Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 2
Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 2, vill að
tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens einbeiti sér að því að spila
tónlist en ekki tala í þætti sínum, Færibandinu. Kóngurinn var á
pólitísku nótunum í síðasta þætti og fékk í kjölfarið skýr fyrir-
mæli frá dagskrárstjóranum um að hætta blaðrinu.
hitt málið
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
bjarni ben í braski
Félög í eigu fjöl-
skyldu Bjarna Bene-
diktssonar voru
stórir hluthafar í
félaginu Vafningi
sem lagði milljarða
í fasteignaverkefni í Makaó,
sem nefnt hefur verið Las Ve-
gas Asíu. Bjarni, faðir hans og
frændi fjárfestu með Karli og
Steingrími Wernerssonum í
turni í hjarta Makaó. Þetta er
verkefnið sem Sjóvá þurfti að borga milljarða til að losna úr eftir að
tryggingafélagið komst í hendur ríkisins. Upphaflega ástæðan fyrir
fjárfestingu Sjóvár í Makaó var sú að félagið reiknaði með því að fast-
eignaverð í Makaó myndi hækka gríðarlega á árunum 2006 til 2010.
Til að mynda hækkaði fasteignaverð í héraðinu um 35 prósent að
meðaltali á árinu 2007. Raunin varð hins vegar mikið tap.
eignirnar á konuna
Guðmundur Birgisson,
fjárfestir og annar umsjón-
armanna minningarsjóðs
auðkonunnar Sonju Zorrilla,
Sonja Foundation, hefur fært
nærri tug fasteigna yfir á sam-
býliskonu sína. Það var skömmu eftir
bankahrunið mikla sem Guðmundur
sjóðsstjóri hófst handa við að færa eignir
sínar yfir á Unni Jóhannsdóttur, sambýl-
iskonu sína, og samkvæmt fasteignaskrá
eru fasteignir sem hafa farið þessa leið
tæpur tugur. Þeirra á meðal er húseign
Sonju W. B. Zorilla að Núpum í Ölfusi en
eftir því sem DV kemst næst átti húseign-
in að ganga inn í minningarsjóð hennar til að styrkja börn, hérlendis
og erlendis, til náms og heilsu. Húseignin var aðeins í sjóðnum í átta
daga og þá var eigninni komið yfir á nafn Guðmundar. Í október á síð-
astliðnu ári var hún síðan færð yfir á sambýliskonuna.
huldubréf til rannsóknar
Ríkislögreglustjóri hefur
óskað eftir því við ríkissak-
sóknara að hann fái úr því
skorið hvort einhverjir hafi
brotið lög með því að rann-
saka ekki meinta tilraun til
peningaþvættis í Landsbankanum árið
2006. DV flutti fréttir af því um nýlið-
in mánaðamót að Jón Gerald Sullen-
berger hefði boðið Landsbankanum
ríkisskuldabréf frá Venesúela fyrir um
30 milljarða króna í fjárstýringu eða til
kaups. Jón Gerald gekkst við því sjálfur
að hafa boðið bankanum bréfin fyrir
þriðja aðila í Miami í ágúst 2006. Að
öðru leyti kvaðst hann ekki hafa komið
nálægt málinu og aldrei séð skuldabréfin. Tilraunir til peningaþvætt-
is eru tilkynningaskyldar að lögum. Ríkislögreglustjóri lýsti því yfir
í orðsendingu til DV að embættinu hefði aldrei borist tilkynning frá
Landsbanka um málið svo sem skylt er. Heimildir DV innan Lands-
bankans fullyrða aftur á móti að málið hafi verið tilkynnt að lögum.
Þannig standa orð embættis ríkislögreglustjóra gegn heimildum DV
innan Landsbankans.
2
3
1
Guðmundur Birgisson, fjárfestir og
annar umsjónarmanna minningar-
sjóðs auðkonunnar Sonju Zorrilla,
Sonja Foundation, hefur fært nærri
tug fasteigna yfir á sambýliskonu
sína. Meðal þeirra eigna er hús auð-
konunnar sjálfrar en hún var frænka
Guðmundar.
Það var skömmu eftir bankahrun-
ið mikla sem Guðmundur sjóðsstjóri
hófst handa við að færa eignir sínar
yfir á Unni Jóhannsdóttur, sambýlis-
konu sína, og samkvæmt fasteigna-
skrá eru fasteignir sem hafa farið
þessa leið tæpur tugur. Þeirra á með-
al er húseign Sonju W. B. Zorilla að
Núpum í Ölfusi en eftir því sem DV
kemst næst átti húseignin að ganga
inn í minningarsjóð hennar til að
styrkja börn, hérlendis og erlendis,
til náms og heilsu. Húsið staldraði
aðeins við í sjóðnum í átta daga og þá
var það komið yfir á nafn Guðmund-
ar. Í október á síðasta ári var það síð-
an fært yfir á sambýliskonuna.
Erfið staða
Samkvæmt heimildum DV úr banka-
kerfinu er fjárhagsstaða Guðmund-
ar nokkuð erfið og því hafi hann séð
þann kost vænstan að færa fasteignir
af sínu nafni til að forða þeim undan
hugsanlegu gjaldþroti. MP banki hef-
ur stefnt honum vegna skulda og eft-
ir því sem DV kemst næst er að finna
skuldir hans í flestum fjármálafyrir-
tækjum hérlendis, samanlagt nemi
skuldirnar hátt í hundrað milljarða ís-
lenskra króna. Um nokkurt skeið hafa
fyrirtækin reynt að ganga á hann en án
árangurs. Lítið hefur gengið hjá fyrir-
tækjunum að innheimta skuldirnar.
Guðmundur hefur verið umsvifa-
mikill fjárfestir undanfarin ár. Í gegn-
um fyrirtækið Lífsval hefur hann orð-
ið einn stærsti jarðeigandi landsins
og rekur stærstu kúabú landsins. Fjár-
hagsstaða Lífsvals er óljós. Guðmund-
ur er einnig sagður hafa tekið þátt í út-
rásarverkefnum og þannig til dæmis
átt hlut í erlendum MB-bank í Úkra-
ínu. Bankinn er sagður standa afar
illa.
Engin svör
Sjóðsstjórarnir tveir segja enga aura
að fá úr minningarsjóðnum. Í svör-
um sjóðsstjóranna kemur fram að
sjóðurinn, Sonja Foundation, sé yf-
irskuldbundinn í ár og allt næsta ár.
Umsækjendum er óskað velfarnaðar
í öðrum styrkjaumleitunum sínum.
Þetta kemur fram í svarbréfi banda-
ríska lögfræðingsins Johns Fergu-
son, annars af tveimur sjóðstjórum,
til umsækjenda um miðjan nóvem-
bermánuð.
„Ég vil þakka ykkur fyrir áhugann
á Sonja Foundation. Sjóðurinn er að
öllu leyti einkasjóður og því vona ég
að þið skiljið að við svörum engum
fyrirspurnum frá almenningi,“ segir
Feguson lögfræðingur í svarbréfi til
DV fyrir helgi.
Það er ekki aðeins hinn banda-
ríski lögfræðingur sem veitir engin
svör heldur reynist DV erfitt að hafa
uppi á Guðmundi, frænda Sonju, til
að ræða málefni sjóðsins. Til þess
hafa verið gerðar ítrekaðar tilraunir
um nokkurt skeið en án árangurs.
8 mánudagur 7. desember 2009 fréttir
Guðmundur Birgisson Sonju Zorrilla
FÆRÐI TÍU FASTEIGNIR
Á EIGINKONUNA „Sjóðurinn er að öllu leyti einka-sjóður og því vona ég að þið skiljið að við svörum engum fyrirspurn-um frá almenningi.“
TrauSTi hafSTEinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
færir eignir Samkvæmt fasteignaskrá
hefur Guðmundur fært nærri tug eigna yfir á
sambýliskonuna.
hús sjóðsstjórans Hér má sjá hús Guðmundar á Núpum, sjóðsstjóra
Sonju Zorrilla-sjóðsins. Sonja átti þetta hús þar til hún lést.
LjóSmyndari: KriSTinn maGnúSSon
hofsvallagata 1 Guðmundur A. Birgisson á Núpum
færði þetta hús yfir á sambýliskonu sína nokkrum
dögum eftir bankahrunið. Húsið var á sínum tíma
í eigu Björgólfs Guðmundssonar og ólst Björgólfur
Thor þar upp. LjóSmyndari: BraGi Þór jóSEfSSon
Sóleyjargata 7 Guðmundur
færði íbúð í þessu húsi af
sínu nafni og yfir á konuna
skömmu eftir bankahrunið.
LjóSmyndari: hEiða hELGadóTTir
EiGEndaSaGa húSSinS
að núPum:
11/11/1994
Sonja Wendel Benjamínsson Skráning
28/12/2004
Sonja Wendel Benjamínsson Afskráð
The Sonja Foundation Skráning
05/01/2005
The Sonja Foundation Afskráð
Guðmundur A Birgisson Skráning
14/10/2008
Guðmundur A Birgisson Afskráð
Unnur Jóhannsdóttir Skráning
hver er Guðmundur Birgisson?
Guðmundur Birgisson á Núpum hefur ekki verið áberandi í umræðunni
undanfarin ár þrátt fyrir að hafa vera mjög umsvifamikill fjárfestir. Hann er líklega þekktastur fyrir að vera í forsvari fyrir minningarsjóð frænku sinnar Sonju Zorrilla. Guðmundur er meðeigandi að félaginu Lífsval sem er stærsti landeigandi landsins. Félög sem hann kemur að eiga Hótel Borg og Nordica Spa og hann kemur að fiskeldi víðs vegar á Suðurlandi, þar á meðal að Núpum í Ölfusi en þar leigir hann Samherja aðstöðu.
Lífsval á Guðmundur með Landsbankanum, Ingvari Karlssyni og Ólafi Werners-syni. Ólafur er bróðir þeirra Karls og Steingríms sem kenndir eru við fjárfestingafé-lagið Milestone. Lífsval er stærsti jarðeigandi landsins en félagið mun eiga á annað hundrað jarðir. Samkvæmt ársreikningi félagsins árið 2007 átti félagið jarðir fyrir um 4,3 milljarða króna. Félagið rekur bú á Skriðufelli í Jökulsárhlíð og Ytrafelli í Eyjafirði. Auk þess er félagið með stærsta kúabú landsins á jörðinni Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. Ekki liggur ljóst fyrir hvernig staða Lífsvals er í dag.
