Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 26
Framsókn aFturábak Framsóknarflokkurinn hefur verið sprækasta risaeðlan á Alþingi eftir að gamla bænda-liðinu var að mestu skipt út fyrir sprelligosana Sigmund Davíð og Höskuld Þórhallsson. Eftir hrun komst í tísku að skella orðinu „nýja“ fyrir fram- an allt gamalt drasl á Íslandi og með þeirri einföldu aðgerð átti að bjarga landinu. Gömlu, ömurlegu bankarn- ir, sem fóru á hausinn og tóku þjóðina með sér í fallinu, urðu að nýjum bönk- um þótt þeir væru auðvitað enn þá al- veg sama drasið. Þessi falska endur- nýjunarárátta gekk meira að segja svo langt að fólk fór að tala um eitthvert Nýja Ísland. Á daginn hefur svo auðvit- að komið að Ísland er enn sama gamla draslið sem stefnir lóðbeint í ruslflokk á meðan alþingismenn gjamma sig hása sólarhringum saman. Samviska og fortíð Framsóknar-flokksins er vitaskuld sótsvört þannig að gamli sérhagsmuna- gæsluflokkurinn stökk að sjálfsögðu á nýjabrumsvagn- inn. Valgerði og Guðna var mokað út ásamt Bjarna Harðarsyni sem var hálfgerður forngripur þótt hann væri glæ- nýr á þingi. Síðan var bara skipt um haus og uppfærður Framsóknarflokkur var kynntur til sögunnar fyrir 21. öldina. Hið galsafengna tvíeyki Hös-kuldur og Sigmundur Davíð fékk óskabyrjun og þeir hafa eiginlega leyst landvætt- ina af í linnulausri varnarbaráttu fyrir sína hrjáðu þjóð. Þeir félagar hafa látið einskis ófreistað og fóru meira að segja til fundar við flokksbróður sinn, norsk- an afdalabónda, til þess að reyna að fá lánaða voða mikla peninga til þess að skera Íslendinga úr Icesave-snörunni. Þá efast auðvitað ekki nokkur mann- eskja um að þeim gangi gott eitt til þeg- ar þeir standa froðufellandi í ræðustóli á hinu háa Alþingi og finna Icesave- samningnum allt til foráttu. Eða hvað? Þessir vösku sveinar sitja auðvit-að uppi með það að í gegnum tíðina hafa framsóknarmenn aldrei gert neitt af heilum hug nema einhver flokksbróðir þeirra eða félagi komist fyrir vikið um leið í álnir eða mikið fé. Ungu mennirnir í gamla flokknum með nýja hausnum voru komnir langleiðina með að hrekja af sér þetta gamla slyðruorð þangað til þeim varð fótaskortur á pólitíska svellinu í vikunni þegar þeir gleymdu sér í augnablik og þvottekta, gamal- dags framsókn- arkarlremba vall út úr þeim úr ræðustóli. Formaðurinn nútímalegi gerði lítið úr mælskubrögðum Jóhönnu forsætisráðherra þegar hann gaf í skyn að hún semdi ræðurnar sínar ekki sjálf. Þetta þykir að vísu ekki stórmál úti í hinum stóra heimi þar sem verseraðir stjórnmálaleiðtogar hafa her ræðuskrif- ara á sínum snærum. Tortryggnir fem- ínistar hafa hins vegar lesið það á milli línanna hjá Sigmundi að hann haldi að Jóhanna geti ekki skrifað ræðu vegna þess að hún er kona. Hinn hressi gaurinn bætti svo um betur þegar hann taldi víst að Jóhanna væri ekki í þingsal vegna þess að hún væri heima að baka. Fleiri vitnanna þarf ekki við. Framsóknarflokkurinn er enn sama karlrembuvígið og ungu mennirnir eru engu betri framsókn- armenn en gamli formaðurinn Guðni Ágústsson sem taldi konur best geymd- ar bak við eldavélina. Þeir félagar köstuðu þarna óvart í málæðinu