Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 28
Sefur hratt Það fyrsta sem ég geri þegar konur fara frá mér, en það gerist með mjög reglu-legu millibili, er að ég rýk til og sæki tvö veggspjöld og hengi upp yfir rúm- inu mínu. Annað er með Angelinu Jolie í þröngum og fáum herklæðum í hlut- verki hins margrómaða og munúðar- fulla grafarræningja Löru Croft. Hitt skartar Jessicu Alba í gervi súlustúlk- unnar Nancy Callahan úr Sin City. Ég flagga þessum vegg-spjöldum sem hafa ver-ið mér traust haldreipi í gegnum einn hjóna- skilnað og tvær sambúðir að auki af sama stolti og þeir veruleikafirrtu og barnalegu landar mínir sem mæna á íslenska fánann í þeirri nasísku ofsa- trú og sjálfsbekkingu að við séum svo ofboðslega spes og æðisleg að við þurfum ekki að standa skil á reikningum okkar gagnvart umheiminum sem hatar okkur. Valkyrjurnar mínar, þær Angelina og Jessica, eru nefnilega táknmyndir hins skýlausa réttar míns til þess að fá að vera strákur fram í rauðan dauðann og standa um leið vörð um einstaklingsfrelsi mitt. Vegna þess einfaldlega að það fyrsta sem manneskja þarf að fórna þegar hún ákveður að rugla saman reitum sínum með einhverjum öðrum er persónufrelsið. Síðan tekur við endalaus valdabarátta þar sem öllum brögð- um er beitt til þess að beygja annan aðilann undir vilja hins, væntanlega í þeim göfuga tilgangi að öll alvörupör eigi að renna saman í eitt. Sá maður sem má flagga Angelinu og Jessicu er hins vegar óumdeilanlega frjáls. Og frelsið er yndislegt vegna þess að þá gerir maður bara það sem maður vill. Sjálfsagt telja einhverjir sig geta greint hjá mér djúpstæða undirliggj-andi gremju í garð kvenna en það er alrangt. Ég elska konur og hef ekki elskað neinar konur jafnheitt og einmitt þær sem hafa yfirgefið mig. Lífið hefur bara kennt mér að kynjunum er ekki ætlað að búa saman til lengdar og sambúð karls og konu er líkust því að reynt sé að hrista saman í blandara olíu og vatn. Í raun er með hinum mestu ólíkind- um að samkynhneigð sé ekki miklu algengari en raun ber vitni vegna þess að það segir sig sjálft að karlar skilja karla betur og konur konur. Þungamiðjuna í kenningar mínar um sam-skipti kynjanna sæki ég í smiðju míns góða vinar og félaga Jakobs Bjarnar Grétarssonar. Hann hefur skrifað lærða tímaritsgrein um að nútímakarlmaðurinn búi í stelpuherbergi og þreyt- ist ekki á að boða þessi augljósu sannindi. Auðvitað blasir það við að gagnkynhneigðir karlmenn hljóta að vera smekklausir durtar sem hafa ekki hundsvit á húsgögnum, litasamsetningum, blómum, mott- um, teppum og öllu því smáborgaralega glingri sem fólk fyllir híbýli sín og tómið í sálinni með. Þannig að þegar karl og kona stofna saman heimili þurrkast karlinn út og týnist í þeirri litlu heimsmynd sem konan töfrar fram innan fjögurra veggja. Þessu fylgir vitaskuld tilvistarkreppa sem er engu léttari en sú freu-díska þraut sem lögð hefur verið á villidýrið innra með okkur öll-um með því að beygja það undir ok siðmenningar. Siðmenningar sem er rammgölluð og gengur þvert á mannlegt eðli þótt hún sé auðvitað mannanna verk. Við komumst til dæmis ágætlega af áður en kristinni kenningu