Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Blaðsíða 16
16 föstudagur 11. desember 2009 fréttir NÝTT LÍF ÚTRÁSARVÍKINGA Flestir Íslendingar höfðu það nokk- uð gott stærstan hluta þessa ára- tugar á meðan íslenska útrásin stóð sem hæst. Útrásin fór á flug í kjölfar einkavæðingar bankanna og þá opn- uðust allar gáttir fyrir ódýr lán. Þeir sem fóru fyrir fjárfestingafylking- unni, sem hafa gjarnan verið nefndir íslensku útrásarvíkingarnir, tóku sig til og fjárfestu víða um veröld. Þannig eignuðust þeir til að mynda banka, fasteignir, verslanakeðjur, flugfélög, lyfjafyrirtæki, símafyrirtæki og bjór- verksmiðjur. Víkingarnir keyptu sér sjálfir glæsiíbúðir um víða veröld, flotta bíla, einkaþotur og snekkjur. En svo hrundi allur glæsileikinn, haustið 2008, þegar kreppan skall á. Bankarnir hrundu eins og spilaborg- ir og fjármálaerfiðleikar blasa við mörgum heimilum. Sérstakur sak- sóknari situr sveittur við að rannsaka bankahrunið og niðurstöðu hans er beðið með eftirvæntingu. Á meðan rannsóknin stendur yfir hafa borist fréttir af því að útrásarvíkingar flytji af landi brott og heyrast raddir þess efnis að það geri þeir til að flýja rift- unarmöguleika og gjaldþrot. DV fletti í þjóðskrá og skoðaði hvar flest- ir víkingarnir eru niðurkomnir í ver- öldinni. Bjarni Ármannsson Staða Bjarna þykir ágæt miðað við margan útrásarvíkinginn. Flutti til Noregs fyrir bankahrunið en býr nú á Íslandi. Festi nýverið kaup á súkkulaðiverksmiðju en lítið annað er vitað um ferðir hans. Hluti skulda hans var afskrifaður við fall Glitnis, eða rúmlega 800 milljónir króna, og lýsti hann því þá yfir að það hefði verið óábyrg meðferð á fé hefði hann borgað skuldina. Björgólfur Guðmundsson Björgólfur var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykja- víkur. Sjálfur segir hann skuldir sínar nema 96 milljörðum króna og telur hann engar líkur á að hann geti staðið við þær skuldbindingar sem þeim tengjast. Þegar staða Björgólfs var sem best voru eignir hans metnar á 169 milljarða en þær þurrkuðust nær upp í bankahruninu. Jóhannes Jónsson Jóhannes hefur fullyrt að hann og fjöl- skylda hans ætli að borga allar sínar skuldir. Baugur Group var úrskurðað gjaldþrota í mars síðastliðnum og fjallað hefur verið um gífurlegar skuldir fyrirtækisins. Nú standa yfir björgunaraðgerðir Jóhannesar og fjölskyldu til að halda ráðandi hlut sínum á íslenskum matvörumarkaði. Jón Ásgeir Jóhannesson Baugur Group var úrskurðað gjaldþrota í mars síðastliðnum. Talað hefur verið um skuldir Jóns Ásgeirs upp á þúsund milljarða, eða því sem nemur 3,2 milljónum króna á hvern Íslending. Hann reynir nú að bjarga eignarhaldsfélag- inu 1998 ehf. og halda þannig eignarhlut sínum í Högum, rekstrarfélagi með yfirgnæfandi markaðshlutdeild á íslenskum matvörumarkaði. Pálmi Haraldsson Pálmi stendur höllum fæti eftir að eignarhaldsfélag hans, Fons ehf., var úrskurðað gjaldþrota með tuttugu milljarða á bakinu. Efnahagsbrotadeild rannsakar hvort Pálmi hafi grætt milljarða á kostnað hluthafa í FL Group í tengslum við viðskipti á danska flugfélaginu Sterling. Sigurjón Þ. Árnason Sigurjón, fyrrverandi banka- stjóri Landsbankans, stofnaði ráðgjafarfyrirtæki og kenndi námskeið í háskólum eftir bankahrunið. Komst aðeins í fréttirnar fyrir lán frá Landsbankanum. Er í rannsókn hjá Fjármálaeftirlitinu vegna kúluláns og hjá sérstökum saksóknara vegna Ímonsmálsins. Þorsteinn M. Jónsson Forstjóri Vífilfells. Talið er að heildarskuldir sem tengjast félögum í eigu Þorsteins nemi um 13 milljörðum króna. Banka- stjóri Kaupþings banka játaði því að Coca-Cola á Norðurlöndum hefði hótað því að svipta Vífilfell átöppunarleyfi fengi Þorsteinn ekki að halda fyrirtækinu. Ágúst Guðmundsson Starfandi stjórnarfor- maður Exista en félagið er í raun gjaldþrota þar sem það á aðeins fyrir broti af skuldum sínum. Fjallað hefur verið um að skuldir séu 180 milljarðar króna en félagið er í