Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 42
42 föstudagur 11. desember 2009 fréttir spyrnumaðurinn til að spila í Búlgar- íu. Ásdís lýsti því yfir á bloggi sínu að hún væri stolt af sínum heittelskaða en ekki viss hvernig henni litist á að flytja til Búlgaríu. „Ég veit ekki alveg hvernig mér líð- ur varðandi Búlgaríu en ég er svona að venjast tilhugsuninni og stefni að því að hrista vel upp í landanum þar á komandi mánuðum. Þetta kom svona svakalega óvænt upp í hend- urnar á okkur að maður er bara hálf- dofinn enn þá. Nú hafa erfiði síðustu ára loksins borgað sig. Þetta er alveg ótrúleg tilfinning, ég veit ekki hvort ég á að grenja, hlæja eða bara fara að kaupa mér föt!“ Fyrr en varði fengu Íslendingar að heyra af því hve fræg Ásdís var orð- in í Búlgaríu, áður en hún var komin til landsins. Í Búlgaríu fóru hjólin að snúast og hafa ekki stöðvast enn þá. Búin að laga brjóstin Þetta ár viðurkenndi hún fyrir blaða- manni Séð og Heyrt að hún hafi látið laga á sér brjóstin. „Ég hef bara einu sinni far- ið í brjóstastækkun en það var eft- ir að ég eignaðist fyrsta barnið. Mér finnst sjálfsagt að konur láti laga á sér brjóstin eftir barnsburð ef þær kjósa að gera það.“ Í lok sama árs olli Ásdís miklu fjaðrafoki vegna útlits síns. Fannst mörgum varir hennar hafa stækkað er hún kom fram í viðtalsþætti Loga Bergmanns en í viðtali við Séð og Heyrt þvertók hún fyrir að hafa farið í varastækkun. „Ég hef ekki látið setja neitt í var- irnar á mér [...] Ég skil þetta ekki al- veg. Varirnar komu svolítið stórar út þarna í sjónvarpsútsendingunni. Ég veit ekki alveg hvað þetta var. Ég er auðvitað með alls konar trikk til að láta þær stækka.“ Í kjölfarið birti Ásdís „uppskrift“ að stærri vörum á bloggsíðu sinni. „Ég nota KissKiss Liplifter frá Gu- erlain og set hann vel út fyrir varirn- ar. Svo hækka ég varalínuna út fyrir varirnar, liplifterinn gerir það mjög raunverulegt. Eftir það nota ég svo 2-3 bleika tóna og ljósan rétt í miðj- una til að blása þær betur út. Það eru ótrúlegustu trikk sem maður getur gert bara með réttu makeup-vörun- um og ef maður kann að nota þær.“ Björn Blöndal segir hana hafa vit- að nákvæmlega hvað hún var að gera með þessu. „Ég spurði hana af hverju hún sagði ekki bara já við því að hún hafi farið í varastækkun. Þá væri þetta búið. Þá sagði hún við mig: „Ég vissi hvað ég var að segja. Mig vantaði bara athygli.“ Hún vissi hvað hún var að gera - meira umtal skapar henni meiri tekjur.“ Nú síðast í Íslandi í dag í nóvem- ber síðastliðnum tjáði hún sig um lýtaaðgerðir. „Ég hef ekki áhuga á að breyta andlitinu mínu eða einhverju öðru. En ég held að það sé allt í lagi að laga ef þarf að laga. Ég á þrjú börn og auðvitað ef ég myndi ekki laga á mér brjóstin væru þau niðri í gólfi núna.“ Nokkrum tímum frá dauða Ásdís Rán Gunnarsdóttir hafði ein- göngu verið í einn dag í Búlgaríu þegar hún var lögð inn á spítala og sett í bráðaaðgerð. Þegar hún vakn- aði eftir aðgerð tjáði læknirinn henni að hún hefði verið þremur til fjórum tímum frá því að deyja. Hún þurfti að liggja á sjúkrahúsi í níu daga og sagði sjúkrasögu sína í DV. „Ég fæ oft mjög miklar kval- ir í kannski þrjá til fjóra tíma en svo gengur það yfir, núna fylgdu þessu hins vegar miklar blæðingar [...] Þeg- ar við komum upp á spítala var far- ið með mig í sónar og svo komu ein- hverjir tólf læknar að líta á mig og ég var sett beint í bráðaaðgerð. Þegar ég vaknaði eftir aðgerðina kom skurð- læknirinn til mín og sagði að ég hefði verið þremur til fjórum tímum frá því að deyja,“ sagði