Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Page 60

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1953, Page 60
58 Bíinaðarskýrslur 1951 78,2 millj. kr. Síðan hefur verðmæti nautgripaafurðanna alltaf verið miklu meira en verðmæti sauðfjárafurðanna. c) Verðmæti afurða af hrossum 1935—51 (sjá töflu C, bls. 36—37). Ekki er hér reiknað með öðru en seldum og slátruðum hrossum. Hefur verðmæti afurða af hrossum farið vaxandi á síðustu árum. Þar sem sauðfjárpestirnar hafa hei’jað mest og örðugleikar hafa jafnframt verið á að koma upp mjólkurframleiðslu í stað þess, sem framleiðsla sauðfjárafurða hefur þorrið, hefur víða verið til þess gripið að auka um sinn framleiðslu sláturhrossa. Þar hafa stóðhryssurnar komið í stað ánna, og folöld og trippi til slátrunar í stað dilka. Um leið og framleiðendur hafa aftur fengið hraustan sauðfjárstofn með fjárskipt- um, hafa þeir fækkað hrossunum aftur. En við það, að gengið hefur á stofninn, hafa komið fram meiri sláturafurðir. Hrossin urðu flest 1943, 62 þús., en siðan hefur þeim fækkað um rúml. 20 þús., voru í árslok 1951 41 þús. Hafa þannig komið fram á 8 árum 20 þús. sláturhross með því einu að ganga á stofninn. Hrossum hefur aðeins að nokkru leyti verið slátrað í sláturhúsum. Framtal hrossa er óáreiðanlegra en framtal nautgripa og sauðfjár, og auk þess eru miklir örðugleikar á að gera áætlun um, hve margt af hryssunum kemur upp folöldum árlega, þar sem slíkt fer mjög eftir héruðum og árferði. Því er enginn kostur annar en áætla magn slátur- afurðanna eftir tölu framkominna húða einni saman. En sama máli gegnir um hrossahúðir sem um nautgripahúðir, að þær koma oft fram í verzlunum á öðru ári en framleiðsluárinu. Svo var það t. d. 1951, að sala og talning hrossahúðanna dróst að verulegu leyti fram á árið 1952 (svo var líka reyndar um nautgripahúðirnar). Er þvi tala sláturhrossa 1951 að verulegu leyti byggð á framtalsskýrslum. Upplýsingar um verð á afurðum hrossa hafa verið fengnar hjá Fram- leiðsluráðinu og Sambandi ísl. samvinnufélaga. Eru þær upplýsingar talsvert í molum, einkum fyrir fyrri árin. Upplýsingar um tölu og verð útfluttra hrossa er teknar úr verzlun- arskýrslum. d) Verðmæti afurða af geitum, svínum, loðdýrum og alifuglum 1935—51 (sjá töflu D, bls. 38—39). Tafla þessi er, að þvi er varðar magn afurðanna, í öllu verulegu byggð á búnaðarskýrslum Hagstofunnar. Þó er um verðmæti afurða af loðdýrum sum árin farið mest eftir verzlunarskýrslum, og þá bæði um magn og verð. Þetta var þó ekki hægt að gera stríðsárin, og getur verið, að loðdýraafurðir séu vantaldar þau ár. Var þá talsvert selt af loðskinnum til setuliðsmanna og eru mjög litlar skýrslur til um þá sölu. Framtal alifugla var ófullkomið fram til 1946. Alifuglarækt óx mjög á stríðsárunum, og er verðmæti afurða alifugla eflaust vantalið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.