var stefnt gegn öllu því sem er skemmtilegt í lífinu og mörg okkar muna hversu lífið var í raun notalegt og normalt þangað til eitthvert mennskt handbendi illu aflanna kynnti markaðsfræði og Excel til sögunnar. Í tilvistarkreppunni í stelpuherberginu verður nútímakarlmaðurinn svo auðvitað gersamlega óþolandi og meira að segja aumkunarverðari en hann var áður. Í þessum heimi sem hann þekkir ekki reynir hann að finna sér tilgang og hugarró með því að gerast heiladauður hálfviti sem lifir fyrir enska boltann, ganga andlega bæklaður um grænar gras- flatir sveiflandi golfkylfum og standadi eins og fífl með stöng úti í miðri á í þeirri von um að fiskur með kalt blóð bíti á öngulinn sem konan hans er auðvitað hætt að líta við vegna þess að hann er svo takmarkaður og leið- inlegur. Í lausn minni sem fólgin er í frelsi einsemdarinnar vinnur hins vegar allt með mér. Meira að segja þyngdaraflið vegna þess að eðli málsins samkvæmt sigrar það kennaratyggjóið reglulega þannig að fyrirvara-laust um miðjar nætur leka þær á víxl ofan í rúm til mín Angelina eða Jessica. Ég get því ekki annað en vorkennt þessum aumkunarverðu mönnum sem eru á endalausum flótta úr stelpuherberginu. Menn sem þurfa að skapa tilveru sinni merkingu með golfi, fótbolta og veiðum eru sorglegir og auðvitað ekki konum bjóðandi eins og þær ræða svo sín á milli í saumaklúbbunum sínum sem þær halda í stelpuherbergjun- um sínum á meðan kallinn keyrir kappakstur í PlayStation í kjallara besta vinar síns. Þá er nú betra að vera frjáls og mega vakna með Angelinu af og til. Vaknað hjá angelinu Þórarinn ÞórarinSSon skrifar HELGARPISTILL „Ég er búinn að vera bakari í rúm 15 ár. Útskrifaðist fyr- ir 10 árum og byrjaði hjá Jóa 1998. Ég hef því verið hérna nánast frá stofnun fyrirtækisins. Ég kom í janúar það ár og fyrirtækið er stofnað í október 1997,“ segir Þorvaldur Borg- ar Hauksson, betur þekktur sem Valdi, bakarameistari hjá Jóa Fel. Ástæðan fyrir því að Valdi varð bakari er sú að stóri bróðir hans er einnig bakari. „Ég held að ég hafi verið að elta stóra bróður. En ég hef oft sagt þessa sögu og eins fá- ránlega og það hljómar þá leist mér líka vel á vinnutím- ann. Ég mæti sex og er til tvö, stundum lengur. Að vera bú- inn klukkan tvö á daginn er yndislegt. Þrátt fyrir að vera fjölskyldumaður er ómetanlegt að fá tíma fyrir sjálfan sig,“ segir Valdi en þegar DV hitti á Valda hafði hann daginn áður verið á Barnaspítala Hringsins að búa til konfekt með börnunum. Orðið risabatterí Bakaríið hefur stækkað ört á þessum tíu árum sem Valdi hefur unnið undir stjórn Jóa. Það byrjaði í lítilli holu uppi á Holtavegi en með auknum vinsældum bakarísins hefur það stækkað og vaxið og framleiðslan fer nú fram í stórum sal í Holtagörðum - þar sem öll nýjustu og flottustu tækin eru til staðar. „Hér fer öll vinnslan fram og svo erum við með fjórar búðir til viðbótar. Þetta er því orðið heljarinnar batterí og mun stærra en þegar ég byrjaði.