Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Side 2
2 Fréttir Vikublað 19.–21. ágúst 2014
Hústökufólk
í brennandi
byggingu
Eldur kom upp í íbúðarhús-
næði við Grettisgötu 62 í miðbæ
Reykjavíkur á mánudagsmorgun
en húsið er tveggja hæða og lagði
mikinn reyk yfir nærliggjandi
hverfi. Greiðlega gekk að ráða
niðurlögum eldsins en allt tiltækt
lið slökkviliðsins á höfuðborgar-
svæðinu var kallað á vettvang.
Þrjár manneskjur voru í hús-
inu þegar eldurinn kom upp
og samkvæmt upplýsingum frá
slökkviliðinu komust þær út af
eigin rammleik. Fólkið reyndist
hústökufólk sem hafði kom-
ið sér þar fyrir. Nágrannar hafa
um nokkurt skeið haft áhyggj-
ur af óreglu í húsinu og lét einn
nágranninn hafa það eftir sér að
í raun hafi verið tímaspursmál
hvenær eitthvað þessu líkt kæmi
upp á.
Hættir að refsa
Færeyingum
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur fellt úr gildi refsi-
aðgerðir gegn Færeyingum vegna
deilna um kvóta úr norsk-ís-
lenska síldarstofninum. Tilkynnt
var um þetta á mánudag. Í ágúst
í fyrra var gripið til refsiaðgerð-
anna vegna ákvörðunar Fær-
eyinga að taka sér einhliða 105
þúsund tonna kvóta úr síldar-
stofninum. Var ákveðið að hætta
að refsa Færeyingum eftir að þeir
samþykktu að miða við 40 þús-
und tonna kvóta á yfirstandandi
síldveiðiári. Framkvæmdastjórn-
in segir í tilkynningu sinni að þar
með sé þó ekki viðurkennt að
Færeyingar eigi tilkall til þessara
40 þúsund tonna, heldur aðeins
viðurkennt að sjálfbærni stofns-
ins sé ekki lengur ógnað.
E
ngar vísbendingar eru um
að það sé lögmanna siður
að halla vísvitandi réttu máli
fyrir dómi og brjóta þar með
gegn reglum stéttarinnar. Þykir rétt
að halda því til haga,“ skrifar Ingi-
mar Ingason, framkvæmdastjóri
Lögmannafélags Íslands, í tölvu-
pósti til DV. Ástæða skrifa Ingimars
er viðtal DV við Önnu Lilju Hall-
grímsdóttur, lögfræðing félagsins, í
helgarblaði DV þar sem hún ræddi
almennt um siðareglur lögmanna. Í
viðtalinu var innheimtubréf Hilm-
ars Leifssonar til iðnaðarmanns
sett í samhengi við lög og reglur
sem gilda um lögmenn. Iðnaðar-
maðurinn hefur sagt að sú skuld
sem bréfið er vegna sé uppspuni frá
rót. Anna Lilja var spurð um hvaða
siðareglur væru brotnar ef sannað
yrði að orð iðnaðarmannsins væri á
rökum reist. „Í siðareglunum segir
að ef þú ert lögmaður þá máttu ekki
halda einhverju fram sem þú veist
að er ósatt. Það er þannig ef það er
fyrir framan dómara. Í rauninni er
þessi siðaregla þannig að allir lög-
menn brjóta hana, í það minnsta
flestir. Það segir sig sjálft að ef þú
ert kominn fyrir framan dómstól
að þeir segja ekki allt sem er satt og
rétt,“ sagði Anna Lilja þá. n
hjalmar@dv.is
Lygar ekki lögmanna siður
Framkvæmdastjóri segir ummæli starfsmanns röng
Framkvæmdastjóri Ingimar Inga-
son segir ummæli Önnu Lilju vera röng.
Hún sagði að flestir lögmenn brjóti þá
siðareglu að segja rétt frá fyrir framan
dómara. Mynd Kristinn Magnússon
Biður bæjarbúa
afsökunar
É
g tók fjórar e-pillur með nas-
istamerkinu og fór bara yfir um.
Ég er ekkert vön að gera svona,
ég er með hreina sakaskrá. Ég
át fjórar svona yfir nóttina og
síðan man ég ekki meira eftir þessu.
