Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Qupperneq 16
Vikublað 19.–21. ágúst 201416 Fréttir Erlent
Ótrúlegt rán
framið í París
Hópur vel vopnaðra manna
slapp undan lögreglu eftir að
hafa stolið 250.000 evrum, því
sem nemur tæpum 39 milljónum
króna, af sádi-arabískum prins í
París síðastliðið sunnudagskvöld.
Hópurinn, sem samanstóð af
átta mönnum, sat fyrir bílalest
prinsins þar sem hún var á leið á
Le Bourget-flugvöll í útjaðri borg-
arinnar. Að sögn vitna að atvikinu
voru mennirnir vopnaðir Kalas-
hnikov-rifflum og voru á tveimur
bifreiðum.
Auk peninganna náðu
þjófarnir „viðkvæmum skjölum“
sem voru í eigu sendiráðs Sádi-
Arabíu. Mennirnir lögðu á flótta
í bíl úr bílalestinni, með þrjá í
gíslingu. Gíslarnir fundust síðar,
heilir á húfi, ásamt yfirgefinni bif-
reiðinni.
Fölsuðu
seðla í 15 ár
Leyniþjónusta Bandaríkjanna
telur sig hafa upprætt hóp falsara
sem hefur í fjölda ára smyglað
inn fölsuðum hundrað dollara
seðlum til Bandaríkjanna. Talið
er að yfir fimmtán ára tímabil hafi
hópurinn náð að smygla inn og
koma í umferð fölsuðum seðlum
að jafnvirði 77 milljónum dala.
Seðlarnir voru mjög vel fals-
aðir og höfðu marga öryggisþætti
sem raunverulegir seðlar hafa,
til dæmis öryggisrönd og vatns-
merki. Seðlarnir voru að sögn
yfirvalda prentaðir í rándýrum
prentvélum og talið er að þeir
hafi komið frá Ísrael. Falsararn-
ir voru handteknir eftir að upp
komst um nýja prentsmiðju sem
þeir hugðust opna í New Jersey.
Ebólusjúklingar
horfnir eftir
áhlaup
Sautján sjúklingar eru enn
ófundnir eftir að hópur fólks
gerði áhlaup á sjúkrahús í Líberíu
Sautján einstaklingar smitaðir
af ebóluveirunni eru horfnir eft-
ir að hópur fólks gerði áhlaup á
einangrað sjúkrahús í höfuðborg
Líberíu, Monróvíu. Áhlaupið
hrakti alla sjúklingana á flótta og
eru þeir allir enn ófundnir.
Sjónarvottar segja að stór
hópur fólks hafi gert áhlaup á
stöðina og kallað í sífellu „það er
engin ebóla“. Fólkið braut nið-
ur hurðina og stal þaðan verð-
mætum, en einnig blóðugum
rúmlökum og fötum. Talið er
að smithættan í borginni aukist
gríðarlega við þetta, enda smitast
veiran auðveldlega með líkams-
vessum á borð við blóð.
Sönnunargögn um
stríðsglæpi hunsuð
Svört skýrsla Amnesty International um hernaðinn í Afganistan
B
andarísk yfirvöld hafa ítrek-
að látið undir höfuð leggjast
að rannsaka morð á óbreytt-
um borgurum, þar á meðal
mögulega stríðsglæpi, með-
an á stríðsrekstri bandaríska hersins
í Afganistan hefur stóð. Þetta kem-
ur fram í skýrslu mannréttindasam-
takanna Amnesty International sem
kom út á mánudag. Í skýrslunni er
sérstaklega fjallað um tíu atvik sem
áttu sér stað á árunum 2009–2013
þar sem alls 140 óbreyttir borgarar
týndu lífi.
Ekki rannsakað
Í skýrslu Amnesty er fullyrt að
bandaríski herinn hafi gert allt of
lítið til þess að láta þá sem bera
ábyrgð á glæpunum svara til saka.
Í fjölda tilfella, þar sem trúverðug
sönnunargögn eru til staðar um
ólögleg dráp á óbreyttum borgurum,
hafi herinn kosið að rannsaka atvik-
in ekki til hlítar.
Í flestum tilvikum var um loft-
árásir að næturlagi að ræða – aðferð-
ir sem ríkisstjórnin og almenningur
í Afganistan hafa ítrekað fordæmt.
Amy Derrick-Frost, hjá Heimavarn-
arráðuneyti Bandaríkjanna, sagði í
samtali við Al Jazeera að þar væri allt
gert til þess að koma í veg fyrir morð
á saklausum borgurum.
Fæstir yfirheyrðir
„Heimvarnarráðuneytið tekur allar
fréttir af slysum og dauðsföllum al-
mennra borgara mjög alvarlega,“
sagði Amy sem bætti við að háir
siðferðisstaðlar væru ríkjandi inn-
an hersins. Farið sé sérstaklega yfir
öll atvik þar sem óbreyttir borgarar
hafi týnt lífi í þeim tilgangi að koma
í veg fyrir að það gerist aftur.
