Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 56
56 föstudagur 11. desember 2009 lífsstíll
Joan Collins raunveru-
leikastJarna Joan Collins vill sýna
raunveruleikaþátt sinn í bandarísku
sjónvarpi. Í þáttunum tekur hún konur í
tískuyfirhal en það sem er á bannlista hjá
leikkonunni síungu er flísefni sem hún
segir eiga heima á kindum og jogging-
buxur sem henni finnast hörmung.
Það eru til ýmis ráð til þess að líta
vel út en förðun og hárlitun er bara
toppurinn á ísjakanum. Það er löng-
um sannað að líði okkur vel lítum
við vel út og þannig á gott mataræði,
hreyfing og almenn heilsa stærstan
part.
Gott sjampó og næring með E-
vítamíni eru góð og blessuð en til
þess að öðlast sem heilbrigðasta
hárið er mikilvægt að byrja að vinna
vinnuna að innan. E-vítamín og B-6
og B-12 vítamín eru nauðsynleg heil-
brigðu hári og því er gott að fá þau úr
kjöti, hnetum, grænmeti og ávöxtum.
Einnig eru til ágætis vítamínhylki
sem innihalda þessa góðu blöndu.
Omega-3 fitusýrur eru nauðsyn-
legar húðinni okkar, nöglum og hári.
Lax, túnfiskur og aðrar feitar fiski-
tegundir eru ríkar af Omega-3 en
einnig valhnetur og möndlur. Krem-
in sem við konurnar erum duglegar
að kaupa geta verið ágæt til þess að
láta ysta lag húðarinnar líta betur út
en góð húðumhirða skiptir mestu
máli. Hvað við setjum ofan í okk-
ur og hversu genafræðilega heppn-
ar við erum hefur mest um það að
segja hvort við verðum hrukkóttar
fyrir aldur fram. Ekki eru ljósabekkir
eða reykingar að hjálpa til.
Eins freistandi og það getur verið
að kaupa dýrustu kremin, sjampó-
in og allt það auglýsingavæna sem
er matreitt ofan í okkur daglega þá
virka víst gömlu húsráðin best. För-
um vel með okkur og þá munum við
ljóma að innan sem utan!
Í heimi þar sem pressan á að líta vel út spilar síaukið hlutverk er andlitið gullnáma:
lJómandi húð og hár
UmsJón: Helga kristJánsdóttir www.dv.is/blogg/tizkan
naktar ofur-
fYrirsÆtur í
franska vogue
Franska vogue gefur út dagatal á
hverju ári. Í fyrra tók klámfengni
ljósmyndasnillingurinn terry
richardson myndirnar af ofurfyrir-
sætum í skemmtilegum búningum.
Þetta árið er tískudagatalið djarfara
og munu fyrirsæturnar frægu vera
mjög svo fáklæddar og umluktar
demöntum en mario sorrenti tekur
myndirnar. án efa augnakonfekt
sem enginn tískuspekúlant má láta
fram hjá sér fara!
Carla Bruni í
BarnaJakka
Franska forsetafrúin og fyrirsætan
Carla bruni vakti athygli um daginn
fyrir að klæðast jakka úr barnafata-
línu stellu mcCartney.
Hún tók lagið i sjónvarpsþætti
nokkrum í krúttaralegum en ansi
litlum jakka úr línu stellu. Franska
þjóðin stendur á öndinni yfir
hegðun Cörlu en hún þykir of
frjálslynd og flippuð fyrir þá
íhaldssömu.
ladY gaga vill
ekki vera seXí
lady gaga er á forsíðu janúarútgáfu
tískutímaritsins elle. Í viðtali við
hana inni í blaðinu segist hún hafa
barist fyrir því að plötukoverin
hennar yrðu sem minnst sexí.
Yfirmönnum hennar þóttu
hugmyndir hennar ekki
markaðsvænar en hún sagði að það
síðasta sem ungar konur þyrftu væri
enn ein yfirdrifin, tilgerðarlega sexí
poppstjarna. lady gaga er þekkt
fyrir að fara sínar eigin leiðir í
tónlistinni, markaðssetningu og
tískunni og er ávallt hún sjálf. Hún
ætti að vera ágætis fyrirmynd ungu
kynslóðarinnar.
Förðunardrottningin Margrét Ragna Jónasardóttir leiðir okkur í sannleikann um
það heitasta í förðun þessi misserin.
Rautt, gyllt og
glimmeR vinsælt
Ávextir gera kraftaverk fyrir húðina.
Borðum hollt Það er fljótt að sjást.