Ásdís. Fjarlægja þurfti hluta af eggjastokk sem valdið hafði miklum innvortis blæðingum. Kynþokkafyllsta ljóskan Í ágúst 2008 börðu útsendarar Play- boy aftur að dyrum og buðu henni 25 þúsund bandaríkjadali fyrir prufu- töku fyrir Playmate, eða leikfélaga. Ásdís íhugaði tilboðið en var ekki lengi að ákveða sig og fannst þetta ekki rétti tíminn. Síðan Ásdís kom til Búlgaríu hef- ur hún setið fyrir í fjöldamörgum tímaritum, verið í viðtölum í dag- blöðum og leyfir sjónvarpsmönnum að fylgjast með sér í þáttunum Foot- baller´s Wives sem fjallar um eigin- konur knattspyrnumanna í Búlgaríu. Og hún tók einnig þátt í keppninni Million Dollar Woman. Þá hefur hún einnig gefið út sitt eigið iPhone-forrit - The IceQueen Application og geta aðdáendur hennar keypt sér dagatal í símann með yfir þrjátíu myndum af Ásdísi. Seint í mars í fyrra var hún val- in kynþokkafyllsta ljóshærða kona Búlgaríu og bloggaði um að það væri mikill heiður. Hún er andlit ilmvatnsframleið- andans Ray Saxx og einnig andlit World Class-líkamsræktarstöðvanna í Búlgaríu. Hún hefur auglýst Ice- landic Glacial-vatnið sem kemur úr smiðju Jóns Ólafssonar og var valin ein af fallegustu konum heims í vef- tímaritinu The Black Rabbit. Hún hefur einnig komið fram í búlgörsk- um spjallþáttum sem eru svipaðir og Jay Leno og David Letterman. Aldrei í betra formi Fyrr á þessu ári rifti CSKA Sofia samninginn við Garðar og hefur hann skrifað undir samning við Val. Móðir Ásdísar vonar að Garðar fái að spila nálægt Búlgaríu á næstunni þar sem Ásdísi líki lífið þar vel. „Hún er að markaðssetja sjálfa sig. Hún sér um það ein og það er stór- kostlegt og hún er dugleg við það. Framtíðin er óljós. Hún vinnur mik- ið í Búlgaríu og við skulum bara vona að Garðar fái samning nálægt Búlg- aríu. Hún er ofsalega sátt þar og líkar vel við fólkið enda allir mjög jákvæð- ir og hjálplegir,“ segir Eygló. Hún seg- ir Garðar styðja vel við bakið á sinni konu. „Garðar er mjög liðlegur að hjálpa henni og standa með henni í þessu. Raunverulega væri það ekki hægt öðruvísi en að hann væri jákvæður fyrir öllu sem hún er að gera. Hann hvetur hana áfram sem er náttúru- lega ekkert nema frábært.“ Björn Blöndal hefur ekki trú á því að Ásdís komi heim á næstunni. „Garðar er að koma heim en ég trúi því að Ásdís verði með annan fótinn úti á næstunni. Það má ekki gleyma því að hún hefur aldrei ver- ið í betra formi og aldrei litið bet- ur út. Hún veit að hún þarf að halda sér í góðu formi. Margir gera sér ekki grein fyrir því hvað það er mikil vinna og mörg módel nenna þessu ekki.“ Komin með lögfræðing í málið Ásdís stefnir enn hærra og er með módelþátt í bígerð sem búlgörsk sjónvarpsstöð hefur samþykkt að gera. Í samtali við Séð og Heyrt sagði hún feril sinn í Footballer’s Wives setja strik í reikninginn. „Ég er nefnilega stjarna í öðrum þætti, á sjóvnarpsstöðinni bTV, og þeir eru frekar fúlir yfir því að ég vilji fara að gera annan þátt og reyna að stoppa það með því að bjóða mér gull og græna skóga. Ég er aðal- stjarnan í Footballer’s Wives og þeir vilja ekki missa mig. Ég gerði þennan þátt að því sem hann er því ég var svo mjög þekkt áður en ég byrjaði í hon- um og er fúl yfir þessu því mér finnst að þeir eigi að sleppa mér því ég er búin að gera svo mikið fyrir þá. En ég ætla ekkert að gefast upp og er komin með lögfræðinga í málið.“ Ekki skær stjarna Ásdís er dugleg við að tilkynna ís- lensku þjóðinni hvað hún sé fræg í Búlgaríu. Í viðtali við Ísland í dag 16. nóvember sagði hún að búlgarskir fjölmiðlar veltu sér mikið upp úr því hvort hún væri á förum. „Það er mikil sorg í gangi. Fólk er mikið að pæla í því hvort ég ætli að yfirgefa Búlgaríu eða ekki.