Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 31
m æ li r m eð ... ... ÞÞ - Í forheimskun- arlandi eftir Pétur Gunnarsson Vel stíluð og tímabær kynning á Meistar- anum. ... loftkastalanum sem hrundi eftir stieG larsson Allir lausir endar úr fyrri bókunum tveimur hnýttir í sérlega spennandi glæpasögu. ... leitinni að audrey hePburn eftir bjarna bjarna- son Falleg og fyndin skáldævisaga. ... stórskemmti- leGu stelPu- bókinni eftir a. j. buchanan oG m. Peskowitz Mjög skemmtileg og fræðandi. ... sjúddirarÍ rei - endurminninGar Gylfa ÆGissonar Jólabók sjómannsins og allra hinna ... the twiliGht saGa: new moon Alls ekki jafn- góð mynd og vinsældirnar gefa til kynna. m æ li r eK Ki m eð ... fóKus 11. desember 2009 föstudagur 31 Klaufabárðarnir og Laddi eru áberandi á metsölulista Eymundsson: Stríð milli strumpa og klaufa föstudagur n aðventa hjá sinfóníunni Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur sína árlegu aðventutónleika í Háskólabíói á föstudagskvöldið. Auk hinna miklu tónleikaraða býður sveit- in upp á sérstaka aðventutónleika til að hringja inn jólin. Miðaverð er 3.300-3.700 kr. en hægt er að kaupa miða á midi.is. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30. n fancy toys á Íslandi Beint frá London koma Íslandsvinirnir The Fancy Toys aftur til Íslands. Þeir eru í dúndurformi eftir mikla spilat- örn á tónleikahátíðum í Bretlandi í sumar og ætla þeir bjóða upp á einstaka kvöldstund á Rósenberg helgina 11. og 12. desember. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og kostar 1.000 krónur inn. n boogienights og bó Það er æsileg helgi fram undan á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi. Á föstudagskvöldið er Boogienights- kvöld og spila þá bæði DJ Fox og Von. Daginn eftir er svo sjálfur kóng- urinn, Bó Halldórs, að spila og það er nú vitað að þar fá menn gæðin beint í æð og ekkert annað. n lára og addi á Prikinu Skemmtistaðurinn Prikið hljómar vel á föstudagskvöldið. Lára hefur leik með Kokteilbandinu og kemur öllum í stuð áður en meistari DJ Addi Intro tekur við og þá verða rassar hristir fram á rauðanótt. laugardagur n skímó á heimavelli Þeir sem vilja bregða undir sig betri fætinum á laugardagskvöldið geta skellt sér á Selfoss, nánar til tekið á 800 Bar. Þar verða Skímófélag- arnir Gunni Óla og Hebbi Viðars að skemmta fram á nótt. Miðaverð er aðeins 1.000 krónur en húsið verður opnað klukkan 23.00. n eivør í fríkirkjunni Tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík dagana 12. og13. desember. Báðir tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og kostar 2.500 krónur inn. Hægt er að kaupa miða á vefsíðunni midi.is. n kokteilpinnarnir í fjöri Helgi Björns og Kokteilpinnarnir verða áfram í hörkufjöri en tónleika- sería þeirra hefur vakið mikla lukku. Þeir mæta á sviðið í Þjóðleikhúskjall- aranum á laugardagskvöldið eins og endranær. Tónleikarnir hefjast klukkan 23.00 en það kostar 1.500 krónur inn. n sveitt partí Þrátt fyrir gagnrýni fer hið lostafulla Dirty Night-partí fram á Glóðinni í Keflavík á laugardagskvöldið. Þar verða plötusnúðarnir DJ Óli Geir, DJ Joey D og DJ Sindri BM að spila en mikið af lostafullum atriðum verða á dagskrá eins og það að drekka skot af nöktum líkömum. Hvað er að GERAST? að koma út í fyrra. Ég lagði hana svo frá mér í maí í fyrra til þess að klára ljóðabók vegna þess að ég sá fram á að ef ég myndi klára hana þá myndi ég klára hana á hlaupum. Og í stað þess að klára hana á hlaupum ætlaði ég að sitja yfir þessu og skila þessu almennilega frá mér. En Páll vill kannski að ég bíði enn þá lengur. Ég er búinn að taka þrjú ár í þessa bók og held nú bara að það sé ágætis tími til að gefa sér í ekki lengri bók.