Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 2
Tveir átta ára piltar í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði deildu með óvenjuleg- um hætti í frímínútum á dögunum. Maður sem átti erindi í skólann tók eftir deilum þeirra og fór að grennsl- ast fyrir um ágreiningsefni þeirra. Kom þá í ljós að þeir voru að rífast um hvor ætti að vera Ragnar Magn- ússon, tálbeita Kompáss, því báð- ir vildu vera Benni Ólsari. Upp var komin sú staða að enginn vildi vera Ragnar því hann væri aumingi, báðir vildu vera stóri sterki kallinn. Þegar maðurinn sem varð vitni að atvikinu spurði piltana hvað væri í gangi svaraði annar þeirra: „Hann vill ekki vera Ragnar, ég er Benjamín,“ sagði átta ára strákur mjög svekkt- ur. Aðrar fyrirmyndir virðast tíðkast þessa dagana hjá yngstu kynslóð- inni en áður fyrr. Þá var aðalsportið að vera eins og Eiður Smári eða Birg- itta Haukdal, en í dag eru Benjamín Þór og Ragnar Magnússon orðnir að aðalpersónum leikvallarins, allavega í þessu tilfelli. Fjölmiðlar hafa áhrif á börn Guðbjörg Hildur Kolbeins, dokt- or í fjölmiðlafræði, segir að það sé lít- ið sem fjölmiðlar geti gert í svona mál- um. „Þetta er mál sem Kompás fjallaði um og er ætlað fullorðnu fólki. Það er þá hlutverk þeirra að útskýra fyrir þeim sem yngri eru að svona haga menn sér ekki,“ segir Guðbjörg og bendir á að þátturinn hafi verið mikið í umræð- unni undanfarið og það gæti spilað inn í hegðun drengjanna. „Strákarnir samsvara sig við gerandann því hann er sterkari aðilinn og enginn vill vera fórnarlambið, þátturinn hefur verið mikið í umræðunni sem gerir það að verkum að það sé töff og áhugavert að vera sterkari aðilinn.“ Hún bendir einnig á að þessi samskipti drengjanna muni ekki hafa áhrif til frambúðar. „Við vitum náttúrlega ekkert hvernig strákarn- ir eru, hvort þetta muni hafa áhrif á gerðir þeirra innan skólans en það er alvarlegra mál ef krakkarnir fara að apa þetta eftir á skólalóðinni að berja hvor á öðrum, þá verða kennarar að skerast í leikinn,“ segir Guðbjörg. Skólinn tekur hart á ofbeldi Ágústa Bárðardóttir, skólastjóri Hraunvallaskóla, sagði að hún kannaðist ekki við tiltekið mál en skólinn taki hart á öllu ofbeldi. „Við tökum öllu ofbeldi alvarlega, hvort sem það er líkamlegt eða andlegt, og ég ræði við nemendur og segi að við komum vel fram hvort við ann- að,“ segir Ágústa og bendir á að hún geti ekki tjáð sig um einstaka mál en almenna regla skólans sé sú að starfsmenn taki hart á öllu ofbeldi. „Almennt er það þannig, hvort sem það eru fyrirmyndir úr tölvu- leikjum eða bíómyndum, að það er ekki raunveruleikinn og eins og ég hef sagt við krakkana að hegð- un hefur afleiðingar og við verðum að hugsa um það sem við erum að gera.“ Hún bendir á að þegar Jackass-þættirnir komu út á sín- um tíma hafi krakkarnir farið að taka þá sér til fyrirmyndar og það sé ekki gott. Þátturinn ekki bannaður börnum Jóhannes Kr Kristjánsson, ritstjóri Kompáss, sagði í samtali við DV að þátturinn hafi ekki verið bannaður börnum. „Það var ekki rautt merki á þættinum, ég man að minnsta kosti ekki eftir að hafa séð það,“ segir Jó- hannes. Þátturinn vakti mikla um- ræðu í þjóðfélaginu þegar hann var sýndur. Benjamín Þór hefur lagt fram kæru á hendur Kompásmönnum fyr- ir að sýna þáttinn þar sem hann tel- ur hann vera brot á friðhelgi einka- lífsins. Þetta helst föstudagur 3. október 20082 Fréttir DV - þessar fréttir bar hæst í vikunni Fréttavefur DV, dv.is, sagði frá því fyrstur fjölmiðla aðfaranótt mánu- dags og mánudags- morgun að ríkið myndi grípa inn í vegna banka- kreppu og sagði frá því að um Glitni væri að ræða. Síðan þá hefur verið ákveðið að ríkið yfirtaki bankann að 75 prósent- um. Viðbrögð við banka- kreppunni hafa verið afar hörð, krónan hefur hrunið og er viðbúið að verðbólgan fari á fleygiferð þegar áhrifa þess fer að gæta í innfluttri vöru. Stórir hluthafar í Glitni hafa brugðist illa við yfirtöku ríkisins