“ Hjá Jóa Fel er bakað af alúð og ekkert fer fram í búð nema það sé gott á bragðið. „Hér kemur fólk sem vill dekra við sig í mat og drykk og þó að þetta sé orðið pínu dýrt þá er fólk tilbúið að borga fyrir gæðavöru. Það hefur allt hækkað í dag en við höfum komist ágætlega frá þessu ástandi. Hér er mikið pælt í gæðunum, það þarf gott hráefni og góðan mannskap - og hann er að finna hér.“ Fær stundum besservissera í heimsókn Starf bakarans er fjölbreytt en Valdi er mest í kökuskreyt- ingum og fær að leika sér með marsipan og súkkulaði mest- allan daginn. „Það er náttúrulega misgaman í þessu starfi eins og gengur og gerist en oftast er þetta starf skemmti- legt. Fyrrihluta vikunnar er maður að setja á kökur sem eru til sölu hér í búðinni en seinnipartinn er meira verið að skreyta brúðartertur og skírnarkökur. Svo fáum við stund- um símtöl frá besservisserum sem vilja fjólubláa tertu af því að viðkomandi dreymdi einhverja ákveðna tertu. Svo kemur á daginn að fjólublá terta er yfirleitt ekkert flott,“ segir hann og skellir upp úr. Ekki alveg hefðbundinn Valdi segist ekki borða morgunmat og því vakni hann um 20 mínútur í sex og er kominn niður í bakarí klukkan sex. „Ég fer samt alveg að sofa um miðnætti. Maður sefur bara hratt,“ segir Valdi og hlær. „Það kemur samt alveg fyrir að maður sofni yfir fréttunum. Vinnan mín er ekki alveg hefðbundin hér. Það er allt bakað ofan í mig. Ég fæ tilbúna kökubotna og skreyti kökur. Hinir strákarnir koma hingað um þrjú. Þetta er orð- ið svo tæknivætt í dag að við erum með svokallaða þrýsti- hefskápa, sem virka þannig að við setjum inn deig daginn áður og svo á miðnætti kviknar á þessu tæki og það er allt tilbúið í bakstur klukkan þrjú. Áður fyrr þurftu menn að mæta á miðnætti til að sigta í deigið og búa það til.“ Einn af hápunktunum Valdi segir að jólin séu skemmtilegur tími fyrir bakara, þó að ekkert komi í staðinn fyrir bolludaginn. Hann sé magn- aður. Valdi slær ekki slöku við þegar hann kemur heim og er búinn að baka nokkrar sortir með dóttur sinni. „Ekki læt ég konuna baka, það gengur ekki,“ segir hann og hlær. „Jólin eru einn af hápunktunum í bakaríunum. Þá koma inn nokkrar sérvörur. Jólin eru einn af hápunktunum ásamt fermingum og bolludeginum – þá er unnið allan sólarhringinn. Þá er mikil stemming og nánast hátíð í bæ – svipað og nú,“ segir Valdi um leið og ofnklukkan hring- ir. Múffurnar eru tilbúnar - það þarf að baða þær upp úr súkkulaði. Okkar maður tekur til starfa. benni@dv.is Þorvaldur Borgar Hauksson, bakari hjá Jóa Fel, hefur verið bakari í rúm 15 ár. Hann segir starfið skemmtilegt en hann mætir í vinnu klukkan sex á morgnana og er til tvö – stundum lengur. Valda, eins og hann er kallaður, líkar vel við vinnutímann, vinnustaðinn og samstarfs- mennina. Enda eiga starfsmenn hjá Jóa Fel eitt sameiginlegt. Þeir halda allir með Manchester United. 28 föStudagur 11. desember 2009 umræða bakara Slakað á með kaffi Valdi með 10 dropa af dýrindiskaffi frá Jóa. Sjóðheitur í kuldanum Valdi inni í kæliklefanum. Flottur með vínarbrauðslengjurnar. Súkkulaði, nammi namm Valdi dýfir dýrindiskökum í súkkulaðibað. Allir stuðningsmenn Man. Utd Valdi fyrir framan helgivegg starfsmanna sem tileinkaður er Manchester United. Allir karlmenn hjá Jóa Fel halda með Man. Utd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.