Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 10
10 föstudagur 11. desember 2009 fréttir „Ég get ekki gefið upp umræðuefni einstakra funda. Ég kannast ekki við að hafa gefið Jóhannesi leiðbeining- ar á fundi okkar um hvert hann gæti farið með óánægju sína. Almennt er það hins vegar þannig að ef mér ber- ast kvartanir vegna einstakra starfs- manna þá vísa ég málunum til um- fjöllunar af hálfu stjórnsýslu skólans, í samræmi við starfsreglur því sá er farvegurinn,“ segir Kristín Ingólfs- dóttir, rektor Háskóla Íslands. Í vikunni funduðu Jóhannes Jóns- son, kaupmaður í Bónus, og Kristín rektor um störf Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors. Jóhann- es sakar Hannes Hólmstein um að dreifa flugritum um son sinn, Jón Ásgeir, innan veggja Háskólans og dreifa þannig rógburði um fjölskyldu sína. Sjálfur vísaði Hannes því alfar- ið á bug í samtali við DV. Jóhannes er afar óánægður með framgöngu próf- essorsins og ætlar að leita leiða til að koma honum frá. Kaupmaðurinn var hins vegar ánægður með fundinn með rektori þar sem hann segist hafa fengið leiðbeiningar um næstu skref. Þau skref verða tekin lofar Jóhannes. Sjaldgæfir fundir Aðspurð segir Kristín það afar sjald- gæft að hún eigi fundi með utanað- komandi vegna kvartana um ein- staka starfsmenn. „Ég reyni að verða við öllum beiðnum um fundi og Jó- hannes bað um þennan fund til þess að ræða ýmis málefni. Að sjálfsögðu geri ég mitt besta til að hitta fólk sem vill tala við mig. Ósk hans gekk eftir og mér fannst það sjálfsagt. Ég verð hins vegar að gæta þess að ræða ekki efnislega einstök mál því það kann að koma til þess síðar að ég þurfi að úrskurða í málum á einhverju stigi,“ segir Kristín. Gísli Már Gíslason, formaður Fé- lags prófessora ríkisháskóla, bend- ir á að það sé ekkert einsdæmi að óánægðir samfélagsþegnar leiti til rektors með óánægju sína í garð ein- stakra kennara skólans. Aðspurður segist hann styðja Hannes en að svo stöddu segir hann félagið ekki aðhaf- ast í málinu. „Félagið skiptir sér aldrei af því við hvern rektor talar eða fjallar sérstaklega um fundi rektors. Í gegn- um tíðina hafa svipaðir fundir átt sér stað öðru hvoru þar sem kvartað hef- ur verið undan einstaka prófessorum og kennurum skólans. Mér vitanlega hefur rektor hins vegar aldrei látið það hafa áhrif á sig og iðulega tekið á móti mönnum og hlustað á. Þessi fundur er því ekkert einsdæmi og við skiptum okkur ekkert af þessu nema þá að fundurinn leiði til ákvörðunar Háskólans gagnvart Hannesi,“ segir Gísli Már. Hannes hissa Jóhannes segist vera búinn að fá nóg af framgöngu Hannesar. Hann segir rektor hafa tekið vel á móti sér í vik- unni. „Við rektor áttum ánægjuleg- an fund saman. Hún leiddi mig inn á þær brautir sem ég þarf að fara til að koma óánægju minni í réttan far- veg. Ég er sáttur en get ekki tjáð mig að öðru leyti hvað fór á milli okkar. Um samtal okkar á fundinum gildir trúnaður. Ég hef verið afar óánægð- ur með prófessorinn og rektor tók vel á móti mér. Yfir því get ég ekki kvart- að. Nú mun ég huga að næstu skref- um og það er engin spurning að þau verða tekin,“ segir Jóhannes. Hannes er mjög hissa á því að rektor hafi fundað með Jóhannesi sem hann telur vilja koma í veg fyr- ir frjáls skoðanaskipti innan skólans. Hann bendir á að algengt sé að há- skólakennarar prenti út ádeilurit og sýni samkennurum sínum. Að öðru leyti vill Hannes ekki tjá sig um mál- ið en bendir á að myndina, sem var tilefni þess að Jóhannes óskaði eftir fundi með rektor, sé að finna á slóð- inni: http://i.imgur.com/aCOwC.- jpg. Styður Hannes Á flugritinu umdeilda koma fram fullyrðingar um að vina- og ættar- tengsl bjargi eignarhlut 1998 ehf., félagi í eigu Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, í Högum. Þar er Jón Ás- geir nafngreindur og myndbirtur og einnig tveir bankastarfsmenn, þau Helga Jónsdóttir, stjórnarmað- ur Arion banka, og Sigurjón Pálsson, starfsmaður Arion banka. Bæði eru þau sögð vinna hörðum höndum að því að fá milljarða skuldir félagsins niðurfelldar. Aðspurður segist Gísli Már ekki kannast við algengi þess að háskóla- kennarar sýni hver öðrum ádeilurit. Hann ætlar að fylgjast vel með fram- vindu málsins. „Ég hef ekkert orðið var við það á göngunum að menn séu að sýna svona plögg. Komi þessi fundur til með að hafa afleiðingar fyr- ir Hannes tekur félagið það auðvitað upp. Við fylgjumst með þessu en mér finnst alveg sjálfsagt að rektor hlusti á allt og farið sé eftir ákveðnum braut- um. Hér í skólanum er alltaf hlust- að á alla en það er síðan rektors að ákveða hvort hann taki ein- hverjar ákvarðanir í kjöl- farið. Ég held að Kristín taki þá ákvörðun sem er réttust fyrir starf- semi skólans. Ég þekki ekki til þess að svona umkvörtun hafi nokk- urn tímann leitt til eftirmála. Ég á ekki von á því að þetta geri það heldur og vona að Hannesi gangi vel í sínu starfi,“ segir Gísli Már. TrauSTi HafSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Kristín ingólfsdóttir háskólarektor ræðir ekki efnislega kvartanir Jóhannesar Jónssonar kaupmanns í garð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors. Það gerir hún ekki sökum þess að síðar meir kann að vera að hún þurfi að úrskurða í málinu. Jóhannes er ánægður eftir fund með rektor og ætlar að taka næstu skref. KAUPMAÐURINN VILL PRÓFESSORINN BURT „Ég þekki ekki til þess að svona um- kvörtun hafi nokk- urn tímann leitt til eftirmála. Ég á ekki von á því að þetta geri það heldur og vona að Hannesi gangi vel í sínu starfi.“ Hissa Hannes skilur ekkert í fundi Jóhannesar og rektors þar sem algengt sé að kennarar sýni hver öðrum ádeilurit. Ætlar í hart Eftir fund með háskólarektor undirbýr Jóhannes næstu skref gegn prófessornum. Óttar Sveinsson ,,Óttari Sveinssyni tekst að segja (söguna) á listilegan hátt“ ,,hröð og spennandi, afar vel skrifuð“ Bónus verslanir ALMENNT EFNI Jón Þ. Þór, rithöfundur og sagnfræðingur, DV, 2.12 ,,Allar hafa (Útkallsbækurnar) vakið mikla athygli og notið mikilla og verðskuldaðra vinsælda ... að mínu mati er þessi hin besta þeirra allra“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.