Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 6
Sandkorn n Finnur Ingólfsson er horf- inn á braut úr byggingarnefnd aðalstöðva Ungmennafélags Íslands. Honum var skipt út úr nefndinni á dögunum. Nefnd- in hefur það verkefni að hafa yfirumsjón með bygg- ingu nýrra aðalstöðva UMFÍ á lóð í miðborg Reykjavíkur sem borgin gaf vilyrði fyrir að af- henda endurgjaldslaust. Hins vegar hljóp snurða á þráðinn þegar DV greindi frá því vorið 2007 að til stæði að reisa hót- el sem hluta af byggingunni. Edduhótel áttu þá að reka hót- elið en einn af helstu eigend- um Icelandair, móðurfélags Edduhótela, var einmitt bygg- ingarnefndarmaðurinn Finnur Ingólfsson sem var því beggja vegna borðs. n Eitt af því sem vakti athygli við ákvörðun borgaryfirvalda haustið 2006 var að dýrmætri lóð í miðborg Reykjavíkur væri lofað til samtaka sem rækju nær alla starfsemi sína á lands- byggðinni. Ungmenna- félag Íslands var þá með aðeins tíu prósent aðildarfé- laga sinna í höfuðborg- inni. Meðal þeirra sem stóðu að ákvörð- uninni í borgarstjórn þá var Björn Ingi Hrafnsson, þáver- andi oddviti framsóknarmanna í borginni, sem hafði nýlega myndað meirihluta með sjálf- stæðismönnum í borginni. Hann er einmitt flokksbróðir Finns Ingólfssonar, byggingar- nefndarmanns hjá Ungmenna- félagi Íslands. n Skrautlegt kapphlaup er hafið á samskiptavefnum Facebook. Þar keppast stuðningsmenn og andstæðingar Evrópusam- bandsaðildar við að safna fylgismönnum. Markmiðið er að verða á undan hvorum öðr- um í að ná tíu þúsund félags- mönnum. Á fimmtudagskvöld var ekki annað að sjá en að fullveldissinnar hefðu talsvert forskot á Evrópusinna. Þannig voru 5.300 á lista fullveldis- sinna en 2.100 á lista Evrópu- sinna. Hóparnir á Facebook nefnast Evrópusinnar á undan andstæðingum Evrópusam- bandsaðildar upp í 10.000 manns og Fullveldissinnar á undan Evrópusinnum upp í 10.000 manns. Svo er bara að sjá hverju þetta skilar. 6 föstudagur 11. desember 2009 fréttir Kleppsvegi 48 | 104 Reykjavík Sími: 698 6738 | lp-verk.is LP-verk ehf sérhæfir sig í viðhaldi á fasteignum úti sem inni. Flísalagnir - Múrviðgerðir lekaviðgerðir - steypuviðgerðir trésmíðavinna - málningavinna blikksmíði - pípulagnir eða raflagnir Tæplega þrítugur karlmaður er grun- aður um að hafa nauðgað sextán ára stúlku á Snæfellsnesi um síðustu helgi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni átti meint nauðgun sér stað í samkvæmi á heimili mannsins, aðfaranótt sunnudagsins 6. desem- ber. Lögreglan í Snæfellsbæ fór upp- haflega með rannsókn málsins, en hún er nú í höndum lögreglunnar á Akranesi. Samkvæmt heimildum DV hefur lögreglan yfirheyrt nokkur vitni undanfarna daga vegna málsins. Stúlkan var færð til læknis dag- inn eftir og samkvæmt heimildum bar hún sjáanlega áverka eftir hina meintu nauðgun. Heimildarmaður DV fullyrðir að hinn grunaði sé sak- aður um að hafa keflað stúlkuna og nauðgað henni í samkvæminu. Maðurinn sem grunaður er í mál- inu var handtekinn á sunnudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald sam- dægurs. Honum var haldið á lög- reglustöðinni á Akranesi í rúma tvo sólarhringa en sleppt úr varðhaldi á þriðjudagskvöldið. Hann neitaði allri sök í yfirheyrslum lögreglunnar. Í samtali við DV neitar hinn grunaði því hins vegar ekki að hafa átt sam- ræði við stúlkuna. Hann neitar því hins vegar alfarið að hafa nauðg- að stúlkunni. „Þetta er lygi, algjör steypa,“ segir maðurinn. valgeir@dv.is Tæplega þrítugur karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald: Grunaður um að