Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 20
20 föstudagur 11. desember 2009 fréttir
„Bankinn rændi ranga konu,“ segir
María Jónsdóttir, tveggja barna móð-
ir, ákveðin en hún hefur á skömm-
um tíma farið frá allsnægtum til ör-
birgðar. Fyrir örfáum árum var hún
í góðri vinnu, átti flott einbýlishús,
góðan eiginmann og draumanám-
ið var innan seilingar. Nú er hún at-
vinnulaus, fráskilin, hefur misst
húsið, missti fóstur eftir erfið veik-
indi, missti af draumanáminu vegna
skulda og tapaði aleigunni hjá bank-
anum. Hún lifir nú á bótum frá borg-
inni og á stundum ekki fyrir mat fyrir
börnin sín.
„Ég ætla ekki að þegja. Allt sem ég
segi er satt og ég ætla að sigra. Bank-
inn rændi einfaldlega vitlausa konu.
Ég ætla að fá aleiguna mína til baka,“
segir María Jónsdóttir, tveggja barna
móðir sem stendur í stríði við Lands-
bankann.
Síðustu tvö ár hefur hún staðið í
hörðu stríði við Landsbankann sem
hún þjófkennir og segir hafa stolið al-
eigu hennar. Í stað þess að eiga tæp-
ar fjörutíu milljónir króna á reikn-
ingi, líkt og María taldi sig eiga, er
hún skráð fyrir ríflega tvöfaldri þeirri
upphæð í mínus hjá bankanum. Hún
ætlar að berjast fyrir því að fá aleigu
sína til baka.
Hélt að bankinn myndi
sjá að sér
Nýverið féll úrskurður nefndar á veg-
um Fjármálaeftirlitsins Maríu í óhag
og því undirbýr hún nú málsókn gegn
bankanum með lögfræðingum sín-
um, Arnari Þór Jónssyni og Ragnari
Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmönn-
um. Hún segir það í fyrstu hafa ver-
ið erfitt að fá aðstoð sérfræðinga og
lögfræðinga því flestir þeirra hafi ver-
ið hræddir við að fara gegn bönkun-
um. „Fyrstu viðbrögð allra sérfræð-
inga voru þau að það þýði ekkert fyrir
fórnarlömb að leita réttar síns gegn
bönkum þótt þeir geri mistök. Mér
var bara sagt að sætta mig við þetta
en það gat ég ekki,“ segir María.
„Fyrstu 10 mánuðina fékk ég
engin svör um mín peningamál hjá
bankanum. En eftir þessa 10 mán-
uði, og málið var enn í gíslingu hjá
þeim, vildi fagráð bankans gefa mér
20 milljónir upp í 60 milljóna tjón
sem þá hafði orðið af þeirra völd-
um ef ég kvittaði á trúnaðarskjal um
að ég væri sátt. Allan tímann hef ég
orðið fyrir stöðugu tjóni og staðan
versnar með degi hverjum. Satt að
segja hélt ég alltaf að bankinn myndi
sjá að sér og leiðrétta þetta. Siðblind-
an er með ólíkindum því þeim er al-
veg skítsama um fólkið.“
Mínus en ekki plús
Aðspurð telur María sig hafa átt að
eiga nærri 37 milljónir króna eftir að
hafa selt einbýlishús sitt við Hjallaveg
í Reykjavík. Það seldist á 95 milljón-
ir króna og segir hún heildarskuldir
sínar hafa verið tæpar sextíu milljón-
ir á þeim tíma. „Eftir sölu hússins átti
ég að eiga peninga fyrir öllum skuld-
unum og gott betur. Ég átti að eiga 37
milljónir. Ég er hins vegar skráð fyr-
ir 90 milljónum í mínus í dag og höf-
uðstóll minn er horfinn. Ég stend því
í slag við bankann vegna mafíósa-
vinnubragða,“ segir María leið.
„Ég hef þurft að klaga yfirmenn
bankans vegna vinnubragðanna
sem hafa valdið mér gífurlegu tjóni.
