Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 12
föstudagur 3. október 200812 Fréttir „Þeir væru fegnastir ef það myndi slokkna á mér,“ fullyrðir Þór Óliver Gunnlaugsson, fangi á Litla-Hrauni. Hann segist nú í hungur- og lyfja- verkfalli vegna óánægju með það sem sem hann kallar „linnulaust áreiti starfsmanna fangelsins“. Eins og DV sagði frá fór Þór Óli- ver í hjartaþræðingu 19. september. Hann er afar ósáttur við að fá ekki að jafna sig annars staðar. Hann seg- ir loftræstingu á Litla-Hrauni ábóta- vant og ber því við að hann sé áreitt- ur oftar en gengur og gerist. „Ég var varla sofnaður nóttina eftir að ég kom aftur hingað þegar ég var rif- inn upp. Þá var leitað á mér og í klef- anum. Ég hef auk þess tvisvar verið kallaður í þvagprufu. Þetta eru bara ofsóknir á hendur mér. Ég treysti ekki fólkinu sem hér vinnur. Ég hef því ákveðið að neyta hvorki matar né þeirra lyfja sem þeir skammta mér,“ segir Þór Óliver sem situr inni vegna manndráps. Erlendur Baldursson hjá Fang- elsismálastofnun segir að heilbrigð- isstarfsfólk fangelsisins meti hverju sinni hvort fangar þurfi heilsu sinn- ar vegna að skipta um umhverfi. Menn geti ekki stjórnað því hvar þeir eru. Hann segir að fangar gefi oft alls kyns ástæður fyrir því að fá að af- plána annars staðar. Aðeins 20 pláss séu á Kvíabryggju en þar vilji allir 140 fangarnir vera. Þór Óliver segir, máli sínu til stuðnings, að loftræsting á Litla- Hrauni sé slæm og að það fari illa í þá sem eru nýkomnir úr hjartaað- gerð. Margrét Frímannsdóttir, for- stöðumaður á Litla-Hrauni, segir að vissulega sé loftið ekki eins og best gerist en bendir á að verið sé að setja upp nýjar viftur og loftræstikerfi. Það horfi því til betri veg- ar. Hún segist ekki hafa fengið neina til- kynningu um hung- urverkfall. baldur@dv.is Þór Óliver Gunnlaugsson fangi segist ósáttur við áreiti: Hjartasjúklingur í hungurverkfalli Unnið er að endurbótum á loftræstikerfi á Litla-Hrauni fangi segist verða fyrir miklu áreiti í fangelsinu og vill afplána annars staðar. „Í öllu mótlæti felast líka tækifæri, það eru tækifæri fyrir menn að koma inn á markað núna með vörur á hag- stæðu verði,“ segir Arnar Hallsson, framkvæmdastjóri Stekkjabrekkna, sem rekur Korputorg. Fyrirtækið opnar 48 þúsund fermetra verslun- arhúsnæði á laugardaginn þar sem verða verslanir á borð við Rúmfata- lagerinn, Toys ´R´ Us, Ilva, Piers og Europris. Erfitt efnahagslíf Arnar segir að efnahagsástandið sé mjög slæmt og hann hefði vissu- lega kosið að koma inn á markað á öðrum tíma en nú. „Svona hús eru ekki byggð til að vera í rekstri í þrjú ár heldur er þetta fjárfesting til fimmtíu ára. Efnahagssveiflur eru á Íslandi og munu alltaf verða,“ segir Arnar og bendir á að Kringlan og Smára- lind hafi opnað þrátt fyrir að ekki hafi blásið byrlega í efnahagsmálum. „Kringlan hefur heldur betur sannað sig. Ég hef trú á því að þessi verslun- arkjarni muni sanna sig yfir ákveðinn tíma en þetta verður erfitt hjá öllum.