á bankanum og segja viðbrögðin allt of harkaleg. Jóhannes Jónsson, oft kenndur við Bónus, sagði í DV að hann teldi þetta áframhald af aðför gegn sér og sínum sem hefði hafist í Baugsmálum. allt á annan endann Lárus Welding, forstjóri Glitnis, var niðurlútur á fundinum í Seðlabank- anum í gærmorgun. Þar tilkynnti Davíð Oddsson seðlabankastjóri um samkomulag þess efnis að ríkissjóð- ur legði Glitni til nýtt hlutafé að jafn- virði 84 milljarða íslenskra króna. Enginn Geir Davíð hóf fundinn og las upp fréttatilkynningu sem forsætisráðu- neytið gaf út fyrir fundinn en athygli vakti að Geir H. Haarde var hvergi sjáanlegur. Þegar Davíð hafði lokið máli sínu og svarað nokkrum spurning- um fréttamanna spurði hann Lárus hvort hann vildi ekki koma upp og svara spurningum. Lárus steig upp og svaraði eftir mætti en augljóst var að þar fór ekki sami maðurinn og sat fyrir svörum í Silfri Egils viku áður. Þar var hann spurður að því hvort hann teldi einhverjar líkur á því að íslenskir bankar yrðu þjóðnýttir líkt og gerst hefði í Bandaríkjunum. Svar hans var stutt: „Alls ekki.“ Sama svar fékkst þegar hann var spurður hvort hann teldi líklegt að Glitnir væri að riða til falls vegna erfiðleika á fjár- málamörkuðum. Hann taldi Glitni standa vel. Síðan leið vika og ríkið yf- irtók stærstan hlut í bankanum. Lárus viðurkenndi á fundinum í gær að þetta væri „sársaukafull að- gerð“ eins og hann orðaði það. Sárs- aukinn leyndi sér ekki. Ríkið til bjargar Davíð sagði að þessi aðgerð Seðla- bankans væri staðfesting á þeim vilja ríkisstjórnarinnar til að koma ís- lenskum bönkum til hjálpar, ættu þeir við erfiðleika að etja. Davíð sagði aðspurður að ef ekki hefði komið til þessarar aðgerðar hefði Glitnir far- ið á hausinn. „Ef þessi aðgerð hefði ekki komið til hefði hlutaféð verið núll. Ef bankinn fær ekki hjálp til að fjármagna sig lifir bankinn ekki, það er ekki flóknara en það,“ sagði Dav- íð en hann vildi ekki nota hugtakið þjóðnýtingu um þessa aðgerð. „Ég myndi ekki vilja kalla þetta það. Það kemur fram í yfirlýsingunni að ríkið ætlar ekki að eiga bankann til lang- frama. Ríkið mun, væntanlega, leita leiða til þess að ná peningunum inn aftur. Þegar ólgusjóinn lægir, eins og alltaf gerist, mun bankinn standa vel. Ríkið og skattborgararnir myndu þá hagnast á því að losa sig við hann.“ Vel rekinn banki Davíð tilkynnti einnig að Lárus Welding gegni áfram starfi forstjóra. „Þetta er til að undirstrika að bank- inn er vel rekinn banki og stöðug- leiki í umhverfi hans. Þessi tiltekni forstjóri hefur unnið mjög gott starf á undanförnum árum í baráttu sem bankinn hefur átt við að etja í þeim mikla ólgusjó sem bankinn hefur gengið í gegnum,“ sagði Davíð enn fremur. Forstjóri Glitnis virtist feginn þeg- ar fundinum lauk. Mistókst hjá okkur „Ég vonaðist til þess að það væru aðrar leiðir út úr þessum vanda. Við unnum að annarri lausn en þar sem þetta er niðurstaðan er ljóst að það hefur eitthvað mistekist hjá okkur,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis. „Við kom- um með tillögur að annars konar fjármögnun,“ segir hann. Aðspurður hvort ríkið hafi hafnað tillögum for- svarsmanna Glitnis segir Þorsteinn: „Þetta varð niðurstaðan.“ Glitnir átti frumkvæðið Lárusi Welding, forstjóra Glitn- is, finnst Davíð Oddsson seðla- bankastjóri hafa tekið helst til hart til orða þegar hann sagði Glitni hafa orðið gjaldþrota ef ekki hefði verið fyrir þetta inngrip ríkisins: „Ég er nú ekki alveg sammála þeim skilgreiningum.“ Lárus seg- ir að fyrirséð hafi verið að lausa- fjársáhætta væri yfirvofandi og því hafi bankinn þurft að grípa til að- gerða til að forðast það að hættu- ástand myndaðist. Samkvæmt heimildum DV buðu hluthafar Glitnis ríkinu norsk hús- bréf sem tryggingu ef það kæmi til móts við bankann. Lárus vildi ekki staðfesta þetta atriði sérstaklega en sagði: „Það voru ýmsir mögu- leikar skoðaðir. Þetta varð niður- staðan.