Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 44
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is 60 ára í dag Hjörleifur Sveinbjörnsson Þýðandi og kennari Hjörleifur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann lauk stúdentsprófl frá MR 1969, stundaði nám í þjóðfélagsfræði við HÍ 1970- ‘72, sinnti síðan ýmsum almennum störfum til sjós og lands, stundaði nám í kínversku við Tungumálastofn- un Beijingborgar 1976-‘77, síðan nám í kínversku og kínverskum bók- menntum við Beijingháskóla frá 1977 og lauk BA-prófi 1981. Hjörleifur hafði umsjón með og kenndi á ýmsum námskeiðum er lutu að kínverskum málefnum, sögu og menningu, og hélt námskeið í kínverskri tungu við Fjölbrautaskóla Suðurlands, MH, Endurmenntun- arstofnun HÍ og í kínverskum mið- aldabókmenntum við HÍ á haustönn 1998. Undanfarin ár hefur Hjörleifur kennt kínversku sem stundakennari við HR í alþjóðaviðskiptum. Hjörleifur var blaðamaður á Þjóð- viljanum 1983-‘88, fræðslufulltrúi BSRB 1989-‘96 og deildarstjóri þýð- inga- og flutningsdeildar Íslenska útvarpsfélagsins hf., síðar Norður- ljósa, Dagsbrúnar og nú síðast 365 frá 1997 til 2007. Hann hætti þar til þess að setja saman sýnisbók kínverskr- ar frásagnarlistar frá fyrri miðöldum sem heitir Apakóngur á Silkivegin- um en bókin fékk þýðingarverðlaun Bandalags þýðenda og túlka. Hann þýddi einnig bókina Villtir svanir eftir kínversku skáldkonuna Jung Chang, 1994. Fjölskylda Eiginkona Hjörleifs er Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, f. 31.12. 1954, fyrr- verandi ráðherra. Hún er dóttir Gísla Gíslasonar, f. 30.11. 1916, d. 23.10. 2003, fyrrv. verslunarmanns í Reykja- vík, og k.h., Ingibjargar J. Níelsdótt- ur, f. 23.2. 1918, húsmóður. Syn- ir Hjörleifs og Ingibjargar Sólrúnar eru Sveinbjörn Hjörleifsson, f. 26.1. 1983, nemi; Hrafnkell Hjörleifsson, f. 10.11.1985, nemi. Systkini Hjörleifs eru Ingveldur Sveinbjörnsdóttir, f. 19.3.1948, kenn- ari; Ágústa Sveinbjörnsdóttir, f. 3.6. 1951, arkitekt; Árný Erla Sveinbjörns- dóttir, f. 20.6. 1953, bergfræðingur. Foreldrar Hjörleifs eru Sveinbjörn Einarsson, f. 24.4. 1919, fyrrv. kennari í Melaskóla í Reykjavík, og k.h., Hulda Hjörleifsdóttir, f. 13.7. 1924, húsmóð- ir. Ætt Sveinbjörn er bróðir Ingibjargar, móður Einars Júlíussonar eðlisfræð- ings. Sveinbjörn er sonur Einars, póstfulltrúa í Reykjavík, bróður Mar- grétar, móður Hróbjarts Árnason- ar, forstjóra Burstagerðarinnar, föður Jóns Dalbú, sóknarprests í Hallgríms- kirkju. Önnur systir Einars var Jórunn Eyfjörð, amma Hjalta Guðmundsson- ar dómkirkjuprests. Einar var sonur Hróbjarts, b. í Húsum í Holtahreppi, bróður Sigurðar, afa Rúriks Haralds- sonar leikara. Annar bróðir Hróbjarts var Kjart- an, hreppstjóri á Þúfu, afi Þorsteins Thorarensen borgarfógeta, föður Ástríðar, konu Davíðs Oddssonar rit- stjóra Morgunblaðsins. Hróbjart- ur var sonur Ólafs, b. í Gaularáshjá- leigu í Landeyjum, Sigurðssonar, b. í Hallgeirsey, Jónssonar, bróður Guð- rúnar, móður Tómasar Sæmunds- sonar Fjölnismanns, langafa Helga yfirlæknis, fóður Tómasar yfirlæknis og Ragnhildar, fyrrv. ráðherra. Móðir Sveinbjörns var Ágústa Sveinbjörnsdóttir, sjómanns og smiðs í Hafnarfirði og Reykjavík, Stefáns- sonar, b. í Vogum á Vatnsleysuströnd, Guðmundssonar. Móðir Ágústu var Ástríður Guðmundsdóttir, b. í Nýja- bæ í Garðahverfi, Þorvaldssonar, og Helgu Jónsdóttur, b. á Hofi á Kjalar- nesi, bróður Magnúsar, langafa Sveins Egilssonar forstjóra. Jón var sonur Runólfs, b. á Ketilsstöðum, bróður Magnúsar, langafa Árna Eiríkssonar kaupmanns, afa Styrmis Gunnars- sonar fyrrverandi ritstjóra. Magnús var einnig langafi Sigríðar, langömmu Guðmundar Magnússonar, forstöðu- manns Þjóðmenningarhúss. Runólf- ur var sonur Magnúsar, b. á Bakka, Hallgrímssonar, b. í Arnarholti, Þor- leifssonar. Móðir Hallgríms var Guðrún Eyj- ólfsdóttir, b. á Ferstiklu, Hallgríms- sonar, sálmaskálds, Péturssonar. Hulda er dóttir Hjörleifs, b. í Súlu- holtshjáleigu í Villingaholtshreppi, Sigurbergssonar, b. í Fjósakoti