Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Síða 6
6 Fréttir Vikublað 19.–21. ágúst 2014
Hugo Boss söluaðilar:
Reykjavík:
Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100
Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100
Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665
Meba Kringlunni s: 553-1199
Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711
Hafnarfjörður
Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666
Keflavík:
Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757
Selfoss:
Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433
Akureyri:
Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509
Akranes:
Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir:
Klassík Selási 1 s:471-1886
Úra- o skartgripaversl n
Heide Glæsibæ - s: 581 36 5
B
reski sjáandinn og miðillinn
Timothy Abbott er á leið til
landsins og mun hann koma
fram á námskeiði hjá Sálar
rannsóknarfélagi Íslands
í september sem og á „fræðslu og
kynningarkvöldi“ hjá Kærleikssetrinu
nú í ágúst.
Sviku út bætur í 16 ár
Timothy, sem segist vera miðill og
sjáandi, var ásamt eiginkonu sinni,
Janette Abbott, nýlega dæmdur fyrir
stórfelld bóta og skattsvik. Í ljós hef
ur komið að þau hjónin þáðu bæði
bætur frá breska ríkinu yfir 16 ára
tímabil vegna líkamlegrar fötlunar
sem þau héldu fram að þau væru
með. Timothy sagðist sjálfur vera svo
illa haldinn líkamlega að hann gæti
vart gengið. Janette gekk um með
hækjur, en í ljós hefur komið að þau
eru bæði við góða heilsu og gerðu sér
upp veikindin. Á þessu tímabili þáðu
þau sjúkrabætur, húsnæðisbætur og
greiddu lægri skatta. Samtals nam
upphæðin sem þau sviku út úr breska
ríkinu 80.000 pundum, eða sem sam
svarar rúmlega 15 milljónum króna.
Þá var honum einnig gefið að sök að
hafa sleppt því að telja fram 10.000
pund í tekjuskatt. Bæði Timothy og
Janette játuðu brot sín skýlaust fyrir
dómi.
Náðust á falda myndavél
Það voru rannsóknaraðilar sem komu
upp um hjónin, en efasemdir höfðu
vaknað um hvort þau væru í raun
líkamlega skert. Rannsóknarteymið
fylgdi hjónunum eftir um nokkurt
skeið árið 2012 og komst að því að
grunsemdirnar voru á rökum reist
ar. Timothy var gripinn glóðvolgur á
myndskeiði sem falin myndavél náði
af honum, þar sem hann tekur ræki
lega á því í ræktinni, lyftir lóðum og
tekur vel á því í róðrartækinu. Mynd
skeið náðist einnig af Janette þar sem
hún er í verslunarleiðangri án hækj
anna, þar sem hún kraup vandræð
alaust, stóð upp og gekk um með
þunga innkaupapoka.
„Ég kem alveg af fjöllum“
„Já, þú segir mér fréttir,“ sagði Magn
ús Már Harðarson, formaður Sálar
rannsóknarfélags Íslands þegar
blaðamaður spurðist fyrir um hvort
hann hafi heyrt af fréttum um
Timothy. Hann hafði ekki heyrt af
málinu og kannaðist ekkert við það.
Magnús segir að Timothy hafi
nokkrum sinnum komið til landsins
og haldið námskeið, í það minnsta
tvisvar sinnum. „Ég kem alveg af fjöll
um. Ég er ekkert að rengja þig, ég þarf
bara að kynna mér þetta mál,“ seg
ir Magnús en hann segir að það verði
skoðað í framhaldinu hvort nám
skeiðið verði haldið eða ekki. „Ég get
eiginlega ekki svarað þessu, ég þarf að
kynna mér málið en þetta eru náttúr
lega ekki góðar fréttir,“ segir Magnús.
Námskeiðið kostar 28.000 krónur
á mann og þarf fólk að greiða 10.000
krónur í staðfestingargjald. Magnús
segir að Timothy geri félaginu tilboð
um námskeið og félagið innheimti
svo samkvæmt því. Aðspurður hvort
fólk geti fengið staðfestingargjaldið
endurgreitt í ljósi þessara frétta seg
ir Magnús svo vera. Magnús gat ekki
svarað því hvort námskeiðið yrði blás
ið af. Hann sagðist þurfa að ráðfæra
sig við stjórn félagsins og ákvörðun
verði tekin í framhaldi af því.
Auk þess að halda námskeið
hjá Sálarrannsóknarfélaginu mun
Timothy halda „fræðslu og kynn
ingarkvöld“ hjá Kærleikssetrinu. Á
vef Kærleikssetursins má sjá auglýs
ingu um kvöldin. Þar segir að Timothy
hafi orðið þekktur sem „einn af bestu
sönnunarmiðlum Bretlands“ og að
mikil eftirspurn sé bæði eftir vinnu
hans sem miðils og kennara. Þar segir
einnig að aðgangseyrir sé 2.000 krón
ur á hvert kvöld.
