Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 15
fréttir 11. desember 2009 föstudagur 15
eftir því við mig að ég sjái um að veð-
setja hlutabréf þeirra í félaginu fyrir
þeirra hönd þá geri ég ekkert annað
en það og tek engar aðrar ákvarðanir
um neitt annað... Þeir gátu ekki farið
í bankann þennan dag til að veðsetja
bréfin sín í Vafningi. Það var bara
verið að ganga frá endurfjármögnun
lána í bankanum og það þurfti bara
að gerast þennan dag... Ég myndi
líka vilja fullyrða við þig að eigend-
ur Hafsilfurs [Benedikt faðir Bjarna,
innsk. blaðamanns] - ég skal ekki
segja með hann Einar því ég hef ekki
rætt þetta við hann - hafa aldrei tekið
ákvörðun um að kaupa eða veðsetja
nokkuð varðandi eignir í Makaó. Þú
verður að ræða þetta mál við stjórn-
armennina í Vafningi. Ég hef aldrei
setið þar í stjórn og ekki komið ná-
lægt málinu,“ segir Bjarni sem bætir
því við aðspurður að hann ætli ekki
að tjá sig um það fyrir hverju hluta-
bréfin í Vafningi hafi verið veðsett.
„Ég ætla bara ekkert að tjá mig um
það.“
Hugsanlegt er hins vegar að þetta
hafi verið gert sem veð á móti tæp-
lega 5 milljarða króna láni frá Glitni
inn í eignarhaldsfélagið Svartháf,
sem var í eigu föður Karls og Stein-
gríms Wernerssona, sem síðan var
endurlánað strax aftur til Vafnings á
fyrstu mánuðum 2008. Eini tilgang-
ur Svartháfs var að vera leppur fyr-
ir frekari lánveitingar frá Glitni til
þeirra Wernerssona. Vafningur fékk
enn fremur 10 milljarða króna víkj-
andi lán frá Sjóvá síðar í febrúar. Ljóst
er að kaup Vafnings á lúxusturninum
voru fjármögnuð með einhverju af
þessum lánveitingum.
Turninn innlegg
Wernersbræðra
Aðspurður af hverju BNT, Hafsilfur
og Hrómundur hafi þá tekið ákvörð-
un um að kaupa turninn í Makaó í
gegnum Vafning segir Bjarni að þeir
hafi ekki gert það: „Það er stjórn
Vafnings sem hefur gert það,“ segir
Bjarni. Þegar Bjarni er spurður hvort
þeir hafi ekki komið að ákvörðuninni
um það að kaupa turninn því þeir
hafi verið stórir hluthafar í Vafningi
segir Bjarni: „Ég sat aldrei í stjórn
þar... Vafningur snýst um meira en
það að fara með eignarhald á þessum
turni. Þetta eru eignir sem Werners-
bræður leggja inn í félagið sín meg-
in frá og þær koma okkur bara ekk-
ert við,“ segir Bjarni en blaðamaður
segir þá við hann að auðvitað komi
þessar eignir þeim við þar sem þeir
hafi verið hluthafar í Vafningi sem
keypti turninn í Makaó. Bjarni virðist
þó vera á annarri skoðun.
Stjórnarmenn Vafnings, sem síð-
ar var endurskírður Földungur, voru
hins vegar starfsmenn Milestone,
þeir Guðmundur Ólason og Jóhann-
es Sigurðsson, og virðast þeir því
hafa tekið ákvarðanir fyrir hönd fé-
lagsins sem byggðu á vilja eigenda
Milestone, þeirra Karls og Steingríms
Wernerssona, sem samtals réðu yfir
meirihluta í Vafningi þó eignarhlut-
ir Engeyjarmannanna væru stórir.
Þetta skýrir þó ekki af hverju félög-
in þrjú í kringum Bjarna, Einar og
Benedikt ákváðu að taka þátt í félag-
inu til að byrja með.
