Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Blaðsíða 44
42'
Búnaðarskýrslur 1951
6. yfirlit. Túnasléttur og nýrækt 1901—1951.
Cultivation of Homefietds 1901—1951.
nú flestar þær þvaggryfjur, er gerðar voru úr torfi fyrstu ár aldar-
innar, þegar vera úr sögunni. Þó að sumar þeirra þættu á sínum tíma
hin mesta jarðabót og entust furðuvel, hafa þær margar verið aflagðar
og fylltar fyrir það, að þær reyndust of litlar, er tímar liðu. Fyrstu
steinsteyptu áburðarhúsin voru mörg gerð úr of veikri steypu til þess
að geta enzt, og voru þau jafnvel endingarmynni en torfgryfjurnar.
Engar skýrslur eru nú til um það, hvað eftir stendur af þeim áburðar-
húsum og safnþróm, og er því 5. yfirlit aðeins um það, sem gert hefur
verið, en eklii um hitt, hvað af þeim verkum stendur.
Annars mun yfirlitið ekki þurfa skýringa við, nema helzt þeirra,
að eigi er unnt að taka 5 ára meðaltöl fyrir einstakar gerðir safnþróa
og áburðarhúsa fyrstu áratugi aldarinnar vegna þeirra breytinga, er
gerðar voru á framtali þeirra frá ári til árs. Breytingar voru aðallega
gerðar frá og með árunum 1913, 1924 og 1931.
Nýrækt túna og túnasléttur. í 6. yfirliti sést, hvað unnið
hefur verið að túnasléttun og nýrækt túna það, sem af er þessari öld.
Af því yfirliti er ljóst, að þegar í upphafi aldarinnar var talsvert unnið
að sléttun túnanna, sléttaðir nálega 200 ha á ári. öll þúfnasléttun var