Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Page 9

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Page 9
Inngangur. Introdudion. 1. Um skýrsl'urnar almennt. General Statement. Eins og segir i formálanum, eru búnaðarskýrslurnar fyrir 1951, sem hér birtast á prenti, allmiklu fyllri en þær hafa verið til þessa. Til þess að svo mætti verða, þurfti Hagstofan að semja nýtt eyðublað undir framtöl framleiðenda landbúnaðarafurða og fá það samþykkt af Fjármálaráðuneytinu og Rikisskattanefnd. Þessu nýja eyðublaði var, eins og við var komið, hagað í samræmi við fyrirætlanir Hagstofunnar um endurbættar búnaðarskýrslur. Enn fremur var gert nýtt eyðublað undir búnaðarskýrslur þær, er formenn skattanefnda (hreppstjórar) gera upp úr framtölunum. Var það samræmt framtalseyðublöðunum og skattanefndunum rituð rækileg greinargerð um það, hvernig Hagstofan óskaði, að skýrslurnar væru færðar. Af hálfu Hagstofunnar var mikil áherzla á það lögð, að allt væri á búnaðarskýrslur tekið, er fram væri talið af þeim, er við landbúnað fást. Ef eitthvað þótti á vanta, að þetta væri gert, var skýrslan endursend með ósk um, að því yrði við bætt, er vantaði. Ef þess sáust enn inerki, að ekki mundi allt vera fulltalið, voru framtölin úr hlutaðeigandi hreppi fengin að láni hjá Ríkisskatta- nefnd, þau borin saman við skýrsluna og hún síðan lagfærð eftir þvi, sem ástæða var til. Þrátt fyrir þetta er Ijóst, að skýrslur þær, sem nú birtast, eru eng- an veginn fulllcomnar, enda er eigi hægt við því að búast, eins og til þeirra er stofnað. Þær byggjast á framtölum einstaklinga til skatts, og þau framtöl eru eðlilega mjög misjafnlega gerð. T. d. er hætt við, að þeir, sem eiga eitt hross í haga eða 1—3 kindur, láti búfjáreign sína ótalda. Þó er hitt algengara, að skattanefndum þyki ástæðulaust að taka þá upp í búnaðarskýrslur, er svo lítið búfé eiga. Því þarf sérstaklega að hafa mikla gæzlu á, ef ekki á að verða margt ótalið af búfé í kaupstöð- um og kauptúnum, þar sem búfjárræktun er aðeins stunduð sem dund- ursstarf og hjáverk. En í sveitum, þar sem búfjárræktin er aðalatvinna flestra eða allra, verður fátt eftir af búfénu ótalið, og þá helzt úti- gangshross í eigu barna og unglinga. Hins vegar eru garðávextir þar víða illa fram taldir, og því verr sem minni rækt er lögð við garðrækt- ina, og þeir garðávextir verst, sem lítið er af. Svipaða sögu er að segja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.