Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 46
46 föstudagur 11. desember 2009 helgarblað Pétur Hafliði Ólafsson, sjómaður og sjóvinnukennari, fæddist í Stykk- ishólmi en fluttist þriggja ára með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Hann hóf sjómennsku fimmtán ára á bv. Geir, var togarasjómaður seinni stríðsárin og jafnframt á erlendu kaupskipi tvö ár, fór til Eimskipa 1948 og var háseti og síðar bátsmaður á Ms Goðafossi 1949-62, stundaði síð- an kennslu í verklegri sjóvinnu ásamt Herði Þorsteinssyni, mági sínum, á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur en fór aftur til sjós 1971, vann síðan að undirbúningi sjóvinnukennslu víða um land, ásamt Herði. Pétur stund- aði leigubílaakstur um skeið, var verkstjóri í fiskverkun Odda á Patr- eksfirði, öðlaðist fiskmatsréttindi og stundaði jafnframt ferskfiskmat fyr- ir Ríkismat sjávarafurða svo og salt- fisks-og skreiðarmat. Hann hóf störf hjá Ríkismati sjávarafurða 1979 og sinnti síðar gæðaúttekt, m.a. á salt- fiski, skreið, fiskimjöli og lýsi fyrir umboð Société Générale de Surveill- ance í Sviss hér á landi. Pétur starfaði mikið fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni frá 1986, sá um opið hús félagsins að Sigtúni 3 um árabil, var formað- ur ferðanefndar félagsins, tók þátt í söngstarfi þess og var formaður Kórs eldri borgara. Fjölskylda Pétur kvæntist þann 27.10. 1942 Jóhönnu Guðrúnu Davíðsdóttur húsmóður, f. 3.9. 1920, d 4.1.2003. Foreldrar hennar voru Davíð Friðlaugsson, trésmiður og dag- launamaður á Vatneyri við Patreks- fjörð, og Sesselja Guðrún Sveinsdótt- ir húsmóðir. Börn Péturs og Jóhönnu: Davíð, f. 14.9. 1940, d. 24.12. 1973, vinnuvél- stjóri á Eskifirði, var kvæntur Margréti Hrefnu Guðmundsdóttur sem lést 1979, húsmóður, en þau skildu, og eignuðust þau tvo syni; Hrefna Sess- elja, f. 2.10. 1943, sjúkraliði í Reykjavík og á hún fjögur börn; Hafliði, f. 22.6. 1945, d. 2.12. 1982, verslunarstjóri hjá SS í í Reykjavík, var kvæntur Vigdísi Sigurðardóttur bankastarfsmanni og eignuðust þau tvær dætur; Hugrún, f. 29.10. 1950, húsmóðir í Reykjavík, gift Marteini Elí Geirssyni, brunaverði og fyrrv. knattspyrnukappa og eiga þau þrjú börn; Pétur Kúld, f. 28.2. 1953, kjötiðnaðarmaður og kaupmaður í Reykjavík, kvæntur Önnu Sigríði Einarsdóttur, húsmóður og verslun- armanni, og eiga þau tvær dætur; Ólína Björk, f. 13.12. 1956, húsmóðir í Reykjavík og á hún þrjá syni. Systkini Péturs: Sigríður Ingunn, f. 26.9. 1912, húsmóðir og ekkja í Reykjavík; Ólöf Pálína, f. 7.6. 1914, d. 15.12. 1965, húsmóðir að Klömbrum í Reykjavík; Guðrún Aðalheiður, f. 22.8. 1915, d. 11.7. 1944, húsmóð- ir í Reykjavík; Vigdís Steina, f. 25.8. 1916, húsmóðir í Reykjavík; Hansína, f. 28.8. 1918, d. í janúar 1940, hús- móðir í Reykjavík; Anna Ingibjörg, f. 29.6. 1921, húsmóðir í Reykjavík; Jónas Guðmundur, f. 29.6. 1921, iðnverkamaður í Reykjavík; Guð- rún, f. 26.9. 1922, d. 10.2. 1959, hús- móðir í Reykjavík; Sigurrós, f. 13.5. 1924, verslunarmaður í Reykjavík; Gísli, f. 21.6. 1926, bílstjóri í Reykja- vík; Sveinberg Skapti, f. 7.10. 1927, prentsmiðjueigandi og fyrrv. dægur- lagasöngvari; Ólöf Jóna, f. 8.10. 1929, starfsmaður Reykjavíkurapóteks. Foreldrar Péturs voru Ólafur Jón Jónasson, f. 8.3. 1887, d. 1.8. 1929, sjómaður í Reykjavík, og Ólína Jó- hanna Pétursdóttir, f. 24.8. 1887, d. 13.9. 