“ Eiríkur segist hafa verið í þeirri stöðu að hann hafi verið byrjaður að skrifa „hrunsbók“ fyrir hrun. „Ég var búinn að skrifa annan seinni hluta sem ég þurfti að henda bara vegna þess að ég þurfti að bregðast við því að heimurinn breyttist. Þetta er nátt- úrlega samtímaskáldsaga og þeg- ar Páll Baldvin segir að það sé ekki hægt að skrifa um hrunið þegar það er svona stuttur tími liðinn þá er ekk- ert hægt að skrifa samtímaskáldsögu. Ekki ef það á bara að líta alveg fram hjá hruninu. Gæska fjallar um pólit- ískan veruleika. Hún fjallar um þing- mann og hrunið er stór partur af því hvernig heimurinn breytist.“ missti af byltingunni Eiríkur fylgdist með efnahagshrun- inu og búsáhaldabyltingunni úr hæfilegri fjarlægð þar sem hann bjó í Finnlandi þegar ósköpin dundu yfir. Hann segir það hafa verið undarlegt fyrir strögglandi rithöfund að fylgj- ast svona með landinu sínu fara til fjandans. „Þetta var rosalega skrýt- ið í fyrra þegar blessuð búsáhalda- byltingin var í gangi. Þá sat maður og endurhlóð fréttasíðurnar og gerði ekkert annað allan daginn. Og þar sá ég ekkert nema myndir af vinum mínum. Steinar Bragi að ota hnefan- um að lögregluþjónum og þar fram eftir götunum. Það var svo mikið af fólki þarna sem ég þekkti þannig að ég var að verða alveg vitlaus. Svo kom ég hingað í desember í fyrra alveg æstur að fara að taka þátt. Vera með og sjá þetta allt gerast og þá gerðist ekki neitt. Ég lenti á Keflavíkurflug- velli og þegar ég var að keyra í bæ- inn var umsátur um Seðlabankann og rétt um það leyti sem ég kom til Reykjavíkur leystist umsátrið upp og svo gerðist ekkert alla vikuna. Það voru svona þrjátíu manns á Austur- velli næsta laugardag og það gerðist ekkert fyrr en svona hálftíma eftir að vélin mín fór í loftið til baka, þá var ráðist aftur á Seðlabankann. Þannig að ég fékk ekkert að vera með. Mynd- in sem maður fær af veruleikanum þegar maður horfir bara á Ísland í gegnum fréttamiðlana og blogg er afskaplega móðursýkisleg. Þetta á sérstaklega við um bloggin. Ef maður les bara bloggið hans Ástþórs Magn- ússonar þá verður maður geðveikur.“ sælir eru fátækir Einhverjir lifa enn í voninni um að upp úr rústum kreppunnar muni nýtt og heilbrigðara samfélag rísa. Eiríkur segist ekki alveg átta sig á því hvert stefnir. „Þetta er flókið. Ég á hægrisinnaðan vin sem er dokt- or í viðskiptafræði. Þegar við vorum í menntaskóla sagði hann alltaf að það besta sem gæti komið fyrir Ís- land væri að það kæmi kreppa. Að við yrðum bara fátæk og fengjum að takast á við það. Kannski hefur þetta legið einhvers staðar að baki þegar ég fór að skrifa Gæsku. Vandamálið eða munurinn á því sem gerist í Gæsku og svo því sem gerist í raunveruleik- anum er að í Gæsku verður fólkið í alvörunni fátækt. Fólk verður heim- ilislaust og það þarf að selja hlutina sína. Eða allavegana að reyna það. Íslendingar eru ekkert fátækir. Við erum bara í kreppu í gæsalöppum og eins og Davíð [Oddsson] segir þá varð hrun í gæsalöppum. Haukur Már Helgason lýsti þessu ágætlega þegar hann líkti þessu við það þegar Wile E. Coyote hleypur fram af brúninni og á meðan hann lítur ekki niður þá er allt í lagi. Þá hrynur hann ekki niður. Við erum ekki enn þá búin að líta niður. Einhvern veginn finnst mér að það hljóti að koma að því að það skelli á okkur fátækt. Gengi krónunnar er í al- geru óefni. Það eru yfirvofandi gjald- þrot hér og þar en einhvern veginn er það eina raunverulega að bjórinn hefur hækkað. Þegar ég er úti finn ég einhvern veginn strax fyrir sveiflum á genginu. Þetta eru rauntímaáhrif. Maður vaknar á morgnana og kíkir á gengið á evrunni eða sænsku krón- unni og þá veit maður hvað mjólk- urlítrinn kostar þann daginn eða hversu mikið maður þarf að borga í leigu. Síðan eru einhverjir stopperar, sem halda enn þá, á því hvernig þetta lekur inn í íslenskt samfélag. Það er einhver sem stendur enn með fing- urinn í gatinu á stíflunni. Ég hef ekki vit á hagfræði en þetta er tilfinning- in sem ég hef fyrir þessu. Að fyrr eða síðar hljóti þetta að bresta á af fullum þunga og það er spurning hvað ger- ist þá. Ég held að þessi vinur minn hafi alveg haft á réttu að standa. Að Íslendingar megi við því að verða fá- tækir. Í fyrsta lagi bara til að átta sig á því að hamingjan liggur annars stað- ar en í því hversu mörg sjónvörp þú átt eða getir skipt um sófa á hverju ári. Og síðan bara til að ná að slappa aðeins af. Þetta er búið að vera svo brjálæðislegt.