Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 41
Séð og Heyrt en á þessum tíma vann
hún sem markaðs- og sölufulltrúi á
útvarpsstöðinni Steríó 895.
Átti þetta ekki eftir að vera síð-
asta skiptið sem Playboy hafði sam-
band við ísdrottninguna eins og hún
er kölluð. Einn viðmælandi DV sagði
þó að tilboðið árið 2000 hefði ekki
verið alvöru tilboð heldur hefðu út-
sendararnir einungis sagt Ásdísi að
hún væri sæt og ætti að sitja einhvern
tímann fyrir hjá Playboy.
Fundu ástina í Retro
Tvítug stofnaði Ásdís módelskrif-
stofuna model.is sem seinna fékk
nafnið Ice Models Management og
var hún meðal annars með umboð
fyrir Hawaiian Tropic-keppnina og
seinna Ford-keppnina.
Skömmu eftir áramótin 2002/2003
kynntist hún knattspyrnumanninum
og fyrrverandi Herra Íslandi, Garð-
ari Bergmann Gunnlaugssyni, sem
þá spilaði með ÍA. Hann stundaði
nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands
og var aðeins nítján ára þegar þau
kynntust. Hún var 23 ára og bæði áttu
þau barn úr fyrri samböndum. Garð-
ar kemur úr mikilli knattspyrnuætt
og er bróðir tvíburanna Arnars og
Bjarka. Hann og Ásdís fundu ástina í
Kringlunni - í versluninni Retro sem
Garðar vann í á þessum tíma og var í
eigu Arnars og Bjarka.
„Ég fann hann í versluninni Ret-
ro í Kringlunni. Ég var svo dolfallin
að ég féll alveg fyrir honum [...] Ætli
ég fari ekki að halda með Skagan-
um núna,“ sagði Ásdís í samtali við
Séð og Heyrt. Garðar var ekki held-
ur óánægður með kvenkostinn sem
hann tók strax eftir í verslunarmið-
stöðinni.
„Það var ekki annað hægt enda er
hún glæsileg kona. Við féllum hvort
fyrir öðru.“
Bað hennar með ljóði
Síðla sama ár trúlofuðu Garðar og
Ásdís sig. Garðar gerði sér lítið fyr-
ir og fór á skeljarnar og bað Ásdísar
með frumsömdu ljóði.
„Þetta er ekkert dýrt kveðin ljóð
með stuðlum og höfuðstöfum, held-
ur bara eitthvað sem mér dettur í
hug um Ásdísi. Mér dettur oft eitt-
hvað í hug þegar ég er að fara að sofa
á kvöldin og sendi henni það sem
SMS,“ sagði Garðar í viðtali við Séð
og Heyrt um stóru stundina. Hann
bað hennar á veitingastaðnum Mad-
onnu þegar allir gestirnir höfðu yfir-
gefið staðinn.
Ekki löngu síðar vakti það mikla
athygli þegar Garðar og Ásdís slitu
trúlofun sinni og fóru hvort sína leið-
ina. Þau byrjuðu aftur saman nokkr-
um mánuðum seinna og í byrjun árs
2005 tilkynntu þau að fyrsta barnið
væri á leiðinni.
„Við ákváðum að byrja aftur sam-
an. Það var ekki hægt að láta ævin-
týrið enda svona. Við vorum í krísu
eins og gengur og gerist hjá mörg-
um. Mér fannst það ekkert of alvar-
legt, alla vega ekkert óleysanlegt
[...] Ég býst við að barnið verði
ofdrekrað. Svo má alveg gera
ráð fyrir að það verði annað
hvort Ungfrú eða Herra Ís-
land árið 2020,“ sagði Ás-
dís í samtali við Séð og
Heyrt. Þann 29. júlí árið
2005 kom Hektor Berg-
mann í heiminn.