Snerist um endurfjármögnun
lána
Aðspurður af hverju BNT, Hafsilf-
ur og Hrómundur hafi ákveðið að
taka þátt í Vafningi og hvort hann
hafi komið að þeirri ákvörðun seg-
ist Bjarni ekki hafa gert það: „Það
er ekki hægt að segja að þetta sé
ákvörðun sem hafi átt sér neinn sér-
stakan aðdraganda. Þetta er mál sem
var inni á borði hjá forstjóranum [hjá
BNT eða N1, innsk. blaðamanns] og
þetta er meira frágangsmál en nokk-
uð annað,“ segir Bjarni. Aðspurður
hvort hann hafi þá komið að því að
ákveða það fyrir hönd BNT að gerast
hluthafi í Vafningi segir Bjarni: „Ég
skýst aldrei undan ábyrgð á því sem
ég skrifa undir fyrir hönd þess félags
sem ég sit í stjórn fyrir,“ segir Bjarni
sem undirstrikar að þetta þýði þó
ekki að hann hafi haft vitneskju um
að Vafningur væri að kaupa turninn í
Makaó. Bjarni virðist þó hafa kvittað
upp á þátttöku BNT í Vafningi sem
stjórnarformaður félagsins.
Þegar blaðamaður segir við
Bjarna að hann hafi ekki neina trú
á því að Vafningur hafi ákveðið að
kaupa turninn í Makaó án vitundar
Bjarna og hluthafa félaganna þriggja
segir hann: „Þú hefur ekki heildaryf-
irsýn yfir það sem menn eru að gera
á þessum tíma. Menn eru að end-
urfjármagna lán og það er það sem
er aðalástæðan fyrir þátttöku þess-
ara félaga í Vafningi. En ég tók aldrei
ákvörðun um að félagið tæki þátt í
fjárfestingunum í Makaó. Mér var
ekki kunnugt um að Vafningur væri
að fara að taka yfir þessar fjárfesting-
ar í Makaó,“ segir Bjarni.
Það sem Bjarni vísar líklega til
með þessum orðum er að í ársbyrj-
un stóðu ýmis íslensk eignarhalds-
félög eins og FL Group og Milestone
frammi fyrir því að þurfa að endur-
fjármagna lán sem tekin höfðu verið
hjá erlendum fjármálafyrirtækjum.
Vegna væntanlegrar lægðar á fjár-
málamörkuðum og sökum þess að
þá þegar voru blikur á lofti í íslensku
efnahagslífi kipptu erlend fjármála-
fyrirtæki að sér höndum og neituðu
að endurnýja lánasamninga við ís-
lensk félög.
Þetta gerðist til að mynda með
Milestone sem þurfti að endurfjár-
magna lán hjá fjárfestingarbank-
anum Morgan Stanley í ársbyrjun
2008. Vegna þess að Milestone gat
ekki fengið meira að láni frá Glitni
var búið til félag sem hét Svartháf-
ur og var í eigu föður eigenda Miles-
tone. Þetta félag endurlánaði féð frá
Glitni strax til félags í eigu Milestone
sem gat þar með greitt af láninu. Og
Svartháfur lánaði Vafningi sömuleið-
is.
Hugsanlegt er, þegar litið er til
orða Bjarna, að ástæðan fyrir stofn-
un Vafnings hafi verið tengd ein-
hverjum slíkum snúningi af hálfu
Milestone og jafnvel N1-manna.
Bjarni óbeinn hluthafi í
Vafningi
Aðspurður hvort hann hafi ekki sjálf-
ur átt hlutabréf í BNT á þessum tíma
segir Bjarni: „Jú, en það er langt síð-
an... Ekki eftir þennan tíma. Ég seldi
þennan eignarhluta minn í BNT á
fyrsta ársfjórðungi ársins 2008, í síð-
asta lagi í mars 2008. En þetta hefur
ekkert með hlutabréfin mín í BNT að
gera,“ segir Bjarni sem var því sam-
kvæmt þessu hluthafi í BNT þegar
Vafningur keypti fasteignaverkefnið
í Makaó. „En hvað kemur mér það
við þó BNT eigi lítinn hlut í þessu fé-
lagi?“ segir Bjarni sem var, eins og
áður segir, stjórnarformaður í BNT
og N1 þegar Vafningur keypti fast-
eignaverkefnið í Makaó.