Förum vel með okkur og ljómum að
innan.
Margrét, eða Magga í Make-Up Store
eins og hún er jafnan kölluð, hef-
ur verið viðloðandi förðunarbrans-
ann hátt í 15 ár. Haustið 2006 opnaði
hún fyrstu Make-Up Store-verslun-
ina á Íslandi en síðan þá hefur hún
fært út kvíarnar og opnað verslunina
í Smáralind að auki.
Strax frá opnun hefur Make-Up Store
notið gríðarlegra vinsælda enda auð-
velt fyrir okkur konurnar að verða
eins og krakkar í nammibúð innan
um alla fallegu litina og gersemarnar
sem þar er að finna.
Hvert er aðaltrendið í förðun um
komandi jól og áramót?
1. „Dökk augu og dökkar varir eru
aðalmálið í dag. Hrikalega flott og
sexí.“
2. Hvað er mikilvægast að eiga í
snyrtibuddunni, til að framkalla
hina fullkomnu förðun?
„Augnahárabrettari og varasalvi,
það er algert „must“. Svo er maskari
nauðsynlegur, góður farði eða hylj-
ari, kinnalitur og augnblýantur eða
augnskuggi Það eru grunnvörurnar
en svo má endalaust bæta við litum
og það er um að gera að leika sér og
hafa gaman af þessu.“
4. Hvaða litir eru áberandi um þess-
ar mundir?
„Fjólublár, grár og svartur á augun.
Rauðir og vínrauðir á varir. Annars er
bleiki liturinn líka hrikalega heitur
um jólin.“
5. Er eitthvað í förðunartískunni
sem poppar alltaf upp í kringum jól
og áramót?
„Já, sérstaklega má nefna gyllta liti,
sem verða ávallt vinsælir, og rauða.
Einnig ýmislegt glitrandi um jól
og áramót eins og glimmer, gervi-
augnahár og Swarovski-steinar sem
eru límdir á húðina. Eitthvað sérlega
dramatískt og svolítið spari.“
6. Hvaða hlut myndirðu splæsa í ef
þú mættir bara velja eitt til þess að
fríska upp á snyrtibudduna?
„Nýja Age Perfect serumið. Það gef-
ur húðinni raka og mýkt. Það vinnur
líka gegn öldrun og er frábært undir
farða , þar sem það fyllir upp í línur
og opna húð þannig að húðin verð-
ur slétt og fín. Þannig verður farðinn
líka áferðarfegurri og endist lengur.“
7. Hver finnst þér hafa haft mestu
áhrifin á förðunartískuna þennan
veturinn?
„Ég held ég verði að velja Make Up
artistann Pat McGrath sem er vin-
sælust í bransanum í dag og hann-
aði til að mynda förðunina fyr-
ir Gucci-sýninguna sem var mjög í
anda níunda áratugarins. Hún not-
aði dumbrauðan augnskugga og
rammaði inn augun inn með dökk-
um bláleitum lit. Varaliturinn var
rauðbrúnn og mattur, einmitt tón-
inn sem var mjög vinsæll á þessum
tíma.“
8. Hvað mælirðu með að karlpening-
urinn kaupi fyrir elskuna sína í ár?
„Það er alltaf gaman að fá ilmvatn
frá ástinni sinni, en við vorum að fá
fjóra geggjaða ilmi. Svo er náttúrlega
nauðsynlegt að pakka fallega inn og
skrifa eitthvað persónulegt og smart
á kortið.“
9. Hvaða ráð áttu fyrir konur sem
kljást við þurra og líflausa húð yfir
vetrartímann og vilja dekra svolítið
við hana?
„Ég mæli með því að gufa húðina
og bera á hana maska sem hentar.
Einnig er alveg nauðsynlegt í kuldan-
um að taka inn einhvers konar olíu
eins og til dæmis Omega. Fyrir þurra
húð er nauðsynlegt að nota raka-
krem kvölds og morgna. Fyrir mjög
þurra húð er best að forðast púður
og nota þess í stað rakagefandi fljót-
andi farða.“
10. Hvað er á bannlista þegar kemur
að förðun?
„Mér líkar illa allt sem er ónáttúru-
legt ; eins og of dökkur farði, of mik-
ið sólarpúður og klessuleg augnhár.
Þetta svokalla skinkulúkk er ekki að
gera sig!“
Margrét Jónasardóttir er sú heitasta í bransanum.
Gucci-vetrarförðunin minnir á níunda
áratuginn.
Dökk augu og varir eru málið í dag.
Vínrauðar varir eru vinsælar í vetur.