nýju, fínu sauðagærunni sinni og sýndu í klær gamla fram- sóknarvargsins þannig að nú þarf að endurskoða öll þeirra verk og orð í því ljósi að þeir eru mosa- grónir afdalabændur í flottum jakkafötum og berjast því væntanlega bara fyrir liðið sitt, Framsóknarflokkinn, óháð þjóðarhag og al- mannaheill. Sandkorn n Bjarni Benediktsson er í vandræðum vegna fortíðar sinnar í viðskiptum. Tenging hans við braskið með lúxusturn í Makaó er ótvíræð en þar voru hann, faðir hans, og föðurbróð- ir í stórum hlutverkum. Sjálfur segist hann engar ákvarðanir hafa tekið og vera sak- laus í þessu máli sem kostað hefur skattgreiðendur yfir 3000 milljónir króna. Gárungar sjá skemmtilegan flöt á málinu og vilja að turninn njóti athyglinn- ar. Þannig sé eðlilegt að Makaó- menn horfi til Bjarna með nafn- gift og kalli turninn Big Ben. n Bjarni Benediktsson á trausta bandamenn sem trúa á sak- leysi hans. Einn helsti siðapost- uli viðskiptalífs og stjórnmála, Pétur Blöndal var spurður um mál Bjarna í Bítinu á Bylgjunni. Varð hann nokkuð vandræða- legur en sagði síðan að Bjarni hefði svarað og sagst saklaus. Síðan endurtók hann fyrri ræðu sína um að fjölmiðlum væri ekki treystandi og nefndi þar sérstaklega Morgunblaðið og Fréttablaðið varðandi Hagamál- ið. Greinilegt var að stuðningur hans við Bjarna er blendinn. n Páll Baldvin Baldvinsson, menningarritstjóri Fréttablaðs- ins, á það til að vera illskeyttur í orðum. Í pistli í blaðinu fjallaði hann um kjaftstopp Agnes- ar Bragadóttur í Bítinu þegar Mörður Árnason benti á að hún hefði ekki þýtt rétt úr ensku fræga tölvupósta Indriða Þor- lákssonar, aðstoðarmanns fjár- málaráðherra. Páll Baldvin lýsti þögninni sem varð í útvarpinu og kallaði Agnesi íþróttakenn- ara og gjammara. Búist er við að Agnes skrái sig hið bráðasta á enskunámskeið til að forðast frekari þýðingarslys. n Sigurður G. Guðjónsson er kominn í bloggstríð við Hann- es Hólmstein Gissurarson og Davíð Oddsson. Síðasta útspil lögmannsins á Pressubloggi hans snéri að Davíð. „Sögur og spaugsyrði Davíðs létta oftast lund. Stundum hefur hann þó farið yfir strikið og í raun verið rætinn, eins og í sögunni af rit- stjóranum, sem hann fullyrti að skuldaði 100 milljónir í bönkum hér á landi. Saga þessi fór svo fyrir brjóstið á einum samráð- herra Davíðs í fyrstu ríkisstjórn hans, að ráðherr- ann sá sig tilknúinn til að leiðrétta sögu Davíðs og sagði rit- stjórann að- eins skulda 66 milljón- ir.“ Vísar hann til þess að Davíð hafi dreift sögum um Styrmi Gunnarsson, fyrrverandi rit- stjóra, sem síðar gerðist einkar handgenginn meintum kvalara sínum. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Við skrifuðum undir í dag og erum mjög spenntir.“ n Ragnar Bragason leikstjóri hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að Ódáðahrauni Stefáns Mána. - Fréttablaðið „Menn greinir mjög á um hvort ég sé liðtækur söngvari.“ n Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, tók lagið með bandinu Granít á Catalinu. - DV „Ég vissi líka að argi prófessorinn í Háskóla Íslands, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, mundi verja fóstra sinn Davíð.