“ harmur kreppunnar „Maður vill samt kannski ekki bein- línis óska neinum kreppu heldur. Maður sá það rosalega vel í Finnlandi hvernig kreppan á tíunda áratugnum lék þá þjóð. Það er samt náttúrlega meira sem liggur á þeirri þjóð. Þar var gegnumgangandi harmur alla 20. öldina. Finnar eru náttúrlega ekki í neinu vetrarstríði núna eða neinni kreppu,“ segir Eiríkur en á móti kem- ur að afleiðingar kreppu geta verið langvarandi og þrúgandi. „Það verð- ur einhver atvinnulaus og fer svo að drekka og byrjar að berja konuna sína. Svo er einhver sem skýtur sig. Þetta heldur síðan áfram og börnin taka þetta í arf og verða eins þannig að það skapast ægilegt ástand. Er ekki Mikael Torfason búinn að vera að segja að Íslendingar séu alkó- hólistar? Allir meira eða minna? En hann ætti að sjá hvernig þetta er í Finnlandi. Það er bara ekkert grín. Þar sem ég bjó í Helsinki lágu menn bara áfengisdauðir fyrir framan lyft- una og rónar lágu úti á götu. Munur- inn á íslenskum róna og finnskum er að íslenski róninn drekkur til þess að deyfa tilveruna af því að hún er svo- lítið erfið. Finnski róninn drekkur bara til þess að slökkva á heiminum. Svo liggur hann bara úti á götu og reynir að teygja sig í vodkaflöskuna sem er að renna út í götustein áður en hann rankar við sér aftur. Það er kannski ekki eðlismunur en ansi stór stigsmunur. Og þetta er einfaldlega bara eitthvað sem gæti fylgt alvöru kreppu. Þetta er þannig harmur.“ toti@dv.is mættur á klakann Eiríkur Örn Norðdahl býr með fjölskyldu sinni í Svíþjóð og ætlar að vera þar næstu tvö árin. Hann gerir sér þó vonir um að hann fái eiginkonuna til þess að búa í það minnsta í eitt ár á Ísafirði á næstu árum. Hann kom til landsins á dögunum til að taka slaginn fyrir nýju bókina sína í jólabókaflóðinu en um helgina heldur hann á heimaslóðir fyrir vestan, slekkur á tölvunni, knúsar konuna og leikur við litla drenginn sinn. „Það er gaman að vera í samkeppni við Strumpana. Þeir eru líka frábært efni og skemmtilegur andstæðing- ur,“ segir Einar Árnason kvikmynda- tökumaður sem er maðurinn sem stendur á bak við það að Klaufabárð- arnir tékknesku, sem margir muna eflaust eftir úr barnaefni Sjónvarps- ins á níunda áratugnum, fást nú á DVD í fjölmörgum verslunum um land allt. Og móttökur landsmanna við uppátæki Einars hafa vægast sagt verið góðar því fyrsti diskurinn með ævintýrum Klaufabárðanna sem hann gaf út í fyrra situr nú í fyrsta sæti á metsölulista Eymunds- son og diskur tvö, sem kom út í nóv- ember, er í þriðja sæti. Annað efni sem höfðar mest til yngri kynslóðar- innar, hinir sívinsælu Strumpar, eru hins vegar í fimmta sæti listans. „Ég mælist bara til þess að fólk kaupi bæði Klaufabárðana og Strumpana,“ segir Einar. „Og auð- vitað elska ég Strumpana og horfði mikið á þá þegar ég var yngri. En ég er samt hræddur við svörtu Strum- pana,“ bætir Einar við og hlær. Spurður hvort hann bryddi eitt- hvað upp á þeirri taktík að hafa brot úr klámmynd aftast á Klaufabárða- disknum, líkt og var að finna á einni Strumpaspólu hér um árið, segist Einar ekki hafa farið út í þá sálma. „Klaufabárðarnir eru reyndar líka fyrir fullorðna. En þeir láta klámið alveg eiga sig öfugt við Strumpana.“ Eins og margir vita sér Laddi um raddsetningu Strumpanna. Til gamans má geta að á metsölulista Eymundsson eru Einar og hans klaufsku Tékkar reyndar umkringd- ir meistara Ladda. Auk þess að ljá Strumpunum raddir sínar í fimmta sætinu er nefnilega kvikmyndin Jó- hannes, með Ladda í aðalhlutverki, í öðru sæti listans og Heilsubæl- ið, þar sem Laddi leik- ur nokkra af eftir- minni- legustu karakter- unum, er í fjórða sæti listans. kristjanh@dv.is strumpaklaufa- stríð Klaufa- bárðarnir eru í 1. og 3. sæti metsölulista Eymundsson. Strumparn- ir eru ekki langt und- an.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.