Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 22
föstudagur 3. október 200822 Helgarblað Tvíhliða munstur Eykur grip- öryggi og stuðlar að betri aksturs- eiginleikum við hemlun og í beygjum Bylgjótt mynstur Til að tryggja betra veggrip Þrívíðir gripkubbar Zik-Zak lóðrétt lögun kubbanna tryggir minni hreyfingu á þeim og aukna rásfestu Tennt brún Eykur gripöryggi Stærri snertiflötur - aukið öryggi 30 daga eða 800 km skilaréttur Svo sannfærðir erum við um kosti TOYO harðskeljadekkjanna að við bjóðum 800 km eða 30 daga skilarétt ef þið eruð ekki fullkomlega sátt. Andvirðið gengur þá að fullu til kaupa á öðrum hefðbundnum vetrar- eða nagladekkjum hjá okkur, við umfelgum fyrir þig hratt og örugglega. Þegar Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis banka hf., gekk á fund Davíðs Oddsson- ar, seðlabankastjóra, fimmtudaginn 25. september síðastliðinn og fór fram á samstarf um lausn á fyrirsjá- anlegum lausafjárvanda Glitnis var um að ræða beiðni um fyrirgreiðslu á grundvelli 1. sbr. 2. mgr. 7. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001. Þar er lögfest heimild Seðlabanka Íslands til að veita lánastofnunum lán með kaupum á verðbréfum eða á annan hátt gegn tryggingu, sem bankinn metur gildar. Á þessum fundi var að mati for- ráðamanna Glitnis ekki enn komin upp sú staða sem 2. mgr. 7. gr. lag- anna tekur til, hvað svo sem síð- ar kynni að verða. Orðrétt segir í greininni: „Þegar sérstaklega stend- ur á og Seðlabankinn telur þess þörf til að varðveita traust á fjármálakerfi landsins getur hann veitt lánastofn- unum í lausafjárvanda ábyrgðir eða önnur lán en um ræðir í 1. mgr. á sérstökum kjörum og gegn öðrum tryggingum en um getur í 1. mgr. eða öðrum skilyrðum sem bankinn setur.“ Framangreind ákvæði 7. gr. lag- anna gilda eingöngu þegar um lausafjárvanda lánastofnunar er að ræða. Seðlabankinn leggur ekki til eigið fé í slíkum tilvikum og hluta- fjáraukning rúmast ekki innan gild- issviðs ákvæðisins. Traust eiginfjárstaða Glitnis Eins og ljóslega hefur komið fram í máli seðlabankastjóra, stjórnenda og eigenda Glitnis var eiginfjárstaða bankans traust þegar Þorsteinn Már gekk á fund Davíðs, enda hafði bankinn staðist álagspróf Fjármála- eftirlitsins (FME), sem framkvæmd eru með reglubundnum hætti. Það er ekki hlutverk Seðlabankans, að hafa eftirlit með eiginfjárstöðu fjár- málastofnana, heldur er það hlut- verk FME, samanber lög um opin- bert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998. Þorsteinn Már lýsti því með sann- færandi hætti í viðtali við Kastljós RÚV, þriðjudaginn 30. september síðastliðinn, hvernig erindi hans við Seðlabankann tók þeim stakkaskipt- um í meðförum bankans að honum, öðrum stjórnendum og hluthöfum Glitnis var stillt upp við vegg aðeins örfáum dögum síðar, það er að segja að kvöldi sunnudagsins 28. sept- ember síðastliðins, rétt fyrir opnun markaða daginn eftir. Í stað lántöku var þeim gert að afsala til ríkissjóðs 75% hlutafjár í bankanum í skiptum fyrir andvirði þeirrar aðstoðar sem farið var fram á og Þorsteinn Már taldi bankann geta veitt ríf- legar og traustar tryggingar fyrir. Fram hefur komið, að eigið fé bankans var metið 180 til 200 milljarðar króna þegar Þorsteinn Már gekk til hins örlagaríka fundar. Gengi í viðskiptum með hlutabréf bankans var 15,7 krónur á hlut, föstudaginn 26. sept- ember síðastliðinn. Fyrir 75% hlut í bankanum var ríkissjóð- ur reiðubúinn að leggja fram nýtt hlutafé og krafðist þess að gengi í þeim viðskiptum yrði rétt undir 2 krónum á hlut. Markaðsvirði bankans í hönd- um núverandi hluthafa var 233 milljarðar króna á föstudegin- um en Seðlabankinn færði það niður í tæpa 30 milljarða króna á sunnudeginum. Spyrja verður hvort fyrir hafi legið mat FME eða annarra sérfræðinga á því hver væru áhrif slíkrar niður- færslu á aðrar lánastofnanir og fjármálakerfið í heild. Þá liggur ekkert fyrir um hvort bankinn hafi verið verðmetinn áður en þessi ákvörðun var tekin. Afarkostir Seðlabankans Þorsteinn Már gat þess í sjón- varpsviðtalinu að stjórnarfundi í Glitni, mánudaginn 29. septem- ber, hefði ekki verið lokið og end- anleg afstaða til „tilboðs“ rík- Leiftursókn í anda seðLabankans Eins og fram hefur komið í máli seðla- bankastjóra, stjórnenda og eigenda Glitnis var eiginfjárstaða bankans traust þegar Þorsteinn Már Baldvinsson gekk á fund Davíðs Oddssonar og fór fram á samstarf um lausn á fyrirsjáanlegum lausafjár- vanda Glitnis. Seðlabankinn setti í fram- haldinu Glitni afarkosti sem eigendur bankans sætta sig illa við. Hreinn Lofts- son skrifar um lagalega hlið málsins og kemst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn- in og bankastjórn Seðlabanka Íslands skuldi þjóðinni skýringu á því hvers vegna þjóðnýting var sú lausn sem Seðla- bankinn bauð fram í málefnum Glitnis. Seðlabankastjóri og forstjóri Glitnis ekki verður séð að erindi glitnis, sem Þorsteinn Már fór með á fund davíðs oddssonar, fimmtudaginn 25. september síðastliðinn, hafi fengið réttláta og lögmæta málsmeðferð. davíð oddsson og Lárus Welding kynna niðurstöðuna á fundi í seðlabankanum. Hreinn LOfTSSOn stjórnarformaður skrifar „Eignarrétturinn er frið- helgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almennings- þörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Yfirlýsingin aðþremgd stjórn glitnis gekk að afarkostum seðlabankans þann 29. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.