Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 32
32 föstudagur 11. desember 2009 helgarblað „Það var úr vöndu að velja því mér finnst allir viðmælendur mínir jafnspennandi,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir fjölmiðlakona sem hefur sent frá sér bókina Milli mjalta og messu. Bók- in er unnin upp úr samnefndum útvarpsþátt- um en í bókina valdi Anna Kristine fimm ólíka viðmælendur til að bregða upp nærmyndum af og fyrir valinu urðu prestur í Reykjavík, strúta- bóndi í Suður-Afríku, miðill á Akureyri, kona sem missti fjölskylduna í snjóflóði fyrir sextíu árum og Ragnar Axelsson ljósmyndari. Aftur komin í loftið „Hugmyndin er reyndar gömul en Guðjón Ingi Eiríksson hjá Bókaútgáfunni Hólum hafði haft samband við mig árið 1998, en mér fannst ég ekki hafa nægilegt efni svo ég afþakkaði. Þrem- ur árum síðar, eða 2001, hafði bókaútgáfan Edda samband við mig og þá gaf ég út tvær bæk- ur. Ég hafði alltaf verið með sektarkennd gagn- vart Hólum og hafði svo samband við Guðjón Inga í vor. Þá hafði ég ekki fengið starf við upp- lestur á bókum fyrir blinda og þar sem ég kann afskaplega illa að taka höfnun vildi ég finna mér eitthvað annað fljótt. Guðjón tók mjög vel í hugmyndina svo á meðan aðrir voru úti í sól- inni í sumar sat ég inni og skrifaði og saknaði einskis.“ Anna Kristine hefur starfað á fjölmiðlum í tæp 33 ár. Útvarpsþættinum Milli mjalta og messu stjórnaði hún á Rás 2 í þrjú ár; síðar á Bylgjunni í fjögur ár en hún var einnig með þáttinn Messufall á Talstöðinni og Kvöldsög- ur á Bylgjunni í stuttan tíma og hefur starfað í sjónvarpi, á dagblöðum og tímaritum. „Milli mjalta og messu hefur alltaf átt best við mig. Það á bæði vel við mig og viðmælendur mína að vakna svona snemma,“ segir Anna Kristine brosandi en hún er byrjuð aftur með útvarps- þáttinn, á Útvarpi Sögu í þetta skiptið. Veiktist alvarlega Árið 2007 veiktist Anna Kristine svo hún varð að hætta að vinna. Eftir að hafa verið send lækna á milli í eitt og hálft ár var hún greind með Parkinsonsveiki núna í mars. Hún seg- ir að þótt greiningin hafi verið mikið áfall hafi henni einnig fylgt léttir enda hafði hún upplif- að vítiskvalir sem enginn læknir virtist geta út- skýrt. Hún hafi brotnað niður en ákveðið, eft- ir nokkurra daga sorg, að berjast. „Mamma er mjög veik af Parkinson en ég trúði því aldrei að ég myndi fá þetta svona ung. Í nokkra daga grét ég látlaust og sá enga framtíð, en eftir þá útrás varð ég staðráðin í að láta ekki einhvern „Park- inson“ kýla úr mér vonina,“ segir hún og bæt- ir við að húmor geti gert ótrúlegustu hluti fyrir mann þegar lífið virðist erfitt. Spjallar í Bónus Anna Kristine er hæstánægð með að vera kom- in aftur í útvarp sem er hennar uppáhaldsfjöl- miðill. „Að vera komin að hljóðnemanum er eins og að hafa fengið 50 vítamínsprautur, ég hef saknað þess lengi. Fyrir mig er þetta ekki eins og vinna, ég veit ekkert skemmtilegra en að ræða við fólk enda gríðarlega forvitin, en á jákvæðan hátt,“ segir hún og bætir við að hún gangi oft upp að ókunnugum í Bónus og ræði innkaupin. „Ég vil vita af hverju fólk er að kaupa hitt eða þetta og ég er líka dugleg við að hrósa fólki sem ég sé úti á götu, rýk bara á það og byrja að tala,“ segir hún og bætir við að Íslendingar taki því yfirleitt vel og séu upp til hópa viljugir í spjall. Anna Kristine er ánægð með bókina en þegar hún byrjaði að hlusta á upptökur af þáttum til að velja viðmælendur var hún svo veik að hún fékk vinkonur sínar til að vél- rita fyrir sig. „Þetta eru englarnir Anna Rósa, Guðrún og Þórunn – hefurðu aldrei heyrt þær nefndar?“ spyr hún glaðlega. „Þær vél- rituðu grunninn, ég hitti fólkið og byggði ofan á þannig að úr útvarpsþáttum yrðu bók- arkaflar.“ Flott bókajól Anna segist hafa það mjög gott núna en hún er, með hjálp lyfja og dvalar á Reykjalundi, komin með krafta í hendurnar eftir að hafa verið nánast lömuð af krömpum í hand- leggjum og bjargarleysi. Um páskana 2008 var hún svo illa haldin af verkjum og vanlíð- an að hún vildi helst fá að deyja og hún við- urkennir að þá hefði aldrei hvarflað að henni að ári síðar væri hún farin að skrifa bók. Hún segir drauminn að skrifa fleiri bækur og að barnabók sé næst í röðinni. „Þetta eru flott bókajól, samkeppnin verður hörð,“ segir hún brosandi og bætir við að hún sé heldur betur komin í jólaskap. „Ég vaknaði síðasta laugar- dagsmorgun í svo miklu jólaskapi að ég setti jólalög á fóninn, missti mig í jólaskrautinu og skreytti reyndar svo mikið að sunnudagurinn fór að mestu í að pakka hluta þess niður aftur!“ indiana@dv.is Fjölmiðlakonan Anna Kristine Magnúsdóttir hefur sent frá sér bókina Milli mjalta og messu sem er unnin upp úr samnefndum útvarpsþáttum hennar. Anna Kristine lætur Parkinsonsveiki ekki stoppa sig í að láta draumana rætast og er mætt aftur í loftið með þáttinn sinn vinsæla. ÚtVArpSKonA „Að vera komin að hljóðnemanum er eins og að hafa fengið 50 vítamínsprautur, ég hef saknað þess lengi. Fyrir mig er þetta ekki eins og vinna, ég veit ekkert skemmtilegra en að ræða við fólk enda gríðarlega forvitin, en á jákvæðan hátt,“ segir Anna Kristine. MYnD rAKEL ÓSK SIGUrÐArDÓttIr eð a ki son Skrifar bók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.