Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Qupperneq 17
Vikublað 19.–21. ágúst 2014 Fréttir Erlent 17
Íslenskt tal leiðbeinir
notanda um allar aðgerðir
Nú þegar eru fjöldi Íslendinga í fullu
fjöri sem startað hefur verið í gang
með hjartastuðtækjum frá Donnu.
Samaritan PAD
hjartastuðtæki
kosta aðeins frá
kr. 199.600 m/vsk.
Ekkert lát á
óeirðum í Ferguson
R
úm vika er liðin frá því að óeirð-
ir brutust út í borginni Fergu-
son í Missouri-ríki, eftir að
óvopnaður táningur að nafni
Michael Brown var skotinn til bana
af lögreglu hinn 9. ágúst síðastliðinn.
Lögregluþjónninn sem skaut
Brown var í útkalli þegar hann fékk
tilkynningu um rán sem væri verið
að fremja í nágrenni við hann. Hann
lagði af stað á vettvang en mætti
Brown á gangi. Atburðarásin í kjöl-
farið er óljós, en ljóst er að Brown
var skotinn af lögregluþjóninum sex
sinnum, þar á meðal tvisvar í höfuðið.
Óeirðirnar sem fylgdu í kjölfarið
hafa farið stigvaxandi. Jay Nixon, rík-
isstjóri Missouri, hefur bæði gagnrýnt
mótmælendur og lögregluna í kjöl-
far dauða Brown. Hann gagnrýndi
til að mynda ákvörðun lögreglunnar
um að gera myndskeið opinbert sem
sýnir meintan stuld Brown í verslun-
inni skömmu áður en hann var skot-
inn og sagði hana gerða til þess að
kasta rýrð á Brown. Á móti gagnrýndi
hann einnig mótmælendur og sagði
að ofbeldisverk þeirra kæmu verst
niður á fjölskyldu Brown og einnig á
fólkinu í samfélaginu, sem þráir rétt-
læti í málinu.
Neyðarástandi var lýst yfir í
borginni stuttu eftir að óeirðirnar
brutust út og var útgöngubann í gildi
í borginni í tvo sólarhringa. Mótmæl-
endur og lögregla hafa átt í hörðum
átökum og hafa fregnir borist af því að
mótmælendur hafi skotið á lögreglu
og kastað bensínsprengjum. Lögregla
hefur á móti einnig skotið á mótmæl-
endur og varpað táragasi á þá.
Nú er svo komið að Nixon hefur
kallað út þjóðvarnarlið ríkisins til að
aðstoða lögreglu við að reyna að ná
tökum á ástandinu. Þjóðvarnarlið eru
til staðar í öllum ríkjum Bandaríkj-
anna og eru þau skipuð mönnum úr
her og sjóher Bandaríkjanna. n
jonsteinar@dv.is
Mótmælendur Mótmælendur
hafa að sögn yfirvalda skotið á
lögreglu og varpað bensínsprengj-
um í átt að henni. Mynd ReuteRs
Michael Brown Brown var skotinn sex
sinnum af lögreglu, þar af tvisvar í höfuðið.
Mótmælendur varpa bensínsprengjum á lögreglu
Assange veikburða eftir
tveggja ára innilokun
Julian Assange hefur ekki farið út fyrir veggi sendiráðs Ekvador í Lundúnum í tvö ár og er orðinn heilsulítill
J
ulian Assange, stofnandi
Wikileaks, hefur undanfarin tvö
ár búið innan veggja sendiráðs
Ekvador í Lundúnum. Það var
í ágúst árið 2012 sem Assange
var veitt hæli í Ekvador og síðan þá
hefur hann ekki farið út fyrir sendi-
ráðið af ótta við að verða handtek-
inn og framseldur til Svíþjóðar. Það-
an yrði hann svo áfram framseldur
til Bandaríkjamanna, sem vilja hafa
hendur í hári hans eftir að hann,
ásamt Wikileaks-samtökunum, láku
viðkvæmum gögnum um vafasam-
ar aðgerðir Bandaríkjahers í Írak
og Afganistan. Assange gæti átt yfir
höfði sér 35 ára fangelsi fyrir að leka
gögnunum.
