Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Side 4
Sandkorn
n Óvissan um líf ríkisstjórn-
arinnar vex með hverri viku.
Upphlaup Ögmundar Jón-
assonar alþingismanns við
afgreiðslu Icesave eftir aðra
umræðu hefur sett allt á annan
endann.
Þar er hann
sagður hafa
fjarstýrt
Ásmundi
Daðasyni
þingmanni,
sem greiddi
atkvæði
með ríkis-
ábyrgð, til að greiða atkvæði
gegn tveimur seinni liðum
frumvarpsins. Svavarsfólkið í
VG er ævareitt út í Ögmund og
vill hann útlægan sumt. Flokk-
urinn er á barmi klofnings enn
eina ferðina.
n Ögmundur Jónasson og Lilja
Mósesdóttir, þingmenn VG,
greiddu bæði atkvæði gegn
frumvarpi samherja sinna.
Andrúmsloftið innan þing-
flokks VG nálgast því frost-
mark, bæði
gagnvart
Ögmundi og
Lilju. Hún
er greini-
lega kulvís
ef marka má
sætaskip-
an í matsal
Alþingis þar
sem samherjar deila gjarnan
sömu borðum. Lilja er sögð
hafa flúið vinstri-grænu borðin.
Hún sest nú gjarnan að snæð-
ingi með þingmönnum Hreyf-
ingarinnar. Það er vísbending
um að hún sé farin að hugsa
sér til hreyfings.
n Össur Skarphéðinsson utan-
ríkisráðherra hefur lýst því yfir
að Varnarmálastofnun verði
lögð niður í núverandi mynd og
verkefnum hennar verði stýrt
undir nýju
skipulagi
innanríkis-
ráðuneyt-
is þar sem
sparnaður
verður hafð-
ur að leiðar-
ljósi. Starfs-
fólki, þeirra
á meðal forstjóranum, Ellisif
Tinnu Víðisdóttur, verður sagt
upp störfum en einhverjir end-
urráðnir. Í ljósi róttækra sparn-
aðaraðgerða og yfirvofandi
endaloka þótti óbreyttum kjós-
anda sérkennilegt að Varnar-
málastofnun hefði nú fest kaup
á og fengið afhenta fyrir nokkr-
um dögum fimm til sex Lazy
Boy-hægindastóla sem kosta
um 100 þúsund krónur hver.
4 föstudagur 11. desember 2009 fréttir
Útrásarvíkingarnir Hannes Smárason,
fyrrverandi forstjóri FL Group, og Lýð-
ur Guðmundsson, forstjóri Exista, búa
í lúxusvillum á besta stað í miðborg
Lundúna. Frá þessu greindi Sigrún
Davíðsdóttir, pistlahöfundur Spegils-
ins á RÚV, í vikunni.
Í Speglinum greindi Sigrún frá
glæsiheimilum útrásarvíkinganna
tveggja í miðborginni á sama tíma og
þeir eigi í erfiðleikum með að mæta
greiðslum af háum skuldum sínum á
Íslandi. Lúxusvilla Hannesar er met-
in á jafnvirði ríflega 600 milljóna ís-
lenskra króna og segir pistlahöfund-
urinn húsið hafa verið keypt í fyrravor
af skúffufélagi forstjórans fyrrverandi.
Félagið sé í skattaskjóli á Guernesey.
Villan á konuna
Villan hans Lýðs er ekki síður verðmæt
því hún er metin á tólf milljónir punda
eða nærri 2,5 milljarða íslenskra
króna. Sigrún tekur fram að sam-
kvæmt fasteignaupplýsingum komi
fram að snemma á árinu hafi húsið
verið flutt yfir á nafn eiginkonunn-
ar. Húsið er skammt frá Pont-
stræti, nánar tiltekið við Cadog-
an-torg, sem er nærri íbúð sem
Hannes átti áður en skilanefnd
Landsbankans tók yfir. „Sam-
kvæmt opinberu yfirliti býr Lýð-
ur Guðmundsson við þetta torg,
en Lýður er eins og kunnugt er
annar aðaleigandi Exista. Sam-
kvæmt upplýsing-
um hjá einum
fasteignasala
eru ellefu
herbergi
í húsinu,
þar af átta
svefnher-
bergi, einnig gufubað, heilsurækt og
sundlaug. Með því fylgir einnig bakhús
sem í upphafi var hesthús og þjónahí-
býli en húsin þarna eru flest frá því á
19. öld,” sagði Sigrún í pistli sínum.
Sigrún telur að hátt verð á húsi
Lýðs endurspegli eftirspurn meðal
auðmanna eftir húseignum á þessum
eftirsótta stað. Hún bendir einnig á að
skammt frá sé hús til sölu og verðmið-
inn sé upp á rúma 4,5 milljarða.
