Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Síða 46

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Síða 46
44» Búnaðarskýrslur 1951 til af sléttu túni 1900, en það hefur verið þó nokkurt, því að eins og kunnugt er, fer sum jörð, hólar og harðvellisgrundir, aldrei í þýfi hér á landi. Árið 1950 hefur ræktað tún liér á landi verið talið um 50 000 ha (500 km2), eða rúmlega 10 000 ha umfram það, sem sléttað hefur verið og nýræktað, það sem liðið var aldarinnar, en taka verður fram, að þetta er áætlun aðeins. Á árinu 1951 hafa svo við þetta bætzt tæpir 2500 ha (25 km2) sem nýræktað land, en tæpir 700 ha af því túni, er enn var í þýfi af hálfnaðri öldinni, verið sléttaðir. Enn er talsvert af þýfi í túnum, líklega ekki minna en 2—3 þús. ha. Mjög er misjafnt, hvað einstakar sýslur og sveitir leggja mikla alúð við túnræktina. Yfirleitt hefur hennar gætt mest þar, sem stunduð er framleiðsla mjólkur til sölu. Það liefur ráðið miklu sums staðar um það, hve miklar jarðabætur hafa verið í einstökum sveitum og jafnvel sýslum hin allra síðustu ár, hvort L a n d n á m r í k i s i n s hefur verið þar með framkvæmdir eða ekki. Þannig voru mestar túnræktarfram- kvæmdir í ölfushreppi allra sveita 1950, og var það að miklu leyti vegna framkvæmda Landnámsins. Árið 1950 hafði mönnum lærzt að snúa söndunum á Rangárvöllum til túnræktar á auðveldan hátt, og verða Rangárvellirnir þá í einu vetfangi mesta túnræktunarsveit lands- ins. Þar voru ræktaðir 166 ha af nýju túni á árinu, en i næstmestu túnræktarsveitinni, Hrunamannahreppi, voru aðeins ræktaðir 101 ha, og í þeirri þriðju hæstu, Gnúpverjahreppi, 67 ha. Matjurtagarðar og sáðreitir. Metnir hafa verið til jarðabóta árin 1901—50 2229 ha matjurtagarða og sáðreita. Þetta mun þó ekki vera nákvæmt, því að bæði er, að menn hafa verið misjafnlega áhuga- samir að láta meta smáa kálgarða, og svo hafa stundum kornakrar og aðrir sáðreitir verið metnir með kálgörðum. Um garða þessa og akra er það að segja, að þeir liafa að verulegu leyti fallið aftur í órækt eða þeim verið breytt i tún, sem algengara er, svo að tölur þessar gefa enga hugmynd um það, hve mikið land er nú haft undir garðrækt. Hins vegar má nokkuð sjá áhuga manna á hverjum tíma á þvi, hve mikið garðland hefur verið metið til jarðabóta, en það liefur verið: ha ha 1901—05, ársmeðaltal .. 42 1926—30, ársmeðaltal .. 12 1906—10, 52 1931—35, »» • • 48 1911—15, 13 1936—40, >» 153 1916—20, 16 1941—45, 38 1921—25, »> • • 8 1946—50, »» • • 65 1951 ... 92 Hin mikla aukning garðlanda, er kemur fram 1936—40, stafaði af því, að þá voru veitt sérstök framleiðsluverðlaun í jarðeplarækt, en einnig voru 1938—40 kornakrar taldir með garðlöndum, alls 65 lia. Mest garðland var metið til jarðabóta 1939, 203 ha matjurtagarða og 12 ha kornakra. Næstmest garðland var metið til jarðabóta 1950, 162
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.