Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 23
föstudagur 3. október 2008 23Helgarblað SMIÐIR Erum með vana smiði á skrá sem eru klárir til vinnu Kraftafl ehf S: 840-1616 MÚRARAR Erum með vana múrara á skrá sem eru klárir til vinnu Kraftafl ehf. S: 840-1616 MÁLMIÐNAÐARMENN OG JÁRNSMIÐIR Erum með vana málmiðnaðarmenn og járnsmiði sem óska eftir mikilli vinnu Upplýsingar í S: 840-1616 Kraftafl. ehf issjóðs ekki fyrirliggjandi, þegar honum var greint frá því af Davíð Oddssyni í símtali, að blaðamanna- fundur hefði verið boðaður af hon- um aðeins nokkrum mínútum síð- ar til að greina frá þessum gjörningi. Áður hafði fulltrúum stjórnarand- stöðunnar á Alþingi verið gerð grein fyrir stöðu mála á fundi í Seðlabank- anum skömmu fyrir miðnætti kvöld- ið áður. Þorsteinn Már sagði að ekki hefði verið undan því vikist að ganga að þessum afarkostum eins og málum var komið til að tryggja hagsmuni innlánseigenda. Viðskipti með hluti í bankanum fóru ekki fram á al- mennum markaði á mánudeginum 29. september síðastliðinn, en þeg- ar viðskipti hófust á ný, þriðjudag- inn 30. september, var gengi bank- ans tæpar 5 krónur á hlut og því ljóst, að ríkissjóður hafði hagnast um ríf- lega 110 milljarða króna á fyrsta við- skiptadegi, ef þessi „viðskipti” ná fram að ganga. Óvönduð vinnubrögð Framangreind atburðarás er eins fjarri málefnalegum og vönd- uðum stjórnsýsluháttum og hugs- ast getur. Seðlabanki Íslands er sjálf- stæð stofnun í eigu ríkisins en fellur undir gildissvið stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Um er að ræða stofnun sem tilheyrir framkvæmdavaldinu og engir fyrirvarar um annað í lögum um Seðlabankann. Ljóst er að þegar bankinn kemur fram á grundvelli 1. og þá ekki síður 2. mgr. 7. gr. laga um Seðlabankann, nr. 36/2001, og taka þarf ákvörðun eins og í þessu tilviki, að þá er um stjórnvaldsákvörðun að ræða. Seðlabankinn þarf því að meta hvort skilyrði ákvæðisins um lánsfyr- irgreiðslu séu uppfyllt. Ef ákvörðun lýtur að því að beita ákvæði 2. mgr. 7. gr. laganna um lán til þrautavara (e. lender of last resort) eiga við all- ar mikilvægustu meginreglur stjórn- sýsluréttarins um rannsóknarskyldu, andmælarétt, jafnræði, meðalhóf, lögmæti og fleira. Með hliðsjón af hraðanum í málinu er útilokað að fullnægjandi mat hafi farið fram á erindi Glitnis þó svo að ráðrúm hafi átt að vera til þess þar sem Þorsteinn Már taldi sig vera að koma í tæka tíð og leita eftir samstarfi ef í nauðirnar ræki. Ekki þarf að taka fram, að al- gjör leynd og trúnaður á að ríkja um slík samskipti. Ekki verður séð að erindi Glitn- is, sem Þorsteinn Már fór með á fund Davíðs Oddssonar, fimmtu- daginn 25. september síðastliðinn, hafi fengið réttláta og lögmæta máls- meðferð. Viðurkennt er í stjórn- sýslu- og stjórnskipunarrétti að ekki megi ganga lengra en nauðsyn kref- ur við meðferð stjórnsýsluvalds og beita verður vægasta úrræði sem að gagni getur komið, ella getur við- komandi valdhafi gerst sekur um valdníðslu. Í tilviki Glitnis var væg- asta úrræðið sem að gagni gat kom- ið að veita lánafyrirgreiðslu eins og um var beðið, gegn fullum trygging- um. Önnur úrræði hefðu verið lán með breytirétti í hlutafé eða lán með sérstökum skilyrðum, til dæmis um útlánastýringu bankans eða fram- kvæmdastjórn. Yfirtaka hlýtur að vera sú aðgerð sem gengur lengst og þarf þá sér- staklega að skoða stöðu eigenda. Einnig þarf að huga að því hvernig slík aðgerð snertir þá vernd, sem eignarrétti almennings er búin í stjórnarskránni. Hér er um það að ræða, að tilteknir einstaklingar og fyrirtæki eru svipt eign sinni und- ir yfirskini almannahagsmuna og án þess að fullar bætur komi fyr- ir. Meta verður hvert verðmætið er og hvort það sé í samræmi við þá niðurfærslu, sem fólst í aðgerð- inni. Með svipuðum hætti og þeg- ar ríkið selur eignir þarf að liggja fyrir verðmætamat. Ekkert liggur fyrir um það með hvaða hætti og hverjir mátu stöðuna á þann hátt, að það væri eðlilegt og sanngjarnt að hluthafar afsöluðu sér ¾ hlut- um bankans endurgjaldslaust. Verðmat markaðarins á hlutum í Glitni lá fyrir föstudaginn 26. september síðastliðinn. Spyrja