Stæll á Hannesi
Hús Hannesar er í hinu fræga Notting
Hill-hverfi, nánar tiltekið við Talbot-
veg, og er þrjú hundruð fermetrar að
stærð, á fjórum hæðum. Samkvæmt
lýsingu Sigrúnar eru í húsinu meðal
annars fjögur svefnherbergi, öll með
sérbaðherbergi, margmiðlunarher-
bergi, skrifstofa og vínkjallari. Húsinu
fylgi líka garður, bæði fyrir framan og
aftan húsið, og á því sé þakverönd.
Í pistlinum veltir Sig- rún
því fyrir sér hver hafi
lánað fyrir þess-
um verðmætu
húseignum á
besta stað. „En
hver
var það þá sem
lánaði til þessara
veglegu húsa-
kaupa að Tal-
bot vegi í apr-
íl 2008? Það var
Kaupþing Singer
& Friedlander,
bankinn sem Ár-
mann Þorvalds-
son stýrði. Tímasetningin er athygl-
isverð því þarna í apríl 2008 var alveg
einstaklega erfitt að fá lán. Í bók sinni
rifjar Ármann upp að þeir Hannes hafi
kynnst fyrir alvöru í Boston þar sem
báðir voru við nám. Einnig segir Ár-
mann frá því að Singer hafi fjármagn-
að ýmsar fjárfestingar FL Group sem
svo enduðu í lágflugi eins og kunnugt
er,” sagði Sigrún.
Þrátt fyrir að vera greiðslu- eða gjaldþrota hérlendis búa útrásarvíkingarnir Hannes
Smárason og Lýður Guðmundsson í lúxusvillum í Lundúnum. Gufubað, heilsurækt-
araðstaða, sundlaug, margmiðlunarherbergi og vínkjallari eru meðal lystisemdanna
sem víkingarnir njóta í verðmætum glæsiíbúðum sínum.
LÚXUSLíf í
LUndÚnUm
TrauSTi HafSTeinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Talbot-villan Hannes býr í
þessu glæsilega húsi á fjórum
hæðum. Þar er meðal annars að
finna margmiðlunarherbergi,
vínkjallara og þakverönd.
Glæsileg híbýli
Hannes lifir í lúxus í
miðborg Lundúna.
Hér sjáum við
glæsilega borðstofu
útrásarvíkingsins.
Konan skráð Snemma á árinu
færði Lýður glæsieign sína í Lund-
únum yfir á eiginkonuna. Í húsinu
eru átta svefnherbergi, gufubað,
heilsuræktaraðstaða og sundlaug.
„Það er alveg á hreinu að við erum
fylgismenn hennar,“ segir Guðrún
Sigurbjörnsdóttir, aðdáandi Kleo-
pötru Kristbjargar Stefánsdóttur, for-
stjóra Gunnars Majoness.
Um leið og Kleopatra Kristbjörg
Stefánsdóttir stýrir Gunnars Majon-
esi er hún vinsæll talsmaður gegn
neysluhyggju. Boðskapinn boðar
hún í sjálfshjálparbók sinni, Hermik-
rákuheimi, sem kom út árið 2006, og
hefur fyrir vikið hlotið lof og aðdáun
stuðningsmanna. Aðdáendahópur
Kleopötru fer sífellt vaxandi og eft-
ir að DV fjallaði um málefni henn-
ar hafa birst við hana viðtöl í bæði
Fréttablaðinu og Morgunblaðinu.
Guðrún er í hópi aðdáenda sem
hittast reglulega og ræða þann góða
boðskap sem þeir telja að birtist í
Hermikrákuheimi Kleopötru Krist-
bjargar. Aðspurð segir Guðrún hóp-
inn nokkuð stóran en meðlimirn-
ir þekki hinn andlega leiðtoga ekki
neitt. „Við höfum áhuga á hennar
boðskap. Við erum stór áhugahópur
um Kleopötru en við þekkjum hana
ekki neitt. Við höfum öll lesið bók-
ina hennar og hún er mjög athyglis-
verð. Öll erum við sammála hennar
boðskap og bókin hennar er rosa-
lega góð. Við ræðum bókina henn-
ar gjarnan yfir kaffibolla og dáumst
að boðskapnum. Stundum lesum
við upp úr bókinni því okkur finnst
Kleopatra æðisleg. Kleopatra er mjög
hreinskilin og opinská, það hlýtur
að vera að hún búi yfir rosa miklum
andlegum hæfileikum. Kleopatra er
mjög áhugaverð manneskja sem hef-
ur frá mörgu áhugaverðu að segja,“
segir Guðrún. trausti@dv.is
Margir aðdáendur Kleopatra Kristbjörg er bæði forstjóri Gunnars Majoness og
andlegur leiðtogi margra aðdáenda sinna.
Fjölmennur hópur hittist reglulega og les upp úr bókum Majónesforstjóra:
Aðdáendum Kleopötru fjölgar