Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 18
18 föstudagur 11. desember 2009 fréttir Yngvi Örn Kristinsson er þraut- reyndur bankamaður og hagfræð- ingur, menntaður í Svíþjóð og Bret- landi. Nánast allan starfsaldur sinn hefur hann varið kröftum sínum innan bankakerfinsins. Hann hef- ur tveggja áratuga reynslu af pen- ingamálastjórn í Seðlabankanum og var þar framkvæmdastjóri peninga- málasviðs í 6 ár. Hann var framkvæmdastjóri verðbréfasviðs í Landsbankanum þegar bankinn féll í byrjun októ- ber í fyrra og hafði þá í átta ár fylgst með vexti og vaxtarverkjum íslenska bankakerfisins, meðal annars sem bankastjóri hjá Búnaðarbankanum snemma á áratugnum. Það má einn- ig fylgja sögunni að Yngvi Örn hefur unnið margvísleg ráðgjafastörf fyr- ir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn víða um heim. Nú vinnur hann að sérverk- efnum á vegum félagsmálaráðuneyt- isins, meðal annars við að greiða úr greiðslu- og skuldavanda heimil- anna. Yngvi Örn hefur meðal annars sett fram í blaðagreinum mismun- andi tillögur um það hvernig unnt sé að afnema gjaldeyrishöftin og auð- velda þannig peningamálastjórnina. Nýverið gerði hann, líkt og margir aðrir fyrrum starfsmenn Landsbank- ans, launakröfur í þrotabú bankans. Þær vöktu athygli og sættu mikilli gagnrýni ekki síst fyrir það hversu háar þær voru. Krafa hans nemur nærri 230 milljónum króna. Yngvi Örn er ekki sérlega gefinn fyrir að blanda sér í pólitísk deilumál eða ganga inn í kastljós fjölmiðlanna. Hann telur skynsamlegra að vinna fagleg störf í næði rétt eins og lækn- ar eða flugmenn þurfa á starfsfriði að halda við sín störf. En Yngvi Örn kveðst kunna illa við ómálefnaleg- ar árásir, eins og þær sem hann hafi þurft að þola eftir að kröfulisti fyrrum starfsmanna Landsbankans var birt- ur. Krafan sé formleg, byggð á samn- ingum og eðlilegt sé að láta reyna á það hvort hún standist. Á málinu er annar flötur sem Yngvi Örn segir frá í viðtali við Jóhann Hauksson. Hvað sem þessu líður dróst Yngvi Örn inn á svið þjóðmálaumræðunn- ar eftir að ofangreindar kröfur komu fram. Einar Már Guðmundsson rit- höfundur helgaði honum meira að segja heilsíðugrein í Morgunblað- inu og gaf í skyn að hann væri frjáls- hyggjumaður. Enginn frjálshyggumaður „Ég hef ekki litið á mig sem frjáls- hyggjumann og ég veit ekki til þess aðrir geri það heldur. Lífsskoðun mín er sú að best sé að saman fari markaðshagskerfi og ríkisafskipti í velferðar-, menningar og heilbrigð- ismálum. Þá eru verkefni stjórn- valda við að hemja sveiflur mark- aðshagkerfisins ekki lítils virði eins og dæmin sanna. Ýmis verkefni sem ég hef axlað, svo sem formennska í stéttarfélagi bankamanna og hús- næðismálastjórn bera þessu vitni. Ég hef reyndar ekki verið í neinum stjórnmálaflokki, en hef aldrei skor- ast undan að veita stjórnmálaflokk- um ráð í því mikilvæga starfi sem þeir gegna. Ég hef frá tvítugsaldri verið sannfærður um að nauðsyn- legt sé að ríkið axli ábyrgð á þessum þáttum til að tryggja jafnrétti. Það er mín skoðun að samfélög þar sem svo er skipað málum leiði til mestr- ar velsældar og hagvaxtar. Að takast á við erfið verkefni eins og til dæm- is greiðslu- og skuldavanda heimila í kjölfar hrunsins hefur ekki gert mig að frjálshyggjumanni.“ Þú varst yfirmaður í Landsbank- anum þegar bankinn féll. Hafðir þú og aðrir yfirmenn bankans upplýs- ingar um að hætta væri á ferðum? „Já, það blasti við um leið og al- þjóðlega fjármálakreppan skall á haustið 2007 að hætta gæti skapast. Fljótlega eftir áramót 2007/2008 varð síðan ljóst að fjármálakerfið sjálft var ófært um að leysa vandann og aðkoma stjórnvalda væri nauðsyn- leg. Það gerði stöðuna alvarlegri. Stjórnvaldsaðgerðir voru hins vegar lengi að fæðast auk þess sem mis- tök voru gerð. Stærstu einstöku mis- tökin held ég að hafi verið að bjarga ekki Lehman bankanum. Hrun hans lokaði öllum alþjóðlegum skamm- tímamörkuðum sem leiddi Glitni í lausafjárvanda. Viðbrögð innlendra stjórnvalda við vanda Glitnis gerðu að verkum að öll sund lokuðust á skömmum tíma og falli bankanna varð tæplega forðað úr því.