Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 47
föstudagur 3. október 2008 47Sport Íslendingaslagur Í reading Það verður Íslendinga- slagur í ensku Championship-deildinni á laugardaginn þeg- ar reading tekur á móti burnley. Í reading eru eins og al- þjóð veit Ívar Ingimarsson og brynjar björn gunnarsson en sá síðarnefndi er kominn til baka eftir meiðsli og hefur leikið síðustu tvo leiki reading sem byrjunarliðsmaður. Í burnley er Jóhannes karl guðjónsson en Jói kalli skoraði fallegasta mark ársins hingað til í síðasta leik burnley og hefur skorað í tveimur síðustu leikjunum. Ívar og brynjar þurfa því að passa að félagi þeirra komist ekki í skotfæri. Magnús dæMir keflvíkingurinn Magnús Þórisson mun dæma bikarúrslitaleik kr og fjölnis sem fram fer á Laugardalsvellinum klukkan 14.00 á morgun, laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem Magnús dæmir bikarúrslitaleik. Honum til aðstoðar verða aðstoðar- dómararnir gunnar gylfason og Jóhann gunnarsson. Leikurinn er líka sérstakur fyrir þá tvo herramenn en þeir munu hætta að dæma og flagga fyrir ksÍ eftir leikinn. fjórði dómari verður eyjólfur Magnús kristins- son og Jón sigurðsson verður eftirlitsmaður ksÍ. „Heilsan er bara fín. Ég er núna að vinna upp formið,“ segir Friðrik spurður um líðan sína í dag. Fyrir ári leit út fyrir að ferillinn hjá Friðriki væri á enda þegar alvarlegar hjart- atruflanir gerðu vart við sig. Frið- riki og hans fólki var mjög brugðið enda virtust veikindin alvarleg. „Ég var með einhverjar taugabilanir í hjartanu og þeir krukkuðu eitthvað í það. Fyrst fór ég í hjartaþræðingu þar sem þeir fundu engin svör.“ stuðaður í takt „Ég byrjaði að spila aftur viku seinna en var ekki ég sjálfur. Ég var hálfsmeykur satt best að segja. Ég spilaði samt út tímabilið og í síð- asta leiknum í deildinni lenti ég í miklu samstuði og þá festist púls- inn á mér í 150 slögum á mínútu. Þá var ég lagður inn og stuðaður í takt. Þá hélt ég bara að þetta væri búið og var byrjaður að sætta mig við það. Mér var líka sagt á þeim tíma að gleyma körfuboltanum.“ Á að passa sig Friðrik fór svo í aðra aðgerð sem heppnaðist vel og í júlí í sum- ar byrjaði hann léttar æfingar með liðinu.„Eftir aðgerðina hefur hing- að til ekkert komið upp á til að hafa áhyggjur af og fyrst þeir gáfu mér grænt ljós heldur maður bara áfram. Eins og tímabilið endaði núna síðast hafði ég engan áhuga á að hætta í sportinu. Ég vildi reyna að gíra mig upp til að vera með þótt það væri ekki nema til þess að ná í lið eftir flóttann frá liðinu eft- ir tímabilið. Læknarnir sögðu mér reyndar að reyna að minnka álagið og dempa mig aðeins niður,“ segir Friðrik sem er annálaður baráttu- hundur og gefur allt í leikinn. Hvort hann fylgi fyrirmælum læknanna verður að koma í ljós en DV telur líkurnar á því minni en engar. spilað á síldartunnuhring Friðrik, sem ólst upp í Vest- mannaeyjum, er spurður út fyrstu skrefin í körfunni í einangruðu bæjarfélagi án körfuboltafélags. „Mér fannst ég vera ágætur hand- boltamaður en veit ekki hvort fleiri séu sammála því. Ég var ömurleg- ur í fótbolta með tvo jafnslæma vinstri fætur. En annars var maður í öllu því sem hægt var að stunda í Eyjum. Körfuboltinn hjá mér byrj- aði inni í botnlanga á Höfðavegin- um. Við bjuggum til körfu úr síldar- tunnuhring og svo var bara djöflast. Svo fór þetta að þróast þegar hægt var að fá körfuspjald í verslun og við slógum saman peyjarnir í eitt slíkt.