Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Qupperneq 18
föstudagur 29. ágúst 200818 Helgarblað DV Súkkulaði er mishollt. Marga langar mikið að finna gott súkku- laði bráðna í munninum með svo góðu bragði að það tekur við- komandi til himnaríkis um stund. Betra er að vanda valið vilji þeir ekki stofna heilsu sinni í hættu. Flest súkkulaði eru mjög orkurík og full af mettaðri fitu sem hefur afar slæm áhrif á hjarta og æðar. Önnur súkkulaði innihalda hærra prótínmagn og minna af mettaðri fitu. DV kannaði innihald nokk- urra súkkulaðitegunda. Risahraun orkuríkast Súkkulaðistykkin í athugun- inni hafa mismunandi innihald. Risahraun inniheldur mesta magn af kaloríum, eða 575 kalor- íur á hundrað grömm, og mesta magn fitu og mettaðrar fitu. Mið- að við hvað rannsóknir segja um tengsl mettaðrar fitu og hjarta- og æðajúkdóma telst þetta súkkulaði mjög óhollt. Snickers, sem löng- um hefur verið talið eitt óhollasta súkkulaðið á markaðnum inni- heldur hvorki mesta magn kol- vetnis né fitu heldur mesta magn prótíns. Það er orkuríkt en þó ekki eins og jafn mikið magn af Prins póló-súkkulaði sem virðist sak- laust kexsúkkulaði. Þess má þó geta að jafn mikið magn af mett- aðri fitu er í þessum tveimur teg- undum. Fituríkt en kolvetnalítið Bounty inniheldur mest af viðbættum sykri og næstmesta magn kolvetnis. Má því segja það tiltölulega óhollt súkkulaði. Í at- huguninni voru þrjár tegundir af kexsúkkulaði og þrjár af súkku- laði með ávöxtum athugaðir. Auk tveggja naslstanga sem auglýst- ar eru hollar. Það eru Special K Original og Larabar. Þau súkku- laði sem innihalda kex eru í flest- um tilfellum með hærra hlutfall fitu og mettaðrar fitu. Nóa Siríus- súkkulaðiplata með hnetum og rúsínum er mjög fiturík og eru það hneturnar sem hækka hlutfallið mjög. Sú súkkulaðiplata inniheld- ur næst minnst af kolvetnum. Dökkt er betra Súkkulaði er ekki eingöngu óhollt því það inniheldur ýmis vít- amín og steinefni. Dökkt súkklaði er ágæt uppspretta járns, magnes- ínums og kopars auk B-vítamíns. Í ljósu súkkkaði bætast svo við nær- ingarefni úr mjólk svo sem kalk og meira af B-vítamínum. Súkku-lað- ið rýrist hins vegar af járni þar sem mjólk er lélegur járngjafi. Súkku- laði inniheldur fleiri efni sem hafa áhrif á líkamann. Má þar nefna tryptófan sem eykur serótínmagn í heilanum en það örvar gleðistöðv- arnar. Súkklaði getur því framkall- að sælutilfinningu. Neyta í hófi Það efni í súkkulaði sem hefur vakið mesta athygli kallast Fjöl- fenólar en það er sagt hafa góða andoxunareiginleika og með því hjartaverndandi áhrif, öfugt við mettuðu fituna í súkkulaðinu. Sama efni er til að mynda í ávöxt- um, grænmeti, rauðvíni og kakó- baunum. Meira magn þessa efn- is er að finna í dökku súkkulaði því kakómassinn þar er meiri og í raun meira magn en er í rauðvíni. Því hefur verið mælt með því að fólk fái sér dökkt súkkulaði í hófi og fremur en ljóst. Það verður þó að muna að súkklaði er hitaein- ingaríkt og ætti að neyta í hófi. Skárri kostir Larabar og Special K eru góðir kostir í stað súkkulaðis fyrir þá sem vilja huga að heilsunni. Minnsta fitan er í Special K sælgætisstöng- unum en um leið mest af kol- vetni. Mettaða fitan er einungis 3,5 grömm á hundrað grömm eða mun minna en er í Larabar. Þetta eru tveir ólíkir kostir þar sem ann- að inniheldur kornvöru og sykur en hitt eingöngu hnetur og þurrk- aða ávexti. Larabar er orkuríkt en hefur engan viðbættan sykur á móti 35,0 grömmum í Special K. Kannski ætti enginn að sneiða al- veg hjá þeirri náttúrulegu gjöf sem súkkulaði er en hafa það í huga að allt er gott í hófi. asdisbjorg@dv.is Nóa kRopp kaloríur í 100g: 542 prótín: 8,9 grömm Fita: 31,7 grömm Þar af mettuð: 19,9 grömm kolvetni: 55,5 grömm Þar af viðbættur sykur: 34,8 grömm RiSa hRauN kaloríur í 100g: 575 prótín: 6,0 grömm Fita: 39,0 grömm Þar af mettuð: 24,9 grömm kolvetni: 50,6 grömm pRiNS póló kaloríur í 100g: 540 prótín: 7,4 grömm Fita: 31,5 grömm Þar af mettuð: 12,0 grömm kolvetni: 56,9 grömm Þar af viðbættur sykur: 35,0 grömm SNickeRS kaloríur í 100g: 477 prótín: 9,6 grömm Fita: 22,3 grömm Þar af mettuð: 12,0 grömm kolvetni: 59,2 grömm Þar af viðbættur sykur: 42,1 grömm BouNty kaloríur í 100g: 488 prótín: 4,8 grömm Fita: 26,2 grömm Þar af mettuð: 21,2 grömm kolvetni: 58,5 grömm Þar af viðbættur sykur: 51,1 grömm Nóa SiRíuS RjómaSúkkulaði með hNetum og RúSíNum kaloríur í 100g: 567 prótín: 8,1 grömm Fita: 37,8 grömm Þar af mettuð: 23,4 grömm kolvetni: 49,1 grömm Þar af viðbættur sykur: 40,0 grömm kellogS Special k oRigiNal kaloríur í 100g: 402 prótín: 8,0 grömm Fita: 8,0 grömm Þar af mettuð: 3,5 grömm kolvetni: 75,0 grömm Þar af viðbættur sykur: 35,0 grömm laRaBaR kaloríur í 100g: 444 prótín: 6,7 grömm Fita: 31,1 grömm Þar af mettuð: 1,1 grömm Kolvetni: 48,8 grömm Súkkulaðifíklar geta vart staðist gott súkkulaði og láta eftir sér á degi hverjum sinn uppáhaldsbita. Súkku- laði er mjög orkuríkt og er yfir 30 prósent af því hrein fita. Helmingur af henni er hörð fita sem hefur slæm áhrif á hjarta og æðar. Það inniheldur þó líka tryptófan sem eykur serótínmagn heilans og kallar fram gleðitilfinningu. DV skoðaði inni- haldið í nokkrum vinsælum súkkulaðitegundum. óhollustan í súkkulaðinu „Bounty inniheldur mest af viðbættum sykri og næstmesta magn kolvetnis“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.