Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 40
40 föstudagur 11. desember 2009 helgarblað Ásdís Rán Gunnarsdóttir fæddist á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 12. ág- úst árið 1979, dóttir Gunnars Vign- issonar og Eyglóar Gunnþórsdóttur sem nú eru skilin. Hún bjó á Egils- stöðum um árabil og einnig nokkur ár á Höfn. Eygló segir Ásdísi hafa ver- ið afar duglega sem barn. „Hún var rosalega nákvæm og dugleg. Hún var mjög dugleg að passa systur sína en hún var níu ára þegar hún fæddist. Hún sá voðalega mikið um hana meðan ég var að vinna. Hún var líka mjög dugleg að læra, ofsalega samviskusöm og mátti ekki missa úr einn einasta tíma.“ Þó að Ásdís sé mikil glamúrpía í dag segir Eygló hana hafa unað sér vel í sveitinni. „Hún var ofsalega ánægð í sveit- inni. Hún æfði bæði körfu- og fót- bolta og reið alltaf berbakt á villtum hestum. Ég var í hálfgerðum vand- ræðum með hana frá því að hún var níu til ellefu ára. Einu sinni elti einn hesturinn hana og beit hana í bak- ið þannig að það sáust för á bakinu á henni. Hún var alltaf að djöflast í hestunum. Ég skildi ekki hvernig hún þorði þessu. Hún var ofurhugi og er það enn. Hún lætur ekkert stoppa sig. Ef hún bítur eitthvað í sig þá læt- ur hún það takast.“ Heppin að halda lífi Ásdís lagði hestamennskuna og íþróttirnar á hilluna fjórtán ára göm- ul þegar hún ákvað að verða fyrir- sæta. Sama ár lenti hún í alvarlegu bílslysi og var nær dauða en lífi. „Það var hræðilegt þegar keyrt var á hana. Hún var að hlaupa yfir götu rétt fyrir ofan Laugardalshöll- ina þegar bíll keyrði á hana á fullri ferð. Hún kastaðist yfir götuna og glímir enn við bakmeiðsli. Hún var bara heppin að halda lífi,“ segir Eygló. Aðspurð hvernig henni hafi litist á framaval dóttur sinnar segir Eygló að hún hafi aldrei óttast að hún gæti ekki spjarað sig. „Unglingar segja ýmislegt sem maður veltir sér ekki upp úr en ég átti alveg eins von á því að hún myndi fara svona langt. Ég þekki hana það vel og veit að ef hún ákveður eitthvað hættir hún ekki fyrr en henni tekst það. Hún þrífst ekki öðruvísi en á fullu. Hún er ekki ljónynja fyrir ekki neitt.“ Í pels í 10. bekk Ásdís var á unglingsaldri þegar hún flutti til Reykjavíkur og bjó um stund í Bakkahverfinu í Breiðholti og stund- aði nám í Breiðholtsskóla. Kennari í skólanum segir hana hafa farið sínar eigin leiðir, sama hvað hver sagði. „Allan tíunda bekk gekk hún í pels- líki. Hún var eina stelpan í bekknum sem gerði það. Hún var mjög fram- úrstefnuleg í fataburði og hafði sinn eigin stíl. Hún hafði engan áhuga á að láta segja sér fyrir verkum og vildi ráða öllu sjálf. Hún er mjög sjálfstæð stúlka,“ segir kennarinn og rifjar upp atvik þar sem klæðaburður fyrirsæt- unnar vakti athygli. „Þegar Ásdís var í tíunda bekk fór hún í vettvangsferð á Þingvelli með skólanum. Ásdís lét sig ekki muna um að mæta á pinnahælum og gekk á þeim klukkutímum saman á stígun- um í þjóðgarðinum. Hún kvartaði ekki fyrr en í blálokin og tók meira að segja þátt í þrautakóngi eftir allt saman.