“ Óskar ekki eftir áframhaldandi setu Þorsteinn og Lárus áttu fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gær. Eftir fundinn sagði Lárus hann ekki hafa skilað neinni niðurstöðu. „Við vorum bara að stilla saman strengi með stjórnar- mönnum bankans. Þetta var góður fundur og einhugur í mönnum um hvert eigi að fara.“ Hann segir næsta skref að boða til hluthafafundar þar sem sett verður saman ný banka- stjórn. Þorsteinn viðurkennir að komið hafi verið að máli við hann og ósk- að eftir því að hann byði sig fram til áframhaldandi setu í stjórn Glitn- is. „Ég mun ekki óska eftir því sjálf- ur,“ segir hann en tekur fram að hann muni taka jákvætt í formlegar beiðnir þess efnis. Enginn kaupandi til staðar Íslenska ríkið hefur gefið út að ekki sé stefnan að eiga hlut í bankanum til lengri tíma. „Ég er sannfærður um að ef það kemur gott tilboð í þennan hlut mun ríkið selja hann,“ segir Þorsteinn. Hann segist þó ekki sjá fyrir hverj- ir hefðu mögulega áhuga á að kaupa hlut ríkisins í bankanum þegar þar að kæmi. „Ég hygg nú að í augnablikinu sé kaupandi ekki til staðar.“ Lárus veitir litlar undirtektir þeirri líkingu að bankanum hafi verið rænt af ríkinu. „Ég hef ekkert um það að segja. Við erum bara þar sem við erum í dag. Hagur bankans er góður. Staða hans er sterk.“ Þorsteinn telur niðurstöðuna þó hafa mikil áhrif á eigendur bankans, eða fyrrverandi eigendur hans. „Það er ljóst að þetta hefur veruleg áhrif á eigendur. En þeir verða að svara fyrir það.“ Hluthafar leita annarra leiða Þrátt fyrir að hluthafar í Glitni hafi gengið að samningi við Seðlabanka og ríkisstjórn vonast stórir hluthafar í bankanum til að hægt verði að finna aðra leið til að losa hann úr þrenging- um en að ganga endanlega frá samn- ingnum við ríkið. Þannig ætla menn að reyna fram að hluthafafundi að fjármagna reksturinn og halda bank- anum í sinni eigu. þriðjudagur 30. september 20082 Fréttir BALDUR GUÐMUNDSSON OG ERLA HLyNSDÓttiR blaðamenn skrifa: baldur@dv.is og erla@dv.is Helgi afdrifaríkra funda seðlabankastjórar funduðu ótt og títt um helgina með forsætisráðherra, forsvarsmönnum bankanna og fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Hér fara davíð Oddsson seðlabankastjóri, geir H. Haarde forsætisráðherra og Árni mathiesen fjármálaráðherra af fundi. MyND RÓBERt Lárus Welding Davíð Oddsson Þorsteinn Már Baldvinsson HRUN í KAUpHöLLiNNi– viðbrögð markaðarins við hremmingum Glitnis Exista -14,17%Atorka -13,57% SpRON -13,43% Century Aluminium -10,51% Straumur Burðarás -8,42% Bakkavör -7,88% Landsbanki -6,72% icelandair -5,47% Kaupþing -3,60% Alfesca -3,21% Eimskip -0,96% Exista 14,17% Atorka 13,57% SPRON 13,43% Century Alum inium 10,51% Straum ur Burðarás 8,42% Bakkavör 7,88% Landsbankiv 6,72% Icelandair 5,47% Kaupþing3,60% Alfesca 3,21% Eim skip 0,96% „VEL REKINN BANKI“ Í ÞROT þriðjudagur 30. september 2008 3 Fréttir Jóhannes Jónsson, kenndur við Bón- us einn aðaleigenda Glitnis og Stoða, er harðorður í garð Davíðs Oddsson- ar seðlabankastjóra vegna nauðung- arsölunnar á meirihluta hlutabréfa í Glitni. Jóhannes upplifir aðgerðir Davíðs sem framhald á Baugsmál- inu. ,,Mín tilfinning er sú að þetta sé framhald ofsókna á hendur okk- ur,” segir Jóhannes. Hann lýsir Davíð Oddssyni seðlabankastjóra með af- gerandi hætti: ,,Þetta er eins og end- urtekning á ævintýrinu um nýju föt- in keisarans. Enginn þorir að segja upp- hátt hvers eðlis er.