Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 35
helgarblað 11. desember 2009 föstudagur 35
Þeir eru örugglega fáir ef nokkrir, atvinnu-mennirnir í fótbolta, sem fara í níu til fimm vinnu eftir að tímabilinu lýkur og þar til þeir mæta til æfinga að nýju fyr-
ir næsta tímabil. Ef marka má nýjustu tíðindi af
þekktasta íslenska karlkyns leikmanninum er þó
spurning hvort hann taki upp á því. Ein af stjörn-
um íslenska kvennalandsliðsins, Edda Garðars-
dóttir sem spilar með sænska úrvalsdeildarlið-
inu Örebro, lætur sig alla vega ekki muna um að
stunda vinnu í þá tvo mánuði sem hún dvelst á
Íslandi áður en undirbúningur fyrir næsta tíma-
bil fer á fullt. Landsbankinn í miðborg Reykja-
víkur er því staðurinn þar sem hún lætur til sín
taka þessa dagana í stað hinna grænu grasvalla
fótboltaheimsins.
„Ég fékk boð um að vinna í deild sem ég var
að vinna í fyrir hrun, deild sem kallast útibúa-
tengsl og vinnubrögð, og ég stökk bara á það,“
segir Edda. „Ég er líka guðslifandi fegin að fá að
vinna 8 til 17 þannig að þetta er frábært. Það er
líka svo skemmtilegt fólk sem vinnur í bankan-
um.“
Edda og Ólína Viðarsdóttir, sambýliskona
hennar og samherji í Örebro og landsliðinu,
fluttu til Svíþjóðar í febrúar síðastliðnum. Eins og
vænta má um búferlaflutninga á milli landa átti
það sér nokkurn aðdraganda og á bankahrunið
hér á landi þar hlut að máli. Edda var þá starfs-
maður Landsbankans en henni var sagt upp
störfum. „Ég var „drekinn“ í sólarhring eða svo.
Það var svo afturkallað og ég flutt yfir í notenda-
þjónustu,“ segir Edda. Hún bætir við aðspurð að
það sé undarlegt að upplifa svona uppsögn.
„Þetta er mjög sérstök tilfinning og ég veit
ekki hvort ég geti lýst henni. En fyrsta hugsun hjá
mér var að setja eitthvað í gang, vera dugleg að
leita mér að einhverju öðru. Maður hafði náttúr-
lega verið að vinna mjög náið með fólki og svo er
allt í einu sett einhver lína eins og það sé verið að
skipta í lið, bara „Þið fáið gul vesti en þið hin far-
ið heim“. Það voru náttúrlega faðmlög og tár og
fólk titrandi og skjálfandi, jafnvel þeir sem héldu
vinnunni. Þetta var mjög spes.“
Uppsögn leiddi
til atvinnUmennskU
Eitt af því sem Edda ákvað að gera strax þegar
uppsögnin var staðreynd var að reyna að finna
lið sem hún gæti komist að hjá úti. „Ég sendi
tölvupósta á nokkur lið og ef eitthvað byðist ætl-
aði ég að stökkva á það. Ólína var algjörlega með
mér í því og ætlaði bara að klára lokaritgerðina
sína í cand.psych-náminu sem hún var í sem
gerir manni kleift að starfa sem sálfræðingur.
Þannig fór þetta af stað og við komumst svo í „try
outið“ hjá Örebro.“
Edda fékk svar frá fleiri liðum þar sem borið
var við fjárskorti eða bent var á einhvern ann-
an til að tala við. „En þáverandi þjálfari Örebro
hringdi strax í mig og var mjög spenntur að fá
Íslendinga. Það varð til þess að við fórum út í
„try out“ í desemberbyrjun. Í kjölfarið fóru fram
samningaviðræður og í janúar komst þetta á
hreint. Við fluttum svo út í febrúar.“
Hafði lengi blundað í ykkur löngun til að
komast í erlent lið?
„Já, okkur hafði langað út í svolítinn tíma.
En þá hélt aftur af manni hugsunarhátturinn að
maður væri með vinnu hér og væri bara í ágætis
málum, auk þess sem Ólína var í erfiðu námi,“
segir Edda. Ísland hélt líka í hana þar sem hún
hafði verið fjögur ár í háskólanámi í Bandaríkj-
unum og fjarveran frá fjölskyldu og vinum hafði
þá oft verið erfið. Þess má geta að Edda lærði við
University of Richmond þar sem hún kláraði BA
í sálfræði og kynjafræðum.
dofnaði Upp vegna
aðgerðaleysis
Edda segir mikinn mun á andrúmsloftinu í
Landsbankanum núna og skömmu eftir hrun.
„Já, maður finnur það alveg. Það var hræðsla
og óöryggi og miklu meiri óvissa í fyrra. Maður
fann það líka vel þar sem maður er í tengslum
við fólkið sem þarf að feisa þjóðina yfir borðið,
fólkið í framlínunni. Maður fann þetta líka víðar
en í bankanum, og eiginlega alls staðar, þar sem
flestir voru áhyggjufullir yfir atvinnumissi og
hvort þeir gætu séð um fjölskylduna sína.“
Edda er mjög ánægð með að fá tækifæri til
að skipta úr lífi fótboltakonunnar yfir í líf banka-
starfsmannsins í tvo mánuði. Hún er vön því að
vinna og af þeim sökum upplifði hún skrítna til-
finningu eftir skamman tíma í atvinnumennsk-
unni.