“ Kennarinn segir Ásdísi lítið hafa breyst eins og hann sér hana í fjöl- miðlum í dag. „Hún var þokkalegur námsmað- ur og ein af vinsælu stelpunum. Hún hefur ekki breyst mikið. Það er helst að varirnar á henni hafi þykknað að- eins.“ Uppgötvuð á hárgreiðslustofu Björn Blöndal ljósmyndari tók fyrstu myndina af Ásdísi þegar hún var fjór- tán ára. Þá var Ásdís að vinna sem aðstoðarstúlka á hárgreiðslustofunni Hödd hjá Eiríki sem var einn heitasti hárgreiðslumaðurinn á þeim tíma. Ásdís lærði hárgreiðslu í Iðnskólan- um en lauk ekki prófi þar sem hún var kasólétt. Eiríkur bað Björn um að mynda hana því hana langaði svo að verða fyrirsæta en myndin birt- ist aldrei opinberlega. Fimmtán ára byrjaði hún að sitja fyrir og nokkrum árum síðar tók Björn mynd af henni sem birtist í Séð og Heyrt. Markaði það upphaf glæsts ferils fyrirsætu sem virðist ekki eiga sér nein tak- mörk. Björn er sá ljósmyndari sem hefur myndað Ásdísi oftast. Hann tók strax eftir því að hún var bráðefnileg fyrir- sæta. „Þegar ég lít til baka var þetta allt- af í henni. Hún ætlaði sér alltaf að komast á toppinn. Hennar helsta einkenni í gegnum tíðina er hvað hún er fylgin sér. Til að ná langt úti þarftu að hafa bein í nefinu. Ég held því fram að engin íslensk fyrirsæta hafi náð þeim árangri sem Ásdís hef- ur náð, hvorki fyrr né síðar. Ég þori að éta hattinn minn upp á það,“ seg- ir Björn. Skálaði í gullkampavíni „Ég held að hún hafi alltaf verið glamúrpía. Við vorum einhvern tím- ann í boði fyrir mörgum árum þar sem skálað var í freyðivíni með gulli í. Þetta var vinsælt þá og löngu fyr- ir árið 2007. Ásdísi fannst þetta vera toppurinn og sagði að svona myndi hún örugglega skála ef hún væri fræg,“ segir Björn. Hann segir Ásdísi vera mjög ákveðna, sem er ekki allt- af jákvætt, en hefur komið henni á þann stað sem hún er í dag. „Stundum finnst mér hún of ákveðin. Hún er ekki frek en hún er mjög ákveðin. Það er kannski það sem hefur komið henni þangað sem hún er í dag. Hún veit alltaf hvern- ig hún vill hafa hlutina, til dæmis í myndatöku. Ef þú lítur á stelpur sem hafa fengið mikla athygli hér heima, til dæmis ungfrú Ísland, hefur þeim staðið athygli að utan til boða en þær hafa aldrei klárað dæmið þó að þær hafi viljað það. Ásdís hefur allt- af klárað dæmið. Hún er mjög ýtin manneskja. Flestar stelpur gefast upp en Ásdís var næstum þrítug þeg- ar hún sló í gegn og búin að eign- ast þrjú börn. Margar hefðu verið búnar að láta þennan draum fjúka. Hún hefur alltaf sagt: „Þetta kemur.“ Hún hefur alltaf verið jákvæð,“ segir Björn. Eignaðist barn ung Um fimmtán ára aldurinn kynntist hún barnsföður sínum, Grími Val- tý Guðmundssyni. Þann 28. júlí árið 1997 eignuðust þau soninn Róbert Andra. Þá var Ásdís aðeins rétt tæp- lega átján ára. Ásdís og Grímur voru saman í sjö ár áður en leiðir skildu og Róbert Andri býr hjá föður sínum í dag. Í viðtali við Fókus 6. júlí árið 2001 sagði Ásdís það hafa verið mjög erfitt að eignast barn svo ung. „Ég var sautján ára þegar ég átti hann og mæli ekki með því. Þetta er samt búið að vera frábær reynsla og hefur þroskað mig mjög mikið.