“ Sameiningarviðræður við Landsbankann Fréttastofa Sjónvarpsins greindi frá því í aukafréttatíma í hádeginu að hún hefði heimildir fyrir því að feðgarnir Björgólfur Guðmunds- son og Björgólfur Thor Björgólfs- son myndu kaupa hlut ríkisins á einhverjum tímapunkti á næstu vikum. Björgólfur Thor sagði frá því í viðtali við danska viðskipta- blaðið Børsen í vor, að hann hygð- ist bíða eftir brunaútsölum á fjár- festingarfélögum og fasteignum á næstu mánuðum. Það mun þó ekki vera rétt. Ásgeir Friðgeirsson, tals- maður Björgólfsfeðga, staðfestir hins vegar að Landsbankinn hafi átt í þríhliðaviðræðum um lausn á málinu ásamt þáverandi hluthöfum Glitnis og hinu opinbera. Það var að ósk Glitnis sem Landsbank- inn kom að málinu. Vonir stóðu til að bank- arnir gætu sameinast undir Landsbankanum með einhverri aðkomu ríkisvaldsins. Viðræð- urnar runnu hins vegar út í sandinn á sunnu- dagskvöldið, þar sem ekki gafst tími til að ljúka þeim. Ásgeir segist ekki geta tjáð sig um hvert framhaldið verði á málinu. DV ræddi við hlutfhafa í Glitni um miðjan dag í gær sem vildi ekki koma fram undir nafni, hann kveðst hafa tapað milljónum á við- skiptum gærdagsins og er æfur yfir þessum viðskiptaháttum. Hann tel- ur vel mögulegt að eigendur bank- ans hefðu getað bjargað honum, fyrst eignastaða hans var jafntraust og Davíð Oddson lýsti. Lánveitendur treystu eigendunum ekki Vilhjálmur Bjarnason, for- maður Félags fag- fjárfesta og að- júnkt við Há- skóla Íslands, telur að rekja megi vandræði Glitnis til þeirrar stað- reyndar að lánveitendur virtust ekki treysta fyrrverandi eigendum bankans, en sömu aðilar fóru með völd í Glitni og í FL Group sem nú heitir Stoðir og óskuðu í gær eft- ir greiðslustöðvun. Ljóst má vera að verulegir vankantar hafa ver- ið á stöðu Glitnis, svo eigendurnir njóta ekki lánstrausts. Vilhjálmur sagði í samtali við DV í desember á síðasta ári, þegar vandræði FL Group voru mikið í umræðunni, að ef aðgerðir til að rífa FL Group úr þeirri miklu lægð sem félagið hef- ur verið í, beri ekki tilætlaðan ár- angur, gæti það haft keðjuverkandi áhrif. Þannig myndu erfiðleikar FL Group bitna fyrst á Glitni sem er með mikla starfsemi á Norður- löndum. Heimildir DV herma að ein af ástæðunum fyrir þessari hröðu at- burðaráðs sé sú að stórt lán muni falla á Glitni um miðjan næsta mánuð og hafi Glitnir ekki getað staðið undir því. Hrakspár Vilhjálms rættust Vilhjálmur segir vandræði Glitnis litast af því sem hann sagði þá. „Það er bara part- ur af því að eigendurnir gátu ekki bakkað þetta upp og ef þessi kaup á Glitni eru borin saman við bandarísku björgunaraðgerðirnar sjáum við að þetta er hærri upp- hæð miðað við íslenskar aðstæð- ur,“ segir Vilhjálmur. Íslenska ríkið lagið fram 84 milljarða króna til að þjóðnýta 75 prósenta hlut í bankanum á með- an Bandaríkjastjórn lagði fram áætlun um að leggja fram 70 millj- arða Bandaríkjadollara til björg- unaraðgerða í efnahagslífinu. Því höfnuðu þingmenn hins vegar í atkvæðagreiðslu í gær. Íslensku aðgerðirnar eru því dýrari á hvert mannsbarn heldur en aðgerðir bandarískra stjórnvalda sem þing- menn höfnuðu. Vilhjálmur segir enn fremur: „Það er hægt að segja það umbúðalaust að undirrótin að þessum vanda er offjárfestingar- stefna Hannesar Smárasonar sem forstjóri FL Group og einnig ofur- trú Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á Hannesi Smárasyni sem snillingi,“ segir hann. Kvartmilljón á hvern Íslending Íslensk stjórnvöld borguðu 84 milljarða króna fyrir kaup á 75 pró- senta hlut í Glitni. Kostnaður við kaupin fyrir hvert íslenskt manns- barn er 268 þúsund krónur. Tap íslensks almennings á þró- uninni á bankamarkaði brýst hins vegar fyrst og fremst fram í því að íslenska krónan hrynur vegna van- trausts heimsins á efnahagsástand- inu hérlendis. VaLGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is Þetta er eins og endurtekning á ævintýrinu um nýju fötin keisarans. Enginn þorir að segja upp-hátt hvers eðlis er.” Jóhannes Jónsson Davíð Oddssyni Hannesar Smárasonar Vilhjálmur Bjarnason Viðskiptin kunngjörð davíð Oddsson seðlabanka-stjóri og Lárus Welding, forstjóri glitnis, tilkynntu um breytinguna á fundi í húsi seðlabankans. myND RóBERt Jóhannes Jónsson ,,þetta er eins og endur-tekning á ævintýrinu um nýju fötin keisarans. enginn þorir að segja upphátt hvers eðlis er.” Hannes Smárason undirrótina að vanda glitnis að mati Vilhjálms bjarnasonar má rekja til offars