„Auðvitað misstígur
fólk sig í lífinu“
Friðbjörg Óskarsdóttir, eigandi Kær
leikssetursins, hafði heldur ekki heyrt
af máli Timothys í Bretlandi þegar
blaðamaður hafði samband við hana.
„Ég bara á svo erfitt með að trúa
þessu, ég þekki hann persónulega og
þetta er svo yndislegur maður,“ sagði
hún um fregnirnar.
„Ég ætla ekki að loka dyrunum fyrr
en ég hitti hann sjálfan,“ sagði Frið
björg og sagðist ekki vilja segja til um
hvort þetta hefði áhrif á kvöldin sem
Timothy á að koma fram á. „Ég ætla
að skoða þetta. Ég er voðalega lítið
fyrir að dæma fólk. Ókei, það eiga sér
allir einhverjar málsbætur þótt þeir
hafi misstigið sig. Auðvitað misstígur
fólk sig í lífinu, en kærleikurinn geng
ur út á það að gefa öllum tækifæri aft
ur,“ segir Friðbjörg.
Friðbjörg segir að þessar fréttir
dragi ekki úr trúverðugleika Timothys
og þeim hæfileikum sem hann seg
ist búa yfir. „Hann er með hæfileika.
Það tek ég ekkert frá honum. Hann
er búinn að sýna mér margt mjög fal
legt í fari sínu, þarna sé ég hins vegar
misbrest. En ég ætla að eiga samtal
við hann og ætla ekki að dæma neitt
fyrirfram,“ segir hún. n
Dæmdur svikari heldur
miðilsnámskeið á Íslandi
n Segist vera sjáandi og spámiðill n Var dæmdur fyrir bótasvik yfir 16 ára tímabil
Jón Steinar Sandholt
jonsteinar@dv.is
Timothy Abbott
Timothy mun halda
námskeið og fræðslu-
kvöld á landinu í ágúst
og september. Hann
hlaut dóm nú í byrjun
ágúst fyrir bóta- og
skattsvik yfir langt
tímabil.
Gengur án hækja Rannsakendur náðu
myndskeiði af Janette á göngu án hækjanna
sem hún hefur gengið með um árabil.
Í ræktinni Upptaka náðist af Timothy þar
sem hann tók á því í ræktinni, en hann hafði
haldið því fram að hann væri svo illa haldinn
líkamlega að hann gæti vart gengið.
Með hækjurnar Janette mætti í dómsal
með hækjurnar, en rannsakendur segja
hana ekki hafa þurft á þeim að halda.
Aukið
afhendingar-
öryggi
Kjalnesingar munu framvegis
búa við aukið öryggi í orkumál
um. Þetta kemur fram í tilkynn
ingu frá Orkuveitu Reykjavíkur.
Í sumar hefur Orkuveitan unnið
að því að koma hluta af Kjal
arneslínu í jörð og endurnýja
heitavatnsæðar.
Langstærstur hluti rafdreifi
kerfis Orkuveitunnar er í jörðu,
eða 96 prósent. Samanlögð
lengd allra rafstrengjanna er
tæpir 3.400 kílómetrar. Um síð
ustu áramót voru loftlínurn
ar um 130 kílómetrar og eru
flestar í dreifðari byggðum höf
uðborgarsvæðisins , til dæmis
Lögbergslína, sem liggur upp í
Bláfjöll.
Byrjað var í fyrra að vinna
skipulega að því að koma hluta
af loftlínum í jörð á Kjalarnesi.
Þar verður stundum ansi hvasst
og rokið getur slegið út loftlín
um eða hreinlega brotið staura
með tilheyrandi rafmagnsleysi.
Stærsti áfangi þessa umbóta
verks hefur verið unninn í sum
ar og samhliða hefur heita
vatnslögn til Kjalnesinga verið
endurnýjuð. Með þessu er af
hendingaröryggi orku til fólks
og fyrirtækja á Kjalarnesi aukið.
Á árinu 2013 voru straum
leysismínútur á notanda vegna
ófyrirséðra atvika 7,3. Það þýðir
að afhendingaröryggi rafveitu
Orkuveitunnar var 99,999 pró
sent þetta ár. Ef taldar eru með
þær sex straumleysismínútur
sem viðhalds og tengivinna
ollu hverjum notanda, þá reikn
ast afhendingaröryggið 99,998
prósent.
„Ég ætla ekki
að loka dyr-
unum fyrr en ég
hitti hann sjálfan