“ Í viðtali við Séð og Heyrt í lok árs 2001 talaði Ásdís opinskátt um sam- bandsslitin við Grím. „Við Grímur hættum saman í góðu og erum vinir áfram. Við höfum verið saman í tæp sjö ár og átt alveg ynd- islegan tíma saman. Nú skilur hins vegar leiðir en þetta er búið að vera mjög lærdómsríkur tími. Ég var mjög ung þegar við byrjuðum saman, að- eins 15 ára, og það getur líka verið dálítið erfitt upp á framtíðina að gera þegar pör byrja of ung saman. Ég var 17 ára þegar við eignuðumst barn saman. Þetta er samt mjög erfiður tími að ganga í gegnum svona um jólin en ég verð bara að takast á við þetta eins og það er.“ Í viðtalinu sagðist Ásdís ætla að einbeita sér að ferlinum en þá starf- aði hún sem markaðs- og sölustjóri veflausnakerfa hjá Hausverk aug- lýsingastofu auk þess að sinna fyrir- sætustörfum. Ljóst var strax þarna að Ásdís ætlaði sér að ná langt. „Ég stefni á að láta meira að mér kveða í íslensku viðskiptalífi næstu árin,“ sagði Ásdís. Róbert Andri er tólf ára í dag og segir Eygló, móðir Ásdísar, hann allt- af fara til móður sinnar á sumrin. „Þetta er indælis strákur, voða- lega ljúfur og góður. Hann er algjör mömmustrákur.“ Fyrsta Playboy-tilboðið Árið 2000 stundaði Ásdís nám í við- skipta- og rekstrarfræði hjá Iðn- tæknistofnun. Árið eftir var Ásdís annar umsjónarmaður hnefaleika- þáttarins Íslenskir hnefaleikakappar ásamt Snorra Jónssyni. Þátturinn var sýndur á Skjá einum og fjallaði um íslenska drengi sem kepptu í hnefa- leikum. Í júlíviðtalinu í Fókus það ár sagði Ásdís frá tilboði sem henni barst frá karlatímaritinu Playboy. Hún og vin- kona hennar höfðu hitt útsendara frá Playboy þegar þeir voru á landinu og fóru þær tvisvar út að borða með þeim. Útsendararnir vildu fá Ásdísi strax út en hún vildi hugsa sig um. „Það voru allir mjög almennilegir og það voru meira að segja tvær kon- ur í hópnum. Þetta eru fagmenn sem vinna við að leita að stelpum. Það var enginn að horfa perralega á mann.“ Í afmæli sitt þetta árið sem hald- ið var á Astró mætti Ásdís í Playboy- búningi; svörtum kjól með slaufu og kanínueyru. „Ég kom svona klædd til að gera smá grín að sjálfri mér. Gestum brá svolítið í brún þegar þeir sáu kanínu- búninginn minn en fólk jafnaði sig fljótlega,“ sagði Ásdís í samtali við- Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir er einn umdeildasti Íslendingurinn. Þegar hún var fjórtán ára var hún heppin að halda lífi eftir alvarlegt umferðaróhapp. Hennar nánustu lýsa henni sem ákveðinni og duglegri konu sem lætur engan vaða yfir sig. Hún segist sjálf vera fræg í Búlgaríu og að búlgörskum fjölmiðlum kvíði deginum sem hún yfirgefur landið. Búlgarskur blaðamaður segir svo ekki vera heldur sé hún aðeins lítillega fræg. „ÁsdÍs rÁN getur allt“ Hörð í horn að taka Viðmælendur DV eru sammála um að Ásdís lætur ekki vaða yfir sig. LjóSmyndaRi: BjöRn BLöndaL „Hún kastaðist yfir götuna og glímir enn við bakmeiðsli. Hún var bara heppin að halda lífi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.