Þegar hlutafélagaþátttaka Guðmundar er skoðuð kemur í ljós að hann er ansi umsvifamikill svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þegar DV skoðaði hlutafélagaeign Guðmundar í sumar var hann skráður stjórnarmaður í 29 félögum, framkvæmda-stjóri níu félaga, prókúruhafi þrettán félaga og stofnandi 20 félaga.
Guðmundur Albert Birgisson er fæddur í Reykjavík 1. júlí 1961. Hann er elstur fjögurra systkyna. Foreldrar hans eru Birgir Guðmundsson Albertsson kennari og kaupmaður og móðir hans heitir Evlalía Kristín Guðmundsdóttir.
Frjáls verslun birti ítarlega umfjöllun um Guðmund árið 1998 eftir að hann hafði gengið frá sölu á jörðum við Núpa í Ölfusi og Þórustaði á Vatnsleysuströnd til Hitaveitu Reykjavíkur. Þar sagði að Guðmundur Birgisson hefði snemma verið „einbeittur og stefnufastur í því ætlunarverki sínu að eignast peninga. Til eru myndir af honum barnungum þar sem hann situr og leikur sér að peningum sem voru hans eftirlætisleikföng“.
Guðmundur er mikill bílaáhugamaður. Þegar hann var 17 ára, árið 1979, fór hann til Þýskalands og keypti sér Mercedes Benz 280 SEL sem þótti einn af flottari bílum landsins á þeim tíma. Bíllinn var hins vegar fljótlega seldur.
Á árum áður sást stundum til Guðmundar á Rolls Royce-bifreið sem Sonja Zorrilla geymdi í húsi sínu að Núpum í Ölfusi. Hún flutti bílinn inn frá Flórída árið 1995 en hann er árgerð 1983. Að sögn heimildarmanna er bíllinn nú að Núpum við húsið sem Sonja átti og Guðmundur á í dag. Bíllinn varð óökufær fyrir nokkrum árum þegar Guðmundur ætlaði að keyra hann út úr bílskúrnum að Núpum en eyðilagði hlið bílsins. Að sögn heimildarmanna hafði Sonja ætíð sagt að eini arfurinn sem Guðmundur á Núpum fengi væri þessi Rolls Royce.
Guðmundur á einbýlishús á Spáni og DV sagði frá því 2007 þegar 20 milljóna króna Mercedes Benz-bifreið hans var stolið fyrir utan heimili hans. Samkvæmt heimildum DV á Guðmundur líka fasteignir í Slóvakíu með Runólfi Oddssyni, hálfbróður Davíðs Oddssonar. Runólfur er ræðismaður Slóvakíu á Íslandi.
Guðmundur átti líka hlut í HB Granda sem hann hefur selt. Hann átti 32 prósenta hlut í B-deild Sláturfélags Suðurlands sem verðbréfafyrirtækið Virðing tók yfir. Þrátt fyrir að viðmælendur DV séu sammála um að Guðmundur hafi tapað miklum peningum við bankahrunið er þó ekki talið líklegt að hann standi uppi eignalaus.
4 miðvikudagur 9. desember 2009 fréttir
Netsvindlarar
nota Google
Netsvindlarar og svokallað-
ir Nígeríusvindlarar virðast
vera komnir upp á lagið með
að nota þýðingarforrit Google
og streyma nú svindlbréf á
afbakaðri íslensku í pósthólf
almennings.
DV hefur fengið þó nokkrar
ábendingar um Nígeríusvindl-
ara sem skrifi á íslensku upp á
síðkastið þó að lítið samhengi
virðist vera í póstunum. Eins
og þeir sem notað hafa þýð-
ingaforrit vita eru þau síður en
svo gallalaus og er þýðingin oft
æði skrautleg lesning.
Dr. Michael Bennett hefur
verið áberandi að undanförnu
en sá segist starfa hjá Natwest
Bank Corporation í Lundún-
um. Hann vantar persónuleg-
ar upplýsingar viðtakanda svo
þeir geti skipt 12,5 milljónum
dollara bróðurlega á milli sín.
Slökkt
á ljósum
Í dag, miðvikudag, verður
lokið við að tengja og uppfæra
stýribúnað umferðarljósa á
gatnamótum Kringlumýrar-
brautar og Borgartúns. Vegna
þessarar vinnu verða ljósin
gerð óvirk tímabundið frá kl.
9:30 til 16:00 og á þeim tíma
verður bannað að beygja til
vinstri á gatnamótunum.
Í tilkynningu frá Reykjavík-
urborg eru vegfarendur beðnir
að sýna aðgát og virða hraða-
takmarkanir, sem eru 30 kíló-
metrar á klukkustund á meðan
umferðarljós eru óvirk. Lokun-
in hefur óveruleg áhrif á akstur
strætisvagna og verða merk-
ingar settar upp á þeim þrem-
ur biðstöðvum sem falla út.
Ragnari Erling Hermannssyni
Yfirvöld veita ekki upplýsingar
Litlar sem engar upplýsingar er að
fá um réttarhöld yfir Brasilíufang-
anum Ragnari Erling Hermannssyni
sem hófust 10. nóvember. Ragnar var
handtekinn á flugvelli í Recife í Bras-
ilíu í byrjun maí með mikið magn af
kókaíni í ferðatösku sinni.
DV hefur haft samband við föður
Ragnars sem hefur ekkert viljað tjá
sig um málið. Því hafði DV samband
við utanríkisráðuneytið. Það hefur
engar upplýsingar veitt um réttar-
höldin nema að þau séu hafin og að
ráðuneytið muni fylgjast með þeim
eins og kostur er. Segir Urður Gunn-
arsdóttir, fjölmiðlafulltrúi ráðuneyt-
isins, að ráðuneytið hafi ekki heim-
ild til að veita upplýsingar um málið
heldur sé það alfarið á vegum for-
eldra Ragnars. Hún segir enn fremur
að aðstæður Ragnars séu taldar ör-
uggar og að honum líði eftir atvikum
þokkalega.
Ragnar er vistaður í sérstöku út-
lendingafangelsi en Urður hefur ekki
nákvæmar upplýsingar um hvar það
er staðsett. Samkvæmt brasilískum
dómsskjölum, sem öllum eru opin á
netinu, fara réttarhöldin yfir Ragnari
fram í fylkinu Rio Grande do Norte í
norðausturhluta Brasilíu, ekki langt
frá fylkinu Pernambuco, þar sem Rec-
ife er höfuðborgin. Eftir því sem DV
kemst næst með því að rýna í brasilísk
dómsskjöl var fyrirtaka í máli Ragn-
ars þann 10. nóvember. Hvorki kemur
fram í skjölunum hvenær aðalmeð-
ferð fer fram né hvort hann lýsir sig
sekan eða saklausan.
DV hafði samband við Sverri Þrá-
insson, æskuvin Ragnars, sem hef-
ur ekki neinar upplýsingar um mál
Ragnars. Hann hafi reynt að afla sér
upplýsinga um réttarhöldin en seg-
ir fáa hafa upplýsingar um þau. Þeir
sem hafi upplýsingar haldi þeim
leyndum.
Framsal virðist ekki koma til
greina þar sem Ragnar er ekki eft-
irlýstur fyrir nein afbrot hér á landi.
Samkvæmt upplýsingum frá dóms-
mála- og mannréttindaráðuneytinu
hefur verið unnið að því að undan-
förnu að skoða samningsgerð við
Brasilíu um flutning dæmdra manna
og afplánun í tengslum við mál fjög-
urra Íslendinga sem þar hafa orðið
uppvísir að brotum.
liljakatrin@dv.is
Öruggar aðstæður Ragnar er vistaður
í útlendingafangelsi og eru aðstæður
hans taldar öruggar.
Sakar Framsókn um
kvenfyrirlitningu
Sigmundur Ernir Rúnarsson,
þingmaður Samfylkingarinn-
ar, skrifar á heimasíðu sína að
þingmenn Framsóknarflokksins
hafi sagt ítrekað í ræðum á Al-
þingi að Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra sé ýmist heima
að baka þegar kemur að Icesave-
umræðunni, eða láti aðra skrifa
ræðurnar fyrir sig og að ræður
hennar séu líflausar. „Þessir karl-
ar myndu aldrei tala með þess-
um hætti, væri forsætisráðherra
landsins af karlkyni,“ skrifar Sig-
mundur Ernir á heimasíðu sína.
Catalina áfram í
gæsluvarðhaldi
Hæstiréttur staðfesti í gær, þriðju-
dag, gæsluvarðhaldsúrskurð yfir
tveimur konum sem grunaðar
eru um að hafa gert erlendar kon-
ur út í vændi hér á landi gegn vilja
þeirra en önnur kvennanna er
Catalina Ncogo. Rannsókn máls-
ins hófst eftir að lögreglu bárust
vísbendingar um að erlendar
konur kæmu til landsins til að
stunda vændi en konurnar tvær
sem voru úrskurðaðar í gæslu-
varðhald eru taldar hafa haft við-
urværi sitt af starfseminni. Meint
brot kvennanna tveggja varða allt
að átta ára fangelsi en þær hafa
báðar neitað sök. Frá þessu er
greint á vef Ríkisútvarpsins. Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við ríkissaksóknara að hann fái úr
því skorið hvort einhverjir hafi brotið
lög með því að rannsaka ekki meinta
tilraun til peningaþvættis í Lands-
bankanum árið 2006.
DV flutti fréttir af því um nýlið-
in mánaðamót að Jón Gerald Sullen-
berger hefði boðið Landsbankanum
ríkisskuldabréf frá Venesúela fyrir um
30 milljarða króna í fjárstýringu eða til
kaups. Jón Gerald gekkst við því sjálf-
ur að hafa boðið bankanum bréfin fyr-
ir þriðja aðila í Miami í ágúst 2006. Að
öðru leyti kvaðst hann ekki hafa kom-
ið nálægt málinu og aldrei séð skulda-
bréfin.
Tilraunir til peningaþvættis eru til-
kynningaskyldar að lögum. Ríkislög-
reglustjóri lýsti því yfir í orðsendingu
til DV að embættinu hefði aldrei bor-
ist tilkynning frá Landsbanka um mál-
ið svo sem skylt er.
Heimildir DV inn-
an Landsbankans
fullyrða aftur á móti
að málið hafi ver-
ið tilkynnt að lög-
um. Þannig standa
orð embættis ríkis-
lögreglustjóra gegn
heimildum DV inn-
an Landsbankans.
Heimildar-
mönnum er óljúft að stíga fram vegna
þess að ríkur trúnaður ríkir um þvætt-
ismál samkvæmt lögum frá 2006 um
varnir gegn peningaþvætti og hryðju-
verkum.
