Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 14
14 föstudagur 11. desember 2009 fréttir „Ég hef aldrei komið nálægt neinni ákvörðun um að taka þátt í fast- eignaverkefni í Makaó,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins og fyrrverandi stjórnar- formaður BNT og N1, um aðkomu sína að eignarhaldsfélaginu Vafn- ingi sem meðal annars fjárfesti í fast- eignaverkefni Sjóvár í Makaó í byrjun febrúar í fyrra fyrir rúma fimm millj- arða króna. BNT og félögin Hafsilfur og Hrómundur, sem eru í eigu föður og föðurbróður Bjarna, voru hluthaf- ar í félaginu, líkt og greint var frá í DV á miðvikudaginn, og fékk Bjarni um- boð til að veðsetja hlutabréf þeirra allra í félaginu sama dag og Vafning- ur keypti fasteignaverkefnið. Bjarni vissi hins vegar vel að fé- lögin væru hluthafar í Vafningi þrátt fyrir að hann neiti því að hafa vitað að félagið hafi keypt fasteignaverk- efni Sjóvár. Hann segir að Vafningur hafi ekki einungis verið stofnaður til að halda utan um fasteignaverkefnið heldur til að endurfjármagna lán fyr- ir hluthafa þess. Að sögn Bjarna var ekki langur aðdragandi að stofnun Vafnings og var það ekki forgangs- mál að ganga frá því að BNT gerðist hluthafi í Vafningi. Formaðurinn segir jafnframt að áhætta félaganna þriggja af fjárfest- ingunni í Vafningi hafi verið lítil þar sem þau hafi ekki lagt fram eigin- fjárframlög og að félagið hafi verið fjármagnað með lánsfé. Hluthafar Vafnings hefðu þó getað grætt millj- arða ef fjárfestingin hefði gengið eft- ir. Svo varð hins vegar ekki og í kjöl- far efnahagshrunsins varð ljóst að fasteignaverkefnið í Makaó myndi skila miklu tapi, meðal annars vegna falls eignarhaldsfélagsins Milestone sem átti Sjóvá. Íslenska ríkið þurfti, í kjölfar hrunsins, að bjarga Sjóvá frá gjaldþroti með 12 milljarða eig- infjárframlagi. Sjóvá var síðan losað út úr fasteignaverkefninu í sumar og varð tapið af fjárfestingunni í Makaó á fjórða milljarð króna fyrir félagið. Þegar ráðist var í fjárfestinguna hefði Vafningur hins vegar getað grætt vel á henni. Bjarni kom því að því að ákveða þátttöku BNT, og hugsanlega einn- ig hinna félaganna tveggja, í Vafn- ingi og virðist hafa verið fullkomlega meðvitaður um tilgang félagsins þó svo að hann hafni því að hafa haft eitthvað að segja um fjárfestingar fé- lagsins í Makaó. Bjarni: Bræðurnir ekki á landinu Aðspurður af hverju hann hafi feng- ið umboð frá félögunum þremur sem voru í eigu fjölskyldu hans – BNT, Hrómundi og Hafsilfri – til að veðsetja hlutabréfin í Vafningi sama dag og félagið keypti turninn í Mak- aó segir Bjarni: „Nei, ég vissi ekkert af því á hvaða tímapunkti þessar eign- ir fluttust inn í Vafning,“ segir Bjarni sem samkvæmt þessu vissi ekki að á sama tíma og hann fékk umboðið var félag, sem var að hluta til í eigu ætt- ingja hans sem og félags sem hann var stjórnarformaður og hluthafi í, að festa kaup á fasteignaverkefni í Makaó fyrir rúma fimm milljarða króna. Daginn áður en Vafningurinn keypti fasteignaverkefnið í Makaó seldi Milestone eignarhaldsfélaginu Mætti 12,1 prósents hluta í Vafningi fyrir rúmar 60 þúsund krónur og var Bjarni einn af þeim sem gat skrifað undir samninginn fyrir hönd Máttar. „Þeir [Benedikt og Einar, innsk. blaðamanns] voru ekki staddir á landinu og báðu mig um það fyr- ir sína hönd að skrifa undir ákveð- inn veðsamning þar sem þeir voru að veðsetja hlutabréfin sín í félag- inu... Þetta var veðsamningur sem gerður var við bankann vegna lána sem bankinn hafði veitt félaginu,“ segir Bjarni en BNT, Hrómundur og Hafsilfur voru í eigu föður Bjarna, Benedikts Sveinssonar, og föður- bróður hans, Einars. „Þegar eigend- ur þessara hlutabréfa í Vafningi óska