Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 21
fréttir 11. desember 2009 föstudagur 21 MISSTI ALLT Á METTÍMA og keypti manninn minn út. Til að geta það fékk ég erlent lán hjá bank- anum og ég hélt að það væri bara skammtímaheimild til að klára málið. Þetta lán er orðið rúmar 40 milljónir í dag eftir að útibússtjórinn fékk mig inn á að framlengja lánið og er þetta lán að koma mér í vandræði núna um jólin. Eftir þetta hefur bankabók- in mín og allir mínir peningar verið í gíslingu hjá bankanum. Ég hef ekki fengið söluandvirði hússins held- ur aðeins hlutagreiðslu, þá síðustu, en bankinn hirti líka af henni marg- ar milljónir. Greiðslurnar af húsinu átti auðvitað að nota til að aflétta öllum veðum og greiða upp öll lán. Það hefur enn ekki verið gert og ég er í algjörri gíslingu. Meira að segja eigandi bankans, Björgólfur, gat ekki klárað málið þó svo að hann hafi vilj- að það. Ég hef ekkert um reikninga mína hjá bankanum að segja því úti- bússtjórinn er prókúruhafi og því fæ ég ekki peningana mína.“ Námið úr sögunni María fékk inni í virtum arkitekta- skóla í Barcelona, útibúi frá hinum ítalska IED-háskóla. Hún segir það síður en svo létt verk að komast inn í skólann og því hafi verið sárt að horfa á eftir náminu. „Búið er að skemma fyrir mér eitt besta arkitektanám í Evrópu. Það verður mér aldrei bætt. Ég hef verið kyrrsett í landinu vegna skuldanna og gat því ekki stundað mitt nám. Það var sko ekki létt verk að komast þar inn. Á endanum þurfti ég svo að hætta í náminu og snúa aftur heim vegna skuldanna,“ segir María. „Vegna námsins gaf ég meira að segja góðan afslátt af húsinu mínu við sölu því kauptilboð þetta hljóð- aði upp á háa greiðslu í byrjun og átti ég þar með að geta gengið frá öllum mínum málum á Íslandi hratt og vel. Útibússtjórinn ráðlagði mér að af- sala mér umboðinu á reikningnum mínum þannig að þeir myndu klára þetta fyrir mig. Það gekk ekki eftir. Ég er mjög sár yfir að hafa misst af þessu stórkostlega tækifæri.“ Lifir á bótum Aðspurð segist María hafa ung byrj- að að vinna fyrir sér og alla tíð aflað góðra tekna til að lifa góðu lífi. Því má segja að á örfáum árum hafi hún farið frá allsnægtum til örbirgðar eft- ir að hafa misst allt sitt. Í dag er hún atvinnulaus og framfleytir sér á styrk frá Reykjavíkurborg upp á 114 þús- und krónur á mánuði. „Að vera orð- in bótaþegi hefur mjög slæm áhrif á mig því ég hef alltaf unnið fyrir mér og getað séð um mig sjálf. Mér líð- ur ömurlega. Ég er bæði svo reið og sár yfir þessu öllu saman og á köfl- um er þetta alveg að buga mig,“ segir María. „Ég þarf að hafa mig alla við með allar þessar skuldir hangandi yfir mér. Til að byrja með var ég skelfingu lost- in yfir skuldastöðunni og þurfti bara að bjarga mér mánuð til mánaðar. Ég á ekki peninga fyrir nauðþurftum og hef þurft að fá hjálp hjá góðum vin- um mínum til að lifa og halda öllu gangandi og reka þetta litla heimili. Mér hefur tekist að vera ekki enn þá komin í vanskil þrátt fyrir allt. Aldrei á minni 45 ára ævi hef ég verið í van- skilum en skuldirnar drepa mig hins vegar ekki.“ „Börnin björguðu mér“ DV hefur undanfarið fjallað um fjár- hagsvandræði fólks sem ýmist hefur íhugað að svipta sig lífi eða hefur svipt sig lífi vegna fjárhagsvandræða og at- vinnumissis. María segist skilja hug- leiðingar fólksins vel en telur börnin sín hafa bjargað henni frá þeim hug- leiðingum. „Ef ekki væri fyrir börnin mín þá veit ég ekkert hvað ég hefði tekið til bragðs. Ég skil vel að fólk hafi velt fyrir sér sjálfsvígi í svona stöðu en börnin mín björguðu mér frá því,“ segir María alvarleg í bragði. „Núna þegar ég les frásagnir af fólki í fjárhagsvanda fer ég bara að gráta. Ég grét daglega sjálf í hálft ár og hef verið varnarlaus og niðurbrotin. Lengi vel upplifði ég bara vanmátt og ég trúði því ekki að þetta væri að ger- ast. Dag eftir dag skildi ég ekki hvers vegna bankinn lagaði ekki mín mál.“ Í tómu tjóni María segir marga fylgjast spennta með framgangi mála hennar og að hún hafi fundið fyrir stuðningi til að mynda frá Neytendastofu, Hags- munasamtökum heimilanna og dómsmálaráðuneyti. Hjá ráðuneyt- inu hefur hún fengið vilyrði fyrir gjafsókn á hendur Landsbankan- um þar sem hún er bótaþegi. „Hið eina sem ég á eftir er nafnið mitt og spurning hvort bankinn nái að taka það af mér líka. Ég er allavega á brúninni. Ég er heiðarlegur borg- ari og góð kona. Bankinn rændi hins vegar vitlausa konu,“ segir María ákveðin. „Fyrir utan allan minn missi og erfiðleika, veikindi mín, að tapa ævi- starfinu, námi mínu og aleigu hef ég líka misst 10 kíló síðustu mánuði því þeir hafa verið mér ákaflega erfið- ir. Bankinn hefur valdið mér skelfi- legu tjóni og ég hef beinlínis verið féflett. Ég var rænd aleigu minni og því ætla ég að vinna þetta mál. Ég er mjög ákveðin en fyrst og fremst er ég réttlætissinni. Hjarta mitt segir mér að réttlætið muni sigra.“ Sigurviss Aðspurð segist María handviss um að sigra Landsbankann og líkir bar- áttu sinni við söguna um Davíð og Golíat. Hún ætlar sér að sigra sinn eigin Golíat og gefa skuldugum heimilum í landinu vonina á nýjan leik. „Ég er að hugsa um réttlæti fyr- ir sjálfa mig og þessi barátta er ekki bara fyrir mig heldur fyrir öll heimil- in í landinu því við verðum að sigra þessa hrægamma,“ segir María. Hún hefur stofnað netfang, bankatjon@ gmail.com, þar sem hún biður fólk um að skrifa sér reynslusögur þar sem það telur bankana hafa farið illa með sig. „Yfir mig var gengið á skítugum skónum og ég hef þá trú að lögin verndi mig. Ég ætla að fara alla þá leið sem þarf og sigra óréttlætið. Vonandi næ ég að geta gefið fólki von.“ Óskað var viðbragða frá Lands- bankanum en svörin þar voru að starfsmenn bankans tjáðu sig ekki um einstök mál. KOMIÐ ÚT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.