1979, húsmóðir. Hörður Þórðarson sparisjóðsstjóri f. 11.12, 1909. - d. 6.12.1975 Hörður Þórðarson, sparisjóðs- stjóri SPRON, fæddist á Kleppi í Reykjavík 11. desember 1909, sonur Þórðar Sveinssonar, yflrlæknis á Kleppspítalanum, og k.h., Euenar Johanne Sveins- son. Bræður Harðar urðu allir þjóðkunnir menn: Úlfar augn- læknir; dr. Sveinn, skólameistari og prófessor; Agnar, rithöfund- ur og bókavörður; Gunnlaug- ur, hæstaréttarlögmaður, faðir Hrafns kvikmyndaleikstjóra og Tinnu leikkonu, og Sverrir, lengst af blaðamaður við Morgunblað- ið, faðir Þórðar augnlæknis. Börn Harðar eru Þórður, hjartasérfræð- ingur, yfirlæknir og prófessor, og Anna, skrifstofustjóri. Hörður lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1927 og embættisprófi í lögfræði við Há- skóla Íslands 1933. Hörður stund- aði almenn bankastörf og starfaði í lögfræðideild Landsbanka Ís- lands frá 1933 en var síðan spari- sjóðsstjóri SPRON frá 1942 og til æviloka 6. desember 1975. Hörður var í hópi þekktustu bridgeleikara hér á landi. Hann var fyrsti formaður Bridgefélags Reykjavíkur og síðar kjörinn heið- ursfélagi þess og sinnti fjölda trúnaðarstarfa fyrir Brigdesam- bandið. Hann var í landsliði Ís- lands í bridge um árabil og sveit hans vann margsinnis Íslands- og Reykjavíkurmót. Þá var hann lengi forseti íþróttadómstóls ÍSÍ og sat í yfirkjörstjórn Reykjavíkur. Örn Arnarson skáld f. 12.12. 1884. - d. 1942 Örn Arnarson var skáldanafn Magnúsar Stefánssonar sem fæddist í Kverkártungu á Langa- nesströnd 12. desember 1884, sonur Stefáns Árnasonar, bónda þar, og Ingveldar Sigurðardóttur, frá Svínafelli í Hjaltastaðaþing- há. Örn var alinn upp í fátækt og stundaði lengi almenn störf sem til féllu, s.s. sjómennsku og vega- vinnu. Hann lauk samt gagn- fræðaprófi og kennaraprófi og var skrifstofumaður og kennari síðari árin, búsettur í Hafnarfirði. Örn gaf út kvæðasafnið Illgresi 1925. Hann var ekki nýrómantíkus eins og menntaðir samtímamenn hans. í bókmenntasögu Kristins E. Andréssonar er honum skipað á bekk með skáldum sem ortu und- ir eldri áhrifum, s.s. Jakobi Thor- arensen og Guðmundi frá Sandi. Hann var málsvari íslenskrar al- þýðu og orti um brauðstrit hennar sem hann þekkti af eigin raun. Þess vegna er grunnt á þjóðfélags- ádeilu og beiskju í kvæðum hans þó hann sé gamansamur og glett- inn á yfirborðinu. Þekktustu kvæði hans eru sjómannskvæðin Stjáni blái og Hrafnistumenn, Rímur af Oddi sterka, ljóðið um lítinn fugl á laufgum teigi, sem oft er sungið við lag Sigfúsar Halldórssonar, og hið gullfallega kvæði Þá var ég ungur sem hann orti til móður sinnar skömmu fyrir andlát sitt 1942. minning Pétur Hafliði Ólafsson merkir Íslendingar Fæddur 10.02.1920 - dáinn 05.12.2009 Eftirmæli Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri Félags eldri borg- ara „Um margra ára skeið var Pétur einn af helstu forsvarsmönnum félags- ins bæði í stjórn og framkvæmda- stjórn auk þess sem hann sinnti öðrum félagsstörfum innan FEB af miklu kappi. Pétur stóð fyrstur manna fyrir dansleikjum FEB, fyrst í Akógessalnum í Sigtúni og síðar í Glæsibæ þegar félagið flutti starf- semi sína þangað og loks í Stangar- hyl, þar sem það er nú til húsa. Stóð Pétur ætíð vaktina á dansleikjun- um. Það var ekki fyrr en vorið 2009 sem hann ákvað að nú væri kominn tími til að láta aðra taka við. Pétur stóð einnig að stofnun Kórs Félags eldri borgara og hann var leiðsögu- maður í fjölda ferða á vegum félags- ins. Hann stóð fyrir allskyns