Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 19
fréttir 11. desember 2009 föstudagur 19 einstakra aðila. Oft eru einu regl- urnar sem hafa verið brotnar, reglur heilbrigðrar skynsemi, sem gleym- ast í eignabólu eins og til dæms að lítið hagkerfi geti ekki borið ábyrgð á erlendum skuldum sem nema níf- aldri landsframleiðslu. Í fræðiritum er oft talað um þjóðfélagslegt oflæti eða „maníu“ í tenglum við eigna- bólur. Af þessum sökum er erfitt að líta á einn hóp frekar en annan sem ábyrgan fyrir hruni. Að mínu mati er starfsfólk á fjármálamarkaði yfirhöf- uð samviskusamt, vel menntað og stór hluti þess ungt og nú reynslunni ríkara. Óskynsamlegt væri að setja það út í horn við enduruppbyggingu efnahagslífsins. Þannig voru sjó- mennirnir sem kláruðu síldina árið 1967 ekki settir í land heldur réru á ný loðnumið. Ég átta mig á þörf al- mennings til að finna sökudólga hrunsins. Ég sé hvers vegna fyrrver- andi bankastjóri gjaldþrota seðla- banka vill finna óreiðumenn.“ Engar hömlur þrátt fyrir viðvörunarljós Þú varst yfirmaður í Seðlabank- anum eitt sinn og einn umsækjend- anna um stöðu seðlabankastjóra á þessu ári. Þú hefur með öðrum orð- um lifað og hrærst á fjármálamark- aði. Hvaða mistök í peningamála- og efnahagsstjórninni á undanförnum árum voru afdrifaríkust að þínu viti? „Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér landi allt frá árinu 2003 og var- aði við innan og utan Landsbankans. Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúða- lánum. Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn. Tvennar stóriðju- og virkj- anaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfest- ingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu. Tilslakanir í rík- isfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir hlutu einnig að magna vandann. Engar skorður voru reist- ar við erlendum lántökum fjármála- fyrirtækja þrátt fyrir margháttaða reynslu erlendis frá af hættum sem fylgja opnum fjármagnshreyfingum fyrir lítil hagkerfi. Um það má með- al annars lesa í skýrslu sem banda- ríski Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz vann fyrir Seðlabanka Ís- lands árið 2001. Engar hömlur voru settar eftir að íslenska fjármálakerf- ið fékk viðvörun snemma árs 2006. Engar hömlur voru heldur settar á kaup íslensku bankanna á erlend- um fjármálafyrirtækjum eða kvað- ir lagðar á þá um viðbúnað, eins og til dæmis reglur um laust erlent fé til að mæta erfiðleikum á erlendum lánamörkuðum. Frá árslokum 2005 til ársloka 2008 nánast tvöfaldaðist íslenska fjármálakerfið að stærð. Þó var ljóst að stærð þess í árslok 2005 var við efri mörk þekktrar skuldsetn- ingar einstakra ríkja.“ Margir „neyðarfundir“ Reyndir þú að koma sjónarmiðum þínum, athugasemdum og viðvörun- um á framfæri á réttum stöðum? „Ég hef ekki talið það gagnlegt til þessa að draga sérstaklega fram afstöðu mína til þróunar mála í að- draganda hrunsins eða tillögur mín- ar og afskipti eftir að alþjóðlega fjár- málakreppan var skollin á. Ég hef aldrei talið að „I told you so“ afstaða hjálpi til að leysa neinn vanda. Þrátt fyrir að ég hafi verið í áhrifastöðu í íslensku fjármálafyrirtæki tókst mér ekki að sannfæra félaga mína um að sjónarmið mín væru réttmæt. Mér tókst ekki heldur að sannfæra ráða- menn í aðdraganda hrunsins um nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir eða lágmarka skaða sem yf- irvofandi var. Þannig átti ég þrjá fundi með for- manni stjórnar Fjármálaeftirlitsins, þann fyrsta í desember 2007, fund með forsætisráðherra í febrúar 2008 og utanríkisráðherra í júní sama ár um þann vanda skapaðist í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar á Íslandi. Skoðun mín var að kreppan og áhætta íslensku bankanna útilok- aði aðgang þeirra að erlendu láns- fé. Án aðgangs að erlendu lánsfé myndu þeir fyrr eða síðar falla. Fall eins bankanna myndi fella þá alla. Ábyrgðarleysi væri að hafa fjármála- kerfi þjóðarinnar óvarið og nauðsyn- legt að grípa til aðgerða. Þær þyrftu að vera þríþættar, í fyrsta lagi að minnka erlendan rekstur bankanna með sölu erlendra eininga og sölu erlendra útlána til að draga úr þörf þeirra fyrir aðgang að erlendu láns- fé og skapa erlent lausafé. Í öðru lagi að leita strax til Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins um aðstoð og lánsfjárfyr- irgreiðslu í fyrirbyggjandi tilgangi. Í þriðja lagi yrði að afla sem mest fjár erlendis til að styrkja gjaldeyrisforða landsins. Varðandi Landsbankann