“ Seðlabankar eiga að afstýra fjármálakreppum Af hverju gengur illa að koma í veg fyrir fjármálakreppur? „Fjármálakreppur eru raunar fylgifiskur markaðshagkerfisins. Að jafnaði verða slík áföll á 10 ára fresti einhvers staðar í heiminum. Ótrúlegt er að ekki hafa fundist leiðir til af- stýra fjármálakreppum, jafnalgeng- ar og skaðlegar þær eru. Vandinn er þekktur og við honum hefur ver- ið brugðist með ýmsum hætti. Segja má að nútímaseðlabankar hafi verið fundnir upp fyrir liðlega einni öld til þess að bregðast við honum. Öflugir seðlabankar áttu að stýra hagkerfinu til að afstýra ofrisi og eignabólum og bankaáhlaupum á heilbrigð fjár- málafyrirtæki. Frekari þróun varð á síðustu öld með innistæðutrygging- um, alþjóðlegum reglum um eigið fé, starfsemi og bókhald fjármálafyr- irtækja. Fjármálaeftirlitum sem fylgj- ast með fjármálamarkaðnum var einnig víðast hvar komið á legg, ekki síst í kjölfar kreppunnar miklu 1929. Reynsla undanfarinna tveggja ára sýnir að þessi viðbúnaður er ófull- nægjandi, ekki aðeins hér á landi heldur og erlendis. Stærstu bankar Bandaríkjanna hafa riðað til falls og þeir sem eftir standa hafa þurft ríkis- stuðning. Sama er uppi á teningnum víðast hvar í heiminum. Nú er leitað skýringa og leiða til að endurbæta eftirlit með fjármálafyrirtækjum.“ Raunsæið varð hornreka Af hverju sáu menn ekki merki þess sem verða vildi? „Einkenni allra fjármálakreppa er eignabóla, það er ofvöxtur í verði eigna, til dæmis verði fasteigna, hlutabréfa og gengi gjaldmiðilsins og þær eru lúmskar. Orsökin bólunnar er mikið framboð á lánsfé. Englands- drottning spurði í heimsókn í Lond- on School of Economics fyrr á árinu: Hvernig gat þetta gerst einu sinni enn? Prófessorarnir tóku saman skýrslu, eins og hagfræðinga er hátt- ur, og reyndu að svara sinni drottn- ingu eins og best þeir gátu. Svar þeirra var að eignabólur er erfitt að stöðva. Annars vegar grafa þær um sig á löngum tíma, hins vegar skapa þær almenna velmegun. Eigendur fasteigna og hlutabréfa græða, fyr- irtækin blómstra, ekki síst fjármála- fyrirtækin. Skatttekjur ríkissjóðs og sveitarfélaga tútna út, hægt er að ráðast í ný verkefni, jafnvel lækka skatta og auka millifærslur, með- al annars vegna bótakerfa. Kaup- máttur vex og lánsfé er auðfengið. Hvata vantar til að stöðva veisluna. Upp spretta kenningar um sérstak- ar ástæður uppsveiflunnar sem rétt- læta aðgerðaleysi í stjórn efnahags- mála. Þeir fáu sem vara við eru litnir hornauga og álitnir svartsýnismenn. Ég hef reynslu af því. Nýleg dæmi um réttlætingar eru dot.com bólan sem átti að leiða umbyltingu í upp- lýsingatækni og íslenska útrásin sem vakti víkingaeðlið. Menn töldu sér trú um að það sem hefði blundað í Íslendingum í þúsund ár hefði loks- ins vaknað af dvalanum.“ Þjóðfélagslegt oflæti Bankahrunið er mesta fjárhagslega áfall heimila og fyrirtækja í landinu í áratugi og kannski mesta efnahags- áfall fyrr og síðar. Hverjir bera mesta ábyrgð á því hvernig fór? „Reynslan sýnir að erfitt er þegar til kastanna kemur að finna þá sem ábyrgð bera á fjármálakreppu. Flest- ir taka með einum eða öðrum hætti þátt í góðærinu í aðdraganda hruns- ins. Í fæstum tilvikum hafa reglur verðið brotnar. Oft koma þó í ljós, við þær ítarlegu rannsóknir sem gerð- ar eru í kjölfar þeirra, auðgunarbrot Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur og bankamaður, er í hópi þeirra sem haft hafa efasemdir um þróun fjármálastarfseminnar í landinu frá árinu 2003. Það ár lækkaði Seðlabankinn bindiskyldu bankanna með þeim afleiðingum að 800 milljarðar króna streymdu út á markaðinn næstu misserin á eftir sem fóðruðu stækkandi fasteignabólu. Á þremur árum nánast tvöfaldaðist íslenska fjármálakerfið að stærð. Þó var ljóst að stærð þess í árslok 2005 var við efri mörk þekktrar skuldsetningar einstakra ríkja, eins og fram kemur í samtali Jóhanns Haukssonar við Yngva Örn. JóHann HauKSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Óafsakanlegt oflæti Lækkun bindiskyldu stórjók útlánagetuna „Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans. Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum.“ myndir Sigtryggur Ari JóhAnnSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.