Hannesar í forstjórastóli FL group. „Fra hald ofsókna“ Samdráttur í efnahags- lífinu kostaði á þriðja hundrað manns atvinn- una í vikunni þegar fyr- irtæki sögðu upp fólki til að draga úr kostnaði. „Það er allt samfélagið á hvolfi og mik- ill samdráttur í öllum greinum,“ sagði Skúli K. Skúlason, fram- kvæmdastjóri Ingvars Helgason- ar, í viðtali við DV á miðvikudag eftir að hafa þurft að segja upp starfsmönnum. Gylfi Ómar Héð- insson, annar eigenda Bygging- arfélags Gylfa og Gunnars, sagði í sama blaði að það væri skelfilegt að þurfa að segja upp fólki. Hann vonaðist þó til að uppsagnirnar kæmu ekki til framkvæmda. „Við stefnum í dýpri efnahagslægð en við höf- um áður séð. Og við höfum mjög bitra og slæma reynslu af svoleiðis ástandi. Menn verða að leggjast á eitt til að afstýra svoleiðis hryllingi,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. hundruð missa vinnuna fimmtudagur 2. október 20086 Fréttir InnlendarFréttIrritstjorn@dv.is 20 % afmælisafsláttur af öllum hefðbundnum myndatökum og stækkunum í október. Nú er um að gera að panta stax Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is „Mér finnst þessi atburða- rás hafa verið eins og menn hafa verið að tala um, hálfgert bankarán. Það liggur fyrir að hlut- hafarnir tapa gríðarlega,“ Gylfi Ómar Héðinsson „Þessar aðgerðir eru ekki óeðlileg- ar miðað við aðstæður í þjóðfélag- inu og sambærilegar því sem ver- ið hefur að gerast í sambærilegum fyrirtækjum,“ segir Gylfi Ómar Héð- insson, annar eigenda Byggingar- félags Gylfa og Gunnars. Forsvars- menn fyrirtækisins hafa sagt upp á þriðja tug starfsmanna sinna. Auk þess að þurfa nú að grípa til hag- ræðingaraðgerða hefur félagið ekki farið varhluta af þeim áföllum sem dunið hafa yfir hluthafa Glitnis. BYGG var einn af stærstu hlut- höfunum í Glitni og í kjölfar kaupa ríkisins á 75 prósenta hlut í bankan- um hefur markaðsvirði eignarhlut- ar þess hrunið um marga milljarða. Fyrirbyggjandi aðgerðir „Þetta eru ekki margir starfs- menn miðað við heildina, einhverj- ir 25 til 26 starfsmenn. Það er vissu- lega skelfilegt að þurfa að grípa til þessa en hér starfa hátt í tvö hundr- uð manns.“ Byggingarfélag Gylfa og Gunn- ars er eitt öflugasta byggingarfyr- irtæki landsins en eins og mörg önnur fyrirtæki landsins er hag- ræðingar þörf. Gylfi segir BYGG ekki vera á leiðinni að gefast upp. „Þetta er fyrst og fremst fyrirbyggj- andi aðgerð en vonandi kemur ekki til þessara uppsagna. Vonandi halda allir áfram þegar fram í sæk- ir,“ segir Gylfi. Hann segir búið að láta starfsmenn vita af stöðunni. Tapað 9,7 milljörðum á Glitni Í gegnum Saxbygg, sem er í sameiginlegri eigu Saxhóls og BYGG, var félagið skráð sem fimmti stærsti hluthafinn í Glitni, en var í raun þriðji stærsti hlut- hafinn þar sem félög í eigu Stoða skipa þrjú efstu sæti listans. Eign- arhlutur Saxbyggs nemur fimm prósentum í Glitni. Markaðsvirði eignarhlutsins nam tæpum 11,7 milljörðum fyrir helgi en eftir um- rót undanfarinna daga er mark- aðsvirði eignarhlutar Saxbyggs nú metinn á rúma 3,4 milljarða. Þar munar heilum 8,3 milljörðum króna. Þá átti Bygg Invest, annað fyrirtæki í eigu BYGG, 0,88 pró- senta hlut í Glitni hvers markaðs- virði nam rúmum tveimur millj- örðum fyrir helgi en stendur nú í 609 milljónum króna. Þar munar tæpum1,4 milljörðum króna. Ljóst er að BYGG tapaði gríðarlega á yf- irtöku ríksins á 75 prósenta hlut í bankanum, líkt og aðrir fjárfestar og menn eru reiðir. Bankarán Gylfi hefur sínar skoðanir á þeirri atburðarás sem leiddi til og fylgdi í kjölfar kaupa ríkisins á Glitni og sem stór hluthafi horf- ir málið þannig við honum að um rán hafi verið að ræða. „Mér finnst þessi atburðarás haf verið eins og menn hafa verið að tala um, hálf- gert bankarán. Það liggur fyrir að hluthafarnir tapa gríðarlega,“ seg- ir Gylfi. Gylfi vill þó ekki meina að upp- sagnirnar nú komi í kjölfar þeirr- ar atbur arásar sem verið hefur í kringum Glitni. „Þetta er fyrst og fremst vegna ástandsins á íbúða- markaðinum en verkefnastaðan hjá okkur er að öðru leyti góð.