“ DV hafði samband við tvo búlg- arska blaðamenn til að grennslast fyrir um frægðarsól Ásdísar. Annar þeirra, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði að fólk hefði ekki miklar áhyggjur af því hvort hún ætlaði að yfirgefa Sofiu. „Hún er lítillega fræg hér. Hún er oft á forsíðum búlgarskra lífstíls- og karlatímarita og hún er tíður gestur í VIP-partíum í Sofia. Ég myndi ekki segja að hún væri ein af skærustu stjörnum Búlgaríu eða að einhver kvíði því að hún sé kannski á förum frá Sofiu.“ Petar Kostadinov, einn af ritstjór- um dagblaðsins The Sofia Echo, segir hana fræga í Búlgaríu þó að Garðari hafi ekki gengið vel hjá CSKA Sofia. „Það sem er athyglisvert er að hún er bara í Búlgaríu af því að fjölmiðl- ar sýna henni áhuga. Hún hefur sagt oft og mörgum sinnum að hún muni yfirgefa landið um leið og fólk missir áhugann á henni. Þá fari hún jafnvel til Hollywood.“ Jordan okkar Íslendinga Kunningjakona Ásdísar, sem hef- ur kynnst henni bæði í leik og starfi, segir Ásdísi vera ansi klóka. „Ásdís er snjallari en flestir gera sér grein fyrir. Henni hefur tekist að sannfæra Búlgara um að hún sé heimsfræg á Íslandi og Íslendinga um að hún sé heimsfræg í Búlgaríu. Þetta hefur á endanum orðið til þess að fjölmargir þekkja nafn hennar í báðum löndum. Hún er í raun Jor- dan okkar Íslendinga, eða Paris Hilt- on, meistari í því að vera fræg fyrir frægð. Þetta er engin tilviljun og ég er sannfærð um að þetta hefur verið út- hugsað hjá henni frá upphafi.“ Hún segir Ásdísi mjög misskilda og harða í horn að taka þegar kemur að viðskiptum. „Ásdís er langt frá því að vera heimsk, hún hefur bara furðulega lífssýn og sannfæringar. Hún hef- ur náttúrlega búið sér til feril og lifibrauð af útliti sínu þannig að líf hennar snýst í raun um hvern- ig hún lítur út og ég hef oft velt því fyrir mér hvað verður um hana, þegar hún verður „útrunnin vara“ eins og hún óumflýjanlega mun verða. Hún getur verið hörð í horn að taka í viðskiptum. Lætur alla- vega ekki vaða yfir sig og stendur föst á sínu.“ Eins og Íþróttaálfurinn Ósk Norðfjörð, ein besta vinkona Ásdísar, líkir henni við Íþróttaálfinn sem er alltaf í gervi. „Fólk veit í raun lítið um hana, kannski bara svipað og með Íþrótta- álfinn. Hann er alltaf í sínu gervi þeg- ar hann kemur fram, eins er það með Ásdísi. Fólk myndar sér skoðanir út frá útliti oft á tíðum. Hvað hún sýn- ir selur og er þetta bara ein tegund af leiklist að mínu mati. Það sem fáir vita kannski er að hún talar aldrei illa um fólk og ef hún sér einhverja fallega konu eða vel klædda, hrós- ar hún henni alltaf,“ segir Ósk. Hún segir Ásdísi vera rólyndismanneskju sem hafi látið draumana rætast. „Ásdís er þannig manneskja að mottóið hennar ætti að vera „með hægðinni hefst það“. Hún er svaka- lega róleg en ákveðin í senn, hún veit hvað hún vill og hefur alltaf vit- að það. Hún er rosalega dugleg, fór snemma að heiman og hefur alla tíð þurft að sjá um sig sjálf. Ásdís er lífs- glöð og hamingjusöm og á allt sem hana dreymir um. Góðan mann og yndisleg börn, er náin fjölskyldu sinni og vinum og hefur frama sem hún er ánægð með. Er hægt að biðja um það betra?