„Ég hef verið að vinna frá því ég var fjórtán
ára, byrjaði sem kerrubarn í Hagkaup úti á Nesi,
og hef svo alltaf unnið með skólanum. Ég er líka
vön því að hafa nóg að gera, var í fótbolta, hand-
bolta, badminton og að læra á trompet þegar
ég var lítil. Alltaf með fulla dagskrá. En svo þeg-
ar ég fór út í þetta atvinnumannalíf fannst mér
ég dofna upp eftir svona tvo mánuði við að hafa
ekkert að gera. Maður er vanur því að vera að
áorka einhverju og hafa eitthvað fyrir utan fót-
boltann. Maður er náttúrlega að æfa og er partur
af liðinu og klúbbnum, en það er skrítið að vera
svo bara heima hjá sér þess á milli.“
Spurð hvort sé betur launað, bankastarfið
eða starf fótboltamannsins, segir Edda að eins
og gengið sé núna sé þetta svipað. „En á gamla
genginu þyrfti ég að skúra með fótboltanum,“
segir hún og hlær. Bætir svo við af meiri alvöru:
„Við rúllum okkur ekki upp úr seðlunum, en við
náum endum saman.“
langt og strangt fótboltaár
Tímabilið í Svíþjóð kláraðist fyrir rúmum mán-
uði. Örebro endaði í fimmta sæti í deildinni, sjö
stigum á eftir Linköping sem tók titilinn. Edda
segir þetta hafa verið mjög jafna baráttu á með-
al efstu liðanna í haust. Sjö stiga munur á liðinu
í fyrsta og fimmta sæti telst enda vart mikið og
þegar fjórar umferðir voru eftir áttu fjögur lið
möguleika á titlinum. Í lokaleiknum spilaði Öre-
bro svo við Linköping, sem tryggt hafði sér topp-
sætið fyrir leikinn, og vann meistarana.
Edda segist haldin fótboltafíkn en fríið frá
knattspyrnuiðkun sem tók við eftir síðustu um-
ferðina sé þó kærkomið. „Þetta er náttúrlega búið
að vera rosalega langt og strembið tímabil, og
langt og strangt ár í rauninni. Við Ólína kláruð-
um undankeppni EM með landsliðinu í október
í fyrra og vissum svo í byrjun nóvember að við
værum að fara í „try outið“ í Svíþjóð í desember
og byrjuðum því strax að æfa fyrir það. Svo hafa
þetta verið mjög margir leikir – leikir í deild, bik-
ar, héraðsbikar og æfinga- og vináttuleikir og svo
EM. Það hefur því verið mjög lítið um frí.“
Síðastliðinn mánuð hefur Edda þess vegna
verið frekar róleg í líkamlegum átökum. Allt svo
róleg á mælikvarða keppnisíþróttamanna en
þær Ólína þurfa að halda sér í þokkalegu formi
þar til þær eiga að mæta aftur til æfinga hjá Öre-
bro um miðjan janúar. „Ég fer í ræktina svona
fjórum sinnum í viku. Tek bara létt á því. En svo
byrja ég aftur af krafti líklega í næstu viku [þess-
ari viku sem senn er á enda þar sem viðtalið var
tekið í síðustu viku]. Ætlunin er að fá að æfa eitt-
hvað með KR og Breiðabliki,“ segir Edda en það
eru félögin sem hún lék lengst af með hér á landi
áður en hún flutti til Svíþjóðar.
gUtlar við golf og gítarleik
Lífið er rólegt hjá stúlkunum í Örebro. Reynd-
ar er æft á nánast hverjum degi en frítíminn er
mikill. „Það er náttúrlega mismunandi eftir því
hvar við erum á tímabilinu hvað við æfum mikið
en á tímabilinu eru í boði 1 til 2 morgunæfingar
í viku og síðan er æft seinnipartinn með liðinu.
Æfingar með liðinu eru þannig 7 til 9 sinnum í
viku. Þá er ég ekki að telja með lyftingarnar, þær
eru bara einhvern veginn partur af lífinu,“ segir
Edda og hlær.
Til að reyna að fylla upp í frítímann hef-
ur Edda bæði fiktað við golf og gítarleik. „Ég er
aðeins að reyna að læra golfið. Búin að fara í
kennslu og skemmti mér mjög vel við það. Svo
er ég líka búin að pikka upp nokkur lög á gítar.
Laugardaginn sem tímabilið kláraðist var loka-
hóf hjá klúbbnum með öllum leikmönnum,
starfsfólki og stjórnarmönnum. Við Ólína vorum
búnar að æfa tvö sænsk lög sem allir þekkja, ég
á gítarnum og við sungum báðar með finnskum
bakröddum. Það sló rækilega í gegn,“ segir Edda
og skellir aftur upp úr.