Leitað til ríkissaksóknara
Orðrétt er tilkynning embættis ríkis-
lögreglustjóra frá því í gær svohljóð-
andi:
„Í tilefni af fréttaflutningi DV um
að nafngreindur einstaklingur hafi á
árinu 2006 gert tilraun til að þvætta
30 milljarða króna í viðskiptum hjá
Landsbankanum og vegna ásakana
blaðsins um að embætti ríkislögreglu-
stjóra hafi ekki rannsakað málið eins
og því hafi borið lögum samkvæmt þá
hefur ríkislögreglustjóri sent ríkissak-
sóknara erindi og óskað eftir að hann
fái úr því skorið hvort einhverjir kunni
að hafa framið
refsiverða hátt-
semi með því sem
hér er lýst. Ríkis-
lögreglustjóri hef-
ur vísað ásökun-
um DV á bug.“
Vegna yfir-
lýsingar ríkislög-
reglustjóra skal
tekið fram að DV hefur í fréttaflutningi
sínum aldrei sakað embætti ríkislög-
reglustjóra um að hafa ekki rannsakað
málið samkvæmt lögum. Á hinn bóg-
inn hefur blaðið leitað eftir upplýs-
ingum um hvort embættinu hafi bor-
ist upplýsingar frá Landsbankanum
um umrætt tilvik svo sem lög bjóða.
Landsbankamenn halda því fram að
málið hafi verið tilkynnt eins og áður
greinir.
Þann 1. desember barst DV svo-
felld tilkynning frá embætti ríkislög-
reglustjóra: „Vegna umfjöllunar DV í
gær um að embætti ríkislögreglustjóra
hafi ekki brugðist við peningaþvættis-
tilkynningu árið 2006 með lögreglu-
rannsókn gagnvart nafngreindum
manni hefur embættið kannað mál-
ið. Niðurstaðan er sú að embættinu
barst ekki tilkynning á grundvelli laga
um peningaþvætti eða upplýsingar í
formi kæru um þau atvik sem eru til-
efni fréttar blaðsins.“
Fráleitt peningaþvætti, segir Jón
Gerald
„Það passar að ég hafi komið með
þessi bréf og einnig að þetta hafi verið
há upphæð. Þetta voru bréf sem aðili
niðri í Miami var með og var að bjóða.
Ég sagði honum að ég gæti kannað
áhuga Landsbankans á bréfunum. Ég
ýtti þessu bara áfram en kom aldrei
neitt nálægt þessu. Ég sá aldrei þessi
bréf,“ sagði Jón Gerald Sullenberger í
samtali við DV 30. nóvember. Hann
bætti við að hann hefði ekkert hagnast
á því að bjóða umrædd bréf í bankan-
um og ekki átt að fá neina þóknun.
Jón Gerald sagði í samtali við DV í
gær að frétt DV væri þvættingur. „Þetta
var enginn peningaþvottur og það
voru engin bréf boðin Landsbankan-
um. Þessi bréf voru Euroclear og gilda
til 2023, ríkisskuldabréf. Þessi aðili
ætlaði að biðja Landsbankann að hafa
milligöngu fyrir sig um að selja bréfin
og það er allt og sumt,“ sagði Jón Ger-
ald.
Sá starfsmaður Landsbankans
sem rak erindi Jóns Geralds og þriðja
aðila í Miami innan bankans heit-
ir Ingólfur Guðmundsson. Hann var
framkvæmdastjóri einkabankasviðs
Landsbankans á þeim tíma sem Jón
Gerald bauð Landsbankanum um-
rædd skuldabréf.
Ingólfur annaðist síðastliðið sum-
ar og fram á vetur fjármálastjórn fyr-
ir Jón Gerald vegna uppsetningar á
matvöruversluninni Kosti í Kópavogi.
Ingólfur situr nú í stjórn félagsins.
Jón Gerald Sullenberger
Mál SullenbergerS
til ríkiSSakSóknara
2 mánudagur 30. nóvember 2009 fréttir
Jón Gerald Sullenberger, verslunarrek-andi í Kópavogi, er sagður hafa verið milliliður í meintri tilraun til umfangs-mikils peningaþvættis í Landsbank-anum seint í ágústmánuði árið 2006.Skuldabréf, sem Jón Gerald bauð bankanum, vöktu grunsemdir í starfs-manna bankans og var málið stöðvað. Samkvæmt áreiðanlegum heimild-um DV innan Landsbankans vildi JónGerald koma ríkisskuldabréfum frá Venesúela, skráð í dollurum, í umsýslu Landsbankans. Upphæð ríkisskulda-bréfanna nam samtals um 30 millj-örðum króna og vakti upphæðin sér-staka athygli starfsmanna bankans.Heimildir eru fyrir því að bank-inn hafi átt að fá hálft til eitt prósentí þóknun fyrir umsýslu með bréf-in. Samkvæmt upplýsingum sem DVhefur aflað hefur Jón Gerald varla átt að fá minna en eitt prósent andvirðis bréfanna í umboðslaun eða fyrir milli-göngu sína. Sjálfur neitar hann því al-farið að hafa átt að fá nokkuð í sinn hlut.
Skuldabréfin vöktu tortryggni og sáu starfsmenn Landsbankans tor-merki á því að taka við þeim í umsýslu. Við nánari athugun reyndist skulda-bréfaflokkurinn útrunninn eða aðminnsta kosti megnið af bréfunum. Einnig af þeirri ástæðu varð ekkert af viðskiptunum með bréfin, en andvirði þeirra eða bréfin sjálf, áttu samkvæmt heimildum að fara áfram til banka í Evrópu.
Bankaumsýsla gerir peninga hreinaGrunsemdir Landsbankamanna ummilljarðabréfin í fórum Jóns Geralds
sneru að tvennu. Í fyrsta lagi gátuskuldabéfin verið fölsuð og tilraun tilað innleysa þau í banka væri í slíku til-viki fullframið fjársvikabrot. Í öðru lagi gátu skuldabréfin verið ófölsuð en ver-ið væri að gera tilraun til þess að notaLandsbankann til peningaþvættis á fé sem upphaflega væri illa fengið. Einnliður peningaþvættis, og oft sá erfiðasti,er að koma illa fengnu fé inn í banka með gott orðspor og fá hann til að taka peningana í umsýslu. Þannig hefði tildæmis stimpill og uppáskrift Lands-bankans á skuldabréfin frá Venesúela gert þau trúverðug og seljanlegri en ella hefði verið. Til þessa kom aldreivegna viðbragða starfsmanna Lands-bankans.
Kannast við skuldabréfinJón Gerald Sullenberger kannastvið að hafa boðið bréfin frá Venesúela í Landsbankanum á umræddum tíma. „Það passar að ég hafi komið með þessi bréf og einnig að þetta hafi verið há upphæð. Þetta voru bréf sem aðiliniðri á Miami var með og var að bjóða. Ég sagði honum að ég gæti kannað áhuga Landsbankans á bréfunum. Ég ýtti þessu bara áfram en kom aldrei neitt nálægt þessu. Ég sá aldrei þessi bréf.“
Jón Gerald segist ekki heldur hafavitað hver upprunalegur eigandi bréf-anna var. „Ég held að Landsbankinn hafi haft samband beint við viðkom-andi banka í Venesúela. Þeir fengubara öll gögnin og áttu að ráða þessu. Ég fékk aldrei neina skýringu á því hvers vegna þetta var stöðvað í bank-anum. Ég kom aldrei nálægt þessu. Égspurði bara bankann hvort hann hefði áhuga og lagði málið fyrir þá en kom ekki nálægt þessu annars. Mig minnir að bankanum hafi verið boðin bréfin til kaups.“ Aðspurður bætir Jón Geraldvið að það hafi sennilega átt að vera
með umtalsverðum afföllum. Hann ít-rekar að hann hafi enga þóknun átt að fá fyrir að búa til verðmæti úr bréfun-um. „Ekki krónu!“
Íslenskir bankar berskjaldaðirBlaðamanni DV er bent á, að á þessumtíma árið 2006 hafi íslensku bankarnir verið á barmi lausafjárþurrðar og geng-ið í gegnum litlu fjármálakreppunna sem svo er nefnd. Þessu til áréttingar má nefna að í mars 2006 var haldinn neyðarfundur á heimili Davíðs Odds-sonar, sem þá hafði verið seðlabanka-stjóri í um fimm mánuði. Fram kemur í Umsátrinu, nýrri bók Styrmis Gunn-arssonar, að fundurinn var haldinn aðbeiðni bankastjóra stóru bankanna þriggja vegna mjög alvarlegrar stöðuþeirra á þessum tíma. Sátu bankastjór-arnir sjálfir fundinn með formanni bankastjórnar Seðlabankans.Á þessum tíma urðu íslenskir bankamenn varir við meiri umferð vafasamra fjármálagerninga og manna sem reyndu fjársvik eða gerðu tilraunir til peningaþvættis. Er það rakið til þess að fjársvikamenn erlendis hafi metið það svo, að íslensku bankarnir væru í viðkvæmri stöðu og varnir þeirra því minni og lakari en annars staðar.
Jón Gerald aldrei yfirheyrður Lögum samkvæmt ber fjármálafyrir-tækjum að tilkynna allar grunsemdir sínar um meint peningaþvætti til lög-reglu. Þegar fjármálafyrirtæki hefur tilkynnt lögreglu um mál af þessumtoga ber lögreglu að staðfesta skriflega móttöku slíkrar tilkynningar. Loks ber Fjármálaeftirlitinu að fylgja því eftir að bankar sinni skyldum sínum í þessu efni.
Samkvæmt heimildum DV er yfir vafa hafið að Landsbankinn tilkynnti málið til embættis ríkislögreglustjóra í samræmi við lög.Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-stjóra getur lögum samkvæmt hvorkigefið upplýsingar um tilraunir Jóns Geralds til þess að koma ríkisskulda-bréfum frá Venesúela í umferð hjá
Landsbankanum né nokkurra ann-arra.
Aðspurður kveðst Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahags-brotadeildar ríkislögreglustjóra, ekki geta fjallað um einstök mál, tilkynning-ar eða kærur og vísar til þess sem ofan greinir um lög og trúnað. - Þess mágeta að peningaþvættisskrifstofan ogupplýsingar sem þar eru meðhöndl-aðar hafa svipaða stöðu og starfsemi leyniþjónustu (Financial Intelligence Unit).
DV hefur ekki borið málið und-ir Harald Johannessen ríkislögreglu-stjóra, en lögum samkvæmt áttiembættið að staðfesta móttöku til-kynningarinnar frá Landsbankanum.Jón Gerald segist aldrei hafa verið boðaður til skýrslutöku hjá embætti ríkislögreglustjóra vegna málsins.
