Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Side 14
14 föstudagur 11. desember 2009 fréttir „Ég hef aldrei komið nálægt neinni ákvörðun um að taka þátt í fast- eignaverkefni í Makaó,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins og fyrrverandi stjórnar- formaður BNT og N1, um aðkomu sína að eignarhaldsfélaginu Vafn- ingi sem meðal annars fjárfesti í fast- eignaverkefni Sjóvár í Makaó í byrjun febrúar í fyrra fyrir rúma fimm millj- arða króna. BNT og félögin Hafsilfur og Hrómundur, sem eru í eigu föður og föðurbróður Bjarna, voru hluthaf- ar í félaginu, líkt og greint var frá í DV á miðvikudaginn, og fékk Bjarni um- boð til að veðsetja hlutabréf þeirra allra í félaginu sama dag og Vafning- ur keypti fasteignaverkefnið. Bjarni vissi hins vegar vel að fé- lögin væru hluthafar í Vafningi þrátt fyrir að hann neiti því að hafa vitað að félagið hafi keypt fasteignaverk- efni Sjóvár. Hann segir að Vafningur hafi ekki einungis verið stofnaður til að halda utan um fasteignaverkefnið heldur til að endurfjármagna lán fyr- ir hluthafa þess. Að sögn Bjarna var ekki langur aðdragandi að stofnun Vafnings og var það ekki forgangs- mál að ganga frá því að BNT gerðist hluthafi í Vafningi. Formaðurinn segir jafnframt að áhætta félaganna þriggja af fjárfest- ingunni í Vafningi hafi verið lítil þar sem þau hafi ekki lagt fram eigin- fjárframlög og að félagið hafi verið fjármagnað með lánsfé. Hluthafar Vafnings hefðu þó getað grætt millj- arða ef fjárfestingin hefði gengið eft- ir. Svo varð hins vegar ekki og í kjöl- far efnahagshrunsins varð ljóst að fasteignaverkefnið í Makaó myndi skila miklu tapi, meðal annars vegna falls eignarhaldsfélagsins Milestone sem átti Sjóvá. Íslenska ríkið þurfti, í kjölfar hrunsins, að bjarga Sjóvá frá gjaldþroti með 12 milljarða eig- infjárframlagi. Sjóvá var síðan losað út úr fasteignaverkefninu í sumar og varð tapið af fjárfestingunni í Makaó á fjórða milljarð króna fyrir félagið. Þegar ráðist var í fjárfestinguna hefði Vafningur hins vegar getað grætt vel á henni. Bjarni kom því að því að ákveða þátttöku BNT, og hugsanlega einn- ig hinna félaganna tveggja, í Vafn- ingi og virðist hafa verið fullkomlega meðvitaður um tilgang félagsins þó svo að hann hafni því að hafa haft eitthvað að segja um fjárfestingar fé- lagsins í Makaó. Bjarni: Bræðurnir ekki á landinu Aðspurður af hverju hann hafi feng- ið umboð frá félögunum þremur sem voru í eigu fjölskyldu hans – BNT, Hrómundi og Hafsilfri – til að veðsetja hlutabréfin í Vafningi sama dag og félagið keypti turninn í Mak- aó segir Bjarni: „Nei, ég vissi ekkert af því á hvaða tímapunkti þessar eign- ir fluttust inn í Vafning,“ segir Bjarni sem samkvæmt þessu vissi ekki að á sama tíma og hann fékk umboðið var félag, sem var að hluta til í eigu ætt- ingja hans sem og félags sem hann var stjórnarformaður og hluthafi í, að festa kaup á fasteignaverkefni í Makaó fyrir rúma fimm milljarða króna. Daginn áður en Vafningurinn keypti fasteignaverkefnið í Makaó seldi Milestone eignarhaldsfélaginu Mætti 12,1 prósents hluta í Vafningi fyrir rúmar 60 þúsund krónur og var Bjarni einn af þeim sem gat skrifað undir samninginn fyrir hönd Máttar. „Þeir [Benedikt og Einar, innsk. blaðamanns] voru ekki staddir á landinu og báðu mig um það fyr- ir sína hönd að skrifa undir ákveð- inn veðsamning þar sem þeir voru að veðsetja hlutabréfin sín í félag- inu... Þetta var veðsamningur sem gerður var við bankann vegna lána sem bankinn hafði veitt félaginu,“ segir Bjarni en BNT, Hrómundur og Hafsilfur voru í eigu föður Bjarna, Benedikts Sveinssonar, og föður- bróður hans, Einars. „Þegar eigend- ur þessara hlutabréfa í Vafningi óska