IngI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is HÖFÐU ENGU AÐ TAPA Bjarni Benediktsson segist ekki hafa vitað að Vafningur fjárfesti í fasteignaverkefni í Makaó. Hann víkur sér ekki undan ábyrgð á Vafningi þar sem hann hafi verið stjórn- arformaður BNT, eins hluthafa félagsins. Bjarni segir tilgang Vafnings hafa verið að endurfjármagna lán og að Engeyingar hafi ekki hafa lagt fram eigið fé í Vafning. Eignarhald á Vafningi: SJ2 EHF (Sjóvá/Wernerssynir) 48,8 prósent Skeggi ehf. (SJ2, Hrómundur/Einar Sveinsson, Hafsilfur/Benedikt Sveins- son, BNT ehf./Einar og Benedikt ofl. og Sáttur/Guðmundur Ólason) 39,1 prósent Fjárfestingafélagið Máttur (SJ2, Hrómundur, Hafsilfur) 12,1 prósent one Central í makaó Kaup Vafnings á eignarhaldsfélaginu sem hélt utan um háhýsið í fasteignaverk- efninu One Central í Makaó gengu í gegn í febrúar 2008. Félagið hafði áður verið að fullu leyti í eigu dótturfélags Sjóvár en komst við eigendaskiptin í eigu annars dótturfélags tryggingafélagsins og eignarhaldsfélaga sem tengjast Engeyjar- frændunum: Einari, Benedikt og Bjarna. Kaupverðið var rúmir 5 milljarðar króna en turninn á að vera 41 hæð með tæp- lega 70 íbúðum. Íbúar háhýsisins áttu að hafa aðgang að 5 hæða hárri íþrótta- og tómstundamiðstöð með 50 metra sundlaug, spa, fullkomnum líkamsræktarsal og ýmsum íþróttavöllum. Hugmyndin hjá Sjóvá og síðar Vafningi var að eiga háhýsið í skamman tíma og selja það síðan með hagnaði upp á rúmlega 8 milljarða króna þar sem áætlað var að fasteignaverð í héraðinu myndi rjúka upp. Eigendur byggingarinnar gátu því grætt mikla fjármuni ef það hefði gengið sem skyldi. svartháfur Tekin var ákvörðun um það á einum og sama stjórnarfundinum í eignarhalds- félaginu Svartháfi í upphafi árs 2008 að sækja um tæplega 200 milljóna evra lán frá Glitni, eða sem nemur rúmum 35 milljörðum króna á núverandi gengi, og endurlána það svo til félaga í eigu Karls og Steingríms Wernerssona. Lánið sem Svartháfur endurlánaði strax til eignarhaldsfélaga í þeirra eigu var svo notað til að greiða hluta skuldar við fjárfestingabankann Morgan Stanley upp á 300 milljónir evra, sem nemur um 55 milljörðum króna á núverandi gengi. Morgan Stanley var einn helsti erlendi lánveitandi Milestone og fjármagnaði hluta útrásar fyrirtækisins til annarra landa. Svartháfur, sem var í eigu föður þeirra bræðra, Werners Rasmusson, er einn af stærri skuldurum Glitnis með skuldir upp á um 45 milljarða króna og er ljóst að skilanefnd Glitnis þarf að afskrifa drjúgan hluta þeirrar fjárhæðar. Glitnir veitti Svartháfi lánið í ársbyrjun 2008 en nákvæm dagsetning er ekki þekkt. Á sama stjórnarfundi hjá Svartháfi í ársbyrjun 2008 var ákveðið að lána 50 milljónir evra til félagsins Vafnings ehf., eða sem nemur tæpum 5 milljörðum króna. Eigendur Vafnings voru þeir bræður Einar og Benedikt Sveinssynir og Bjarni, sonur Benedikts og formaður Sjálfstæðisflokksins. Það skýtur skökku við að Werners- bræður sem ekki gátu greitt af eigin lánum hafi séð sér fært að lána félagi í eigu Engeyjarfjölskyldunnar fimm milljarða króna. Eignarhald á turninum í makaó: Vafningur ehf. - 100 prósent sj Properties macauoneCentral holdCo ehf. - 100 prósent Drakensberg Investments limited á Bresku jómfrúareyjum - 100 prósent Turninn í makaó „Menn eru að endurfjármagna lán og það er það sem er aðal- ástæðan fyrir þátttöku þessara félaga í Vafningi.“ Bjarni veðsetti Vafning Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð frá BNT, Hrómundi og Hafsilfri til að veðsetja hlutabréf þeirra í eignarhaldsfélagi sem meðal annars keypti lúxusturn í Makaó sama dag og umboðin eru dagsett. Umboðin þrjú sjást hér á myndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.