Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 72
Fréttaskot 512 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður
aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt
að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.
n Búast má við dramatík í Lista-
safni Íslands á laugardag þar sem
Ólafur Ingi Jónsson, forvörður
safnsins, ætlar að fjalla um falsanir
málverka út frá stóra málverka-
fölsunarmálinu. Þetta gerir hann á
sýningu á verkum Svavars Guðna-
sonar. Svavar verður þó ekki einn
í sviðsljósinu því sakborningurinn
í stóra málverkafölsunarmálinu,
Jónas Freydal Þorsteins-
son, ætlar að mæta á
staðinn til að fylgjast
með því sem Ólafur
Ingi hefur að segja.
„Hann skal ekki vera
með Svavars-mynd-
ir sem búið er að
rannsaka og vísa
frá dómi því hann
var að bulla,“ segir
Jónas Freydal
og hefur aug-
ljóslega engu
gleymt síðan mál-
ið var fyrir dóm-
stólum.
Jólasveinar gegn
stýrivöxtum!
Einvígi
ársins
n Leikarinn Stefán Karl Stefánsson
fær frábæra dóma fyrir frammistöðu
sína í söngleiknum Dr. Seuss‘ How
the Grinch Stole Christmas! vest-
anhafs á vefsíðunni Entertainment
Today. Segir gagnrýnandinn Brad
Auerbach að Stefán Karl sé greini-
lega leikarinn sem skemmti sér best
á sviðinu. Brad segir Stefán vera afar
heillandi á sviði og að hann minni
hann meira að segja á
stórleikarann
Jack Nichol-
son í The
Shining sem
ýkir oft á tíð-
um leik sinn á
dásamlegan hátt.
Ekki leiðum
að líkjast.
Líkt við
nichoLson
n Frétt Séð og Heyrt um að Frið-
rik Ómar fengi ekki að syngja í
Fíladelfíusöfnuðinum vegna kyn-
hneigðar sinnar vakti gríðarlega
athygli. Í kjölfarið var því mótmælt
að tónleikar Fíladelfíu yrðu teknir
upp af RÚV og sýndir um jólin. Þeir
verða samt sem áður sýndir. Þetta
finnst Guðfinni Sigurvinssyni sín-
um gamla vinnustað ekki til sóma,
en hann var fréttamaður á RÚV og
er einnig samkynhneigður. Hann
skrifar langan pistil á Facebook-síðu
Friðriks Ómars þar sem hann veltir
fyrir sér hvort sumum finnist það
frekja í samkynhneigðum að bregð-
ast svona við. „Ætli þessu
sama fólki fyndist það ef
um væri að ræða konur
eða hörundsdökka?
Eða hvernig fyndist því
að sitja undir því
að vera sett á
„stall“ með
barnaníð-
ingum?“
samkynhnEigðir
óánægðir mEð rÚv
Bastkö
rfur
- marg
ar stæ
rði
Verð f
rá 500
kr.
OPNUNAR
TILBOÐ!
!!
Sófar á
99.000
kr.
opiÐ ALLA DAGA
KL. 11-18
Sími 564 4499
Síprus
290 kr.
IKEA
BUDDAH
h. 52cm
4.900
kr
Borðsto
fusett
99.000 k
r.
Hefur op
naÐ í Kau
ptúni (ge
gnt ikea)
FJÖLMÖRG OPNUN
ARTILBOÐ!!!
GÆÐA
BAÐSLOPPAR
Baðslo
ppur
8.900
kr
„Við lofuðum þjóðinni því að lækka
stýrivexti niður fyrir tíu prósent. Það
tekur bara svolítið langan tíma,“ segir
Tómas Tómasson, eigandi Hamborg-
arabúllunnar. Hann hefur ásamt fé-
laga sínum, Úlfari Eysteinssyni, eig-
anda veitingastaðarins Þriggja frakka,
heitið því að skerða ekki skegg sitt fyrr
en stýrivextir fara undir tíu prósent.
Vextirnir eru nú komnir í tíu prósent.
Tómas á ekki von á að hann raki sig
fyrr en seinnipart janúar næstkomandi
og alls ekki fyrr. „Það er engin hætta
á öðru og þó að það taki lengri tíma
þá munum við þrauka til enda,“ seg-
ir Tómas. Hann hefur engar kvartanir
fengið yfir skegginu enn sem komið er
og eru allir ferlega sáttir við skeggvöxt-
inn. Hann og Úlfar nýta sér þó skeggið
til að leika jólasveina og fóru til dæm-
is á tvö barnaheimili og gáfu kerti og
spil við mikinn fögnuð barnanna. Þeir
félagar verða í hlutverki jólasveinsins
fram yfir jól og hyggjast gleðja ófá börn
með gjöfum fram að jólum. „Við þurf-
um alla vega engin gerviskegg í jóla-
sveinagervinu. Við erum bara með
orginal skegg.“ birgir@dv.is
Tómas með dóttur sína skeggið hefur
vakið kátínu margra, ekki síst barna
þegar tómas er í jólasveinabúningi.
Mynd Rakel Ósk
Tommi á Hamborgarabúllunni safnar enn skeggi:
Þraukum tiL Enda