dag hálfgerð skel utan um miklar skuldir. Enn eru þar verðmæt félög, til að mynda Lýsing, VÍS, Lífís og Skipti, móðurfélag Símans. Ármann Harri Þor- valdsson Fyrrverandi bankastjóri Kaupthing Singer & Friedlander í London. Tók þátt í hinni hörðu uppsveiflu og útrás íslensku bankanna. Hefur gefið út bók með skýringum sínum og umfjöllun um íslenska banka- hrunið. Björgólfur Thor Björgólfsson Það liggur alls ekki fyrir hvað stendur eftir af veldi Björgólfs Thors. Með hruni Landsbankans og Straums er stór biti farinn. Á enn þá Actavis en heyrst hefur að skuldir fyrirtæksins séu upp á þúsund milljarða. Þá skuldar hann Straumi 9,5 milljarða vegna landakaupa á La Manga á Spáni, í félagi við Róbert Wessman. Hannes Smárason Skuldir Hannesar Smárasonar, fyrr- verandi forstjóra FL Group, nema hátt í 45 milljörðum króna. Eignir Hannesar, sem námu 30 millj- örðum fyrir aðeins einu og hálfu ári, eru nánast verðlausar í dag. Er til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild vegna FL Group og skattalagabrota. Jón Þorsteinn Jónsson Fyrrverandi stjórnarformaður Byrs sætir rannsókn hjá sérstökum saksóknara vegna stofnfjárhluta- bréfakaupa. Lárus Welding Fékk greiddar 300 milljónir króna fyrir að byrja í vinnunni sem forstjóri Glitnis eftir að Bjarni Ármannsson hætti. Var með 5,5, milljónir í laun á mánuði. Skömmu fyrir hrun sagði hann að bankinn væri í fínum málum. Hann skipti um nafn eftir bankahrunið og heitir nú Lárus W. Snorrason. Lýður Guðmundsson Forstjóri Exista. Skuldir félagsins eru gríðar- legar og félagið í raun gjaldþrota. Exista á enn þá verðmæt félög og stjórnendurnir fóru fram á risafjár- hæðir til að stýra skútunni áfram. Mikil öryggisgæsla er við sumarhús Lýðs í Fljótshlíð og kostnaður við byggingu þess talinn ekki undir 300 milljónum. Myndavélar og skilti eru til varnar því að ókunnugir fari upp að húsinu. Magnús Ármann Magnús var sagður skulda rúmlega tuttugu og fjögur þúsund milljónir, 24 milljarða, í lok árs 2007 í gegnum félög sín Maggi ehf., Sólmon ehf., Materia Invest ehf. og Imon ehf. Þá er hann einn þeirra þrjátíu einstaklinga sem eru til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna notkunar á erlendum greiðslu- kortum hér á landi. Greiðslukort Magnúsar voru notuð fyrir allt að 40 milljónir á einu ári. Sigurður Ásgeir Bollason Þrjú félög athafnamannsins Sig- urðar Bollasonar skilja eftir sig ellefu milljarða króna skuld eftir mis- heppnuð hlutabréfaviðskipti. Hann er einn þeirra einstaklinga sem skattrannsóknarstjóri rannsakar vegna ólögmætrar notkunar á greiðslukortum. Sigurður Einarsson Sigurður er með réttar- stöðu grunaðs manns í rannsókn sérstaks saksóknara á kaupum Katarans Al-Thanis á rúmlega fimm prósenta hlut í Kaupþing banka. Hann afskrifaði eigin skuldir hjá bankanum upp á átta milljarða króna, nokkrum vikum fyrir bankahrunið. Sagður skulda 200 milljónir króna vegna ókláraðs sveitaseturs í Borgarfirði. BrETLand SviSS íSLand TrauSTi HafSTEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is LúxEMBorG Hreiðar Már Sigurðsson Hreiðar Már felldi niður eigin skuldir hjá Kaupþing banka upp á sjö milljarða króna. Hann segist hafa tapað 1500 milljónum króna við bankahrunið og því sé hann ekki auðmað- ur í dag. Hann er nú búsettur í Lúxemborg þar sem hann rekur fjármálaráðgjafarfyrirtæki. Ólafur Ólafsson Hundruð milljarða króna Ólafs hurfu með eign hans í Kaupþingi þegar ríkið tók bankann yfir. Fjárfestingafélag Ólafs gæti átt von á milljörðum króna frá skilanefnd bankans gangi krafa hans vegna gengismismunar eftir. Þá náði hann að koma milljónum undan hruninu með því að kaupa ríkistryggð verðbréf viku áður en bankarnir hrundu. Á heimili hans og í sum- arhúsi voru gerðar húsleitir á vordögum í tengslum við rannsókn á kaupum Al-Thanis á hlut í Kaupþingi. Ólafur býr í Lausanne í Sviss en óljóst er hvað hann gerir þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.