sérstaklega var það skoðun mín að færa ætti innlán bankans erlendis til dótturfélaga erlendis til að létta ábyrgð vegna innstæðutrygginga af íslenska innstæðutryggingasjóðn- um. Það var og er mín skoðun að kostnaður þjóðarbúsins hefði orð- ið miklu minni en raun ber vitni ef þessi leið hefði verið farin. Innan Landsbankans varaði ég við, strax frá árinu 2005 og ítrekað þaðan í frá, of hröðum vexti útlána og skorti á erlendu lausafé. Sama gildir um þá slökun sem varð á veð- setningarhlutföllum í útlánum, sér- staklega til eignarhaldsfélaga og byggingarstarfsemi. Skoðun mín var sú að nauðsynlegt væri að lækka lánaviðmiðanir vegna þeirra eigna- bólu sem væri að myndast. Þá var ég ekki fylgjandi útrás bankans á er- lendri grundu og efaðist um forsend- ur hennar.“ Greiðslu- og skuldavandinn Þú veittir félagsmálaráðuneytinu sérfræðilega ráðgjöf við að reyna að leysa þann greiðslu- og skuldavanda heimila sem af hruninu leiddi. Hvaða aðgerðir eru á teikniborðinu? „Þær aðgerðir eru tvískiptar og eru að mestu að komast í framkvæmd. Annars vegar greiðslujöfnun sem ætlað er að mæta vanda þeirra sem búa við léttari greiðslubyrði. Miðað er við að færa greiðslubyrði aftur til þess sem hún var fyrir hrun. Vonir standa svo til að á næstu árum rétti hagkerfið og kaupmáttur úr kútnum og lánþegar geti greitt það sem nú er slegið á frest. Hins vegar er um að ræða sér- tæka skuldaaðlögun fyrir þá sem verr eru staddir. Sú aðferð byggist á samningum milli lánþega og lána- stofnana um heildarendurskipu- lagningu skulda, þar með talið eft- irgjöf á lánum þegar greiðslugeta er ekki til staðar. Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um virði eigna, skulda og framtíðartekjur er miðað við að eft- irgjöf lána komi endanlega til fram- kvæmda að þremur árum liðn- um þegar vonast er til að línur hafi skýrst. Í báðum leiðum er viðmiðið það sama, þ.e. greiðslugeta lánþega. Að mati flestra sem komið hafa að þessum vanda er almenn lækkun lána ekki raunhæfur kostur og ég er sammála því. Til þess er vandinn af- markaður við tiltölulega lítinn hóp og miklu fé væri því varið til heim- ila sem ekki væru í vanda. Endur- mat útlána í kjölfar fjármálahruns- ins skapa ekki fjármuni til þess að kosta almenna lækkun lána. Það endurmat er til komið vegna þess að ákveðin útlán eru talin töpuð að hluta eða öllu leyti og því munu fjármálafyrirtækin þurfa að ráðstafa til afskrifta á komandi misserum, meðal annars í sértæka skuldaað- lögun heimila.“ Ábyrgt að sækja kröfuna Þú gerðir 230 milljóna króna launakröfu í þrotabú Landsbankans og varst meðal þeirra tíu fyrrverandi yfirmanna bankans sem gerðu hæstu kröfurnar. Þetta hefur sætt gagnrýni. Er ekki óbilgirni að gera slíkar kröf- ur? „Mörgum finnst þetta ekki sið- samlegt en kröfurnar eru byggð- ar á ráðningarsamningi mínum við Landsbankann. Ég átta mig á því að margir þeir sem gagnrýna kröfurnar telja sig hafa skýra mynd af því sem gerðist í aðdraganda hrunsins, þar á meðal hlut mínum. Með öðrum orð- um eru þeir margir sem telja sig vera í stöðu til að meta hvað er siðferði- lega rétt. Það er aðdáunarvert í ljósi þess að rannsóknarnefnd Alþingis er enn að störfum. Verði kröfur mínar samþykktar liggur fyrir að þær munu ekki skaða íslenska hagsmuni. Ég hef ekki áhuga á að styrkja frekar en orðið er ríkissjóði Bretlands og Hol- lands, enda tel ég að eftirlitsyfirvöld þeirra landa hafi ýmist með aðgerð- um sínum og aðgerðaleysi átt þátt í þeim vanda sem leiðir af innlána- töku íslenskra fjármálafyrirtækja á fjármálamörkuðum þeirra. Þá tel ég að það samkomulag sem fyrir ligg- ur um uppgjör innstæðutrygginga vegna erlendra lána sýni óbilgirni af þeirra hálfu, meðal annars hvaða vexti lán Tryggingarsjóðs frá þessum löndum bera. Ef þessar kröfur skila einhverju, vil ég að andvirðið renni til velferðar- mála. Hvortutveggja, að sækja kröf- una og að ráðstafa henni, er að mínu mati ábyrg afstaða.“ Óafsakanlegt oflæti „Ég átta mig á þörf al- mennings til að finna sökudólga hrunsins. Ég sé hvers vegna fyrrver- andi bankastjóri gjald- þrota seðlabanka vill finna óreiðumenn.“ Fundaði þrisvar með Fjármálaeftirlitinu „Þannig átti ég þrjá fundi með formanni stjórnar Fjármálaeftirlitsins, þann fyrsta í desember 2007, fund með forsætisráðherra í febrúar 2008 og utanríkisráðherra í júní sama ár um þann vanda sem skapaðist í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar á Íslandi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.