“ Arnar segir að kreppan birtist með tvennum hætti í uppbyggingu húss- ins. „Fjármagn er dýrara heldur en það var og það skýrist af háum stýri- vöxtum. Þá er byggingarefni dýrara en það var vegna veikrar stöðu krón- unnar. Þetta ástand kemur sér illa,“ segir hann. Besta húsið á landinu „Forsendur þess að við fórum út í það að byggja húsið voru þeir leigu- samningar sem við vorum komn- ir með. Við stóðum við okkar hluta að klára að byggja húsið og þá ætl- umst við til þess að okkar leigutakar standi við sinn hluta, það er að segja að reka verslanir og leigja húsnæði,“ segir Arnar og bendir á að þrjú fyrir- tæki hafi seinkað opnuninni, Bónus, Hagar Outlet og Office 1. Vinnan við verslun Bónuss er komin langt á veg og mun verða búin mjög fljótlega. Arnar segir að húsið sé mun full- komnara en sambærilegir verslun- arkjarnar á landinu. „Við getum boð- ið hér mun hagstæðari leigu, þetta er einfaldara hús að allri gerð en til dæmis Smáralind og Kringlan. Þetta er stálgrindarhús með samlokuein- ingum og mjög hagstætt verð.“ Breyttar aðstæður Finnur Árnason, forstjóri Haga, sem eru eigandi Bónuss og eiga helmingshlut í Max raftækjum, segir að það séu ekki miklar líkur á að þeir fari inn í húsið gagnstætt því sem Arnar Hallsson segir. „Við erum ekki að fara opna um helgina, þetta er allt í skoðun hjá okkur,“ segir Finnur. Eins og fram hefur komið hefur Arn- ar sagt að Bónus opni á næstu vik- um og ef leigutakar hætti við að opna þurfi þeir að borga leigusamninginn sem þeir hafa skrifað undir. Finn- ur segir það rangt. „Þú borgar ekki leigu ef það er ekki búið að afhenda þér húsnæðið. Það eru umferð- artengingar sem eru ófrágengn- ar þannig að svæðið er ekki til- búið.“ Aðspurður hvort þeir fari ekki inn í húsnæðið þegar svæðið verður tilbúið svarar Finnur: „Þá skoðum við það, en það eru ekki miklar líkur á því eins og staðan er í dag.“ Jól þrátt fyrir kreppu Arnar segir að jólin hætti ekki að koma þó svo að það sé kreppa í landinu. „Fólk mun leita meira að vörum sem eru á góðu verði en áður þannig að það felast í þessu ákveðin tækifæri. Jákvæðar hugsanir eru það sem skiptir máli núna, ef all- ir ætla að leggjast niður og gráta ger- ist ekki neitt,“ segir Arn- ar bjartsýnn um fram- haldið. Arnar Hallsson, framkvæmdastjóri Stekkjabrekkna, segist allsendis óhræddur að opna nýja verslunarmiðstöð þrátt fyrir boðaföll í efnahagslífinu. Margar verslanir höfðu skrifað undir leigusamninga en svo virðist sem Bónus og Max raftæki séu að bakka út úr plássinu á síðustu stundu. OPNA Í MIÐRI KREPPU Boði LoGAson blaðamaður skrifar bodi@dv.is „Jákvæðar hugsanir eru það sem skiptir máli núna, ef allir ætla að leggj- ast niður og gráta gerist ekki neitt.“ Húsið er 48 þúsund fermetrar korputorg er jafnlangt og fimm knattspyrnuvellir. GESTAHÚS 21 m² 45 mm bjálki GARÐHÚS 4,7-9,7 m² 34 mm bjálki VH ehf · Sími 864-2400 VINSÆLU GESTA- OG GARÐHÚSIN ERU AÐ SELJAST UPP Því fer hver að verða síðastur að eignast hús frá okkur á gamla genginu. Næsta sending gæti hækkað um 20%. 08 -0 14 3 H en na r h át ig n Völundarhús.is hafa til sölu glæsileg ný gesta- og garðhús sem eru enn sterkbyggðari en áður. Nýju húsin eru bjálkahús frá 34 mm að þykkt og koma með tvöfaldri vatnslæsingu. Húsin eru tilvalin geymsla fyrir grillið og garðhúsgögnin. GESTAHÚS 15 m² 45 mm bjálki GESTAHÚS 25 m² 70 mm bjálki Finnur Árnason forstjóri Haga segir að þeir borgi ekki leigu fyrr en þeir fá afhent húsnæðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.