Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Page 44
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is 60 ára í dag Hjörleifur Sveinbjörnsson Þýðandi og kennari Hjörleifur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann lauk stúdentsprófl frá MR 1969, stundaði nám í þjóðfélagsfræði við HÍ 1970- ‘72, sinnti síðan ýmsum almennum störfum til sjós og lands, stundaði nám í kínversku við Tungumálastofn- un Beijingborgar 1976-‘77, síðan nám í kínversku og kínverskum bók- menntum við Beijingháskóla frá 1977 og lauk BA-prófi 1981. Hjörleifur hafði umsjón með og kenndi á ýmsum námskeiðum er lutu að kínverskum málefnum, sögu og menningu, og hélt námskeið í kínverskri tungu við Fjölbrautaskóla Suðurlands, MH, Endurmenntun- arstofnun HÍ og í kínverskum mið- aldabókmenntum við HÍ á haustönn 1998. Undanfarin ár hefur Hjörleifur kennt kínversku sem stundakennari við HR í alþjóðaviðskiptum. Hjörleifur var blaðamaður á Þjóð- viljanum 1983-‘88, fræðslufulltrúi BSRB 1989-‘96 og deildarstjóri þýð- inga- og flutningsdeildar Íslenska útvarpsfélagsins hf., síðar Norður- ljósa, Dagsbrúnar og nú síðast 365 frá 1997 til 2007. Hann hætti þar til þess að setja saman sýnisbók kínverskr- ar frásagnarlistar frá fyrri miðöldum sem heitir Apakóngur á Silkivegin- um en bókin fékk þýðingarverðlaun Bandalags þýðenda og túlka. Hann þýddi einnig bókina Villtir svanir eftir kínversku skáldkonuna Jung Chang, 1994. Fjölskylda Eiginkona Hjörleifs er Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, f. 31.12. 1954, fyrr- verandi ráðherra. Hún er dóttir Gísla Gíslasonar, f. 30.11. 1916, d. 23.10. 2003, fyrrv. verslunarmanns í Reykja- vík, og k.h., Ingibjargar J. Níelsdótt- ur, f. 23.2. 1918, húsmóður. Syn- ir Hjörleifs og Ingibjargar Sólrúnar eru Sveinbjörn Hjörleifsson, f. 26.1. 1983, nemi; Hrafnkell Hjörleifsson, f. 10.11.1985, nemi. Systkini Hjörleifs eru Ingveldur Sveinbjörnsdóttir, f. 19.3.1948, kenn- ari; Ágústa Sveinbjörnsdóttir, f. 3.6. 1951, arkitekt; Árný Erla Sveinbjörns- dóttir, f. 20.6. 1953, bergfræðingur. Foreldrar Hjörleifs eru Sveinbjörn Einarsson, f. 24.4. 1919, fyrrv. kennari í Melaskóla í Reykjavík, og k.h., Hulda Hjörleifsdóttir, f. 13.7. 1924, húsmóð- ir. Ætt Sveinbjörn er bróðir Ingibjargar, móður Einars Júlíussonar eðlisfræð- ings. Sveinbjörn er sonur Einars, póstfulltrúa í Reykjavík, bróður Mar- grétar, móður Hróbjarts Árnason- ar, forstjóra Burstagerðarinnar, föður Jóns Dalbú, sóknarprests í Hallgríms- kirkju. Önnur systir Einars var Jórunn Eyfjörð, amma Hjalta Guðmundsson- ar dómkirkjuprests. Einar var sonur Hróbjarts, b. í Húsum í Holtahreppi, bróður Sigurðar, afa Rúriks Haralds- sonar leikara. Annar bróðir Hróbjarts var Kjart- an, hreppstjóri á Þúfu, afi Þorsteins Thorarensen borgarfógeta, föður Ástríðar, konu Davíðs Oddssonar rit- stjóra Morgunblaðsins. Hróbjart- ur var sonur Ólafs, b. í Gaularáshjá- leigu í Landeyjum, Sigurðssonar, b. í Hallgeirsey, Jónssonar, bróður Guð- rúnar, móður Tómasar Sæmunds- sonar Fjölnismanns, langafa Helga yfirlæknis, fóður Tómasar yfirlæknis og Ragnhildar, fyrrv. ráðherra. Móðir Sveinbjörns var Ágústa Sveinbjörnsdóttir, sjómanns og smiðs í Hafnarfirði og Reykjavík, Stefáns- sonar, b. í Vogum á Vatnsleysuströnd, Guðmundssonar. Móðir Ágústu var Ástríður Guðmundsdóttir, b. í Nýja- bæ í Garðahverfi, Þorvaldssonar, og Helgu Jónsdóttur, b. á Hofi á Kjalar- nesi, bróður Magnúsar, langafa Sveins Egilssonar forstjóra. Jón var sonur Runólfs, b. á Ketilsstöðum, bróður Magnúsar, langafa Árna Eiríkssonar kaupmanns, afa Styrmis Gunnars- sonar fyrrverandi ritstjóra. Magnús var einnig langafi Sigríðar, langömmu Guðmundar Magnússonar, forstöðu- manns Þjóðmenningarhúss. Runólf- ur var sonur Magnúsar, b. á Bakka, Hallgrímssonar, b. í Arnarholti, Þor- leifssonar. Móðir Hallgríms var Guðrún Eyj- ólfsdóttir, b. á Ferstiklu, Hallgríms- sonar, sálmaskálds, Péturssonar. Hulda er dóttir Hjörleifs, b. í Súlu- holtshjáleigu í Villingaholtshreppi, Sigurbergssonar, b. í Fjósakoti