IngI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is HÖFÐU ENGU AÐ TAPA Bjarni Benediktsson segist ekki hafa vitað að Vafningur fjárfesti í fasteignaverkefni í Makaó. Hann víkur sér ekki undan ábyrgð á Vafningi þar sem hann hafi verið stjórn- arformaður BNT, eins hluthafa félagsins. Bjarni segir tilgang Vafnings hafa verið að endurfjármagna lán og að Engeyingar hafi ekki hafa lagt fram eigið fé í Vafning. Eignarhald á Vafningi: SJ2 EHF (Sjóvá/Wernerssynir) 48,8 prósent Skeggi ehf. (SJ2, Hrómundur/Einar Sveinsson, Hafsilfur/Benedikt Sveins- son, BNT ehf./Einar og Benedikt ofl. og Sáttur/Guðmundur Ólason) 39,1 prósent Fjárfestingafélagið Máttur (SJ2, Hrómundur, Hafsilfur) 12,1 prósent one Central í makaó Kaup Vafnings á eignarhaldsfélaginu sem hélt utan um háhýsið í fasteignaverk- efninu One Central í Makaó gengu í gegn í febrúar 2008. Félagið hafði áður verið að fullu leyti í eigu dótturfélags Sjóvár en komst við eigendaskiptin í eigu annars dótturfélags tryggingafélagsins og eignarhaldsfélaga sem tengjast Engeyjar- frændunum: Einari, Benedikt og Bjarna. Kaupverðið var rúmir 5 milljarðar króna en turninn á að vera 41 hæð með tæp- lega 70 íbúðum. Íbúar háhýsisins áttu að hafa aðgang að 5 hæða hárri íþrótta- og tómstundamiðstöð með 50 metra sundlaug, spa, fullkomnum líkamsræktarsal og ýmsum íþróttavöllum. Hugmyndin hjá Sjóvá og síðar Vafningi var að eiga háhýsið í skamman tíma og selja það síðan með hagnaði upp á rúmlega 8 milljarða króna þar sem áætlað var að fasteignaverð í héraðinu myndi rjúka upp. Eigendur byggingarinnar gátu því grætt mikla fjármuni ef það hefði gengið sem skyldi. svartháfur Tekin var ákvörðun um það á einum og sama stjórnarfundinum í eignarhalds- félaginu Svartháfi í upphafi árs 2008 að sækja um tæplega 200 milljóna evra lán frá Glitni, eða sem nemur rúmum 35 milljörðum króna á núverandi gengi, og endurlána það svo til félaga í eigu Karls og Steingríms Wernerssona. Lánið sem Svartháfur endurlánaði strax til eignarhaldsfélaga í þeirra eigu var svo notað til að greiða hluta skuldar við fjárfestingabankann Morgan Stanley upp á 300 milljónir evra, sem nemur um 55 milljörðum króna á núverandi gengi. Morgan Stanley var einn helsti erlendi lánveitandi Milestone og fjármagnaði hluta útrásar fyrirtækisins til annarra landa. Svartháfur, sem var í eigu föður þeirra bræðra, Werners Rasmusson, er einn af stærri skuldurum Glitnis með skuldir upp á um 45 milljarða króna og er ljóst að skilanefnd Glitnis þarf að afskrifa drjúgan hluta þeirrar fjárhæðar. Glitnir veitti Svartháfi lánið í ársbyrjun 2008 en nákvæm dagsetning er ekki þekkt. Á sama stjórnarfundi hjá Svartháfi í ársbyrjun 2008 var ákveðið að lána 50 milljónir evra til félagsins Vafnings ehf., eða sem nemur tæpum 5 milljörðum króna. Eigendur Vafnings voru þeir bræður Einar og Benedikt Sveinssynir og Bjarni, sonur Benedikts og formaður Sjálfstæðisflokksins. Það skýtur skökku við að Werners- bræður sem ekki gátu greitt af eigin lánum hafi séð sér fært að lána félagi í eigu Engeyjarfjölskyldunnar fimm milljarða króna. Eignarhald á turninum í makaó: Vafningur ehf. - 100 prósent sj Properties macauoneCentral holdCo ehf. - 100 prósent Drakensberg Investments limited á Bresku jómfrúareyjum - 100 prósent Turninn í makaó „Menn eru að endurfjármagna lán og það er það sem er aðal- ástæðan fyrir þátttöku þessara félaga í Vafningi.“ Bjarni veðsetti Vafning Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð frá BNT, Hrómundi og Hafsilfri til að veðsetja hlutabréf þeirra í eignarhaldsfélagi sem meðal annars keypti lúxusturn í Makaó sama dag og umboðin eru dagsett. Umboðin þrjú sjást hér á myndunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.