Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 27
Hver er maðurinn? „Stefán Máni
rithöfundur.“
Hvað drífur þig áfram? „Ætli það
sé ekki bara einhver geðtruflaður
metnaður.“
Hvar ertu uppalinn? „Á Ólafsvík.“
Hvert fórstu síðast í frí? „Til
Súðavíkur. Það var alveg mjög
gaman.“
Hvar vildirðu helst búa ef ekki á
Íslandi „Í Bandaríkjunum og þá
líklega í Kaliforníu. Ég er mjög hrifinn
af Bandaríkjunum.“
Ertu mikið jólabarn? „Já, ég er
það. Ég er löngu byrjaður að kveikja
á kertaljósum og svona. Ég er svona
leyni-einkajólabarn sem hef bara
virkilega gaman af þessu.“
Hvar varstu þegar þú fékkst
fregnirnar um að Ódáðahraun
hafi verið selt? „Úff, það man ég
ekki. Líklega bara heima að vinna.
Það er langlíklegast.“
Er Ódáðahraun þín besta bók?
„Ég held ekki. Tilfinningin er að bókin
Svartur á leik sé mín besta bók eða
þá nýja bókin, Hyldýpi. Það er alltaf
auðvelt að vera hrifinn af því nýjasta
sem maður skrifar að ógleymdu
næstu bók sem er alltaf sú besta.“
Verður þú að vinna við kvik-
myndina? „Nei, ekki neitt.“
Hvern viltu sjá leika aðalhlut-
verkið? „Ólaf Darra. Hann er stór og
breiður og drulluflottur og ég held
að hann gæti túlkað Óðinn mjög vel.“
Er enn ein bókin í bígerð? „Já, ég
er alltaf að vinna.“
Hvað borðarðu á aðfangadag?
„Lambakjöt með öllu hinu hefð-
bundna.“
BjörgVin BjörgVinsson
39 Ára BÍLSTJÓri
„Svínahamborgarhrygg. Það er alltaf
þannig. Fékk reyndar kalkúna þegar ég
borðaði hjá tengdó en núna þegar
maður heldur jólin heima hjá sér er það
bara aftur það sem maður ólst upp við.“
Einar HÓlm magnússon
35 Ára, viNNur við SKiLTagerð
„Ferskan svínahrygg og reyktan
hamborgarhrygg. Það er venja í minni
fjölskyldu.“
ragnHEiður KEtilsdÓttir
50 Ára, uMSJÓNarMaður MöTuNeyTiS Íav
„Svínahamborgarhrygg. Það hefur
verið venjan í mörg ár og má ekki
breyta til.“
sEssElja ingÓlfsdÓttir
58 Ára LJÓSMÓðir
Dómstóll götunnar
rithöfundurinn stEfán máni seldi
kvikmyndaréttinn að bók sinni
Ódáðahraun en það er þriðja bókin
sem keyptur er rétturinn að.
Leikstjórinn ragnar Bragason
leikstýrir Ódáðahrauni sem framleidd
verður af Sagafilm.
Leyni-einka-
jóLabarn
„Hamborgarhrygg.“
BjarKi Ólafsson
35 Ára, vöruMerKJaSTJÓri
HJÁ ÍSLeNSK aMerÍSKa
maður Dagsins
Árið 1871 gersigraði Þýskaland Frakk-
land í stríði. Í kjölfarið var Þýskaland
óumdeilanlega öflugasta herveldi
Evrópu og bar höfuð og herðar yfir
önnur ríki. Haustið 1914 héldu þýskir
hermenn syngjandi af stað á vígstöðv-
arnar, vissir um að þessu yrði lokið fyr-
ir jól. En síðan gerðist hið ómögulega.
Stríðið fór ekki eins og til var ætlast og
Þýskaland gafst upp í nóvember 1918.
Í kjölfarið fylgdu miklir róstutímar,
en einnig mikil gróska í hugmynda-
fræði og listum, sem skilaði sér í lista-
mönnum eins og Berthold Brecht og
Fritz Lang. Um tíma virtust Þjóðverj-
ar staðráðnir í að gera upp fortíð sína,
en í staðinn gengu þeir lýðskrumar-
anum Hitler á vald sem sannfærði
þá um að Þýskaland væri „bestasta“
land í heimi. Herinn hafði ekki feng-
ið að vinna, heldur hafði hann verið
svikinn af stjórnmálamönnum sem
höfðu stungið hann í bakið. Þjóðverjar
ákváðu að reyna aftur að leggja und-
ir sig heiminn og beittu fyrir sig nýrri
tækni, loftárásum, sem væri betri en
sú gamla. Þær tilraunir enduðu í Sta-
língrad og í Dresden.