má hvers vegna það verðmat var ekki haft til hliðsjónar með afslætti sem næmi til dæmis 20 til 25%, í ljósi umfangs viðskiptanna. Einhliða túlkun og kynning Seðlabankans Ekki verður annað ráð- ið en að það hafi verið einhliða ákvörðun Seðlabankans, að breyta eðli erindis Glitnis úr lánsum- sókn vegna tíma- bundinna lausa- fjárerfiðleika og túlka erindið sem beiðni um stuðn- ing við bankann til að forðast gjaldþrot. For- ráðamenn Glitnis litu ekki svo á, að staða bank- ans væri komin á það stig. Undir slíkum kringumstæðum hefðu þeir væntanlega frekar leitað til FME. Hér verður sérstaklega vísað til þess að eftir gjörninginn gaf Seðlabank- inn út þá yfirlýsingu, að Glitnir væri vel rekinn og stæði traustum fótum. Í því ljósi er gengisfelling bankans óskiljanleg með öllum þeim fyrirsjá- anlegu afleiðingum sem hún hafði eða gat haft á hag allra landsmanna. Margt er á huldu um samskipti Seðlabankans og íslenska ríkisins í þessu ferli, en svo virðist sem Seðla- bankinn hafi einhliða tilkynnt ríkis- stjórninni hvernig komið væri í mál- um bankans. Ríkisstjórnin tók síðan ákvörðun sína á þeim grundvelli. Forráðamönnum Glitnis var ekki gefið færi á að skýra stöðu bankans og færa fram andmæli. Þeir höfðu ekki tök á að kynna stöðu bankans fyrir ríkisstjórn áður en ákvörðun var tekin. Samkvæmt fjölmiðlum gerð- ust hlutirn- ir hratt, ein- hliða og með leynd. Lög um Seðla- bank- ann kveða skýrt á um verka- skipt- ingu banka- stjórnar og skulu bankastjór- arnir þrír standa saman að öllum að- gerðum. Í öllu ferlinu var þó aðeins einn sjáanlegur. Þetta verklag bankans er til þess fallið að draga úr tiltrú á, að málefnalega og faglega hafi verið staðið að málum. Athygli vekur að Seðlabank- inn kemur fram sem væntanleg- ur kaupandi í samþykkt þeirri sem stjórn Glitnis var gert að undirrita mánudaginn 29. september síðast- liðinn samkvæmt forskrift Seðla- bankans. Stofnunina brestur heim- ild til slíkra gerninga. Aðrir augljósir ágallar eru á samþykktinni og með hreinum ólíkindum að skjalagerð um svo umfangsmikil og afdrifarík mál sé svo ófullkomin sem raun ber vitni. Framganga Davíðs Oddssonar í málinu er afgerandi. Í því sambandi verður að hafa hugfast að hæfis- reglur stjórnsýslulaga gilda. Í þessu sambandi kemur 6. tl. 1. mgr. 3. gr. laganna til skoðunar, en þar seg- ir að handhafi stjórn- sýsluvalds telj- ist vanhæfur ef aðstæður eru fyrir hendi sem til þess eru falln- ar að draga megi óhlut- drægni hans í efa með réttu. Andúð Dav- íðs Oddsson- ar á stærstu eigend- um Glitnis er alkunn og hefur verið um margra ára skeið. Ólögmætar aðgerðir Að lokum verður ekki hjá því komist að líta til þess að forsvars- menn Glitnis voru látnir undirrita framangreindan gjörning. Þannig virðist reynt að koma málum svo fyrir, að um samningarréttarleg- an gjörning sé að ræða. Sagan er þá í stuttu máli sú, að forráða- menn Glitnis hafi leitað til ríkis- ins vegna yfirvofandi gjaldþrots og niðurstaðan orðið tvíhliða samn- ingur. Skýrt hefur komið fram, að þetta var gert gegn vilja stjórnenda Glitnis, en bankinn var settur í þá stöðu að eiga ekki val um annað. Atvikum þessum svipar til þeirra sem lýst er í 31. gr. samningalaga, nr. 7/1936, um misneytingu. Þar segir meðal annars að hafi nokkur maður notað sér að annar var hon- um háður til þess að afla sér hags- muna eða áskilja sér þá, þannig að bersýnilegur mismunur væri á þeim hagsmunum og endurgjaldi er fyrir þá skyldi koma, að þá skuli slíkur gerningur ógildur gagnvart þeim aðila sem á var hallað með samningnum. Má því álykta, ef á reyndi, að bankinn og hluthafar hans séu óskuldbundnir af þeim samningi sem þvingaður var fram með ofbeldi í skjóli nætur. Þegar öllu er á botninn hvolft liggur fyrir að ríkisstjórnin og bankastjórn Seðlabanka Íslands skulda þjóðinni skýringu á því hvers vegna farið var fram með þessum hætti í málefnum Glitnis. Leiftursókn í anda seðLabankans Davíð Oddsson framganga seðlabanka- stjóra í málinu er afgerandi en andúð hans á stærstu eigendum glitnis er alkunn og hefur verið um margra ára skeið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.