Bresk yfirvöld hunsa beiðnir
Eins og áður sagði hefur Assange ver-
ið í hálfgerðu stofufangelsi í sendiráði
Ekvador. Þessi vist hefur haft slæm
áhrif á heilsu hans og herma heimildir
innan Wikileaks að Assange sé orðinn
hjartveikur, auk þess sem hann þjá-
ist af þrálátum hósta, of háum blóð-
þrýstingi og skorti á D-vítamíni. Slíkur
skortur getur valdið ýmsum kvillum,
svo sem astma, sykursýki, beinþynn-
ingu og auknum líkum á vitglöpum.
Lögreglumenn hafa staðið vakt fyr-
ir utan sendiráðið sleitulaust í þau tvö
ár sem Assange hefur verið þar. Starfs-
menn sendiráðsins hafa beðið um að
fá að flytja Assange á spítala vegna
veikinda hans, en engin svör hafa
borist við beiðninni en talið er mjög
líklegt að Assange myndi verða hand-
tekinn á sjúkrahúsinu. „Hann myndi
ranka við sér handjárnaður við rúm-
ið,“ sagði heimildarmaður við breska
miðla um helgina. Lögregluyfirvöld í
Lundúnum hafa neitað að tjá sig um
það hvort Assange yrði handtekinn ef
hann færi út fyrir dyr sendiráðsins.
Assange hefur þó reynt hvað hann
getur til þess að halda heilsu. Sér til
aðstoðar hefur hann fengið fyrrver-
andi liðsmann bresku sérsveitarinnar
SAS til að hjálpa sér við að halda sér
í formi og er hann eins konar einka-
þjálfari Assange. Hann hefur líka spil-
að fótbolta einsamall til að reyna að
halda einhverju þreki.
Gagnrýnir peningasóun
„Kannski er orðið tímabært að íhuga
hvort Wikileaks sé stærsta ógnin við
Vesturlönd, kannski eru ég og sam-
tökin minni ógn heldur en til dæmis
íslamska ríkið í Írak, eða barnaníð-
ingar innan breska þingsins, sem
er kannski nærtækara dæmi,“ sagði
Assange. Hann gagnrýnir þá pen-
ingasóun sem fylgir vöktun sendi-
ráðsins, en kostnaðurinn við hana er
kominn yfir sjö milljónir punda, eða
því sem samsvarar 1,3 milljörðum
íslenskra króna.
„Af hverju eru þeir að eyða
240.000 pundum á mánuði í mig
þegar peningunum væri betur var-
ið í spítalarúm, matvæli fyrir fá-
tæka eða laun fyrir kennara?“ sagði
Assange.
Assange segir enn fremur að þótt
hann myndi komast út fyrir sendi-
ráðið kæmist hann ekki langt þar
sem yfirvöld hafa gert vegabréf hans
upptækt. „Ég myndi vilja fá smá
skilning, óformlegan eða formlegan,
þar sem ég fengi smá tíma til að yf-
irgefa Bretland áður en Bandaríkin
sækja um framsal. Þá myndi ég fara
og hitta börnin mín, eins og allir feð-
ur myndu gera,“ sagði Assange. n
Jón steinar sandholt
jonsteinar@dv.is
„Kannski er orðið
tímabært að íhuga
hvort Wikileaks sé stærsta
ógnin við Vesturlönd.
Assange árið 2012 Myndin er tekin þegar
Assange ávarpaði fjölmiðla þegar hann var
nýbúinn að fá hæli í sendiráðinu.
Julian Assange
Assange talaði við
fjölmiðla á fundi í sendi-
ráðinu í gær, en hann er
orðinn heilsulítill eftir
langa vist innan veggja
sendiráðsins. Mynd ReuteRs