Það birtist bara eitthvert drasl heima
og ég er búin að vera að reyna að
skila öllu sem var heima,“ segir unga
konan sem fjölmargir Ólafsfirðingar
sögðu halda bænum í heljargreip-
um. DV fjallaði á dögunum um inn-
brotahrinu sem Ólafsfirðingar sögðu
vera runna undan rifjum konunn-
ar. Bæjarbúar höfðu orð á því að allt
steini léttara hyrfi og íhuguðu sumir
að taka lögin í eigin hendur. Hún seg-
ist nú vera að taka á sínum málum og
vill hún koma á framfæri afsökunar-
beiðni til allra bæjarbúa.
„rosaleg neysla og rugl“
„Þetta var bara í algjöru „black-outi“.
Svo fór ég inn á Vog núna í síðustu
viku og þar hef ég talað við strák sem
ég þekki og hann sagði mér að þess-
ar e-pillur séu sýrublandaðar, sem
sagt með LSD. Það fór brjálæðis-
lega illa í mig. Ég var grátandi í tvo
daga inni á Vogi á niðurtúr. Þetta er
búið að vera algjört brjálæði, rosa-
leg neysla og rugl. Ég er búin að vera
hérna í sex daga og er að fara í hug-
ræna atferlismeðferð á Teig,“ seg-
ir unga konan. Hún vill enn fremur
koma þeim skilaboðum á framfæri
að þessi tiltekna tegund e-pillu sé
stórhættuleg.
Biður bæjarbúa afsökunar
Konan segir að hún muni snúa aftur
til Ólafsfjarðar eftir tvo mánuði en þá
lýkur meðferð hennar. Hún vill biðja
alla sem neysla hennar hefur snert
afsökunar. „Ég dauðsé eftir þessu. Ég
skammast mín og mér finnst þetta
vera alveg fáránlegt. Ég er enginn
innbrotsþjófur. Þetta var bara rugl.
Ég sé mjög mikið eftir þessu. Ég var
að hugsa um áður en ég fór að setja
tilkynningu í Samkaup þar sem ég
bæði alla bæjarbúa afsökunar og
segði að þetta myndi ekki koma fyr-
ir aftur og ég ætlaði að taka á mínum
málum. Ég var bara of slöpp til þess
áður en ég fór,“ segir konan.
Þunglyndiskast eftir neysluna
„Þetta er mjög sterk meðferð sem
ég er að fara í. Mér leið hrikalega á
þessum tíma. Daginn eftir þetta grét
ég og var í þunglyndiskasti. Ég ætlaði
að drepa mig og þetta var bara allt á
þessa leið,“ segir hún. Konan seg-
ir að sér hafi síst liðið betur eftir að
hafa séð ummæli bæjarbúa um að
taka lögin í eigin hendur. „Mér finnst
ekki í lagi að þeir séu að hóta mér of-
beldi. Mér finnst það of langt geng-
ið. Þetta er lítið bæjarfélag og það
má ekki neitt gerast þá er það blásið
upp og allir byrja að baktala. Ég kem
aftur þegar ég er búin að taka vel á
mínum málum og þá mega bæjar-
búar búast við að þetta gerist ekki
aftur. Ég er hér af fullum hug í með-
ferð,“ segir konan. n
n Unga konan sem hélt Ólafsfirðingum í heljargreipum n Í eiturlyfjavímu
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
skammast sín Unga konan segist ætla
að snúa aftur til Ólafsfjarðar þegar meðferð
hennar lýkur. Myndin tengist fréttinni ekki
beint.
„Ég skammast mín
og mér finnst þetta
vera alveg fáránlegt. Ég er
enginn innbrotsþjófur.
alsæla Unga konan segir e-pillur
með hakakrossi á stórhættulegar.
Ólafsfjörður Fjöldi Ólafs-
firðinga höfðu samband við DV
vegna innbrotahrinunnar og
sögðu þeir allir að um væri að
ræða ungu konuna. Hún er nú
að taka á sínum málum og biðst
afsökunar á framferði sínu.
1 matsk. safieða 1 hylki.
F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i .
Jafnvægi og vellíðan
lifestream™
nature’s richest superfoods