Brúðarkjóllinn saumað-
ur í Vegas
Um mitt ár 2006 var komið að
stóru stundinni. Garðar og Ás-
dís létu gefa sig saman í blíð-
skaparveðri í Dómkirkjunni.
Síðan var rölt yfir á Sjávarkjall-
arann þar sem boðið var upp
á sex rétta matseðil. Hjónin
eyddu brúðkaupsnóttinni á
svítu á hóteli í miðborginni
og héldu síðan í brúðkaups-
ferð til Lanzarote seinna
sama haust. Brúðarkjóllinn
var sérsaumaður í Las Ve-
gas þar sem hún var fyrr á
árinu og hitti margar fræg-
ustu stjörnur heims, þar á
meðal Óskarsverðlauna-
hafann Cuba Gooding Jr.
og hasarmyndahetjuna
Bruce Willis í partíi í boði
kvikmyndaframleiðandans
Jerry Bruckheimer. Hún fór
aftur í svipað partí í ár til að
sýna sig og sjá aðra.
Vissi ekki hvar hún var
Garðar skrifaði undir samning
við sænska félagið IFK Norrk-
öping árið 2007. Það ár lenti
Ásdís í alvarlegu umferðaró-
happi, komin sjö mánuði á leið
með sitt þriðja barn. Hún þurfti að
eyða nokkrum dögum á sjúkrahúsi
og segir móðir hennar að bakmeiðsl-
in hafi versnað um helming eftir
óhappið. Ásdís lýsti lífsreynslunni í
viðtali við blaðið Sirkus þann 9. mars
árið 2007.
„Þetta var hrikaleg lífsreynsla en
ég þakka guði fyrir að barnið hafi
sloppið. [...] Þegar ég rankaði við mér
á sjúkrahúsinu vissi ég hvorki hver ég
var né að ég væri ófrísk. Garðar grey-
ið fékk áfall og hefur ekki enn jafnað
sig,“ sagði Ásdís.
Stuttu seinna birtist viðtal í Séð
og Heyrt við Trausta Davíð Karls-
son, manninn sem Ásdís keyrði á.
Þar sagðist hann ekki hafa feng-
ið krónu greidda úr tryggingunum
vegna slyssins. Í fréttinni kom fram
að tryggingum Ásdísar hefði verið
sagt upp vegna vanskila.
DV sagði af því fréttir fyrir stuttu
að Ásdís hefur stefnt tryggingafé-
laginu Verði vegna deilu um hvort
tryggingin hafi verið í gildi en fyrir-
taka í málinu fór
fram 6. nóvember
síðastliðinn.
Óviss með
Búlgaríu
Victoria Rán Garðars-
dóttir fæddist 21. apríl
árið 2007. Í ágúst árið
eftir skrifaði Garð-
ar undir þriggja ára
samning við búlg-
arska liðið CSKA
Sofia og varð
þá fyrsti ís-
lenski
knatt-
11. desember 2009 föstudagur 41
„ÁsdÍs rÁN gEtur aLLt“
Fyrstu skrefin Björn Blöndal tók fyrstu myndirnar af Ásdísi þegar hún var aðeins
fjórtán ára.
„Ég myndi ekki segja að hún væri
ein af skærustu stjörnum Búlgaríu
eða að einhver kvíði því að hún sé
kannski á förum frá Sofiu.“
Gerir ekkert druslulegt Ásdís sat
fyrir í tímaritinu Bleikt og Blátt en var
ekki mjög djörf eins og myndin sýnir.
LjÓSmyndaRi: BjöRn BLöndaL
Fræg á síðum Séð og Heyrt Ásdís hefur nokkrum sinnum verið Séð og Heyrt
stúlkan en sá titill hefur komið þeim nokkrum á kortið.
Á forsíðu Ok! Ásdís og Garðar töluðu
meðal annars um íslensku jólin í viðtali
við búlgarska Ok!
„Hún hefur ekki
breyst mikið. Það
er helst að var-
irnar á henni hafi
þykknað aðeins.“
hELgarbLað