í Með- allandi, Einarssonar. Móðir Hjörleifs var Árný Eiríksdóttir. Móðir Huldu er Ingveldur Ámundadóttir, b. í Kambi, Sigurmundssonar, b. þar, Jóhanns- sonar. Móðir Ingveldar var Ingibjörg, systir Sigríðar, móður Magnúsar Kjaran stórkaupmanns, föður Birgis Kjaran alþm. og Sigríðar, móður Jó- hanns Sigurjónssonar, forstjóra Fiski- stofu. Ingibjörg var dóttir Páls, b. í Þing- skálum, bróður Júlíu, móður Helga Ingvarssonar yfirlæknis, föður Ingv- ar stórkaupmanns, föður Júlíusar Vífils, borgarfulltrúa og óperusöngv- ara. Páll var sonur Guðmundar ríka, ættföður Keldnaættar, Brynjólfs- sonar af Víkingslækjarætt, Guðlaugs Tryggva, Jóns Helgasonar prófessors og Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morg- unblaðsins. Hjörleifur hélt upp á fimmtugsaf- mæli sitt með pompi og prakt og ætl- ar að endurtaka leikinn þegar hann verður sjötugur. En í ár tekur hann því rólega. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is Ólafur Hilmar Sverrisson framkvæmdastjóri fjármálasviðs rarik Ólafur fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1980 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1984. Ól- afur var skrifstofustóri hjá Lífeyris- sjóði verslunarmanna í Reykjavík 1984-‘86, sveitarstjóri í Grundarfirði 1986-‘90, fjármálastjóri hjá Kjörís hf. 1990-‘91, bæjarritari hjá Kópavogs- kaupstað 1991, bæjarstjóri í Stykkis- hólmi 1991-‘99, forstöðumaður hjá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi 1999-2000, verkefnastjóri hjá Flug- málastjórn 2000, framkvæmdastjóri hjá Stáltaki 2001-2002, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu 2002-2003, útibússtjóri hjá Kaupþingi 2003-2007 og hefur verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs RARKIK frá 2007. Ólafur sat í stjórn Heimdall- ar 1976-‘78, í stjórn Félags viðskipta- fræðinema 1982-‘84, í fræðsluráði Vesturlands 1986-‘90, í stjórn Hrað- frystihúss Grundarfjarðar 1986-90, í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi 1988-90 og 1994-95, í stjórn héraðsnefndar Snæfellinga 1991-95, sat í stjórn launanefndar sveitarfé- laga 1993-‘99, í stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga 1994-‘99, sat í stjórn Fasteignamats ríkisins 1995- 2000 og í stjórn Námsgagnastofnun- ar 1995-2000. Fjölskylda Ólafur kvæntist 18.6. 1983 Ragnheiði Gunnarsdóttur, f. 2.9. 1960, B.Sc. Í hjúkrunarfræði frá HÍ. Hún er dóttir Gunnars Dofra Kjartanssonar, f. 29.6. 1935, d. 9.9. 1970, verslunarmanns í Reykjavík, og k.h., Helgu Sigfúsdótt- ur, f. 2.5. 1937, verslunarmanns. Stjúpfaðir Ragnheiðar er Hjalti Stefánsson, f. 23.9. 1925, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík. Synir Ólafs og Ragnheiðar eru Gunnar Dofri, f. 13.4. 1988, laga- nemi við HÍ; Sverrir Ingi, f. 21.2. 1993, framhaldsskólanemi; Kjartan, f. 12.1. 1997, nemi. Alsystkini Ólafs eru Anna Gunn- hildur Sverrisdóttir, f. 29.7. 1950, við- skiptafræðingur í Reykjavík; Oddný Guðrún Sverrisdóttir, f. 27.8. 1956, dósent við HÍ, búsett í Reykjavík; Pét- ur Örn Sverrisson, f. 14.3.1969, hér- aðsdómslögmaður í Reykjavík. Hálfsystkini Ólafs, samfeðra: Kristinn Ágúst Sverrisson, f. 23.12. 1932, d. 9.5. 1957; Sigurður Júlíus Sverrisson, f. 14.8.1934, d. 16.2.1953; Alma Valdís, f. 18.1.1943, lögfræðing- ur í Garðabæ; Óskar Finnbogi Sverr- isson, f. 19.1. 1945, verkfræðingur í Reykjavík; Gunnar Axel Sverrisson, f. 19.1. 1945, verkfræðingur í Garðabæ; Garðar Sverrisson, f. 11.1.1949, verk- fræðingur í Garðabæ; Guðmundur Sverrisson, f. 31.12.1955, búsettur í Danmörku. Foreldar Ólafs; Sverrir Júlíusson, f. 12.10. 1912, d. 30.4. 1990, útgerð- armaður og alþm, og k.h., Ingibjörg Þorvaldsdóttir, f. 25.6. 1925, húsmóð- ir og vefnaðarkennari. Ætt Sverrir var sonur Júlíusar Björns- sonar, sjómanns í Keflavík, og k.h., Sigríðar Sverrínu Sveinsdóttur hús- móður. Ingibjörg er dóttir Þorvalds Böðvarssonar og k.h., Gróu Maríu Oddsdóttur. 50 ára á sunnudag 44 föstudagur 11. desember 2009 ættfræði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.