Fyrstu sex mánuðina í Svíþjóð voru Edda og
Ólína bara með svokallaða „dvalarleyfiskenni-
tölu“ í stað hefðbundinnar kennitölu sem þýddi
að þær gátu ekki farið í sænskuskóla eða tek-
ið önnur námskeið eins og vilji þeirra stóð til. Í
haust opnuðust þær dyr hins vegar og fóru þær
þá fjórum sinnum í viku í sænskukennslu. „Það
drap svolítið tímann í frítímanum. Svo er ég
búin að skrá mig í tölvunarfræði í háskólanum
í Örebro eftir áramót þar sem ég verð í 60 pró-
sent námi, ef ég kemst inn. Það er nauðsynlegt
að hafa eitthvað svona,“ segir Edda.
„pínU á bleikU skýi“
Líkt og með „dvalarleyfiskennitöluna“ voru
Edda og Ólína fyrst bara á sex mánaða samningi
hjá Örebro. Þegar hann var að renna út lýstu for-
ráðamenn liðsins yfir áhuga á að hafa þær áfram
enda stóðu báðar sig vel, báðar fastamenn í byrj-
unarliðinu og liðinu gekk líka vel.
„Við erum því komnar með nýjan samning
sem gildir til 2012. En af því að við höfðum ekk-
ert að gera utan boltans þá sömdum við þannig
að þeir myndu hjálpa okkur að fá vinnu eða
komast í skóla. Ég skil þá sem eru fjölskyldu-
menn að þeir geti lifað svona lífi, eru með konu,
börn, hunda, hús, bíla og eiga fullt af peningum,
en þetta er ekki fyrir mig. Ég er bara ekki alin upp
við að vera aðgerðalaus.“
Þrjár finnskar stelpur eru í Örebro en aðrir
leikmenn utan Eddu og Ólínu eru sænskir. Liðið
var í það minnsta þannig skipað á síðasta tíma-
bili en Edda segir að liðsskipan geti auðvitað ver-
ið orðin önnur þegar næsta tímabil hefst í apríl.
„Ég veit ekki hvort við vorum svona einstak-
legar heppnar með lið en þetta eru alveg frábær-
ar stelpur. Flestar eru frá Örebro eða litlum bæj-
um í nágrennninu og hafa því spilað mjög lengi
saman. Við erum pínu á bleiku skýi með þetta,“
segir Edda með glaðværum tón.
dinglar í ólínU á móti
Þjálfaraskipti eiga sér stað hjá Örebro þessar vik-
urnar. Þjálfarinn sem var við stjórnvölinn þeg-
ar Edda og Ólína komu til liðsins snýr nú aftur
eftir nokkurra mánaða hliðarspor. Hann ákvað
skömmu fyrir leikjafríið vegna EM að þiggja til-
boð um að taka við landsliði Seychelles-eyja.
„Konan hans er þaðan og hún fékk ekki vinnu
Margir kannast vafalítið við nafn og andlit eddu garðarsdóttur eftir frækinn árangur kvennalandsliðsins í
knattspyrnu undanfarin ár þar sem hápunkturinn var þátttakan í lokakeppni EM síðastliðið sumar. Edda er
einn burðarása liðsins en sambýliskona hennar, ólína viðarsdóttir, leikur einnig með liðinu auk þess sem þær
spila með sama félagsliði í Svíþjóð. Í samtali við kristján Hrafn guðmundsson segir Edda frá því þegar hún
dreif loksins í því að reyna að komast í atvinnumennsku eftir að henni var sagt upp störfum hjá Landsbank-
anum og hvað henni fannst fyrst „glatað“ að spila fótbolta með stelpum. Edda segir líka frá uppvaxtarárunum
sem oft voru erfið eftir að faðir hennar greindist með Alzheimer tiltölulega ungur að árum.
edda garðarsdóttir
knattspyrnukona hjá Örebro
Fæðingardagur: 15. júlí 1979
Fæðingarstaður: Reykjavík
Sambýliskona: Ólína Viðarsdóttir
Foreldrar: Bergþóra Óskarsdóttir
og Garðar Sigurðsson
Systur: Sigríður, Gerður Klara og Guðný Ósk
ferill:
KR (frá æsku til 1995)
Valur Reyðarfirði (1995)
KR (1995-2000)
Frederiksberg Boldklub (2000)
KR (2000-4)
Breiðablik (2005-6)
KR (2007-8)
Örebro (2009-?)
Landsleikir: 78 A-landsleikir og 27 leikir með
yngri landsliðum.
samherjar og par Edda
og Ólína kynntust fyrir sjö
árum. Þær spila báðar með
Örebro og landsliðinu, Edda
á miðjunni og Ólína í vörn-
inni. mynd Heiða Helgadóttir
feðgin Edda ásamt pabba sínum, Garðari Sigurðs-
syni, í utanlandsferð á níunda áratugnum. Nokkrum
árum síðar greindist Garðar með Alzheimer.