Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Síða 39
helgarblað 11. desember 2009 föstudagur 39 Hlý, mjúk og notaleg nærföt Jólatilboð HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Frægir Fangar Árni Johnsen Þingmaðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik í opinberu starfi, mútuþægni og rangar skýrslur til yfirvalda. Árni var alls ákærður í 27 liðum og fyrir héraðsdómi játaði hann sök í 12 þeirra. Hann dró til baka játningu sína í tveimur liðum fyrir Hæstarétti en rétturinn staðfesti sakfellingu héraðsdóms í þeim báðum. guðmundur Jónsson Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðu- maður meðferðarheim- ilisins Byrgisins, var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega gegn fjórum konum, sem voru skjólstæðingar hans á heimilinu. Alls voru það átta konur sem kærðu Guðmund til lögreglunnar en málið hófst með kæru ungrar konu í desember 2006. einar Bollason Hestakóngurinn fléttaðist inn í Geirfinnsmálið og þurfti að dúsa í einangrun í þrjá mánuði. Hann skýrði frá því í sjónvarps- viðtali rúmu ári eftir að honum var sleppt að hann hefði í lok einangrunarvistar verið farinn að efast um sakleysi sitt. Einar var hreinsaður af öllum grun. Árni Þór VigFússon Árni Þór Vigfússon var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Landssíma- málinu svonefnda. Árni Þór var ákærður fyrir stórfelld skattalaga- brot við rekstur á fimm einkahluta- félögum. Fjórir voru sakfelldir í málinu en einn hinna ákærðu var sýknaður. Árni Þór var dæmdur til þess að greiða 8,6 milljónir í sekt eða sitja í fimm mánuði í fangelsi. KristJÁn ra KristJÁnsson Kristján Ragnar var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Landssímamálinu svokallaða, fyrir að hylma yfir fjárdrátt Sveinbjörns Kristjánssonar, fyrrverandi aðalféhirðis Landssímans. Kristján Ragnar og Árni Þór Vigfússon áfrýjuðu sínum dómum. Hæstiréttur mildaði dómana yfir þeim. Árni Þór var í Hæstarétti dæmdur í 15 mánaða fangelsi og Kristján Ragnar hlaut 18 mánaða dóm. Hluti af fénu sem Sveinbjörn dró sér fór inn í Skjá einn. ÁstÞór magnússon Forsetaframbjóðandi og maður friðar, Ástþór Magnússon, hefur nokkrum sinnum komist í kast við lögin. Eitt sinn þegar hann sat í fangaklefa þurfti hann að gera þarfir sínar og grátbað verðina að hleypa sér á nýbónað postulíns- klósettið. Beiðni hans var hafnað og gerði Ástþór þarfir sínar á gólf lögreglustöðvarinnar að Hverfis- götu. Hann þurfti að gista aukanótt í klefanum. BJörgólFur guðmundsson Skipafélagið Hafskip var tekið til gjaldþrota- skipta og voru sautján menn ákærðir vegna málsins. Árið 1991 var Björgólfur Guðmundsson dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. atli helgason Fá morðmál hafa vakið meiri athygli og óhug hin seinni ár en þegar Atli Helgason lögfræð- ingur varð Einari Erni Birgissyni, viðskiptafélaga sínum, að bana í Öskjuhlíð 8. nóvember árið 2000. Hann ók með líkið suður á Reykjanes þar sem hann faldi það í hraunsprungu og máði vandlega út öll vegsummerki. Hann var í kjölfarið dæmdur í 16 ára fangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.