í Með- allandi, Einarssonar. Móðir Hjörleifs var Árný Eiríksdóttir. Móðir Huldu er Ingveldur Ámundadóttir, b. í Kambi, Sigurmundssonar, b. þar, Jóhanns- sonar. Móðir Ingveldar var Ingibjörg, systir Sigríðar, móður Magnúsar Kjaran stórkaupmanns, föður Birgis Kjaran alþm. og Sigríðar, móður Jó- hanns Sigurjónssonar, forstjóra Fiski- stofu. Ingibjörg var dóttir Páls, b. í Þing- skálum, bróður Júlíu, móður Helga Ingvarssonar yfirlæknis, föður Ingv- ar stórkaupmanns, föður Júlíusar Vífils, borgarfulltrúa og óperusöngv- ara. Páll var sonur Guðmundar ríka, ættföður Keldnaættar, Brynjólfs- sonar af Víkingslækjarætt, Guðlaugs Tryggva, Jóns Helgasonar prófessors og Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morg- unblaðsins. Hjörleifur hélt upp á fimmtugsaf- mæli sitt með pompi og prakt og ætl- ar að endurtaka leikinn þegar hann verður sjötugur. En í ár tekur hann því rólega. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is Ólafur Hilmar Sverrisson framkvæmdastjóri fjármálasviðs rarik Ólafur fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1980 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1984. Ól- afur var skrifstofustóri hjá Lífeyris- sjóði verslunarmanna í Reykjavík 1984-‘86, sveitarstjóri í Grundarfirði 1986-‘90, fjármálastjóri hjá Kjörís hf. 1990-‘91, bæjarritari hjá Kópavogs- kaupstað 1991, bæjarstjóri í Stykkis- hólmi 1991-‘99, forstöðumaður hjá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi 1999-2000, verkefnastjóri hjá Flug- málastjórn 2000, framkvæmdastjóri hjá Stáltaki 2001-2002, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu 2002-2003, útibússtjóri hjá Kaupþingi 2003-2007 og hefur verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs RARKIK frá 2007. Ólafur sat í stjórn Heimdall- ar 1976-‘78, í stjórn Félags viðskipta- fræðinema 1982-‘84, í fræðsluráði Vesturlands 1986-‘90, í stjórn Hrað- frystihúss Grundarfjarðar 1986-90, í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi 1988-90 og 1994-95, í stjórn héraðsnefndar Snæfellinga 1991-95, sat í stjórn launanefndar sveitarfé- laga 1993-‘99, í stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga 1994-‘99, sat í stjórn Fasteignamats ríkisins 1995- 2000 og í stjórn Námsgagnastofnun- ar 1995-2000. Fjölskylda Ólafur kvæntist 18.6. 1983 Ragnheiði Gunnarsdóttur, f. 2.9. 1960, B.Sc. Í hjúkrunarfræði frá HÍ. Hún er dóttir Gunnars Dofra Kjartanssonar, f. 29.6. 1935, d. 9.9. 1970, verslunarmanns í Reykjavík, og k.h., Helgu Sigfúsdótt- ur, f. 2.5. 1937, verslunarmanns. Stjúpfaðir Ragnheiðar er Hjalti Stefánsson, f. 23.9. 1925, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík. Synir Ólafs og Ragnheiðar eru Gunnar Dofri, f. 13.4. 1988, laga- nemi við HÍ; Sverrir Ingi, f. 21.2. 1993, framhaldsskólanemi; Kjartan, f. 12.1. 1997, nemi. Alsystkini Ólafs eru Anna Gunn- hildur Sverrisdóttir, f. 29.7. 1950, við- skiptafræðingur í Reykjavík; Oddný Guðrún Sverrisdóttir, f. 27.8. 1956, dósent við HÍ, búsett í Reykjavík; Pét- ur Örn Sverrisson, f. 14.3.1969, hér- aðsdómslögmaður í Reykjavík. Hálfsystkini Ólafs, samfeðra: Kristinn Ágúst Sverrisson, f. 23.12. 1932, d. 9.5. 1957; Sigurður Júlíus Sverrisson, f. 14.8.1934, d. 16.2.1953; Alma Valdís, f. 18.1.1943, lögfræðing- ur í Garðabæ; Óskar Finnbogi Sverr- isson, f. 19.1. 1945, verkfræðingur í Reykjavík; Gunnar Axel Sverrisson, f. 19.1. 1945, verkfræðingur í Garðabæ; Garðar Sverrisson, f. 11.1.1949, verk- fræðingur í Garðabæ; Guðmundur Sverrisson, f. 31.12.1955, búsettur í Danmörku. Foreldar Ólafs; Sverrir Júlíusson, f. 12.10. 1912, d. 30.4. 1990, útgerð- armaður og alþm, og k.h., Ingibjörg Þorvaldsdóttir, f. 25.6. 1925, húsmóð- ir og vefnaðarkennari. Ætt Sverrir var sonur Júlíusar Björns- sonar, sjómanns í Keflavík, og k.h., Sigríðar Sverrínu Sveinsdóttur hús- móður. Ingibjörg er dóttir Þorvalds Böðvarssonar og k.h., Gróu Maríu Oddsdóttur. 50 ára á sunnudag 44 föstudagur 11. desember 2009 ættfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.