rambó og rýtingsstungan
Árið 1945 gersigruðu Bandaríkin bæði
Þýskaland og Japan í stríði. Í kjölfarið
voru Bandaríkin óumdeilanlega öfl-
ugasta herveldi í heimi og báru höfuð
og herðar yfir önnur ríki. En 20 árum
síðar héldu bandarískir hermenn
af stað til Víetnam, fullvissir um að
þeir myndu vinna auðveldan sigur á
frumstæðri þjóð. En síðan gerðist hið
ómögulega. Stríðið fór ekki eins og til
var ætlast og Bandaríkjamenn drógu
sig úr hernaðarátökunum árið 1973. Í
kjölfarið fylgdu miklir róstutímar, en
einnig mikil gróska í hugmyndafræði
og listum, og í listamönnum eins og
Martin Scorsese og Francis Copp-
ola. Um tíma virtust Bandaríkjamenn
staðráðnir í að gera upp fortíð sína, en
í staðinn gengu þeir lýðskrumaranum
Reagan á vald sem sannfærði þá í stað-
inn um að Bandaríkin væru „bestasta“
land í heimi. Herinn hafði ekki fengið
að vinna, heldur hafði hann verið svik-
inn af stjórnmálamönnum, eins og
Sylvester Stallone segir í fyrstu Rambó
myndinni. Bandaríkjamenn ákváðu að
reyna aftur að leggja undir sig heiminn
og beittu fyrir sig nýrri tækni, loftárás-
um, sem væri betri en sú gamla. Þær
tilraunir enduðu í Afganistan og í Írak.
Þorskastríð í vitund þjóðar
Íslenska lýðveldið hefur ekki átt í bein-
um stríðum (fyrir utan stuðning við
innrásina í Írak), en hefur eigi að síð-
ur átt í átökum við nágrannaþjóðir sín-
ar. Helsta dæmið um slíkt eru þorska-
stríðin, sem lauk endanlega árið 1976.
Tókst Íslendingum þá að vinna glæst-
an sigur yfir sjálfu Bretaveldi. Þó að
þau átök hafi þjappað þjóðinni saman
getur vel verið að þau hafi einnig haft
mjög slæm áhrif á þjóðarvitundina.
Við urðum einhvern veginn sannfærð
um að fyrst við gátum unnið Breta,
hlytum við að vera ótrúlegum kostum
búin.
Í kringum aldamótin 2000 fóru þeir
atburðir af stað sem áttu eftir að leiða
til næstu deilu við Breta. Nú átti að færa
landhelgina alla leiðina til London,
sem myndi verða leikvöllur íslenskra
auðmanna. Rétt eins og í þorskastríð-
unum virtist sem Bretar hafa ekki roð
(ef svo má að orði komast) við okkar
mönnum. En síðan gerðist hið ómögu-
lega. Ísland tapaði í útrásinni.
Endalok útþenslustefnu
Í raun voru Þjóðverjar strax búnir að
tapa seinni heimsstyrjöld árið 1943,
og líklega sáu flestir það nema þeir
sjálfir. En þjóðin hafði enn tröllatrú
á leiðtogum sínum sem höfðu áður
fært þeim svo mikla sigra í upphafi og
ákvað að berjast áfram. Kostaði þetta
ótalmörg mannslíf, ekki síst þýsk, og
hrikalega eyðileggingu í Evrópu.
Þegar árið 1968 var ljóst að Banda-
ríkjamenn voru búnir að tapa í Víet-
nam. Eigi að síður héldu þeir áfram
í fimm ár í viðbót, sem kostaði mörg
mannslíf og gríðarlega eyðileggingu. Í
byrjun árs 2006 var flestum öðrum en
Íslendingum ljóst að íslenska efnahag-
sundrið var búið. Eigi að síður ákváðu
leiðtogarnir að halda ballinu áfram í
rúm tvö ár í viðbót. Þetta kostaði okk-
ur Icesave, og margar af öðrum helstu
skuldum þjóðarinnar.
Íslenska lýðveldið hefur nú í fyrsta
sinn orðið undir á afgerandi hátt á út-
þenslustefnu sinni. Tími uppgjörs og
endurskoðunar og vangaveltna um
hvort málsstaðurinn hafi verið rétt-
ur til að byrja með. Steingrímur J. Sig-
fússon er því í svipuðu hlutverki og
Gustav Stresemann eða Jimmy Cart-
er, sem þarf að taka við ónýtu búi og
friðmælast við umheiminn. Vonandi
tekst honum betur til en þeim, því lýð-
skrumararnir eru aldrei langt undan.
Heimsstyrjaldir, Víetnam og þorskastríð
mynDin
góð stemning Fjöldi fólks kom og skemmti sér vel á jólaballi fatlaðra á miðvikudagskvöld. mynd raKEl ÓsK
kjallari
umræða 11. desember 2009 föstudagur 27
Valur gunnarsson
rithöfundur skrifar
„En síðan gerðist
hið ómögulega.
Ísland tapaði í
útrásinni.“