Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 39
helgarblað 11. desember 2009 föstudagur 39 Hlý, mjúk og notaleg nærföt Jólatilboð HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Frægir Fangar Árni Johnsen Þingmaðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik í opinberu starfi, mútuþægni og rangar skýrslur til yfirvalda. Árni var alls ákærður í 27 liðum og fyrir héraðsdómi játaði hann sök í 12 þeirra. Hann dró til baka játningu sína í tveimur liðum fyrir Hæstarétti en rétturinn staðfesti sakfellingu héraðsdóms í þeim báðum. guðmundur Jónsson Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðu- maður meðferðarheim- ilisins Byrgisins, var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega gegn fjórum konum, sem voru skjólstæðingar hans á heimilinu. Alls voru það átta konur sem kærðu Guðmund til lögreglunnar en málið hófst með kæru ungrar konu í desember 2006. einar Bollason Hestakóngurinn fléttaðist inn í Geirfinnsmálið og þurfti að dúsa í einangrun í þrjá mánuði. Hann skýrði frá því í sjónvarps- viðtali rúmu ári eftir að honum var sleppt að hann hefði í lok einangrunarvistar verið farinn að efast um sakleysi sitt. Einar var hreinsaður af öllum grun. Árni Þór VigFússon Árni Þór Vigfússon var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Landssíma- málinu svonefnda. Árni Þór var ákærður fyrir stórfelld skattalaga- brot við rekstur á fimm einkahluta- félögum. Fjórir voru sakfelldir í málinu en einn hinna ákærðu var sýknaður. Árni Þór var dæmdur til þess að greiða 8,6 milljónir í sekt eða sitja í fimm mánuði í fangelsi. KristJÁn ra KristJÁnsson Kristján Ragnar var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Landssímamálinu svokallaða, fyrir að hylma yfir fjárdrátt Sveinbjörns Kristjánssonar, fyrrverandi aðalféhirðis Landssímans. Kristján Ragnar og Árni Þór Vigfússon áfrýjuðu sínum dómum. Hæstiréttur mildaði dómana yfir þeim. Árni Þór var í Hæstarétti dæmdur í 15 mánaða fangelsi og Kristján Ragnar hlaut 18 mánaða dóm. Hluti af fénu sem Sveinbjörn dró sér fór inn í Skjá einn. ÁstÞór magnússon Forsetaframbjóðandi og maður friðar, Ástþór Magnússon, hefur nokkrum sinnum komist í kast við lögin. Eitt sinn þegar hann sat í fangaklefa þurfti hann að gera þarfir sínar og grátbað verðina að hleypa sér á nýbónað postulíns- klósettið. Beiðni hans var hafnað og gerði Ástþór þarfir sínar á gólf lögreglustöðvarinnar að Hverfis- götu. Hann þurfti að gista aukanótt í klefanum. BJörgólFur guðmundsson Skipafélagið Hafskip var tekið til gjaldþrota- skipta og voru sautján menn ákærðir vegna málsins. Árið 1991 var Björgólfur Guðmundsson dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. atli helgason Fá morðmál hafa vakið meiri athygli og óhug hin seinni ár en þegar Atli Helgason lögfræð- ingur varð Einari Erni Birgissyni, viðskiptafélaga sínum, að bana í Öskjuhlíð 8. nóvember árið 2000. Hann ók með líkið suður á Reykjanes þar sem hann faldi það í hraunsprungu og máði vandlega út öll vegsummerki. Hann var í kjölfarið dæmdur í 16 ára fangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.