Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Side 31
Vikublað 19.–21. ágúst 2014 Sport 31 Frá götum El Salvador til San Siro n „Þetta er draumur í dós“ n Lék við hlið Romario í Brasilíu n Ótrúlegt afrek Stjörnunnar Ósvikinn fögnuður Liðsfélagar Pablo fagna marki hans sem hann skor- aði með ótrúlegum hætti á lokasekúndunni gegn Þór fyrir rúmri viku síðan. Mynd Eva Björk ÆgisdÓttir Evrópuleikir Stjörnunnar Stjarnan er að spila í fyrsta sinn í Evrópukeppni en aldrei hefur íslenskum nýliðum gengið jafn vel. Liðið er taplaust og hefur aðeins fengið fjögur mörk á sig en skorað þrettán. Stjarnan-Bangor City: 4-0 sigur Ólafur Karl Finsen skoraði tvö og Veigar Páll Gunnarsson og Arnar Már Björgvinsson hin tvö. Bangor City – Stjarnan: 0-4 sigur Arnar Már skoraði tvö og þeir Martin Rauschenberg og Atli Jóhannesson hvor sitt markið. Motherwell – Stjarnan: 2-2 jafntefli Ólafur Karl Finsen skoraði tvö mörk úr vítum eftir að liðið lenti 2-0 undir. Stjarnan – Motherwell: 3-2 sigur Ólafur Karl Finsen og Rolf Toft skoruðu í venjulegum leiktíma en Atli Jóhannesson tryggði sigurinn með marki í uppbótartíma. Stjarnan – Lech Poznan: 1-0 sigur Rolft Toft skoraði eina mark leiksins og markmaðurinn Ingvar Jónsson lokaði markinu. Lech Poznan – Stjarnan: 0-0 jafntefli Stjarnan skellti í lás og Ingvar var á við tvo í markinu. 22 þúsund manns sáu leikinn. legt þar sem liðið er í harðri bar- áttu um Íslandsmeistaratitil. Rúna Sif, kærasta Pablo, varð einmitt Íslandsmeistari með kvennaliði Stjörnunnar en hún hefur spil- að með liðinu síðustu tvö tímabil. „Það hjálpaði óneitanlega að hafa hana hér í klúbbnum og hún gat sagt mér frá liðinu áður en ég kom hingað, hvernig starfið fer fram hérna og hvernig tilfinningin er að vera hér,” segir Pablo sem væri til í að reyna fyrir sér í öðrum Evrópu- löndum og það sama gildir um Rúnu. Parið gæti því flust erlendis í framtíðinni til að spila fótbolta, ef tækifæri gefst. tónlistarmaðurinn Pablo Pablo er þó ekki aðeins góður með boltann heldur er honum margt til lista lagt. Tungumálin sem hann talar eru fjögur talsins; enska, spænska, ítalska og franska. Auk þess skilur hann katalónsku og ís- lensku, og segir nokkurð orð við blaðamann á fínni íslensku. Hún er öll að koma til hjá honum. Sem fyrr segir er hann með gráðu í ensk- um og ítölskum bókmenntum, en móðir hans er frá Ítalíu og þang- að hefur hann farið nokkrum sinn- um. „Það mun kannski koma sér vel í leiknum, kannski get ég skil- ið það sem leikmenn segja sín á milli,” segir Pablo hlæjandi. Hann er einnig góður á píanóið en í há- skólanum tók hann nokkur nám- skeið í tónlistarnámi. „Píanóið mitt er heima í Miami svo ég spila ekki mjög mikið og er ekki í mikilli æf- ingu. Pabbi spilaði á píanó og gít- ar og hann sagði alltaf að það að læra á hljóðfæri væri ómissandi hluti af uppvextinum. Hann lagði því mikla áherslu á að ég lærði að spila á hljóðfæri þegar ég var yngri. Þetta hjálpaði mér í fótboltanum og það er jafnvægi þarna á milli. Ef mér gengur illa í fótboltanum get ég farið heim og einbeitt mér að tónlistinni og gleymt mér þar,” segir Pablo sem segist þó lítið geta sungið og spilar að mestu fyrir sjálf- an sig, en þó grípur hann stundum í hljóðfæri með vinum sínum. gæsahúð í Poznan Sem fyrr segir voru fagnaðarlætin mikil þegar Pablo skoraði sigur- markið gegn Þór fyrir rúmri viku síðan en nokkrum dögum áður upplifðu leikmenn Stjörnunnar sjaldgæfan atburð. Stuðningsmenn pólska liðsins Lech Poznan klöpp- uðu fyrir Stjörnumönnum, eftir að þeir höfðu sigrað Pólverjana. Alls voru 22 þúsund manns á vellin- um, allir frá Poznan. „Tilfinningin var ótrúleg og við fengum allir gæsahúð. Við vissum hversu mikið við höfðum lagt í einvígið og vorum ánægðir með að stuðningsmenn andstæðinganna gerðu sér grein fyrir því. Ég hefði getað verið á leik- vanginum langt fram eftir kvöldi,” segir Pablo og getur ekki annað en brosað sínu breiðasta. nýtur stundarinnar sem er að líða Fram undan er eitt stærsta Evrópu- einvígi sem íslenskt félagslið hef- ur spilað í og mikið er í húfi. Liðið sem vinnur fer áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Greinilegt er á þessu viðtali að Pablo horfir mik- ið upp til föður síns og hefur ráð- leggingar hans í huga. Hann gleym- ir því ekki að vera þakklátur fyrir það sem á daga hans hefur drifið og hefur komið honum í þá stöðu sem hann er í. „Pabbi sagði mér alltaf að njóta þess hvar maður er hverju sinni. Ekki endilega að horfa til baka eða til framtíðar en að hafa alltaf í huga hvaðan maður kem- ur og hvert maður vill fara. Þannig kemst maður þangað á endanum, sama hvaða leið maður fer þá er hún sú rétta þótt hún sé endilega ekki sú heppilegasta. Ég met það mikils hve langt ég hef komist en ég held að það sé margt fleira sem bíður mín. Draumurinn er að spila í Evrópu í einhverri sterkri deild,” segir hinn geðþekki Pablo Punyed. Leikurinn við Inter Milan fer fram á miðvikudagskvöld á Laugardals- velli en miðar á leikinn seldust upp á skömmum tíma. Þar verður Pablo í eldlínunni og hver veit nema hann laumi inn einu marki með sínum ameríska-ítalska hætti. n „Allt í einu erum við að fara að spila þar og ekki í ein- hverjum vináttu- eða góðgerðarleik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.