nauðga ungri stúlku Nauðgun Tæplega þrítugur karlmaður er grunaður um nauðgun. Hann neitar sök. „Við strákarnir í áhöfninni vorum að ræða málin, hvað ástandið væri orð- ið aumt. Þá spratt þessi hugmynd upp að við ættum að bjóðast til þess að flaka ofan í fólkið, svo rákum við augun í blaðið þar sem Fjölskyldu- hjálp Íslands var að auglýsa eftir matföngum. Þá vorum við harðir á því að framkvæma þetta,“ segir Sig- urbjörn L. Guðmundsson, skipstjóri á línubátnum Sturlu, sem gerir út frá Grindavík. Hugmynd skipverjanna var að fá að veiða eitt tonn af þorski utan aflaheimilda, flaka þorskinn sjálfir og færa Fjölskylduhjálpinni veglega matargjöf. Sigurbjörn reiknar með að skipverjarnir hefðu getað gefið Fjölskylduhjálpinni um 300 kíló af ferskum þorskflökum. Sjávarútvegs- ráðuneytið hefur hins vegar hafn- að beiðni skipverjanna um að fá að veiða í soðið fyrir hina fátæku og því verður ekkert af góðverkinu. „Er þetta skjaldborg heimilanna?“ „Ég talaði við útgerðina, sem sagði þetta vera hið besta mál, en ég þurfti að fá leyfi frá Fiskistofu um að veiða eitt tonn utan kvóta, sem við ætluð- um að flaka og gefa. Svo hringdi ég í ráðuneytið og fékk þau svör að þetta væri ekki hægt. Þetta væri fordæm- isgefandi. Mér fannst það nú alls ekki verra þó að það væri fordæm- isgefandi,“ segir Sigurbjörn skip- stjóri. Hann segir strákana um borð í Sturlu vera mjög hissa á því að yf- irvöld skyldu koma í veg fyrir að þeir gætu nýtt aðstöðu sína til að gefa góðverk. „Er þetta skjaldborg heim- ilanna, sem ríkisstjórnin var að tala um?“ spyr Sigurbjörn. Áhöfnin á Sturlu er nú á veið- um fyrir austan land, árlega er veitt á skipinu um 2.600 til 2.700 tonn á ári, svo ljóst er að hugmynd þeirra um eitt tonn var aðeins dropi í hafi af heildarkvótanum. „Það er erfitt að eiga við þetta, við höfum ekki tekið neinn fisk með okkur heim í haust og við ætluðum að gefa Fjölskylduhjálpinni okkar skammt, sem ég hef leyft mönnum að taka með sér heim,“ segir Sigur- björn. Dapurlegt Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, segir ákvörð- un sjávarútvegsráðuneytisins mjög dapurlega. Þörfin fyrir matargjafir hjá Fjölskylduhjálpinni er mikil. Á miðvikudag komu til að mynda um 460 manns á vikulegan úthlutun- ardag. „Þetta var tvöföld úthlutun, bæði jólamaturinn og hefðbundin matarúthlutun,“ segir hún og bætir því við að Fjölskylduhjálpin sé svo heppin að velunnarar hafi lagt henni til nóg svo enginn þurfi að fara án þess að fá aðstoð. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð- ist ekki í Jón Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra við vinnslu fréttarinnar. Ásgerður Jóna Flosadóttir Formaður Fjölskylduhjálparinnar segir ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins mjög dapurlega. Skipverjarnir á línubátnum Sturlu ætluðu að veiða eitt tonn af þorski utan kvóta, flaka hann sjálfir og færa Fjölskylduhjálp Íslands að gjöf fyrir jólin. Sjávarútvegsráðuneytið stöðvaði góðverkið á þeim forsendum að það væri fordæmisgefandi. Skipstjórinn er stein- hissa á þessari ákvörðun og spyr hvar skjaldborg ríkisstjórnarinnar um heimilin sé. MEGA EKKI GEFA FÁTÆKUM FISK valgEir örN ragNarssoN blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Áhöfnin ætlaði að gera góðverk „Svo hringdi ég í ráðuneytið og fékk þau svör að þetta væri ekki hægt. Þetta væri fordæmis- gefandi,“ segir skipstjórinn á Sturlu. Jón Bjarnason Sjávarútvegsráðuneytið bannaði sjómönnunum að veiða fyrir Fjölskylduhjálp Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.