Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Síða 34

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Síða 34
32* Búnaðarskýrslur 1951 ekki fram eða lömb væru flutt inn. Þannig varð t. d. mjög mikil fækk- un sauðfjár í Rangárvallasýslu austan Ytri Rangár, jafnvel svo mikil, að verulegur hluti af verðmæti sauðfjárafurðanna stafar af þeirri fækkun. Annars staðar á landinu fjölgar hins vegar sauðfénu, svo að alls nemur fjölgunin nokkurn veginn fækkuninni vegna niðurskurðarins. Verð fyrir ær, sem seldar voru að vori, er eigi tekið á skýrslu þessa, enda er þar aðeins um að ræða flutning milli eigenda innan sýslu. Hins vegar er ekki að fullu girt fyrir það, að fram komi í töflunni verð fyrir eitthvað lítils háttar af kúm og hrossum, sem seld hafa verið til lífs, þar sem sundurgreiningar á förguðum búpeningi til lífs og slátr- unar er ekki krafizt í búnaðarskýrslu, nema að þvi er varðar lömbin. 9. Tilkostnaður við framleiðslu landbúnaðarafurða 1951. Expcnditure of Agricultural Producers 1951. I töflu X (bls. 20—21) er yfirlit um lilkostnað við framleiðslu landbúnaðarafurða 1951, eftir sýslum. I fyrsta dálki töflunnar eru niðurstöðutölurnar úr töflu XI, og vís- ast liér til þess, sem um þá töflu er sagt (á bls. 28*—32*). Aðkeyptar rekstrarvörur eru fóðurvörur, tilbúinn áburður og útsæði. Aðkeyptar fóðurvörur eru að langmestu leyti kjarnfóður, en þó er þar með talið keypt hey. Mikill hluti þess var keyptur með milligöngu Stéttarsambands bænda á útáliðnum vetri og vori 1951. Keypt var á þann veg handa bændum i Þingeyjarsýslu hey fyrir rúmlega 300 þús. kr„ fyrir bændur í Norður-Múlasýslu fyrir um 500 þús. kr. og fyrir bændur í Suður-Múlasýslu fyrir um 240 þús. kr. Hey þetta var aðallega keypt á Suðurlandi og Suðvesturlandi, i Árnes- og Rangárvallasýslum, Gullbringu- og Iíjósarsýslu, Borgarfjarðar- og Mýrasýslum, og á það að koma fram sem tekjur í þeim sýslum (sjá töflu IX). Þó var sumt af heyinu afhent Stéttarsambandinu sem gjöf til samhjálpar bænda í harð- indunum á Norðausturlandi, og ltemur það þá ekki fram sem tekjur. Auk þess var í sýslunum á Norður- og Austurlandi — og víðar — keypt talsvert hey innan sýslu, og kemur það þá einnig fram í töflu IX, sem tekjur af seldu heyi, og gætti þess allra mest í Þingeyjarsýslu. Þessi heykaup og mjög mikill hluti kjarnfóðurkaupa bænda í Þingeyjar- sýslu, Norður-Múlasýslu og Suður-Múlasýslu var til þess að bjarga fénaði í harðindunum vorið 1951, og eru af þeim sökum miklu meiri fóðurkaup i þessum sýslum á árinu en venjulega. Þau harðindi, sem komu af stað þessum miklu fóðurkaupum, hófust þegar sumarið 1950, er hey ýmist skcmmdust stórlega eða ónýttust með öllu, og komu fóð- urkaupin vegna þessara samfelldu harðinda sumarið 1950 og veturinn 1950—51 á bæði árin 1950 og 1951. Á þeim stöðum, þar sem menn lögðu mest kapp á að búast sem bezt við vetrinum, gerðu þeir aðal- fóðurkaupin haustið 1950, en þar sem áföllum var varizt, þegar að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.