Í skýrslu Amnesty kemur hins
vegar fram að fæstir þeirra sem
hafi misst saklausa ástvini sína í
Afganistan fyrir tilstilli bandaríska
hersins hafi verið yfirheyrðir af
rannsakendum hersins.
Mögulegir stríðsglæpir
Richard Bennet, framkvæmdastjóri
Amnesty International í Asíu, sagði
í yfirlýsingu að ekki hefði ver-
ið ákært í neinu þeirra tíu mála
sem samtökin skoðuðu sérstak-
lega. „Sönnunargögn um mögu-
lega stríðsglæpi og ólögleg dráp
hafa verið hunsuð,“ sagði hann enn
fremur.
Í skýrslu Amnesty kemur fram
að í minnsta kosti tveimur þessara
mála hafi verið mikið af sannfær-
andi sönnunargögnum um hreina
stríðsglæpi. Chris Belcher, tals-
maður NATO í Afganistan, sagði
yfir völd vera að yfirfara skýrsluna
og viðbragða væri að vænta síðar.
Fleiri deyja
Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem
kom út fyrr á þessu ári kemur fram
að 1.564 óbreyttir borgarar hafi lát-
ist í átökunum í Afganistan frá jan-
úar og fram í júní. Þetta eru ívið
fleiri en árið á undan en þá létu
1.342 lífið fyrstu sex mánuðina.
Í skýrslu Amnesty kemur fram
að bandaríski herinn og NATO hafi
gert ýmislegt til þess að reyna að
koma í veg fyrir dauða óbreyttra
borgara. Það veki hins vegar upp
ýmsar spurningar þegar ákall fjöl-
skyldumeðlima þeirra látnu um
réttlæti er ítrekað hunsað. n
„Sönnunargögn
um mögulega
stríðsglæpi og ólögleg
dráp hafa verið hunsuð.
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Lítið rannsakað Amnesty
International skoðaði sérstaklega tíu
atvik þar sem 140 óbreyttir borgarar
létu lífið. Svo virðist sem rannsókn
málanna hafi verið í mýflugumynd
og þá var engin ákæra lögð fram.
Mynd rEutErs
S
tjórnvöld í Mið-Ameríku rík-
inu Belís hafa tekið upp notkun
svokallaðra dróna eða ómann-
aðra flygilda til að fylgjast með
fiskveiðum. Belís er staðsett við Karí-
bahaf og á landamæri að Mexíkó og
Gvatemala. Drónarnir verða sér-
staklega notaðir til að fylgjast með
verndarsvæðinu Glovers Reef, kóral-
rifi og eyjaklasa sem hefur verið frið-
að frá árinu 1993 og á heimsminja-
skrá UNESCO frá árinu 1996.
Það eru samtökin Wild-
life Conservation Society og
ConservationDrones.org sem að-
stoða sjávarútvegsráðuneyti Belís við
eftirlitið en mikið hefur borið á ólög-
legum veiðum á svæðinu. Nýleg skýr-
sla um afkomu kóralrifa, sú umfangs-
mesta sem gerð hefur verið til þessa,
sýndi að eyðing þeirra stafar einna
helst af ofveiði. Ástæðan er sú að þeir
fiskar sem lifa við kóralrif viðhalda
viðkvæmu jafnvægi milli þörunga og
kóralla. Fiskarnir lifa á þörungnum
en fjölgi þeim um of kæfir þörungur-
inn kóralanna með þeim afleiðing-
um að þessi fjölbreyttustu vistkerfi
sjávar deyja.
Drónarnir sem notast er við
hafa verið notaðir víðar við eftirlit.
Þeir geta flogið í um klukkustund í
senn og geta farið um 50 kílómetra í
hverri ferð. Tíma-, orku- og kostnað-
arsparnaður miðað við að senda skip
í sömu ferð er því gríðarlegur.
Drónarnir munu einnig nýtast við
annað eftirlit en við strendur Belís er
fjöldinn allur af kóralrifum og eyj-
um. Eyjarnar eru oft skógi vaxnar og
sjóræningjar geyma þar gjarnan illa
fenginn afla.
Takist vel til og sé hægt að þróa
þessa tækni áfram á næstu árum er
ljóst að hægt er að leysa mjög þarft
en kostnaðarsamt eftirlit með haf-
svæðum víða um heim. n
asgeir@dv.is
Nota dróna við eftirlit
Stjórnvöld í Belís herða eftirlit með ólöglegum fiskveiðum
Glovers reef Einstakt svæði sem er
svokallað „atoll“. Hringlaga kóralrif sem
myndar einnig innra vistkerfi.
Flugvél á loft Starfsmaður
hjá sjávarútvegsráðuneyti
Belís setur dróna á loft.