Bjarni: Ekkert eiginfjárframlag
Bjarni segir að hlutabréfaeign sín
í BNT hafi ekki haft neitt með fast-
eignaverkefnið í Makaó að gera.
„Hversu mikið heldur þú að BNT
hafi sett inn í þetta félag af eignum
sínum? Hefur þú einhverja hugmynd
um það?“ segir Bjarni. „Ætli þessi
viðskipti hafi því haft einhver áhrif á
verðmæti þess eignarhlutar sem ég
átti í BNT á þeim tíma?“
Hann segir að mikilvægt sé að
halda því til haga að félögin hafi
ekki endilega verið að kaupa sig inn
í Vafning: „Þú segir að þeir hafi ver-
ið að kaupa sig inn í þetta? Hvern-
ig keyptu þeir sig inn í þetta? Með
hvaða eiginfjárframlagi? Hverjir eru
að hætta einhverju til?“ segir Bjarni.
Blaðamaður segir við Bjarna að
hann átti sig á því að ólíklegt sé að
þeir hafi lagt eitthvert eigið fé fram í
viðskiptunum: „Það er ólíklegt að þið
hafið lagt eitthvað fram í þessum við-
skiptum,“ segir blaðamaður en svar
Bjarna við þeirri fullyrðingu er „ein-
mitt“. Blaðamaður segir við Bjarna að
það sé augljóst að viðskipti Vafnings
hafi verið fjármögnuð að langmestu
leyti með lánum frá Glitni, Sjóvá og
Svartháfi. „Já, en það allt saman er
eitthvað sem ég var bara aldrei neitt
inni í,“ segir Bjarni en jafnframt er
ljóst að hluthafar Vafnings hefðu get-
að grætt fúlgur fjár á turninum ef við-
skiptin hefðu gengið sem skyldi - þá
hefðu þeir fengið mikið fyrir lítið.
Bjarni segist ekki vita hversu
miklu BNT, Hafsilfur og Hrómund-
ur hafi tapað á viðskiptunum í Vafn-
ingi en samkvæmt því sem segir hér
að framan getur það ekki hafa ver-
ið mjög mikið þó ábyrgð félaganna
á fasteignaverkefni Vafnings sé aug-
ljóslega töluverð, hvort sem þeir
vissu af því eða ekki, þar sem þeir
áttu stóran hlut í því.
Stóra spurningin sem stendur
eftir varðandi aðkomu Bjarna Bene-
diktssonar að fasteignaverkefninu
í Makaó er hversu mikið hann vissi
um það. Bjarni segist ekki hafa vitað
að Vafningur hefði fjárfest í Makaó
fyrr en nokkrum mánuðum eftir að
það átti sér stað, þrátt fyrir að hann
hafi verið stjórnformaður í hluthafa
félagsins og að hann hafi veðsett
hlutabréf þess.
HÖFÐU ENGU AÐ TAPA
Vafningur til að endurfjármagna lán Bjarni segir að tilgangurinn með stofnun
Vafnings hafi meðal annars verið að endurfjármagna lán og að hann hafi ekki vitað
að félagið hefði keypt háhýsi á Makaó fyrir fimm milljarða króna sama dag og hann
veðsetti hlutabréf í því.
Sérlega glæsilegir
úr satin og blúndu
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Laugavegi 178, 105 Rvk
sími 551-3366 www.misty.is
Teg. Emma - “Push up” í B,C,D
skálum á kr. 6.885
Teg. Emma - “Push up” í
D,DD,E,F,FF skálum á kr. 6.885,-
Teg.Emma
Teg. Emma
Opið virka daga kl. 10-18
lau 12.des kl. 10-16
lau 19.des kl. 10-18
Þorláksmessa kl. 10-20
days30
OXYTARM
OXYTARM
30 days
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota
náttúrulyfin Oxytarm og
30 days saman
120 töflu skammtur
Betri apótekin og Maður lifandi
www.sologheilsa.is.
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama OXYTARM Í boði
eru 60-150 töflu skammtar
&
DETOX