“ n Sigurður G. Guðjónsson fer hamförum í pistli. - pressan.is „Ég fann að mig langaði ekki aftur í akkúrat þetta starf þegar ég fer aftur að vinna.“ Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson er hætt á Bylgjunni og ætlar að gera aðra heimildarmynd, nú um fíkla. - Fréttablaðið Spuni Bjarna Ben Leiðari Fram kom í fjölmiðlum í vikunni að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-stæðisflokksins, vísar fréttaflutningi DV um aðkomu hans að fasteigna- braski í Makaó á bug. Hið rétta er að Bjarni vísaði öllu öðru en frétt DV á bug í tilraun til að þyrla upp moldviðri í kringum málið. Bjarni forðaðist sannleikann án þess að ljúga. Í stuttu máli kom fram í DV að Bjarni hefði tekið þátt í fasteignabraski í Makaó með Wern- erssonum, í gegnum fyrirtækið BNT. Bjarni var ekki í persónulegum ábyrgðum og eins og hann greinir frá í samtali við DV í dag var áhætta hans og Engeyjarfjölskyldunnar engin af viðskiptunum. Hins vegar hefði orðið millj- arðagróði ef allt hefði gengið upp. Almennir borgarar á Íslandi hefðu ekkert haft upp úr því. Þeir borga hins vegar fyrir tapið. Vegna viðskiptanna falla um þrír milljarðar á ríkis- sjóð. Viðskiptin, sem Bjarni tók þátt í áhættu- laust, kosta hvern einasta Íslending tæpar 10 þúsund krónur. Tapið er fjármagnað með skattahækkunum á almenning, sem Bjarni hefur ítrekað fordæmt í pontu á Alþingi. Í fjölmiðlum í fyrradag vísaði Bjarni frétt- inni á bug með ýmsum útúrsnúningum, sem flestir snerust um að „Bjarni Benediktsson“ væri ekki það sama og fyrirtækin sem Bjarni ætti hlut í. „Það er rangt að Bjarni Benedikts- son hafi verið að braska með fasteignir í Mak- aó,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV. Bjarni sagðist síðan ekki hafa vitað að turninn í Mak- aó hefði ratað að hluta til í hans eigu, eða fyr- irtækis hans. Bjarni var stjórnarformaður í BNT, sem átti ásamt öðrum fjölskyldumeð- limum stóran hlut í félaginu Vafningi, sem stóð að verkefninu í Makaó. Samkvæmt skjöl- um sem DV hefur undir höndum hafði Bjarni persónulegt umboð til að skrifa undir kaup- samninginn á Vafningi. Sama dag og kaupin gengu í gegn, fékk Bjarni umboð til að veð- setja hlut fjölskyldunnar í Vafningi. Hann var í miðju milljarðaviðskipta, að því er virðist meðvitundarlaus. „Ég á hvorki eignarhaldsfélög né hlutabréf af öðrum toga og hef aldrei farið fram á af- skriftir persónulegra skulda eða félaga í minni eigu,“ sagði Bjarni við Vísi. Með yfirlýsingunni neitar hann því hins vegar aðeins að hann eigi eignarhaldsfélög eða hlutabréf í dag. Bjarni seldi hlut sinn í BNT í fyrra. Því er það rétt sem hann segir í nútíð, að hann eigi ekki hlut. Bjarni segist ekki hafa komið að ákvörð- un um verkefnið. Í DV var aldrei sagt að hann hefði tekið ákvörðun um að reisa turn- inn. Hann var hins vegar í miðju viðskipta með hluti í félaginu sem var að reisa turninn. Bjarni segist ekki heldur myndu hafa grætt á viðskiptunum. Þess ber þó að geta að fjöl- skyldufyrirtækið sem hann veitti stjórnarfor- mennsku og átti hlut í hefði getað grætt form- úur. Loks sagði Bjarni að verið væri að koma á hann höggi með því að tengja hann við verk- efnið í