1 4 9:11 10 10. Blackpool 8 3 1 4 13:18 10 11. Everton 8 2 3 3 8:7 9 12. Fulham 8 1 6 1 9:9 9 13. Wigan 8 2 3 3 6:15 9 14. Newcastle 8 2 2 4 12:12 8 15. Sunderland 7 1 5 1 7:7 8 16. Blackburn 7 2 2 3 7:8 8 17. Birmingham 8 1 4 3 8:12 7 18. Wolves 8 1 3 4 8:13 6 19. Liverpool 8 1 3 4 7:13 6 20. West Ham 8 1 3 4 6:15 6 staðan Sjóðheitir City-menn sJóðhEitir strákarnir í manchester City hafa unnið fjóra leiki í röð og meira að segja David silva er byrjaður að skora. mynd rEUtErs mUnar Um FabrEgas spænski snillingurinn er kominn aftur í lið Arsenal og munar um minna því liðið á leik gegn manchester City. mynd rEUtErs spiLað í skUgga roonEys scholes afgreiddi Rooney á æfingu sem er kannski best fyrir hann. mynd rEUtErs tómas þór þórðarson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.