Rík tilkynningaskyldaSamkvæmt lögum frá árinu 2006 umaðgerðir gegn peningaþvætti og varn-ir gegn hryðjuverkum er bönkum skylt að kanna áreiðanleika viðskipta-manna sinna. Jafnframt ber bönkum að afla gagna um raunverulegan eig-
Jón Gerald Sullenberger
BANKINN STÖÐVAÐI HULDUFÉ JÓNS GERALDS
„Ég kom aldrei nálægt
þessu. Ég spurði bara
bankann hvort hann
hefði áhuga og lagði mál-
ið fyrir þá en kom ekki
nálægt þessu annars.“
PENINGAþVæTTI - SKILGREINING:„Þegar einstaklingur eða lögaðilitekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem errefsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutningi ávinnings eðastuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning afslíkum refsiverðum brotum.“ (Lög nr.64/ 2006)
Jóhann hauKSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Skaut upp kollinum í Baugsmálinu JónGerald Sullenberger er fluttur frá Miami áFlórída og opnaði nýlega matvöruverslun í Kópavogi. Hann reyndi að koma ríkisskulda-bréfum frá Venesúela í verð hjá Landsbankan-um fyrir nokkrum misserum en án árangurs. mynd SiGtRyGGuR aRi
aðili frá miami „Þetta voru bréf sem aðili niðri á Miami var með og var að bjóða. Ég sagði honum að ég gæti kannað áhuga Landsbankans á bréfunum,“ segir Jón Gerald Sullenberger. mynd SiGtRyGGuR aRi
fréttir 30. nóvember 2009 mánudagur 3
Sérkennileg staða Landsbankaeigenda
Seint í ágústmánuði 2006, þegar JónGerald Sullenberger bauð Lands-bankanum ríkisskuldabréf frá Venes-úela fyrir þrjátíu milljarða króna, var Baugsmálið enn fyrir dómstólum. Jón Gerald var sem kunnugt er upp-haflegur kærandi, höfuðvitni og síðar einnig sakborningur í því máli. Samtöl blaðamanns DV við heim-ildarmenn benda til þess að yfirmenninnan gamla Landsbankans hafi ver-ið meðvitaðir um stöðu Jóns Geraldsog að Björgólfur Guðmundsson, að-aleigandi Landsbankans, gæti hafnað í sérkennilegri stöðu ef upplýst yrði opinberlega að bankinn gengist fyr-ir því að tilkynna grunsamlegt tilboð Jóns Geralds í bankanum til efna-hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra.Fyrir þessu gátu verið ákveðnar ástæður. Davíð Oddsson hafði í hlutverki forsætisráðherra hlutast til um að Björgólfur gæti eignast bankann þeg-ar hann var einkavæddur. Í bankaráði Landsbankans sat Kjartan Gunnarsson, framkvæmda-stjóri Sjálfstæðisflokksins í 26 ár og
stór hluthafi í Landsbankanum. Hann var náinn Davíð Oddssyni og átti eftirað sitja sem framkvæmdastjóri Sjálf-stæðisflokksins fram í október 2006. Fjórum árum áður höfðu Kjart-an og Styrmir Gunnarson, þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins, lagt á ráð-in um liðsinni Jóns Steinars Gunn-laugssonar hæstaréttarlögmanns við að sækja mál Jóns Geralds gegn Baugsfeðgum. Síðasti dómurinní Baugsmálinu síðara var kveðinnupp snemmsumars 2008 í Hæsta-rétti, löngu eftir að Jón Gerald bauð Landsbankanum skuldabréfin frá Venesúela.
JónínupóstarnirFréttablaðið hóf birtingu svonefndra Jónínupósta, 24. september 2005 þar til sett var lögbann á frekari birtingu að frumkvæði Jónínu Benediktsdótt-ur. Tölvupóstarnir sýna samskiptihennar og Styrmis Gunnarssonar,þá ritstjóra Morgunblaðsins, frá maí-mánuði til loka júlí árið 2002. Húsleit var gerð í höfuðstöðvumBaugs í lok ágúst sama ár.
Eftirfarandi stóð í tölvupósti sem Styrmir sendi Jónínu að kvöldi 1. júlí 2002, um átta vikum fyrir húsleitina:„Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af þessu með Jón Steinar. Hann er al-gerlega pottþéttur maður. Þegar ég talaði um þetta mál við Jón Steinarhafði ég Kjartan með. Þetta er eins innmúrað og innvígt eins og nokk-ur hlutur getur verið. Ég þekki hins vegar ekki samband Jóns Steinars ogTryggva og mun kanna það. En það er alveg sama hvaða menn Jón Stein-ar þekkir. Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanlegog þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur.”Styrmir staðfesti við Fréttablaðið að þarna væri átt við Kjartan Gunn-arsson en neitaði að gefa upp hver ónefndi maðurinn væri.
Rík tengsl við Jón Gerald og BaugsmálBjörgólfur Guðmundsson átti síðar eftir að eignast ráðandi hlut í Árvakri, útgáfu Morgunblaðsins. Landsbank-inn, banki Björgólfs, tók auk þess veð
í húsi Styrmis í Kópavogi í apríl 2006 gegn 100 milljóna króna láni á trygg-ingabréfi, sem bankinn veitti ritstjór-anum í harðri glímu hans við per-sónulegar skuldir. Ljóst er að tengsl milli aðaleig-anda Landsbankans og manna sem tengdust persónu Jóns Geralds með beinum eða óbeinum hætti í einu
víðtækasta og umdeildasta dóms-máli síðari tíma voru rík eins og hér er rakið. Ekkert verður þó sagt um hvort það hafi haft bein áhrif á ákvarðanir um meðferð Landsbank-ans eða embættis ríkislögreglustjóra á grunsemdum sem tengdust Jóni Gerald seint í ágúst 2006 í tengslum við skuldabréfin frá Venesúela.
Jón Gerald Sullenberger
Baugsréttarhöld Myndin af Styrmi Gunnarsyni og Jóni Gerald Sullenberger er tekin í mars 2007.
Jónína Benediktsdóttir 24. september 2005 hóf Fréttablaðið birtingusvokallaðra Jónínupósta sem vörpuðu ljósi á tilurð Baugsmálsins. Með henni á myndinni eru Jón Gerald Sullenberger (t.v.) og Ivan Motta sem kallaður var frá Miami sem vitni í Baugsmálinu.
anda verðbréfa og afla þarf upplýsingaí hverra hendur peningar eða verð-bréf eiga endanlega að komast. Einnig er ætlast til þess að bankinn gangi úrskugga um tilgang viðskiptanna. Höfuðástæða þess að starfs-menn og regluverðir Landsbankans tóku ekki við ríkisskuldabréfunum frá Venesúela sem Jón Gerald bauðbankanum, mun hafa verið sú, að þeir þóttust sjá að hann gengi hugs-anlega erinda vafasamra og ónafn-greindra fjársvikamanna. Hann gat því hafa verið milligöngumaður eða handbendi slíkra manna í ólöglegum gjörningum. Jafnvel þótt svo hann væri á eigin vegum með útrunnin verðbréf að andvirði 30 milljarðar króna töldu starfsmenn Landsbank-ans málið grunsamlegt og vafasamt. Mun Jóni Gerald hafa verið bent á hættuna þessu samfara. Í skýrslu peningaþvættisskrifstofu
ríkislögreglustjóra fyrir árið 2006 kemur fram að aðeins 5 tilkynning-ar af 312 voru reistar á grunsemdum um peningaþvætti yfir 10 milljónum króna. Eins og áður greinir er ljóst að Landsbankinn tilkynnti lögreglu um bréfin á vegum Jóns Geralds. Því má draga þá ályktun að framangreint
mál sé eitt af fimm stærstu málun-um.
Í lögum og reglugerð um með-höndlun tilkynninga um ætlað pen-ingaþvætti eru skýr fyrirmæli um þaðhvernig slík mál skuli meðhöndluð.Það er enn allt á huldu hver eig-andi bréfanna var.
ÚR REGLUGERÐ Um mEÐHÖNDLUN TILKyNNINGAUm æTLAÐ pENINGAþVæTTI.
7.gr. Könnun. Á grundvelli tilkynningar og eftir atvikum upplýsingaöflunar skal fara fram könnun sem verður grundvöllur ákvörðunar samkvæmt 8. gr. 8. gr. Ákvörðun. Könnun samkvæmt 7. gr. getur leitt til eftirfarandi: 1. að tilkynningu um grunsamleg viðskipti er eytt, 2. að tilkynning er skrásett sem rannsóknarupplýsingar í upplýsingakerfi lögreglu,og skal ákvörðun um það rökstudd skriflega,3. að ákvörðun er tekin um að hefja lögreglurannsókn, 4. að viðskipti verða ekki framkvæmd, sbr. 10. gr.Ákvörðun samkvæmt 1. eða 2. tölulið tekur rannsakandi, en ákvörðun samkvæmt 3. eða 4. tölulið tekur ákæruvaldshafi. Ákvörðun skal tekin svo fljótt sem auðið er.
Saksóknari efnahagsbrota Helgi MagnúsGunnarsson gefur ekki upplýsingar um einstaka tilkynningar til efnahagsbrotadeildar um peninga-þvætti enda er það óheimilt samkvæmt lögum.
JóHann HaukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
30. nóvember 2009
Leitað til ríkissaksóknara Haraldur
Johannessen ríkislögreglustjóri vill að
ríkissaksóknari rannsaki hvort lög hafi
verið brotin af hálfu Landsbanka eða
ríkislögreglustjóra um tilkynninga-
skyldu og rannsókn vegna gruns um
peningaþvætti.
Fluttur heim frá Miami „Þessi aðili ætlaði
að biðja Landsbankann að hafa milligöngu
fyrir sig um að selja bréfin og það er allt og
sumt,“ segir Jón Gerald Sullenberger.
Bjarni Benediktsson, núverandi for-
maður Sjálfstæðisflokksins og þáver-
andi stjórnarformaður eignarhalds-
félagsins BNT, tók þátt í viðskiptum
einkahlutafélagsins Vafnings með
eignir dótturfélags tryggingafélags-
ins Sjóvár í Makaó í nágrenni Hong
Kong í Asíu í febrúar 2008, sam-
kvæmt heimildum DV. Félög í eigu
fjölskyldu Bjarna voru stórir hluthaf-
ar í Vafningi.
Fjárfestingarverkefnið snerist
um kaup á 68 lúxusíbúðum í turni í
hjarta Makaó og kallaðist það One
Central. SJ-fasteignir, sem var í eigu
bræðranna Karls og Steingríms
Wernerssona í gegnum Sjóvá, fjár-
festi í verkefninu fyrir tæpa sjö millj-
arða króna árið 2006. Turninn, sem
kallast Tower 4, er hannaður af arki-
tektastofunni Kohn Pedersen Fox
Associates og átti að vera 41 hæð-
ar. Ljúka átti við byggingu hans árið
2010 og ætlaði Sjóvá sér að græða á
áttunda milljarð á viðskiptunum.
