Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 50
50 föstudagur 11. desember 2009 Þokkafull Þvottabretti Fótboltamenn þurfa að vera í gríðarlega góðu formi fyrir langt og strangt tímabil. Æf- ingarnar eru stífar og ekkert gefið eftir. Enda vita þeir alveg af sér – þessar elskur. Flottasti leiðinlegi maður í heimi Didier Drogba - Chelsea  Leiðinlegur en flottur. Karlmenn hata þennan mann, bæði fyrir fótboltalegt atgerfi og glæsilegan líkama. Konur hins vegar elska það síðarnefnda. BeinstíFur Portúgali Cristiano Ronaldo - Real Madrid  Portúgalinn vinsæli gerir þrjú þúsund sinnum magaæfingar á dag. Stelpur falla fyrir honum og mótherjarnir kastast af honum eins og flugur þegar hann tekur af stað. Sjálfur æðir hann eins og hraðlest inn í hjörtu stelpnanna. norskt - já takk  Svona gullmolar leynast bara á Norðurlöndum. Með tvær stjörnur og dreka húðflúrað á sig, hrikalega magavöðva og glæsilegt hár. Þegar svona menn eru annars vegar eru nöfn óþörf. alvöru- karlmaður Gianluca Zambrotta - AC Milan  Alvörukarlmaður með ítalskt blóð í æðum. Með stinnan maga og púkalegt glott. Snilldarblanda. rómverskur guð Francesco Totti - Roma  Totti hefur alltaf verið kvenna- gull. Laglegur með fótafimi rómverskra guða. Hann er búinn að vera á föstu en það stoppar ekki konurnar í að kíkja smá. Enda enginn smá gripur. sænskt súPerhönk Freddy Ljungberg  Með troðnar nærbuxur og ekki af sokkum, takið eftir. Ofborgaður þegar hann var hjá West Ham en ekki ofborgaður í hugum kvenna. Svo er hann Svíi sem skemmir ekki neitt. allir vilja vera David Beckham - L.A. Galaxy  Maðurinn sem allir vilja vera og allar konur vilja fá. Beckham ber höfuð og herðar yfir aðra flotta fótboltamenn því hann getur mætt með hanakamb og gert hann töff. Hann er með fallega sál - góður að innan. Sannkallaður draumaprins. enskur sjarmör Jimmy Bullard - Hull  Kannski ekki með besta líkamann í boltanum en með hjartalag úr gulli og húmor sem tekið er eftir. Sjarmör eins og þeir gerast bestir á Englandi. Fyndnir en kannski ekki þeir fallegustu. ekkert nema kynþokkinn Rio Ferdinand - Manchester United  Með flotta fótboltakálfa, gullinbrúnn á hörund og ekkert nema kynþokkinn. Hann hreinlega lekur af honum. Sóknarmenn andstæðinga Manchester United þora varla í hann - hræddir um að skemma útlitið. einn tveir og sex Frank Lampard - Chelsea  Nú, er vöðvi þarna? Frank Lampard kennir öllum hvernig á að borða sig grannan – millj- ónamæringur, flottur og mjög ritfær. Svo er hann vel ættaður og vel tenntur. Sjaldgæft fyrir Englending. tveir Fyrir einn Andrea Pirlo - AC Milan og Fabio Cannavaro- Juventus  Hvað er hægt að segja? Þetta gerist aðeins einu sinni á öld. Þegar Fabio og Andrea taka sig til og rífa sig úr að ofan eru konur heimsins með augun á skjánum. Ekki alltaf þeir fjölmiðlavænstu en þegar þeir eru myndaðir á brókinni einni þá stöðvast umferð – og hjörtu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.