“ Gerir ekkert druslulegt Ásdís bloggar nú á Pressunni og er dugleg við að gefa lesendum tísku- og fegurðarráð. Hún passar sig að halda sér í blöðum með einhverjum uppákomum að eigin sögn. Hún sat nakin fyrir í búlgarska Maxim, einu þekktasta karlatímariti heims, og prýddi einnig forsíðuna. Hún sagði í viðtali við Ísland í dag, í nóvember, hafa sín takmörk. „Ég íhuga öll verkefni og ef fólkið á bak við tökuna er gott og þetta er allt klassaefni þá íhuga ég það vel ef það er vel borgað [...] Það er spurn- ing hvort þetta er klassi eða druslu- legt og ég myndi aldrei gera neitt druslulegt.“ Hún sagði einnig vera mjög flókið að fá hana í verkefni þar sem hún set- ur margar flóknar reglur sem verður að fara eftir. Eina glamúrpían Ásdís er vinsælt umræðuefni á spjallinu á barnalandi.is og oftar en ekki er talað afar illa um fyrirsætuna. Hún hefur svarað þessum neikvæð- isröddum á bloggi sínu. „Ég verð nú að tjá mig aðeins fyrst ég er svona vinsæl í dag. Mér finnst alveg sorglegt hvað margar barna- landskonur geta velt sér upp úr því hvað ég er að gera og reynt að út- húða mér við hvert tækifæri. Þessi umræða hjá þeim er gott dæmi um hversu sorglegir einstaklingar eru þarna á ferð.“ Í Íslandi í dag í nóvember sagðist hún skilja allt þetta umtal. „Ég er náttúrlega eina manneskj- an á Íslandi í þessum glamúrbransa. Ísland er pínulítið. Alls staðar annars staðar eru hundrað Ásdísar Ránar og þetta er ekkert merkilegt [...] Ég er eina manneskjan sem fólk getur nag- að á í þessum bransa. Þannig að það er skiljanlegt að ég verði fyrir meira áreiti en aðrir.“ Setið um Ásdísi Rán Þessa dagana sést Ásdís á sjónvarps- skjánum í Lottó-auglýsingum þar sem hún gerir stólpagrín að sjálfri sér. Frægðin er samt ekki bara dans á rósum því fyrir stuttu var einkasíðu hennar og aðdáendasíðu hent út af samskiptavefnum Facebook. Í sam- tali við DV.is kenndi hún kynþokkan- um um. „Þetta kom mér mjög á óvart og ég er ekkert smá svekkt yfir allri vinn- unni sem ég hef lagt í prófílinn minn og aðdáendasíðuna [...] Ég setti ekki inn neinar bannaðar myndir en ætli ég sé bara ekki of „sexy“ fyrir Face- book.“ Þá lenti hún einnig í óskemmti- legri lífsreynslu fyrir stuttu sam- kvæmt búlgörsku vefsíðunni life- style.bg. Kvöld eitt þegar Ásdís kom út úr lúxusíbúð sinni í hverfinu Bor- ovo og ætlaði að stíga inn í bifreið sína kom mjög æstur ungur mað- ur upp að henni og endurtók nafn hennar í sífellu. Á vefsíðunni kemur fram að Ásdís hafi haldið að maður- inn ætlaði að ráðast á sig en seinna kom í ljós að hann var aðeins mjög dyggur aðdáandi Ásdísar og Garð- ars. Ljóst er að Ásdís er hvergi nærri hætt og er móðir hennar handviss um að hún eigi eftir að spjara sig í framtíðinni. „Ásdís Rán getur allt.“ liljakatrin@dv.is Fylgst með eiginkonunum Í Foot- baller’s Wives er fylgst með eiginkonum knattspyrnumanna og þar er Ásdís í stóru hlutverki. Samrýmd hjón Þessa mynd af hjón- unum birti Ásdís á bloggi sínu. Þau voru á leið á grímuball eins og sést og vöktu mikla athygli. Þau hafa verið kölluð Beckham-hjón okkar Íslendinga. Með sleikjó Þessi mynd birtist árið 2002 þegar Ásdís var enn bara þekkt á Íslandi. Vinsælasta talan Ásdís sést nú í Lottó- auglýsingum. Þráir umtalið Ásdís tók fyrir að hafa farið í varastækkun til að fá athygli. Hér er hún ásamt móður sinni á skemmti- staðnum Austur í heimsókn á Íslandi nýlega. LJóSMyNdARi: BJöRN BLöNdAL Með fjölskyldunni Garðar og Ásdís eiga tvö börn saman og fyrir á hún einn son sem hún eignaðist sautján ára gömul. Í partíi með stjörnunum Ásdís hefur tvisvar hitt Cuba Gooding Jr. í partíi vestanhafs. Ekkert sást Ásdís sat fyrir nakin á for- síðu búlgarska karlatímaritsins Maxim. Alltaf glamúrpía Ásdís (lengst til hægri) á Astró á sínum yngri árum í góðra vina hópi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.