Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Qupperneq 27
Lífsstíll 27Vikublað 19.–21. ágúst 2014
Rita Ora hannar fyrir Adidas
Djörf og töffaraleg lína
B
reska söngkonan Rita Ora hef-
ur bæst í hóp þeirra stjarna
sem hannað hafa fyrir þýska
íþróttavörurisann Adidas en
lína hennar kom á markað á dögun-
um.
„Samstarfið kom til vegna sam-
eiginlegrar ástar og þakklætis. Ég hef
alltaf verið aðdáandi Adidas Orig-
inals og virði það sem þeir standa
fyrir í óttaleysi sínu og frumleika,“
sagði Ora í tilkynningu á dögunum.
„Ég vann mjög náið með Adidas
Originals til að setja persónulegt ein-
kenni á hverja flík með tengingu við
tónlistina mína, feril minn og líf mitt.
Ég er mjög stolt af línunni og yfir mig
spennt fyrir hönd aðdáenda minna
að komast yfir hana.“
Í línu Ora kennir ýmissa grasa.
Hún þykir bæði djörf og töffaraleg
en um leið fjölbreytt því alls skiptist
línan í fimm flokka eftir þema lita og
mynstra. Þannig er einn flokkur sér-
staklega tileinkaður svörtum fatnaði,
annar pastellituðum fötum og enn
annar fötum með blómamynstri.
Þetta eru síður en svo fyrstu skref
söngkonunnar í tískuheiminum,
en hún var til að mynda andlit síð-
ustu línu DKNY auk þess sem hún
sýndi föt merkisins á tískusýningu.
Þá er Ora ein besta vinkona ofurfyr-
irsætunnar Cöru Delevingne og fata-
hönnuðarins Jeremy Scott. Þetta er
heldur ekki í fyrsta sinn sem Adidas
fær frægt fólk í samstarf með sér, en
meðal þeirra sem hannað hafa fyrir
fyrirtækið eru rapparinn Kanye West
og söngkonan Selena Gomez. n
Blómamynstur
Í línu Ora má
finna ýmsan,
fjölbreyttan
fatnað.
Mynd dALiM
Töff Fötin
í línu Ora
eru ansi
töffaraleg.
Lausir liðir
Náttúrulegir liðir eru
alltaf falleg lausn fyrir
hárið. Hægt er að ná fram
slíkum liðum með
ýmsum hárefnum eða
einfaldlega með því að
flétta blautt hár og láta
það þorna í fléttu. Liðir
fara líka vel við hárskraut
og höfuðföt af ýmsu tagi
og því fullkomnir fyrir
haust- og vetrartískuna.
Hárhugmyndir
fyrir haustið
n Fjölbreytt hártíska í vetur n Fléttur, snúðar og liðir
Þ
egar hausta tekur er ekki úr
vegi að skoða hvað hefur
verið áberandi á tískupöll-
unum þegar kemur að hár-
tísku fyrir haustið. n
Snúðar Snúðar eru alltaf klassískir í hárið enda bæði falleg og þægileg
lausn. Hvort sem þeir eru stífir og glansandi ballerínusnúðar hátt á höfðinu eða lausir
og afslappaðir snúðar neðarlega er þessi sívinsæla greiðsla klárlega málið í haust.
Fléttur og snúningar
Fléttaðar greiðslur og snúningar fara seint úr
tísku, enda eru möguleikarnir endalausir.
Ýmiss konar uppsettar greiðslur með fléttum
gefa rómantískt og fallegt útlit sem passar
vel á haustin.
Miðjuskipting
Að skipta hárinu fyrir miðju
höfði hefur verið áberandi
undanfarin misseri og virðist
ætla að verða þannig áfram.
Ekki er heldur verra ef hárið er
tekið frá andlitinu en það svo
rammað inn með nokkrum
lausum lokkum.
App fyrir bestu
kúnnana
Hátískumerkið Carolina Herrera
hefur nú látið útbúa snjallsímafor-
rit fyrir sína bestu viðskiptavini.
Um er að ræða sérhannað app
sem aðeins útvöldum viðskipta-
vinum er boðið að nota en með
því gefst notendum kostur á að
vera í beinum samskiptum við
sölufulltrúa á vegum tískuvöru-
framleiðandans. Þannig geta not-
endur fengið útlitsráðgjöf og boð í
einkasamkvæmi á vegum Herrera
auk þess sem hægt er að kaupa
nýjar flíkur áður en þær koma í
verslanir. Með þessu getur tísku-
merkið einnig fylgst með árangri
sölufulltrúa á þess vegum; séð
við hverja það á í samskiptum og
hvernig gengur að selja flíkur. Ljóst
er að snjallsímaforrit af þessu tagi
eykur þægindi mikilvægra við-
skiptavina hjá Herrera og spurning
hvort um sé að ræða framtíðina
hjá stórum tískumerkjum.
Jolie hannar
með Louboutin
Bandaríska leikkonan Angelina
Jolie vakti mikla athygli fyrir skó-
búnað sinn á blaðamannafund-
um er hún kynnti nýjustu mynd
sína, Maleficent. Skórnir voru
hannaðir af Christian Louboutin
en það sem færri vita er að Jolie
tók sjálf stóran þátt í hönnuninni.
Um er að ræða heila línu af skóm
sem innblásnir eru af persónu
Jolie í myndinni en hællinn lítur
út eins og reykur. Skólínan kall-
ast Malangeli og fæst aðeins í
takmörkuðu magni. Þeir kosta
þó skildinginn því eitt par kostar
rúmar 170 þúsund íslenskar
krónur en hluti af ágóða sölunnar
rennur til SOS Barnaþorpanna.
Barbie-föt
á markað
Brátt geta aðdáendur Barbie klætt
sig eins og hún því bandarísku
tískumerkin Lord & Taylor, Wild-
fox og Forever 21 hafa gert samn-
ing við fyrirtækið Mattel Inc. um
framleiðslu á fatalínum sem sækja
innblástur í fataskáp dúkkunnar.
Línurnar munu taka mið af fata-
skáp Barbie frá sjötta, níunda og
tíunda áratug síðustu aldar. „Að-
dáendur Barbie eru á öllum aldri
og margar stelpur sem léku sér
einu sinni með hana eru vaxn-
ar úr grasi,“ segir Jessica Dunne,
framkvæmdastjóri Mattel í viðtali
við tímaritið Women‘s Wear Daily.
„Við vildum ganga úr skugga um
að við settum saman vöru sem
næði til allra aldurshópa.“ Barbie-
línurnar hafa verið í vinnslu um
nokkurt skeið og koma í verslanir
í Bandaríkjunum þann 6. septem-
ber næstkomandi.