Makaó. Bjarna finnst óeðlilegt að Ís- lendingar fái tækifæri til að lesa um að hver þeirra borgi 10 þúsund krónur fyrir ævintýri sem Bjarni sjálfur gat aðeins hagnast á. Sem formaður stjórnmálaflokks gerir Bjarni kröfu til þess að stjórna landinu. Miðað við mál- flutning hans er hann ófær um að gæta hags- muna almennings. Jón trausti reynisson ritstJóri skriFar. Hann var í miðju milljarðaviðskipta, að því er virðist meðvitundarlaus. bókStafLega Betri tíð á Bessastöðum Ég játa það hér og nú, að víst hefur fólk nefnt það við mig að ég gefi kost á mér sem næsti forseti lýðveldisins. En ég játa það einnig strax og góðfúslega að þeir eru mörgum sinnum fleiri sem ekki hafa nefnt þetta við mig. Það er þó að gerast núna einsog oft áður að spekingar og spámenn opin- bera okkur hinum þau nöfn sem lík- legust þykja til vinsælda þegar kem- ur að því að finna eftirmann okkar óvinsæla forseta, Ólafs Ragnars, sem ekki á sjö dagana sæla. En ógæfa okk- ar ágæta forseta liggur líklega fyrst og fremst í þeim örlögum að vera forseti þjóðar sem hefur siðblindu að leiðar- ljósi. Sameiningartáknið er akkúrat það sem sundrar okkur þegar öllu er á botninn hvolft. Að upphefja útrás- arvíkinga var það sem forsetinn gerði opinberlega á meðan við hin gerðum það á laun. Ég hef stundum pælt í því, að sjálfsagt væri best að hætta þessu for- setabrölti. Smákóngaþjóð sem rís úr öskustó og áttar sig á því að innviðir samfélagsins voru svik og prettir, sú þjóð á þann kost vænstan að samein- ast. Slík sameining mun helst eiga sér stað undir merkjum kærleika og von- ar en ekki með titlatogi og uppgerð- arupphefð. En ef við viljum forseta þá verðum við að taka tillit til þess að núna vantar okkur fangelsi, við getum því fengið dæmdan mann – jafnvel fanga eða virtan glæpamann í emb- ættið. Og víst hafa nöfn verið nefnd. Davíð Oddsson, Kjartan Gunnars- son, Hannes Hólmsteinn, Árni John- sen, Finnur Ingólfsson, Halldór Ás- grímsson, Valgerður Sverrisdóttir eru einstaklingar sem ég gæti alveg hugs- að mér að sjá taka við af Ólafi. Ef við viljum forseta þá er aðalatriðið að fá í djobbið manneskju sem mun hljóta bót og betrun af vistinni að Bessa- stöðum. Embætti forseta Íslands fær ná- kvæmlega þá virðingu sem þjóðin telur við hæfi. En þegar hægt er að ja- ska titli þessum þannig að við hann má líma óhróður, illkvittni og yfirleitt allt sem til baga getur talist þá er bet- ur sleppt en haldið. En ef við viljum halda í embættið þá eigum við að gera það þannig að við sláum nokkr- ar flugur í einu höggi. Við eigum að mæta baslinu með bros á vör, þannig komumst við á vængjum gleðinnar gegnum yndis- lega tíma þrenginga. Við eigum að láta útrás og innrás blása okkur gæfu í brjóst. Við eigum að gleðjast – svona rétt fyrir hátíð kærleika og friðar. Er þjóðin lofar ljós og frið með ljúfum, hlýjum orðum á Bessastöðum bjóðum við betrun einsog forðum. kristján hreinsson skáld skrifar „Ef við viljum forseta þá er aðalatriðið að fá í djobbið manneskju sem mun hljóta bót og betrun af vistinni að Bessastöðum.“ SkáLdið Skrifar 26 föstudagur 11. desember 2009 umræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.