eftir- minnilegum viðburðum í tengslum við kórastarfið svo sem hinum víð- frægu kúttmagakvöldum. Eins og áður er nefnt átti Pétur einnig sæti bæði í stjórn og framkvæmdastjórn félagsins um tíma og lét ætíð mikið til sín taka hvar sem hann sté nið- ur fæti og vann öll störf fyrir félag- ið af mikilli ósérhlífni. Pétur er einn af fáum heiðursfélagum Félags eldri borgara frá upphafi stofnunar þess fyrir 23 árum. Hér er auðvitað ótal- inn fjöldi afreka Péturs Ólafssonar á öðrum vettvangi sem öðrum verður látið eftir að segja frá. Félagið þakk- ar Pétri hin miklu og verðugu störf hans í þágu þess og sendir aðstand- endum Péturs innilegar samúðar- kveðjur vegna fráfalls hans.“ Jónas Jónasson, útvarpsmaður „Það er erfitt að gleyma Pétri H. Ól- afssyni enda langar mig lítt til þess. Hann var einn af þessum ógleym- anlegu, karlmenni í hugsun og gjörðum, alinn upp með lífskröf- urnar við þröskuldinn, fór barn á fætur með móður sinni um miðj- ar nætur að hjálpa henni að hita undir risa þvottapottum á ýmsum heimilum þeirra frúa sem höfðu efni á húshjálp. Síðan fór móðir hans að vinna í Sænska frystihús- inu undir Arnarhólnum, líklega nálægt þar sem Skansinn var í þá gömlu góðu daga, sem ég reyndar efast stórlega um að sé réttnefni, það er að kalla gamla daga „góða“. Saga Péturs sannar það. Varla kominn á fermingarald- ur var hann við slátt í sveitinni þegar bóndi kom að tjá honum harmsögu, faðir hans væri látinn. Sýning á tilfinningum á Íslandi er og var löngum ekki við hæfi og vinnuharka gömlu „góðu“ dag- anna leyfði dreng alls ekki að gráta í flekkinn. Hann beið með tárin og ég hef stundum spurt mig hvort hann nokkru sinni hafi leyft þeim að falla. Þannig var nú Pétur. Hann fór aldrei troðnar slóðir, óttaðist ekkert, var búinn að missa hissuna hafi hann nokkru sinni fengið hana í vöggugjöf, nema hann hafi snemma ákveðið að hætta sýningum á henni. Hann ók amerískri drossíu sem ég held endilega að hafi verið lengsta drossía á landinu og sjálf- ur ók hann eins og 17 ára táning- ur nýbúinn að fá bílprófið og mér var algjörlega óskiljanlegt hvernig hann gat ekið hesta-slóðirnar sem kallaðar eru götur í Reykjavík rétt eins og hann væri nánast á reið- hjóli, þannig smaug hann milli bíla og manna án þess nokkru sinni að rekast á þá. Við ræddum stundum dauðann því Pétur hafði kynnst honum í skipalest á leið til Múrmansk þegar dauðinn byrjaði að ólmast á skips- félögum hans með úllen dúllen doff-aðferðinni og hafið varð eins og baðdagur í helvíti. Þegar krabbinn sóttist eftir Pétri, hló Pétur og kallaði lækna nánast hálfvita, neitaði að láta undan og krabbinn varð að þjóta með honum til Grænlands eða Færeyja eða lengra, því Pétur stóð aldrei lengi kyrr og lét eins og hann væri alheill. Hann neitaði í lokin að taka ótt- ann með sér í rúmið banaleguna frægu, og hafi hann ekki síðustu lífsdagana getað hlegið upphátt að þessu öllu saman, veit ég að hann brosti hróðugur í huganum. Ég er viss um að Pétur H. Ól- afsson er byrjaður að skipuleggja kóra og ferðalög í Sumarlandinu á himnum brosandi og áhyggjulaus og ekkert hissa, þótt hinar sálirnar á himnum séu án efa steinhissa á honum. Ég veit að hann þarf ekki að „lífga“ félagsskapinn þarna uppi en hann gerir hann án efa líf- legri, ef það er annars hægt. Og nú hlær hann upphátt þegar hann langar. Hvernig er nú hægt að gráta svona mann?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.