Skilanefnd Glitnis, sem var stærsti
kröfuhafi eignarhaldsfélagsins Miles-
tone, sem átti Sjóvá, losaði Sjóvá út úr
fasteignaverkefninu í Makaó í sumar
með samningum við fasteigna- og
fjárfestingarfyrirtækin Shun Tak og
Hongkong Land sem sáu um að reisa
turninn fyrir hönd Vafnings. Miles-
tone hefur verið tekið til gjaldþrota-
skipta og stjórnar bankinn nú trygg-
ingafélaginu þar til það verður selt.
Greiða þurfti fyrirtækjunum tveimur
um 1,5 milljarða króna í skaðabætur
vegna riftunarinnar og hefur Hörð-
ur Arnarson, sem ráðinn var forstjóri
Sjóvár eftir að félagið var yfirtekið af
skilanefnd Glitnis, sagt að tap félags-
ins í heildina vegna þessara viðskipta
sé um 3,2 milljarðar króna.
Milestone skildi Sjóvá eftir á
barmi gjaldþrots og þurfti íslenska
ríkið að leggja félaginu til 12 millj-
arða króna fyrr á árinu til að bjarga
því frá gjaldþroti. Á sama tíma lögðu
Glitnir og Íslandsbanki samtals fjóra
milljarða króna inn í félagið. Hluta af
þessu tapi og ástæðunni fyrir björg-
unaraðgerðum ríkisins má rekja til
fjárfestinga Sjóvár í Makaó.
Fjölskylda Bjarna átti á móti
Sjóvá
Vafningur keypti einkahlutafélagið SJ
Properties MacauOneCentral HoldCo
ehf. af SJ-fasteignum fyrir 5,2 milljarða
króna þann 8. febrúar árið 2008, sam-
kvæmt heimildum DV. Nýtt félag, SJ2,
sem var í eigu Sjóvár líkt og SJ-fast-
eignir, átti tæplega 50 prósenta hlut í
Vafningi en tvö önnur eignarhaldsfé-
lög, Skeggi og Máttur, skiptu með sér
rúmlega 50 prósenta eignarhluta. Mil-
estone hafði selt Vafning til Skeggja
einungis degi áður, eða þann 7. febrú-
ar, og var félagið skráð til heimilis í
höfuðstöðvum Milestone á Suður-
landsbraut 12.
Félag Sjóvár, SJ2, átti sömuleiðis
tæplega 50 prósenta hlut í Skeggja en
BNT, móðurfélag olíufélagsins N1 sem
Bjarni stýrði, átti tæp 24 prósent. Eign-
arhaldsfélögin Hrómundur og Hafsilf-
ur áttu svo rúmlega 17 prósenta og
tæplega 8,5 prósenta hlut. Hrómund-
ur er í eigu föðurbróður Bjarna, Ein-
ars Sveinssonar, á meðan Hafsilfur er í
eigu föður hans, Benedikts Sveinsson-
ar. Þeir bræður eru sömuleiðis eigend-
ur N1 og var Bjarni stjórnarformaður
þess og BNT þar til í desember í fyrra
þegar hann ákvað að hætta til að ein-
beita sér alfarið að stjórnmálunum.
Bjarni hefur sömuleiðis upplýst að
um tíma hafi hann átt 1 pró-
sents hlut í BNT.
SJ2 átti sömuleiðis tæplega helm-
ingshlut í Mætti en félög Einars og
Benedikts Sveinssona áttu tæplega
helmingshlut á móti því. Því má segja
að Wernersbræður og þeir Sveins-
synir og Bjarni hafi eftir kaupin af
Sjóvá átt fasteignaverkefnið í Makaó.
SJ Properties MacauOneCentral
HoldCo ehf. átti fasteignaverkefnið
í Makaó jafnframt í gegnum einka-
hlutafélagið Drakensberg Invest-
ment Ltd. sem skráð er á Bresku Jóm-
frúareyjum.
Sjóvá lánaði Vafningi 10
milljarða
Heimildir DV herma að sama dag
og Vafningur skrifaði undir kaup-
samning við SJ-fasteignir um kaupin
á Makaó-félaginu hafi Bjarni Bene-
diktsson fengið fullt og óskorað um-
boð frá Hafsilfri, Hrómundi og BNT
til að veðsetja eignarhluti fjölskyldu-
félaganna þriggja í Vafningi hjá Glitni
banka. Ekki er vitað hvort Bjarni nýtti
sér þetta umboð eða ekki en þó má
áætla að það hafi ekki verið veitt að
ástæðulausu heldur vegna viðskipt-
anna með eignirnir í Makaó.
Um svipað leyti, í lok febrúar
2008, lánaði Sjóvá Vafningi 10 millj-
arða króna með víkjandi láni. Ástæð-
an fyrir því að lánið var víkjandi er sú
hversu stóran þátt Sjóvá og eigendur
félagsins, þeir Karl og Steingrímur,
áttu í félaginu. Nánast má fullyrða að
nota átti lánið til að greiða fyrir kaup
Vafnings á félaginu í Makaó sem hélt
utan um eignina á lúxusturninum.
Ástæðan fyrir því er sú að Vafningur
var stofnaður til þess eins, að því er
virðist, að kaupa fasteignaverkefnið í
Makaó af SJ-fasteignum.
Önnur tengsl Vafnings við eign-
arhaldsfélög tengd þeim bræðrum
Steingrími og Karli eru meðal annars
að á eina stjórnarfundi eignarhalds-
félagsins Svartháfs, sem DV hefur
greint ítarlega frá upp á síðkastið, í
ársbyrjun 2008, var ákveðið að lána
50 milljónir evra til Vafnings ehf.,
eða sem nemur tæpum 5 milljörð-
um króna. Hugsanlegt er að
Bjarni hafi fengið umboðið frá BNT,
Hrómundi og Hafsilfri til að veðsetja
hlutabréfin í Vafningi vegna lánsins
sem veitt var til félagsins í gegnum
Svartháf.
Vafningur hefur því fengið sam-
tals að minnsta kosti um 15 milljarða
króna að láni frá Sjóvá og Glitni um
þetta leyti og notaði félagið rúmlega
5 milljarða til að fjárfesta í fasteigna-
verkefninu sem dótturfélag Sjóvár
hafði átt eitt fram að því. Afar líklegt er
að afskrifa þurfi meirihluta þeirra fjár-
muna sem Vafningur fékk að láni þar
sem Milestone skilur eftir sig skulda-
slóð upp á marga tugi milljarða auk
þess sem engar eignir eru inni í Svart-
háfi svo vitað sé en skuldir þess félags
nema um 45 milljörðum króna.
2 miðvikudagur 9. desember 2009 fréttir
Tengsl Wernersbræðra og Engeyinga
Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir og Einar og Benedikt Sveinssynir
hafa átt mikil viðskipti sín á milli á undanförnum árum. Einar Sveinsson var
forstjóri Sjóvár og Benedikt bróðir hans var stjórnarformaður tryggingafélagsins.
Árið 2003 keyptu bræðurnir hina svokölluðu H. Ben. fjölskyldu út úr Sjóvá en
fjölskyldurnar tilheyra báðar hinni frægu Engeyjarætt. Íslandsbanki var hins
vegar stærsti hluthafinn. Næsta nótt varð síðan fræg sem „Nótt hinna löngu
bréfahnífa“. Þá gerðu stærstu fjármálafyrirtæki landsins með sér samkomulag
sem breytti landslaginu í íslensku viðskiptalífi. Eitt af því sem samið var um var
að Íslandsbanki eignaðist ellefu prósenta hlut Burðaráss í Sjóvá. Bankinn gerði
í kjölfarið yfirtökutilboð í Sjóvá. Seldu Einar og Benedikt Sveinssynir hlut sinn í
Sjóvá og eignuðust í staðinn hlut í Íslandsbanka. Hætti Einar Sveinsson fljótlega
sem forstjóri Sjóvár og tók Þorgils Óttar Mathiesen við af honum.
Árið 2005 keypti félagið Þáttur, í eigu Karls, Steingríms og Ingunnar Werners-
barna, 66,6 prósenta hlut í Sjóvá af Íslandsbanka. Var Þór Sigfússon þá gerður að
forstjóra Sjóvár. Einar Sveinsson og Karl Wernersson sátu í stjórn Íslandsbanka og
síðar Glitnis þar til FL Group undir forystu Hannesar Smárasonar og Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar náði yfirtökunum í Glitni. Var Einar stjórnarformaður bankans.
Svartháfur
Tekin var ákvörðun um það á einum og sama stjórnarfundinum í eignarhalds-
félaginu Svartháfi í upphafi árs 2008 að sækja um tæplega 200 milljóna evra lán
frá Glitni, eða sem nemur rúmum 35 milljörðum króna á núverandi gengi, og
endurlána það svo til félaga í eigu Karls og Steingríms Wernerssona.
Lánið sem Svartháfur endurlánaði strax til eignarhaldsfélaga í þeirra eigu var
svo notað til að greiða hluta skuldar við fjárfestingabankann Morgan Stanley
upp á 300 milljónir evra, sem nemur um 55 milljörðum króna á núverandi gengi.
Morgan Stanley var einn helsti erlendi lánveitandi Milestone og fjármagnaði
hluta útrásar fyrirtækisins til annarra landa.
Svartháfur, sem var í eigu föður þeirra bræðra, Werners Rasmusson, er einn af
stærri skuldurum Glitnis með skuldir upp á um 45 milljarða króna og er ljóst að
skilanefnd Glitnis þarf að afskrifa drjúgan hluta þeirrar fjárhæðar. Glitnir veitti
Svartháfi lánið í ársbyrjun 2008 en nákvæm dagsetning er ekki þekkt. Á sama
stjórnarfundi hjá Svartháfi í ársbyrjun 2008 var ákveðið að lána 50 milljónir evra
til félagsins Vafnings ehf., eða sem nemur tæpum 5 milljörðum króna. Eigendur
Vafnings voru þeir bræður Einar og Benedikt Sveinssynir og Bjarni, sonur
Benedikts og formaður Sjálfstæðisflokksins. Það skýtur skökku við að Werners-
bræður sem ekki gátu greitt af eigin lánum hafi séð sér fært að lána félagi í eigu
Engeyjarfjölskyldunnar fimm milljarða króna.