“ Fyrsti leikurinn landsliðsleikur Þegar Friðrik var 15 ára varð hann svo einn af stofnendum körfu- knattleiksdeildar Týs, síðar ÍBV. „Ég var eitt ár hjá þeim og var valinn í landsliðið á þeim tíma. Fyrsti opin- beri leikurinn minn var með lands- liðinu, sem telst frekar sérstök byrj- un á ferlinum. Eftir þetta ár í Eyjum má segja að þetta hafi byrjað, ég fór vestur á Ísafjörð með stuttri viðkomu í KR og átti frábær tvö ár með KFÍ. Ég gekk svo loks til liðs við Njarðvíkinga ´98 og er búinn að vera þar síðan fyrir utan þriggja mánaða tilraun um aldamótin við atvinnumennsku í Finnlandi sem stóð ekki undir neinu og mér líkaði það dæmi illa.“ Kæti í Kína Friðrik er fljótur til svars þegar hann er spurður um stærstu stund- irnar í sportinu. „Það var þegar við fórum til Kína með landsliðinu, það var ógleymanlegt. Við spiluðum á móti Yao Ming og upplifðum ótrú- lega ferð. Og svo eru það titlarnir og sigrarnir, þeir eru alltaf jafnsæt- ir.“ aftur í landsliðið Við snúum okkur að komandi tímabili sem byrjaði fyrr hjá Frið- riki en hann átti von á. „Landsliðs- þjálfarinn hafði samband við mig rétt eftir Þjóðhátíð (í Eyjum) og þó svo að ég ásamt læknunum hefði ákveðið að halda landsliðinu fyrir utan þetta sló ég til og spilaði síð- ustu leiki liðsins núna í sumarlok. Heilsan hefur haldist góð eftir það og núna er tímabilið fram undan.“ Hörkumót fram undan Tímabilið fram undan verður magnað að mati Friðriks. „Þetta verður örugglega sterkasta mótið síðan ég byrjaði í efstu deild. Við erum búnir að fá góða leikmenn aftur heim og þetta verður gríðar- lega öflugt mót. Við í Njarðvík erum komnir með nýjan þjálfara, Val Ingimundarson, sem er mjög hæf- ur maður og skemmtilegur karakt- er. Það er búið að vera flott að æfa undir honum í sumar,“ segir Friðrik en vill ekkert tjá sig um brotthvarf Teits Örlygssonar sem þjálfaði liðið á síðasta tímabili. „Við erum næst- um með nýtt lið í ár. Aðeins 3 til 4 leikmenn frá því á síðasta tímabili verða áfram en mér líst vel á lið- ið okkar. Ég væri reyndar til í að fá einn stóran strák í viðbót með mér þar sem við erum í lægra lagi. Ann- ars er það er nokkuð ljóst að KR og Grindavík verða sterkustu liðin í vetur. Maður sér það bara á hópn- um hjá báðum. Grindavík er til að mynda með sjö fyrrverandi lands- liðsmenn og KR með mjög góða leikmenn innanborðs.“ endar í ÍBV? Aðspurður í lokin hvort hann gæti hugsað sér að spila með öðru liði en Njarðvík svarar Friðrik: „Nei, ég á ekki von á því en ef eitthvað væri yrði það með ÍBV í handboltan- um. Við spiluðum nokkrir hlunkar, gamlir ÍBV-leikmenn, við núver- andi meistaraflokk ÍBV og unnum þá. Ég gat því státað af því á Þjóð- hátíðinni að vera Vestmannaeyja- meistari í handbolta, leikmönnum liðsins til mikils ama.“ Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti lagersala Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 í 4 mism unandi á klæðumBjóðum 1 5 tungu sófa verð áður 139.000 kr.69.000,- á aðeins yfir 200 gerðir af sófum VERÐHRUN sVeinn waage blaðamaður skrifar: sveinn@dv.is Ferill í deildarkeppni kr 1993-1995 Þór ak. 1995-1996 kfÍ 1996- 1998 Njarðvík 1998-2007 Leikir 239 stig 2.825 fráköst 2.290 HeiMild KKÍ VAR SAGT AÐ GLEYMA KÖRFUBOLTANUM „...fyrst þeir gáfu mér grænt ljós heldur maður bara áfram.“ Friðrik erlendur stefánsson er körfuboltaáhugamönnum að góðu kunnur. Þessi 32 ára Eyjapeyi í Njarðvík- urliðinu er einn af leikjahæstu leikmönnum efstu deildar. Hann æfir nú af kappi fyrir sitt 16. tímabil. Á sama tíma í fyrra leit út fyrir að ferillinn væri úti þegar óvænt hjartabilun gerði vart við sig. Í viðtali við DV segir Friðrik frá nýafstöðnum veikindum, rifjar upp fyrstu skrefin á ferlinum og spáir í næsta tímabil. einbeittur á línunni friðrik tekur vítaskot með landsliðnu í leik gegn svartfjallalandi í september síðastliðnum. Kunnugleg sjón fyrirliðinn tekur á móti deildarmeistaratitlinum 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.