“ Aðspurður hvort BYGG sé á leið í þrot segir Gylfi það langt frá því tilfellið og þvertekur fyrir allt slíkt. Skelfilegt að þurfa að Segja fólki upp „Mér finnst þessi atburðarás hafa ver- ið eins og menn hafa verið að tala um, hálfgert bankarán. Það liggur fyrir að hluthafarnir tapa gríðarlega.“ SiGurður Mikael jÓnSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Hart í ári hjá verkamönnum atvinnuöryggi fólks í byggingar- iðnaðinum er lítið þessa dagana og enn harðnar í ári hjá verkamönnum í landinu. 9,7 M ILLJA RÐAR FARN IR uppsagnir hjá Bygg erfið staða á markaði st illir byggingarfyrirtækjum upp við vegg og um mánaða- mótin var 26 starfsmönnum bYgg sagt up p. félagið tapaði milljörðum á glitnismálinu. óvíst um heimkomu Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur utanríkisráðherra heilsast vel. Enn er þó ekki ákveðið hve- nær hún kemur aftur heim frá Bandaríkjunum eða getur snúið aftur til vinnu. Urður Gunnars- dóttir, fjölmiðlafulltrúi utanrík- isráðuneytisins, sagði í samtali við DV í gær að Ingibjörg, sem er formaður Samfylkingarinnar, þyrfti að láta heilsuna ganga fyr- ir þrátt fyrir erfiðleika í íslensku efnahagslífi. Ingibjörg gekkst undir aðgerð á mánudag vegna meins í höfði og var ákveðið að aðgerðina þyrfti að framkvæma þar ytra í stað þess að hún kæmi heim til aðgerðar. Skautahöll í Hafnarfjörð Íshokkísamband Íslands hvet- ur bæjarstjórn Hafnarfjarðar til þess að huga að undirbúningi að byggingu skautahallar í bæjar- félaginu. Erindi sambandsins barst til bæjarráðs Hafnarfjarðar í byrjun september og var í raun afmæliskveðja í tilefni af hundrað ára afmæli bæjarfélagsins. Kveðj- an var fallega dulbúin en var í raun áskorun á bæjarfélagið að íhuga skautahöllina en bæjar- ráð vísaði erindinu til íþrótta- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar. Gefa í á leið í gegnum göngin Brot 115 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum frá föstudegi til þriðjudags. Á hundrað klukkustundum óku 11.234 um göngin. Reyndist því eitt prósent ökumanna aka yfir leyfilegum hraða en þarna er 70 kílómetra hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 99. Þetta er lægra brotahlutfall en við síðustu vöktun á þessum stað en þá var hlutfallið 1,6 pró- sent. Meðalhraði hinna brot- legu er líka lægri, var áður 84 kílómetrar á klukkustund. „Því miður eru ömurlegir tímar hvað þetta varðar og það erfiðasta sem stjórnendur gera er að segja upp fólki. En þetta er niðurstaðan,“ segir Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri Ingvars Helgasonar. Fyrirtækið sagði upp níu starfsmönnum sínum nú um mán- aðamótin. Skúli segir gríðarlegan sam- drátt í sölu bíla vera ástæðu uppsagn- anna. „Það er allt samfélagið á hvolfi og mikill samdráttur í öllum greinum. Við höfum hangið á þessu eins vel og við mögulega getum en nú þurfum við að sýna ábyrgð og huga að rekstrinum. Við vorum einfaldlega með of mikið af fólki sem hafði ekki verkefni.“ Hann segist vonast til að ástandið í samfélaginu fari að réttast af svo hægt verði að kalla núverandi ástand botn- inn. Skúli bendir á að í ljósi þeirra að- stæðna sem eru uppi í þjóðfélaginu í dag séu uppsagnir á starfsfólki því miður einn af fylgifiskum hagræðing- ar í rekstri. „Því miður eru ömurlegir tímar hvað þetta varðar og það erfiðasta sem stjórnendur gera er að segja upp fólki. En þetta er niðurstaðan. Við erum að sjálfsögðu að fara í gegnum alla þætti rekstrarins, við erum að taka kostnað- inn í gegn og bregðast við ástandinu. Þetta var því miður einn af liðunum í því, sem er alltaf sár en hann verður að fylgja,“ segir Skúli K Skúlason, fram- kvæmdastjóri Ingvars Helgasonar, að lokum. mikael@dv.is ingvar Helgason Samfélagið er allt á hvolfi Samdráttur í sölu framkvæmdastjóri ingvars Helgasonar segir fjölda fólks hafa verið án verkefna hjá fyrirtækinu. Níu starfsmönnum var sagt upp um mánaðamótin. 