Bankarnir hafa endalaust fengið að
koma svona fram við fólk. Ég vil af-
hjúpa spillinguna og hvernig bank-
arnir hafa leikið sér með okkur. Ég vil
afhjúpa þessi fáránlegu vinnubrögð
bankans og hvet alla yfirmenn og
lögmenn bankanna til að líta djúpt í
hjarta sér og leysa vanda fólks, sem
er núna gífurlegur, af heiðarleika og
ábyrgð.“
Erfið ár
Fjárhagsvandræði eru ekki eina áfall-
ið sem dunið hefur á Maríu síðustu ár.
Fyrir fjórum árum varð hún fyrir því
að missa fóstur eftir erfið veikindi og
í kjölfarið missti hún mikinn mátt og
allt starfsþrek. Rúmu ári síðar skildi
hún við mann sinn eftir 10 ára sam-
búð. „Veikindin voru mér mjög erfið
og það hafa síðustu ár verið. Leiðin
hefur verið stöðugt niður á við. Skiln-
aðurinn var hræðilega sár og mjög
erfiður fyrir fjölskylduna. Þetta er
eitthvað sem ég óska engum að þurfa
að ganga í gegnum,“ segir María. Hún
segir það hafa verið allsvakalegt að
þurfa að takast á við Landsbankann
strax í kjölfar veikindanna og erfiðs
skilnaðar. Fyrstu viðbrögð voru að
bresta í grát og þannig grét hún oft á
dag fyrsta hálfa árið eftir að fjármálin
urðu erfið.
„Við þessar aðstæður grét ég oft
á dag, og það fyrir framan starfsfólk
bankans trekk í trekk. Þetta gerðist
hjá mér strax eftir viðkvæman og erf-
iðan skilnað og því var ég afar veik
fyrir. Ég var, og er, náttúrulega rosa-
lega reið út í bankann og í fyrstu var
ég alltaf grátandi. Nú er ég bara reið
og ákveðin.“
Missti draumahúsið
Haustið 2007 gekk skilnaður þeirra
hjóna í gegn og María keypti hlut
manns síns fyrrverandi út úr drauma-
húsinu þeirra. Það hús seldi hún svo
síðar þegar hún var á leiðinni í nám
erlendis. „Þetta var draumahúsið
mitt, ég hafði lagt alla mína sál í að
endurhanna húsið og þetta hús hefði
orðið draumaheimili okkar ef allt
hefði ekki farið úr skorðum í lífi mínu
árið þar á undan. Í dag bý ég í lítilli 50
fermetra íbúð og er ansi þröngt um
mig og börnin mín,“ segir María.
„Ég yfirtók húsið eftir skilnaðinn
María Jónsdóttir, tveggja barna móðir,
ætlar í mál við Landsbankann þar sem hún
telur aleigu sína í gíslingu hjá bankanum.
Hún hefur fengið vilyrði fyrir gjafsókn frá
dómsmálaráðuneytinu og ætlar sér að sigra
til að veita fólki von. „Ég er algjör frekja en
fyrst og fremst er ég réttlætissinni. Hjarta
mitt segir mér að réttlætið muni sigra,“
segir María í einlægu viðtali við DV.
MISSTI ALLT Á METTÍMA
TrausTi HafsTEinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Ef ekki væri fyrir börn-
in mín þá veit ég ekk-
ert hvað ég hefði tekið
til bragðs. Ég skil vel að
fólk hafi velt fyrir sér
sjálfsvígi í svona stöðu
en börnin mín björguðu
mér frá því.“
Miklar skuldir María taldi sig eiga
40 milljónir hjá Landsbankanum
en er nú skráð þar með 90 milljóna
króna skuld. Mynd HEiða HElgadóTTir
Missti draumahúsið Eftir sáran skilnað
missti María draumahúsið sitt og á stund-
um í erfiðleikum með að fæða börnin sín.
Þjófkennir bankann María segir Lands-
bankann halda aleigu sinni í gíslingu og
ætlar í mál. Mynd sigTryggur ari JóHannsson