BJARNI MEÐ Í KAUPUM
Á LÚXUSTURNI Í MAKAÓ
fréttir 30. nóvember 2009 mánudagur 11
Tekin var ákvörðun um það á ein-
um og sama stjórnarfundinum
í eignarhaldsfélaginu Svartháfi
í fyrra að sækja um tæplega 200
milljóna evra lán frá Glitni, eða
sem nemur rúmum 35 milljörðum
króna á núverandi gengi, og end-
urlána það svo aftur til félaga í eigu
Karls og Steingríms Wernerssona.
Lánið sem Svartháfur endur-
lánaði strax aftur til eignarhalds-
félaga í þeirra eigu var svo notað
til að greiða hluta skuldar við fjár-
festingabankann Morgan Stanley
upp á 300 milljónir evra, sem nem-
ur um 55 milljörðum króna á nú-
verandi gengi. Morgan Stanley var
einn helsti erlendi lánveitandi Mil-
estone og fjármagnaði hluta útrás-
ar fyrirtækisins til annarra landa.
Svartháfur, sem var í eigu föður
þeirra bræðra, Werners Rasmus-
sonar, er einn af stærri skuldurum
Glitnis með skuldir upp á um 45
milljarða króna og er ljóst að skila-
nefnd Glitnis þarf að afskrifa drjúg-
an hluta þeirrar fjárhæðar. Glitn-
ir veitti Svartháfi lánið í ársbyrjun
2008 en nákvæm dagsetning er
ekki þekkt.
Sótt um lán og endurlánað
Heimildir DV herma að á stjórn-
arfundinum í Svartháfi, sem hald-
inn var í höfuðstöðvum Milestone
á Suðurlandsbraut 12, hafi verið
gerður lánasamningur við Glitni
sem nam um 200 milljónum evra.
Einnig var ákveðið að lána ætti tæp-
lega 140 milljónir evra til sænska
félagsins Racon Holding AB, sem
var dótturfélag Milestone og lán-
takandi Morgan Stanley. Veðið fyr-
ir láni Svartháfs til Racon Holding
AB var í hlutabréfum í sænska fjár-
málafyrirtækinu Invik & Co., síðar
Moderna AB. Racon notaði lánið
svo til að borga Morgan Stanley.
Jafnframt var ákveðið á stjórn-
arfundinum að lána 50 milljónir
evra til félags sem heitir Vafning-
ur ehf., sem einnig var
í eigu þeirra bræðra og
til húsa á Suðurlands-
braut 12. Ekki er vitað
til að aðrir stjórnar-
fundir hafi verið haldn-
ir í Svartháfi.
Lán upp í skuld
Milestone
Veðið fyrir láninu frá
Glitni til Svartháfs var
í eignarhaldsfélaginu
Moderna AB en eignir
Milestone voru seld-
ar inn í það félag um
áramótin 2007-2008.
Glitnir hefur nú leyst
til sín eignir Mod-
erna, meðal annars
Sjóvá og Askar Capi-
tal, og fékk bank-
inn þar eitthvað upp
í kröfuna á hendur
Svartháfi en ljóst er
að afskrifa þarf stóran hluta henn-
ar.
Milestone stofnaði til lánsins,
sem Racon borgaði síðar upp með
láninu frá Svartháfi, við Morgan
Stanley sumarið 2007 og var það
notað til að festa kaup á sænska
fjármálafyrirtækinu Invik & Co,
sem síðar var endurskírt Moderna
Finance AB.
Lánið frá Glitni sem rann inn í
Svartháf var því notað til að standa
við skuldbindingar sem Milestone
stofnaði til fyrir hönd dótturfélags
síns.
Leppurinn Svartháfur
Á þessum tíma, í ársbyrjun 2008, er
líklegt að Morgan Stanley hafi ver-
ið orðinn órólegur um að lán Rac-
on fengist ekki greitt og að þeir hafi
ekki viljað endurnýja lánasamning-
inn. Ástæðan kann meðal annars
að hafa verið sú að þá þegar voru
blikur á lofti um að mikil lægð væri
yfirvofandi í íslensku efnahags-
lífi og má áætla að Morgan Stan-
ley hafi því kippt að sér höndum.
Milestone hefur því hugsanlega
átt í erfiðleikum með að standa í
skilum við Morgan Stanley, önnur
fjármálafyrirtæki hafa ekki viljað
lána þeim og því hafi þeir orðið að
verða sér úti um lán með einhverj-
um hætti.
Heimildir DV renna því stoð-
um undir þá kenningu að eini til-
gangurinn með stofnun Svartháfs
hafi verið að leppa lánveitingu frá
Glitni, sem síðar rann til félaga
Wernerssona sjálfra. Ástæðan fyr-
ir Svartháfssnúningnum var sú að
félög í beinni eigu þeirra bræðra
máttu ekki fá meira lánað hjá Glitni
samkvæmt reglum sem Fjármála-
eftirlitið hefur sett um hámarks-
lánveitingar til einstakra aðila.
Ástæðan fyrir þessum reglum er til
að lágmarka áhættu bankans: Ekki
er heppilegt fyrir banka að eiga of
miklar útistandandi skuldir við
einstaka fyrirtækjasamstæðunnar.
Ekki er vitað hver það var innan
Glitnis sem tók ákvörðunina um að
veita Svartháfi þetta lán en líkt og
gildir í fjármálafyrirtækjum með
svo háar lánveitingar en lána- og
áhættunefndir fjármálafyrirtækja
taka yfirleitt ákvarðanir um svo
háar lánveitingar.
IngI F. VILhjáLMSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
LEPPUR BORGAÐI
SKULD MILESTONE
2 miðvikudagur 14. október 2009 fréttir
Glitnir þarf að afskrifa stóran hluta af45 milljarða króna skuld eignarhalds-félagsins Svartháfs við bankann, sam-kvæmt heimildum DV. Krafa Glitnis á hendur Svartháfi nam 45 milljörðumkróna í sumar en samkvæmt heimild-um DV var hún gerð upp í lok sum-ars. Líklegast er að krafan hafi veriðgerð upp með miklum afföllum fyrir bankann.Skuld Svartháfs er meðal ann-ars tilkomin vegna þess að félagið,sem er í eigu Werners Rasmusson, föður Karls og Steingríms Werners-sona, fyrrverandi eigenda eignar-haldsfélagsins Milestone, tók lán hjá Glitni í fyrra upp á 20 milljarða króna til að lána eignarhaldsfélagi í eigu bræðranna fyrir skuld við fjárfest-ingabankann J.P. Morgan.Svartháfur hét áður ELL 150 ogGleypnir og var stofnað af ErlendiGíslasyni og Gunnari Sturlusyni hjá lögmannsstofunni Logos í janúarárið 2008, samkvæmt stofnskjölum
félagsins. Svartháfur er skráður til heimilis á Suðurlandsbraut 12, líkt og flest önnur eignarhaldsfélög þeirra bræðra, en lögheimili þess var skráðí Jötunssölum 2, heimili Werners föð-ur þeirra, þar til í apríl í fyrra þegarlögheimilið var fært á Suðurlands-brautina. Svartháfur hefur ekki skilaðársreikningi fyrir árið 2008.Nafnabreytingar í ársbyrjunÍ febrúar 2008 voru Werner Rassmus-son og kona hans Kristín Sigurðar-dóttir kjörin í stjórn og varastjórn félagsins. Nafni félagsins var á sama tíma breytt úr ELL 150 í Svartháfur.Í tilkynningu til Fyrirtækjaskrár um breytinguna á stjórninni er hins veg-ar strikað yfir nafnið Gleypnir með penna og nafnið Svartháfur sett í staðinn, eins og félagið hafi átt að heita Gleypnir en að svo hafi því ver-ið breytt á síðustu stundu. Lögheim-ili Svartháfs var svo fært frá Jötuns-sölum á Suðurlandsbraut 12 í apríl í fyrra, samkvæmt tilkynningu til Fyr-irtækjaskrár sem aðstoðarforstjóriMilestone, Jóhannes Sigurðsson, skrifaði undir ásamt Werner Rasm-usson. Tengsl Svartháfs og Milestone
eru því nokkur þó eigendurnir hafiekki verið þeir sömu.45 milljarða skuld Svartháfs stend-ur utan við þá rúmlega 43,9 milljarðakróna skuld sem Milestone skilur eft-ir inni í Glitni. Skuldir þessara tveggjafélaga og dótturfélaga þeirra við Glitninema því nærri 90 milljörðum króna.Heildarskuldir Milestone nematæpum 80 milljörðum króna og var gert ráð fyrir því í nauðasamningumfélagsins, sem hefur verið hafnað, að kröfuhafarnir fengju um 6 prósent upp í kröfur sínar en eignir félags-ins voru einungis metnar á um fimmmilljarða. Því má reikna með að feðg-arnir, Werner, Steingrímur og Karl, eigi ekki til þær upphæðir persónu-lega sem til þarf til að greiða skuldirSvartháfs, enda er ekki vitað til þessað einhver þeirra sé í persónulegumábyrgðum vegna skuldanna.Greiddu niður lán til J.P. MorganSkuldir Svartháfs við Glitni eru með-al annars tilkomnar vegna þess aðskömmu eftir að félagið tók uppnafnið Svartháfur í febrúar í fyrratók félagið lán frá Glitni upp á um 20milljarða króna til að greiða lán Rac-on Holdings II, sem eignarhaldsfélagKarls og Steingríms, Milestone, réð í gegnum annað eignarhaldsfélag sitt,Þátt, við fjárfestingarbankann J.P.Morgan. Lán Racon hjá J.P. Morgan vartilkomið út af kaupum Racon á fé-lagi sem hét Innvik, sem síðar varendurskírt Moderna Finance AB. Á þeim tíma var J.P. Morgan hins veg-ar orðinn órólegur um að lán Racon fengist ekki greitt og vildu ekki end-urnýja lánasamninginn þegar hann gjaldféll, ástæðan var meðal annarsað þá þegar voru blikur á lofti í ís-lensku efnahagslífi og kippti bank-inn því að sér höndum með því aðneita að endurnýja lánasamninginn.Fjárfestingafélagið Gnúpur, sem varí eigu Kristins Björnssonar og Magn-
úsar Kristinssonar, hafði lent í erf-iðleikum í árslok 2007 og eru þeir fjárhagserfiðleikar af mörgum tald-ir marka upphaf íslenska efnahags-
hrunsins. Því þurftu eigendur Rac-on, Karl og Steingrímur, að finna aðrar leiðir til að greiða J.P. Morganlánið.