2 Þráinn Farestveit Bjarna- son bjargaði manni úr lífsháska þegar eldur kom upp í bíl mannsins. Þetta er í annað skipti sem hann kemur manneskju í lífsháska til bjargar. Fyrir tveim- ur árum kom hann að alvarlegu bílslysi á Hellisheiði. Pallbifreið hafði keyrt framan á litla Toyotu Yaris en þar sat ung stúlka föst í bílnum. Þegar Þráinn bjargaði manninum í vikunni var eldur byrjaður að læsa sig í mann- inn. „Ég náði að slökkva eldinn sem logaði á manninum með hendinni. Ég reyndi að tala við öku- manninn en hann var ekki í ástandi til að svara mér. Af einhverjum ástæðum leitaði eldurinn aftur í bílinn og það varð ökumanninum til happs. Á sama tíma og það gerðist náði ég að losa öryggisbeltið,“ sagði bjargvætturinn Þráinn í DV. bjargvætturinn miðvikudagur 1. október 20086 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Hópuppsagnir trufla vinnu Engar hópuppsagnir voru tilkynntar Vinnumálastofnun í septembermánuði. Upplýsing- ar um slíkar uppsagnir eru nú aðgengilegar á vefsíðu stofnun- arinnar. Þegar óskað var eftir nýj- ustu upplýsingunum símleiðis í gær fengust þau svör að þessi leið hefði verið farin vegna stöðugra símhringinga fjölmiðlafólks sem kepptist um að vera fyrst með fréttirnar af hópuppsögnum. Þannig hefðu þeir sem hingað til hafa svarað fyrir slíkt vart haft vinnufrið til að sinna öðru undir lok hvers mánaðar. Með harðn- andi tíð í efnahagslífinu má búast við fleiri hópuppsögnum þegar líður á veturinn og er nú hægt að fylgjast vel með á vefnum. Vonar það besta „So far, so good, eins og sagt er,“ sagði Geir Haarde forsætis- ráðherra eftir ríkisstjórnarfund í dag þegar hann var spurður um fregnir af heilsu Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur utanríkisráð- herra sem gekkst undir aðgerð í Bandaríkjunum í gær vegna meins í höfði. „Það eru vonir um að hún geti komið heim fljótlega og jafnvel byrjað að sinna skyldustörfum í gegnum síma og tölvu í framhaldi af því. Auðvitað er þetta alvarlegt inngrip, við vitum það öll, og von- um bara það besta,“ sagði Geir. SPRON segir upp starfsfólki SPRON sagði upp að minnsta kosti tíu starfsmönn- um sínum í morgun. Jóna Ann Pétursdóttir, upplýsinga- fulltrúi SPRON, staðfesti að uppsagnir hefðu átt sér stað en sagðist þó ekki geta nefnt nákvæma tölu. Samkvæmt hennar bestu vitneskju væru þeir þó tíu. Hún sagði að uppsagnirn- ar væru í takt við aðstæður á markaðnum og með þessu væri verið að ná fram hag- ræðingu í rekstri. 20 % afmælisafsláttur af öllum hefðbundnum myndatökum og stækkunum í október. Nú er um að gera að panta stax Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is Þráinn Bjarnason „Eina hugsunin sem komst að var að koma manninum til bjargar,“ segir Þráinn Bjarnason sem bjarg- aði ökumanni úr brennandi bif- reið á Reykjavegi í fyrradag. Þráinn var að koma úr Laugum þar sem hann stundar líkamsrækt þegar hann sá bifreið aka fremur skringilega af bílastæði í Laugar- dalnum. „Mér fannst aksturslagið ekki alveg eins og það átti að vera og þess vegna ákvað ég að fylgja bif- reiðinni eftir og kanna hvort allt væri ekki örugglega í lagi. Ég keyrði í humátt á eftir bifreiðinni en þegar við komum úr hringtorg- inu varð þessi gríðarlega spreng- ing í bifreiðinni og hún hentist upp,“ segir Þráinn. Rænulaus í belti Þráinn stöðvaði bifreið sína strax og fór að huga að ökumann- inum sem sat fastur, rænulaus og í öryggisbelti. Þegar Þráinn kom að bifreiðinni sá hann að enn log- aði í ökumanninum, bæði í hári og kraga. „Ég náði að slökkva eldinn sem logaði á manninum með hendinni. Ég reyndi að tala við ökumanninn en hann var ekki í ástandi til að svara mér. Af einhverjum ástæð- um leitaði eldurinn aftur í bílinn og það varð ökumanninum til happs. Á sama tíma og það gerðist náði ég að losa öryggisbeltið,“ seg- ir Þráinn. Dró hann út um gluggann Bifreiðin var svo illa farin eftir sprenginguna að ekki var hægt að opna dyrnar. „Hurðirnar voru allar útkýld- ar eftir sprenginguna. Ég reyndi að rífa þær upp en það bara gekk ekki. Eini möguleikinn í stöð- unni var að draga hann út um gluggann, það var ekkert annað hægt að gera,“ segir Þráinn sem brást snöggt við og fór hálfur inn í brennandi bifreiðina til þess að bjarga ökumanninum. „Ég náði undir handarkrik- ana á honum og dró hann út um gluggann. Á þeim tíma kom kona að sem aðstoðaði mig við að koma honum út á umferðareyju en þá var bifreiðin orðin alelda,“ segir Þráinn. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann en þar dvelur hann nú vegna alvar- legra brunasára. Tillitsleysi ökumanna „Ökumaðurinn var að fara í sund þegar hann veitti því athygli að það lá gaskútur fyrir utan sund- laugina. Hann tók gaskútinn og setti hann í skottið hjá sér og fór síðan í sund. Gaskúturinn hef- ur greinilega lekið eitthvað inni í bílnum en þegar menn fara inn í rými sem er fullt af gasi tapa þeir rænunni og þess vegna hef- ur aksturslagið verið svona skrítið,“ segir Þráinn sem furðar sig á viðbrögðum þeirra ökumanna sem hreinlega óku framhjá atvikinu. „Fólkið á bifreið- unum í kring sýndi gríðarlegt tillitsleysi. Fólk er frekar að hugsa um það að vera nokkrum sek- úndum fyrr á ein- hvern áfangastað í stað þess að veita því athygli hvort eitthvað væri hægt að gera til þess að aðstoða,“ segir Þráinn. Tvöföld hetja Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Þráinn kemur til bjargar því fyr- ir tveimur árum kom hann að al- varlegu bílslysi á Hellisheiði. Pall- bifreið hafði keyrt framan á litla Toyotu Yaris en þar sat ung stúlka föst í bíln- um. „Hún var mikið slösuð þessi unga stúlka sem var á Yaris-inum. Hún lá fram á mæla- borðið á stýrinu sem var brotið og var þar nán- ast í andstoppi. Ég fór þá inn í bif- reiðina og smeygði mér í aftursæt- ið. Ég tók þá ákvörðun að reyna að gera henni auðveldara með andardrátt en bílsætið hafði klemmt hana. Ég náði að beygja sætið aftur í sem varð til þess að hún gat andað á meðan við bið- um eftir þyrlu og sjúkrabifreiðum,“ segir Þráinn sem þó vill ekki kalla sig hetju. „Ég lít ekki á mig sem hetju, ég er kannski bara svona þenkjandi. Það er bara númer eitt, tvö og þrjú að reyna að koma þannig að málum að maður geti orðið að liði og vonandi verð- ur þetta hvatning fyrir aðra að bregð- ast við með svip- uðum hætti, ég er ekki alltaf á staðn- um,“ segir Þráinn og brosir út í eitt. „Þetta er skylda mín sem hluti af sam- félaginu. Ef ég myndi sjálfur lenda í slysi myndi ég óska þess að maður yrði aðstoðaður með sama hætti,“ segir Þrá- inn. ATli MáR GylfAson blaðamaður skrifar: atli@dv.is slysstaður Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eldinn og hreinsaði slysstað. „Það er bara númer eitt, tvö og þrjú að reyna að koma þannig að málum að maður geti orðið að liði og vonandi verður þetta hvatning fyrir aðra að bregðast við með svipuðum hætti.“ „Ég lít ekki á mig sem Hetju“ Þráinn Bjarnason Hetjan sem bjargaði ökumanni úr brennandi bíl. MynD HeiðA 3 Tveir átta ára strákar rifust um hvor ætti að vera Ragnar Magnússon, tálbeita Kompáss, í frímínútum í Hraun- vallaskóla í Hafnarfirði. Ágústa Bárðardóttir skólastjóri segir að hart sé tekið á öllu ofbeldi í skólanum. hitt málið ÉG VIL VERA BENNI ÓLSARI! Heilsu- átak dr. Gillian McKeith Mataræði sem veitir þér vellíðan allt til æviloka H eilsuátak dr. G illian M cK eith HÓLAR Bók sem hefur bætt líðan margra. Fæst í bókabúðum. Boði logaSon blaðamaður skrifar bodi@dv.is Óvenjulegar fyrirmyndir eftir að samskipti ragnars Magnússonar og benjamíns Þór Þorgrímssonar voru sýnd í kompási á stöð 2 breyttust leikir allavega tveggja ungra pilta. MYnD/KoMpÁS Rifist á skólalóðinni „Hann vill ekki vera ragnar, ég er benjamín,“ sögðu tveir átta ára guttar í Hafnarfirði í frímínútum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.