Wernerssona
Karl Wernersson
GLITNIR ÞARF AÐ AFSKRIFA SKULDIR WERNERSMANNA
HvAÐ ER SvARTHáFUR?Svartháfur er eignarhaldsfélag sem stofnað var í ársbyrjun árið 2008. Heimildir DV herma að það hafi verið stofnað í ársbyrjun til að fá lán til að greiða skuldir félagsí eigu Karls og Steingríms Wernerssona. Félagið er í eigu Werners, föður þeirra,og var lögheimili þess heima hjá honum. Heimilisfang Svartháfs er hins vegar í fyrrverandi höfuðstöðvum Milestone á Suðurlandsbraut 12. Félagið skuldar Glitni45 milljarða króna og hefur átt sér stað uppgjör á skuldinni. Ekki er vitað hverniguppgjörið var gert en afar ólíklegt er að skuldin hafi verið greidd upp að fullu. Því má búast við að eitthvað hafi verið afskrifað af skuldunum.Félagið dregur nafn sitt af lítilli hákarlategund sem kallast Svartháfur eða BlackDogfish á ensku. Svartháfurinn lifir á miklu dýpi, 180 til 1.600 metrum, og er ekki talinn mannýgur. Heimkynni hans eru aðallega í Vestur- og Norður-Atlantshafi,meðal annars við strendur Grænlands og Íslands. Svartháfurinn er, eins og nafniðgefur til kynna, svartur á lit og hafa augu hans aðlagast myrkrinu á hafsbotninum.Því getur hann séð betur í myrkri en aðrar hákarlategundir. Ekki er vitað af hverjuSvartháfsnafnið var valið fyrir félagið.Eitt af mörgum ELL-félögumSvartháfur, áður ELL 150, er einungis eitt af mörgum félögum sem upphaflegahafa borið nafnið ELL sem lögmannsstofan Logos hefur stofnað á liðnum árum.Annað dæmi um slíkt félag er ELL 182 sem Logos stofnaði og seldi til Bakka-bræðra, Lýðs og Ágústs Guðmundssona. ELL 182 keypti síðar hlut Exista, sem er ímeirihlutaeigu þeirra bræðra, í Bakkavör í fyrrahaust en fyrir áttu þeir meirihlutaí Bakkavör. Salan hefur valdið miklum deilum meðal kröfuhafa og eigenda Existaen kröfuhafarnir hafa kært eigendur Exista fyrir hana. Bæði ELL 150 og ELL 182hafa nú skipt um nafn líkt og sum önnur þeirra ELL-félaga sem Logos hefur selt áliðnum árum.Werner hefur áður komið við söguWerner Rasmusson, faðir Karls og Steingríms, hefur áður komið við sögu í umfjöllun fjölmiðla um viðskipti þeirra bræðra.Þannig greindi DV frá því í september að í endurskoðendaskýrslu Ernst & Youngum Milestone hefði verið bent á að félagið hefði greitt skatta fyrir Werner upp á 8,5 milljónir króna. Skiptastjóri þrotabús Milestone, Grímur Sigurðsson, þarfmeðal annars að taka afstöðu til þess hvort sú greiðsla hafi verið eðlileg. Wernerkom hins vegar af fjöllum þegar DV spurði hann um skattgreiðslurnar. Ekki er vitað hvort Werner hafi vitað til hvers Svartháfur var notaður en undirskrift hans er á samþykktum félagsins sem DV hefur undir höndum.
INGI F. VILhJáLMssoNblaðamaður skrifar ingi@dv.is
stórskuldugt félag Félag í eigu föður Karls og SteingrímsWernerssona, Svartháfur, skuldar Glitni 45 milljarða króna semekki er lengur að finna í lánabókum bankans. Karl Wernerssonvill ekki ræða um hvernig skuldin hafi verið gerð upp.
heimkynni svartháfs Eignarhaldsfélagið Svartháfurer skráð til heimilis á Suðurlandsbraut 12 en þar voruhöfuðstöðvar Milestone áður en félagið fór í greiðslu-stöðvun og var síðar tekið til gjaldþrotaskipta.
Tíu prestaþeir sendu Kabiskupi Íþeir skorum landsins.með þBjörnssySelfossi. Tséra Gstuðnin
ákærumun ungra sókupinn handi í afái að sog því hefurfram til þút á mohann að isdegi sínaftur á móti að Bsátta við sérafinna honum getur reynstnema með samþykkier beðið átektaprestsins verða.
UPPREISN GEGN BISKUPI
Traublaðamaðu
„Jafnt og þast, það evert að strsegir Karl SigurðssoVinnumálastofnun. Há að heldur minna vinnuleysi í síðast var.Hjá Vinnið nóg að gera undanur aukning hefur veUndanfarna dagastaklingar sskrá hjá stonú er svo kán þúsund ei14.909 eintAðspurður segsig þessa dagareiknar þó með brnæstunni. „Þ
Karlar streyma inn á skrárnar
Lánuðu ekki til venslaðra aðilaÁstæðan fyrir því að Svartháfur fékklánið frá Glitni var sú að á þessum tíma voru eigendur Milestone, þeirKarl og Steingrímur, og félög í beinni og óbeinni eigu þeirra búnir að full-nýta lánaheimildir sínar hjá Glitni,að sögn heimildarmanns DV sem þekkir vel til viðskipta Karls og Stein-gríms. Bræðurnir voru hluthafar í Glitni á þessum tíma. „Til þess að fara í kringum þetta lánaði Glitnir þessu félagi [Innskot blaðamanns: Svart-háfi] þessa peninga. Þetta félag lánaði þessa peninga svo til Racon HoldingsII og voru þeir notaðir til að greiða upp skuldina við J.P. Morgan. Glitnirgreiddi því í raun upp skuldina við J.P.Morgan en fór þennan hring til þess. Eftir stóð hins vegar skuld Svartháfs við Glitni,“ segir heimildarmaður DV en ekki er vitað að svo stöddu hvern-ig hinir milljarðarnir bættust ofan á þessa tuttugu. Heimildarmaður DV segir að þettahafi þótt vera í lagi vegna þess að í lagalegum skilningi hafi félagið í eigu Werners, Svartháfur, ekki verið skil-greint sem venslaður aðili við Karl og Steingrím. Félag í eigu föður Karls ogSteingríms gat því fengið lánið þó svoað félög í þeirra eigu gætu það ekki útaf hinum fullnýttu lánaheimildum.Karl tjáir sig ekkiKarl Wernersson vill aðspurður og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaða-manns ekki ræða um málefni Svart-háfs í samtali við DV. Því var lögð spurning fyrir hann í SMS-skeyti þarsem hann var spurður hvað hefði orð-ið um 45 milljarða skuld Svartháfs. Hann var spurður hvernig hefði ver-ið gengið frá þessari skuld og hversvegna. Svar Karls við þessari fyrir-spurn var: „Hver er fréttin?“ DV náðiekki aftur sambandi við Karl eftirþetta.Ekki náðist í bróður Karls, Stein-grím, né í föður hans, Werner Rasmus-son, við vinnslu fréttarinnar. Að svo stöddu liggur því ekki almennilegafyrir hvernig skuldin við Glitni var gerð upp.
ekki rætt í gögnumum MilestoneEkkert er rætt um málefni Svartháfs ogláns félagsins hjá Glitni í gögnum umMilestone sem greint hefur verið fráí fjölmiðlum, endurskoðendaskýrsluErnst & Young og skýrslu umsjónar-manns nauðasamninga félagsins, Jó-hannesar Alberts Sævarssonar. Ástæðan fyrir þessu er sú að mál-efni Svartháfs tengjast ekki beintmálefnum Milestone af áðurnefnd-um ástæðum, jafnvel þó að pening-arnir sem Svartháfur fékk að láni hjáGlitni hafi verið notaðir til að lána fé-lagi í eigu Milestone-manna svo þaðgæti staðið í skilum við erlent fjár-málafyrirtæki. Hvorki Jóhannes né endurskoðendurnir höfðu aðgang aðbókhaldi Racon Holdings II, félags-ins sem fékk lánið frá Svartháfi, og því ekki rannsakað lánveitingarnar til og frá Svartháfi.Samkvæmt heimildum DV veltukröfuhafar Milestone hins vegar mik-ið fyrir sér himinháum lánveitingumfrá Glitni til félagsins áður en nauða-samningum Milestone var hafnað ogfélagið var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir skömmu. Ekki er því ólíklegt aðmálefni Svartháfs muni koma við sögu í framtíðinni hjá kröfuhöfumMilestone og kunna lánaviðskipti fé-lagsins að hafa einhver eftirmál.
Í eigu föður Wernerssona FélagiðSvartháfur er skráð á Werner Rasmusson,föður Karls og Steingríms. Félagið virðisthafa verið stofnað gagngert til að takavið láni frá Glitni upp á 20 milljarða sembræðurnir gátu ekki tekið.
14. október 2009
Allt ákveðið í einu Samkvæmt
heimildum DV var ákveðið á
hluthafafundi Svartháfs að sækja
um lán og endurlána það strax aftur
til dótturfélaga Milestone. Faðir
Karls Wernerssonar, annars eiganda
Milestone, var eigandi Svartháfs.
„Lánið frá Glitni sem
rann inn í Svartháf
var því notað til að
standa við skuld-
bindingar sem
Milestone stofnaði
til fyrir hönd dóttur-
félags síns.”
Bjarna Benediktssonar
IngI F. VIlhjálmSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
„Um svipað leyti, í lok
febrúar 2008, lánaði
Sjóvá Vafningi 10 millj-
arða króna með víkj-
andi láni.“
DV 30. nóvember Werner Rasmusson
leppaði lán fyrir syni sína gegnum
Svartháf. 45 milljarða skuld félagsins við
Glitni verður líklega afskrifuð.
fréttir 9. desember 2009 miðvikudagur 3
Ætluðu sér að selja fljótlega
Upphaflega ástæðan fyrir fjárfest-
ingu Sjóvár í Makaó var sú að félag-
ið reiknaði með því að fasteignaverð
í Makaó myndi hækka gríðarlega á
árunum 2006 til 2010. Til að mynda
hækkaði fasteignaverð í héraðinu
um 35 prósent að meðaltali á árinu
2007. Reiknað var með áframhald-
andi hækkun næstu árin þar á eftir
enda hefur borgin verið kölluð hin
asíska Las Vegas. Sjóvá ætlaði sér svo
að selja lúxusturninn með nærri 8
milljarða króna hagnaði, miðað við
gengi krónunnar í febrúar 2008, áður
en framkvæmdunum myndi ljúka -
kaupverðið var 110 milljónir Banda-
ríkjadala en söluverðið átti að vera
185 milljónir.
Væntanlega hefur Sjóvá viljað
dreifa áhættunni af fjárfestingunni á
fyrstu mánuðum ársins 2008 og því
búið Vafning til með þátttöku BNT,
Hafsilfurs og Hrómundar. Auk þess
er ekki ólíklegt að yfirvofandi þreng-
ingar á fjármálamarkaði hafi átt þar
hlut að máli.
Fjárfesting félaganna þriggja í
Makaó-verkefninu hefur jafnframt
verið áhættulítil enda voru lánin
inn í Vafning veitt af Sjóvá, sem var
í eigu Wernersbræðra, og af Glitni,
en bræðurnir og Einar og Benedikt
Sveinssynir voru sömuleiðis hluthaf-
ar í bankanum í gegnum Þátt Inter-
national sem þeir áttu sömuleiðis
ásamt Karli og Steingrími.
Benedikt man ekki eftir
viðskiptunum
DV náði ekki tali af Bjarna Bene-
diktssyni á þriðjudaginn, til að spyrja
hann út í viðskipti Vafnings, þrátt fyr-
ir ítrekaðar tilraunir. Skilin voru eftir
skilaboð til Bjarna á talhólfi hans og
hjá aðstoðarmanni
formannsins, Sig-
urði Kára Kristj-
ánssyni.
Benedikt
Sveinsson, fað-
ir Bjarna, sagð-
ist aðspurður
hafa dregið sig
út úr fjárfest-
ingum og
ekki muna
eftir þess-
um við-
skiptum
Vafnings
með fast-
eigna-
verkefn-
ið í Makaó.
Hann gat
því ekki greint
frá því hvernig viðskipt-
in gengu. Heimildir DV herma að
Benedikt hafi ekki komið mikið að
viðskiptunum, jafnvel þótt félag hans
hafi verið óbeinn hluthafi í Vafningi,
enda var Bjarni sonur hans með um-
boðið til að ráðstafa hlutabréfum fé-
lagsins í Vafningi.
Sömuleiðis voru skilin eftir skila-
boð til Einars Sveinssonar en hann
hafði ekki haft samband við DV þeg-
ar blaðið fór í prentun í gær.
Þess skal að lokum getið að Vafn-
ingur ehf. er ekki til í dag nema sem
kennitala því nafni félagsins hefur
verið breytt í Földungur ehf.
Eignarhald
á Vafningi:
SJ2 EHF (Sjóvá/Wernerssynir)
48,8 prósent
Skeggi ehf. (SJ2, Hrómundur/Einar
Sveinsson, Hafsilfur/Benedikt Sveins-
son, BNT ehf./Einar og Benedikt ofl.
og Sáttur/Guðmundur Ólason)
39,1 prósent
Fjárfestingafélagið Máttur (SJ2,
Hrómundur, Hafsilfur)
12,1 prósent
Asíska Las Vegas Makaó er
annað af tveimur kínverskum
sjálfstjórnarhéruðum. Hitt
er Hong Kong sem er í
nágrenni Makaó. Héraðið
hefur verið kallað hin asíska
Las Vegas og er ört vaxandi
ferðamannastaður þar sem
sterkefnað fólk kemur til að
njóta lífsins í vellystingum,
meðal annars með því að
spila fjárhættuspil.
Fjárfestu í Makaó Bjarni Benedikts-
son og faðir hans og föðurbróðir keyptu
fasteignaverkefni Sjóvár af dótturfélagi
þess fyrir rúma 5 milljarða króna í
febrúar 2008. Þeir áttu fasteignaverkefnið
í gegnum félagið Vafning og aflandsfélag á
Bresku Jómfrúareyjum.
Eignarhald á turninum
í Makaó:
Vafningur ehf. - 100 prósent
SJ Properties MacauOneCentral
HoldCo ehf. - 100 prósent
Drakensberg Investments Limited
á Bresku Jómfrúareyjum - 100 prósent
Turninn í Makaó
Fjórir bræður Vafningur var að mestu
leyti í eigu þeirra Wernersbræðra
og Einars og Benedikts Sveinssona.
Tryggingafélagið Sjóvá seldi fasteigna-
verkefnið í Makaó til félagsins Vafnings
sem var í eigu dótturfélags Sjóvár og
félaga í eigu Engeyjarbræðranna
Einars og Benedikts Sveinssona.
Sjóvá, sem var í eigu Karls og
Steingríms Wernerssona, lánaði
Vafningi 10 milljarða króna um
þetta leyti.
2 föstudagur 11. desember 2009 fréttir
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Rafknúnir
hæginda-
stólar
•
standa upp
• Einfaldar stillingar
og fjölbreytt úrval
Opið laugardaga til jóla kl. 11-16
„Ég fékk tölvupóstinn. Þetta voru
mjög vinsamleg og kurteis tilmæli
þess efnis að Bubbi ætti að halda
kjafti. Þarna fékk ég gula spjaldið
fyrir að tala um ákveðna menn og
málefni,“ segir Bubbi Morthens tón-
listarkóngur. Hann fékk í vikunni
tölvupóst frá dagskrárstjóra Rásar 2,
Sigrúnu Stefánsdóttur, þar sem hún
beindi þeim tilmælum til kóngsins
að spila tónlist og sleppa pólitísku
tali.
Bubbi er með þátt á mánudags-
kvöldum á Rás 2, Færibandið, og í
síðustu tveimur þáttum hefur hann
fjallað nokkuð um íslenska klíku-
samfélagið, íslenska fjölmiðla og
ákveðna einstaklinga í íslensku sam-
félagi. Í kjölfarið fékk hann tiltal frá
dagskrárstjóranum sem segir margar
kvartanir hafa borist vegna ummæla
tónlistarmannsins um menn og mál-
efni. Bubbi segist hafa fengið gula
spjaldið og ætlar að anda rólega, að
minnsta kosti í næsta þætti.
Pólitískur músíkant
Bubbi segist hafa lengi verið á pól-
itískum nótum í þætti sínum en
greinilegt sé að ekki megi fjalla um
ákveðna menn í þættinum. „Ég hef
verið rammpólitískur í þessum þátt-
um og tekið fyrir það sem hefur ver-
ið efst á baugi. Ég var þarna meðal
annars að fjalla um Hannes Hólm-
stein, Davíð Oddsson og DV, sem
mér finnst vera langbesti fjölmiðill
á Íslandi og eina blaðið sem mark
er takandi á, og grímulausa klíku-
samfélagið á Íslandi. Ég var þarna að
grínast á köflum, til dæmis sagði ég
að Hannes Hólmsteinn væri ástfang-
inn af foringja sínum Davíð en það
má greinilega ekki. Ég sagði líka
mína skoðun á mönnum, til dæm-
is að mér þætti Jóhannes í Bónus
frábær kall,“ segir Bubbi.
Sigrún staðfestir að hún
hafi beint þeim tilmælum í
tölvupósti til Bubba að hann
einbeiti sér að því að fjalla
um tónlist. Aðspurð segist hún ekki
vilja tjá sig um hvað það var sem
henni mislíkaði í umfjöllun tónlist-
armannsins og vilji ekki að fjallað
sé um. „Ég veit af kvörtunum og hef
beðið hann um að fara aftur inn á
þá línu að vera með meiri músík og
minna tal. Ég hef hlustað sjálf á þátt-
inn og þetta er bara mín skoðun að
þegar gera á músíkþátt þá eigum
við að gera músíkþátt. Þetta er ekki
spurning um ákveðin nöfn sem hann
nefndi heldur meginlínuna sem lagt
var upp með. Við viljum að hann tali
um örlagavalda í sínu tónlistarlífi,“
segir Sigrún.
Skoðanir Bubba
Bubbi leggur áherslu á að hann beri
mikla virðingu fyrir Sigrúnu sem sé
mikil sómakona. Hann skilur ekkert
í því hvaðan þessar mörgu kvartan-
ir komi. „Það er alveg skýrt að þetta
eru mínar skoðanir en ekki stofn-
unarinnar en þeir vilja greinilega að
ég einbeiti mér frekar að tónlistinni.
Það er alls ekki leiðinlegt heldur æð-
islegt en mér finnst líka bráðnauð-
synlegt að tjá mig um þessa hluti.
Ég vissi sjálfur að ég væri að spenna
bogann dálítið hátt enda kvaddi ég í
síðasta þætti þannig að hugsanlega
yrði ég rekinn,“ segir Bubbi.
Bubbi segir ljóst að yfirmönnum
RÚV finnist hann hafa verið óþekk-
ur í síðustu þáttum. Aðspurður hvort
hann ætli að vera áfram óþekkur seg-
ist hann ekki vita það almennilega
enn þá.
Verður stilltur
„Þetta stríðir mér ekki neitt því mér
hefur svo oft verið sagt að halda
kjafti. Ég er svo vanur því að þeg-
ar ég opna munninn fara ákveðnar
raddir af stað. Persónulega finnst
mér ég ekki hafa verið óþekkur en
þetta fer allavega ekki vel í yfir-
mann minn. Ætli ég reyni ekki
að taka tónlistina meira fyr-
ir og reyna að tengja hana við
málefni líðandi stundar. Mig
langar til að fjalla um málefnin
og að viðra skoðanir mínar. Ég
hugsa að ég muni bara anda ró-
lega og búa til skemmtilegan tón-
listarþátt á næsta mánudag,“ bætir
Bubbi við.
Sigrún segist hafa rætt málin í
mikilli friðsemd við Bubba og á ekki
von á öðru en að tónlistarmaður-
inn hlýði fyrirmælum hennar. „Við
tölum saman í afskaplega mikilli
friðsæld og ég bað hann með
vinsamlegum tilmælum
að fara aftur á gömlu
brautina. Ég fékk
svar um leið frá
þessari elsku og
ég treysti því að
hann sýni þessu
skilning. Ég geri
algjörlega ráð fyr-
ir því að málinu sé
lokið og geri ráð
fyrir því að Bubbi
haldi sig við það
að gera tónlistar-
þátt. Það hvarflar
ekki að mér að ég
þurfi að fara í hart
því ég treysti honum
til að fara eftir mínum
leiðbeiningum,“ segir
Sigrún.
Gula spjaldið Bubbi segist hafa
fengið gula spjaldið þar sem
hann hafi með vinsamlegum
hætti verið beðinn um að halda
kjafti. LjóSMyndari: Stefán KarLSSon.
Meiri tónlist og
minna tal Eftir að hafa
hlustað á þátt Bubba
sendi Sigrún honum
tölvupóst og bað hann
kurteislega að halda
sig við að fjalla um
tónlist.
BUBBi fékk TiLTAL
„Það hvarflar ekki að
mér að ég þurfi að fara
í hart því ég treysti hon-
um til að fara eftir mín-
um leiðbeiningum.“
trauSti hafSteinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is